Tíminn - 04.09.1963, Side 7
Útgefindi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan-
lands. t lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. —
Að vekja tiltrúna
í forustugrein Mbl. í gær eru endurprentuð eftirfarandi
ummæli, sem birtust í Tímanum á sunnudaginn var:
„Menn óttast aS stjórnarstefnan leiði til sívaxandi verð-
bólgu og dýrtíðar og keppast því við bvers konar fram-
kvæmdir og bílakaup. Allir vilja vera búnir að koma sínu
á þurrt áður en meiri hækkanir verða. Það er þessi ótti
við verðbólguna, þessi vantrú á stjórnina, sem veldur
ofþenslu nú.“
Hið ánægjulega skeður, að Mbl. viðurkennir að þessi
ummæli séu rétt. En í framhaldi af þeim, beinir Mbl.
þeirri fyrirspurn til Tímans, hvaða ráð hann kunni til að
vinna gegn ofþenslunni.
Þessu er raunar svarað í þeim ummælum Tímans, sem
Mbl. birtir. Þar er sagt, að ofþenslan stafi af vantrú á
stjórnarstefnuna — vantrú á íjármálakerfið. Af þessu
leiðir, að það sem þarf að gera er íramar öllu öðru að
vekja tiltrú — tiltrú til stjórnarsteínunnar og fjármála-
kerfisins.
Af hverju stafar vantrúin til stjórnarstefnunnar og
fjármálakerfisins? í stuttu máli af þvi, að stjórnin hefur
tekið hverja kollsteypuna annarri meiri, sem hafa leitt
til stórfelldustu verðhækkana og síðan til kauphækkana
og þar á eftir til víxlhækkana. Hér er átt við gengisfell-
ingarnar 1960 og 1961, stórfellda hækkun tolla og sölu-
skatta og vaxtaokrið. Menn óttast að stjórnin taki ein-
hverja slíka kollsteypu aftur, t. d. iækki gengið, hækki
söluskatta eða hækki vextina. Þetta myndi leiða til nýrra
verðhækkana, kauphækkana og víxlhækkana. Óttinn við
þetta veldur því, að menn vilja koma peningum
sínum í einhver föst verðmæti áður en næsta verðhækk-
unaralda ríður yfir.
Til þess að vinna gegn þessum ótta, þarf umfram
allt stefnubreytingu. í stað þess að láta rikisvaldið
hafa forustu um þessa hækkunarstefnu, þarf ríkis-
valdið að hafa forustu um að stöðva hana með því að
ganga á undan og gefa þannig öðrum fordæmi. Það,
sem ríkisstjórnin og þingið þurfa að segja nú og standa
við, er þetta: Við ætlum ekki að lækka gengið, ekki að
hækka tolla og skatta, ekki að hækka vextina — við
ætlum ekki að gera neinar hækkunarráðstafanir. Þvert
á móti ætlum við að byrja að klifra niður dýrtíðar-
stigann með lækkunaraðgerðum Við ætlum að lækka
vextina og við ætlum að lækka vissa tolla- og skatt-
stiga, en þetta er ríkinu unnt veana þess, að af völd-
um verð- og kauphækkananna að undanförnu munu
ríkistekjurnar vaxa meira af sjálfu sér en ríkisútgjöld-
in, þótt þau hækki einnig nokkuð.
Með slíkum stöðvunar- og lækkunaraðgerðum hins
opinbera myndi smám saman hverfa óttinn við vaxandi
verðbólgu og dýrtíð af völdum cpinberra aðgerða. Stétt-
irnar yrðu hófsamari í kröfum sínum, þegar þær sæju,
að breytt hefði verið um stefnu hins opinbera. Fjármála-
kerfið myndi öðlast. tiltrú á ný. Menn kepptust ekki eins
við að ljúka ýmsum verkum eða mnkaupum af ótta við
pýja verðbólguskriðu.
Það er aðeins með slíkum aðgerðum, sem hægt er að
endurreisa þá tiltrú, sem nú vantar og við þörfnumst
mest, ef ekki á að halda lengra út 1 íjármálalegt öngþveiti.
Gengisfelling, vaxtahækkun, eða tollshækkun myndi hins
vegar verka eins og að ausa olíu á eld Enn myndi allt
hækka, ný verðbólguskriða fara af stað Vonanrli verða
valdamenn okkar ekki svo gæfulitlir að flana út í slíkt.
ivbii mótstöðumenn Nassers
El-Hafes, nýr einræðisherra í Sýrlandi, og El Badr, fyrrv. kóngur í Jemen
HJÁ FÁUM stjórnmálaleið-
togum hafa skipzt á skin og
skuggar öllu oftar en hjá Nass-
er forseta Egyptalands. Einn
daginn hefur virzt eins og hon-
um væri að heppnast að ná því
takmarki sínu að sameina fleiri
Arabaríki um merki gitt. Rétt
á eftir hefur hann virzt eins
langt frá því og verið gat.
Fyrir rúmu ári voru horfurn-
ar litlar á því, að sameining
Arabaríkjanna myndi takast.
Sýrland hafði slitið tengslin,
sem um skeið tengdi það stjórn-
arfarslega við Egyptal'and, og
Jemen, sem einnig hafði haft
náin tengsli við Egyptaland,
hafði fengið nýjan konung, sem
hafði snúizt gegn Nasser eftir
að hafa verið honum hliðhollur
meðan hann var krónprins.
Tæplega hálfu ári síðar var
þetta gerbreytt Nasser í hag.
Baathistar, er hafa beitt sér fyr
ir nánum tengslum Sýrlands við
Egyptaland, höfðu brotizt til
valda í Sýrlandi og Uðsforingi,
sem var aðdáandi Nassers, hafði
í brotizt til valda i Jemen og
steypt konunginum þar af stóli.
Allt benti til, að Sýrland og
Jemen yrðu á ný náin banda-
lagsríki Egyptalands.
Nú er þetta breytt aftur. Sýr
land hefur eignazt nýjan ein-
ræðisherra, sem auðsjáanlega
er ekki auðsveipur Nasser, og
hefur því enn ekkert orðið úr
samningum um nánari tengsli
Egyptalands og Sýrlands. Kon-
ungur í Jemen, sem haldið var
í fyrstu að fallið hefði í upp-
reisninni í fyrra, koms' undan
og heldur uppi öflugri mót-
spyrnu í Jemen Stjórnin þar
er mjög ótraust í sessi og væri
ef til vill fallin, ef hún nyti ekkj
beinnar hernaðarlegrar aðstoð-
ar Nassers.
ÞAÐ ER orðið ljóst, að
stjórnin í Sýrlandi er að mestu
AMIN EL-HAFES
í höndum eins manns, Amin el-
Hafes hershöfðingja, sem jafn-
framt er formaður byltingar-
ráðsins, en það svipar til þess
að vera forseti landsins. Amin
el-Hafes er lítið þekktur og ber
heimildum t. d. alls ekki sam-
an um aldur hans. Sumar telja
hann 52 ára, aðrar rétt fertug-
an, en oftast er hann talinn 49
ára. Faðir hans var umboðs-
maður ýmissa amerískra fyrir-
tækja í Damaskus. m. a. fyrir
Westinghouse. Eftir að hafa
náð gagnfræðaprófi, var el-Haf-
es barnakennari um skeið, en
gekk síðar í herinn og náði þar
foringjatign. Hann var sá liðs-
foringi Sýrlendinga, er þótti
s'anda sig bezt í stríðinu við
Tsrael. Hann gek-k ungur í flokk
Baathista, sem hefur haft sam-
einingu Araba og sósíalisma á
stefnuskrá sinni. Eftir samein-
ingu Egyptalands og Sýrlands
1958. stundaði hann um skeið
nám á herforinsjaskóla í Kairo
Þegar andstæðingar Nassers
brutust til valda í Sýrlandi
þremur árum síð^r og slitu
tengslin við Egyptland. sendu
beir el-Hafes i eins konar ú‘-
leeð. Hann var fyrsf hernaðar-
legur ráðunautur við send^ráð
Svrlands í Madrid og síðar í
Buenos Aires Þar var hann,
heear Baathistar brutust til
valda í Sýrlandi í marz s. 1. Þeir
kvöddu hann strax heim og
gerðu hann að innanrík'sráð-
herra. Síðan hafa völdin færzt
meira og minna í hendur hans
og þykir nú lióst. að hann sé
raunverulega einræðisherra
l.andsins.
MARGT BENDIR til, að el-
Hafes sé harður í horn að taka
Byltingar hafa verið tíðar í
Sýrlandi, en blóðsúthellingar
jafnan litlar í sambandi við
þær. Oftast hefur verið látið
nægja að vísa úr landi þeim.
sem hafa beðið lægri hlut. El-
Hafes fór hins vegar allt öðru
vísi að, þegar fylgismenn Na-ss-
ers gerðu byltingartilraun i
sumar. Hann lét herrétt dæma
alla helztu leiðtogana til dauða
og lét framfylgja dómunum
tafarlaust. Þegar Nasser hugð-
ist nota þetta til áróðurs gegn
honum, greip el-Hafes td ráðs,
sem löngum hefur gefizt vel
undir slíkum kringumstæðum.
Hann hóf skærur á landamær-
um ísraels. Að vanda lýstu þá
öll Arabaríkin stuðningi við
Sýrland og Nasser varð að
draga úr áróðrinum gegn el-
Hafes, því að Arabar þol'a ekki
áróður gegn arabiskum forustu
manni meðan deila stendur yfir
milli hans og ísraels.
Fljó'.t eftir að Baathistar kom
ust til valda í Sýrlandi í marz
s. L, hófust samningar um nýja
sameiningu eða nána samvinnu
landanna. Þessir samnjngar
hafa ekki borið árangur enn og
liggja nú að mestu niðri. Ástæð
an er sú, að el-Hafes telur
Nasser ætla Egyptum of mikil
yfirráð.
El-Hafes hefur fram að þessu
látið litjð bera á sér opinber-
lega. Hann sést sjaldan á
mannamótum og neitar blaða-
mönnum um viðtal. Þeir, sem
vel fylgjast með, telja hins veg
ar ótvírætt, að hann sé harð-
fengasti forustumaðurinn, sem
Sýrland hafi eignazt, og það
geti breytt miklu, ef honum
tekst að festa völd sín. Jafnvíst
þykir og það, að Nasser muni
ekkert láta ógert til að steypa
honum úr stóli
NASSER HEFUR hins vegar
reynt það í Jemen, að ekki er
nægilegt að flæma andstæðing
frá völdum, ef ekki tekst jafn-
framt að ganga af honum dauð-
um, eins og Feisal konungi í
írak og eftirmanni hans, Aref
einræðisherra. í Jemen komst
konungurinn undan tú Saudi- H
Arabíu, þar sem hann dvaldi B
um hríð. Ýmsir ættflokkar í H
Jemen reyndust honum trúir H
og hefur hann komið upp all- 1
öflugri mótspyrnuhreyfingu, er H
hann veitir forustu. Seinustu g
mánuðina hefur hann dvalið í B
Jemen og virðist hafa allmörg B
héruð á valdi sínu. Sumir kunn g
ugir telja, að hin nýja stjórn §
í Jemen væri fall.in. ef Nasser fi
hefði ekki sent allfjölmennt f
herlið henni til hjálpar. Fyrir J
atbeina S. Þ. komst á samkomu fi
lag milli stjórna Egyptalands §
i'Z Saud'-Arabíu um. að þær fi
skyldu hætia stuðningi við S
deiluaðila í Jemen, og skyldu M
fulltrúar frá S Þ fylgjast með |
því, að þetta samkomulag yrð> B
haldið. Það þykir nokkurn veg S
inn víst. að báðar ríkisstjórn- H
irnar hafi meira og minna svik-
ið þetta og eftirlit S. Þ. að M
verulegu leyti brugðizt, enda
hefur yfirmaður þess, Svíinn
I-Iorn greifi. sagt af sér í mót-
mælaskynj. Ekki er því séð enn
fyrir endalok borgarastyrjald-
ar þeirrar, sem nú geisar í
Jemen. Miklu meiri seigla virð-
ist vera í hinum valdsvipta kon
ungi Jemens en Nasser virðist
hafa átt von á, enda hafði hann
lítið að segja meðan faðir hans
iifði og gaf sig meir að skemmt
analífj en stjórnarstörfum,
Hann virðist nú una vel hinu
örðuga hlutverki skæruliðans g
og uppreisnarmannsins Þótt
hann nái ekki völdum að nýju,
getur hann átt eftir að gera
Nasser erfitt fyrir en hemaðar
leg aðstoð hans við nýju stjórn
ina hefur þegar kostað Egypta
stórfelld útgjöld og talsvert '
manntjón, sem ekki er vinsælt fji
heima fyrir. Þ. Þ. fi
T f M I N N , miðvikudagirtn 4. september 1963
/