Tíminn - 24.09.1963, Blaðsíða 7
Útgefencfl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason _ Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (ábi. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson, Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu. slmar 18300—18305 Skrif
stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aðrar
skrifstofur, simi 18300 Áskriftargjald kr 80,00 á mán. innan-
lands í iausasölu kr 4.00 eint - Prentsmiðjan EDDA h.f —
Þögnin um hækkun
beinu skattanna
Almenningi þykja það töluverð tíðindi og ekki sem
bezt, að framfærsluvísitalan skuli hafa hækkað um 5 stig
á einum mánuði.
En þó þykir mönnum eftirtektarverðast, að nær þrjú
stig þessarar hækkunar skuli — samkvæmt skýrum töl-
um og tilkynningu hagstofunnar — stafa af hækkun
beinna skatta. Þetta er og merkiiegast fyrir þá sök, að
ríkisstjórnin hét því að lækka beina skatta, hefur hælt sér
mjög af því að hafa gert það, jafnvel því sem næst af-
numið tekjuskatt. Samt birtist mönnum sú óhagganlega
staðreynd á haustdögum 1963, að beinu skattarnir hafa
hækkað svo á þessu ári, að vísitalan hleypur upp um nær
þrjú stig þeirra vegna.
En til eru þeir aðilar í landinu, sem láta svo sem þessi
hækkun beinu skattanna sé lítil frétt. Það eru stjórnar-
blöðin og ráðherrarnir. Þar er þagað þunnu hljóði um
fyrirbærið, og hefði þó mátt vænta þar einhverrar skýr-
ingar á tilkomu þess umskiptings, sem allt í einu birtist
þjóðinni úr ráðuneyti Gunnars Thoroddsens. Þarna virð-
ast hafa orðið einhver smávegis mistök, og lækkunin
marglofaða er allt í einu orðin hækkun. og hafa beinu
skattarnir, sem áttu að vera nærri því horfnir, þá. hækkað
vísitöluna alls um ein fjögur stig.
Hvað ætla stjórnarblöðin að þegja lengi? Ætla þau
ekki að gefa þjóðinni neina skýringu á þessu? Á að reyna
að þegja þetta í hel og byrja svo aflur eftir tvo eða þrjá
mánuði á því að hæla sér af því, hve beinu skattarnir hafi
læk'kað mikið?
Lækka flugfargjöld
Fregnir herma, að þýzka flugfélagið Lufthansa ætli
að stórlækka flugfargjöld sín yfir Atlantshaf á næsta vori.
SAS hefur þegar lækkað fargjöld með skrúfuvélum til
samkeppni við Loftleiðir. Líklegt má telja, að fargjöld á
iangleiðum flugvéla lækki yfirieitt á næstu missirum,
lafnvel einnig með þotum. Er þá ný.iu marki náð í flug-
sögunni og miklum áfanga að þvi marki að fólk geti al-
mennt ferðazt flugleiðis eins og með öðrum farartækjum.
Skemmtilegt er að minnast forystu islenzks flugfélags á
þessum vettvangi, og hefur það vafalítið flýtt mjög fyrir
þessari þróun.
Þýzka békasýningin
S. 1. föstudag var opnuð vestur-þýzk bókasýning í
Reykjavík, og eru þar sýndar nær tvö þúsund þýzkar
bækur.
Það er vestur-þýzka sendiráðið. bókaforlög og íslenzk-
ir aðilar, sem að þessu standa í saineiningu. Slíkar er-
lendar bókasýningar eru ætíð miklir aufúsugestir hér i
landi, enda eru þær jafnan fjölsóttar, því að íslendinga'
hafa ætíð ánægju af að sjá bækur, og samanburður vi?
íslenzka bókagerð er lsérdómsríkur.
Vestur-þýzka bókasýningin er og sérstaklega velkom-
in, vegna þess að Þjóðverjar standa mjög framarlega
bókagerð og bókaútgáfu, ekki sízt gerð bóka um tækn
og vísindi, en af þeim er auðugastur garður á þessa’’;
sýningu, og fátækt íslands af slíkurn bókum mest.
Allmörg íslenzk skáldrit hafa vei .'ð þýdd og gefin út á
þýzku, og er gaman að skoða þær útgáfur á þessari
sýningu.
Kennedy-bækur igeta nú fyht
stóra bókaiskápa, segja menn.
Þa<S mun láta nærri, að fullur
tugur bóka um Kennedy forseta
hafi komi® út síðustu fjögur
árin, flestar hástemmt lof. Síð-
asta bókin heitir Maðurlnn og
heligisögnin, og er af nokkuð
öðrum toga oig gagnrýnni. Höf-
undur hennar er Victor Lasky.
— Myndin hér til hliðar er úr
bókinni og sýnir John Kennedy
sem ungling á ferð í Evrópu
með Jósep Kennedy föður sín-
um. Hún er tekin 1939.
☆
Pétur Eggerz, fastafulltrúi
íslands hjá Evrópuráðinu, er
hér að stingia íslenzkum minnis
peningi, sem ber niynd Jóns
Sigurðssonar og áletrun um
hann, i blýbauk þann, sem
múra á í homstein Malinrétt-
indahússins, sem reisa á í
Strassbourg á vegum ráðsins. í
hornsteínsbauk þennan leggur
hver þjóð í ráðinu sinn pening.
Athöfn þessi fór fram 18. sept.
s. 1. Pétur er til vinstri á mynd-
inni hér til hliðiar.
Cheddi Jagan heitir forsætis
ráðherra Brezku-Guiana, og
honum ci mjög í mun að landið
hljóti sjálfstæði. Hann gerði
sér nýiega ferð til New York
á fund U Thants til þess að
leita hjálpar S. Þ. og bauðst tll
þess að taka við her og setuliði
S. Þ. til þess að fylgjast með
frelsistökunm, og fall'ist S. Þ.
á þetta, býðst Jagan til að neita
með öllu rússneskri hjálp í
frelsiabaráttunni, en Rússar
hafa boðið Jagan rausnarlega
fjárhagshjálp til þess að losna
úr klóm „heimsveldasinnanna“.
Ýmsir teljia, að Jagan hyggist
taka sér Castro til fyrirmyndar
í tafli sinu. — Hér er Jagan á
tali við U Thant.
☆
Pattaralegur en lágvaxinn
Kínverji kom til Washington
nýlega frá Formósu. Hann heit
ir Chlang Ching-kou, er 54 ára
og sonur Chiang Kai.sheks mar
skálks og einvalds á Formósu.
Ching-kou er einn hinn valda-
mesti maður á Formósu, yfir-
maður leynilögreglunnar og yf
irforingi aðgerða gegn komm.
únistum á meginlandinu. Chlng
kou ræddi við ýmsa ráðiamenn
í Washington, þar á meðal
Harriman. Flestir telja líklegt
að þessi litli Kínverji verði
bráðlega eftirmaður hins aldna
föður srns. — Hér er Ching-kou
á tall viff Harriman.
/
T í M I N N. briðiudaainn 24 seotember 1963.