Alþýðublaðið - 02.07.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.07.1941, Blaðsíða 4
MIBVIKUDAGUR [-1 i — ' Næturlæknir er Bjami Jónsson, Ásvallagötu 9, sími 2474. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,00 Fréttir. 20,30 Fréttabréf frá Kanada / (Zóphónías Þorkelsson). ' 21,20 Einleikur á fiðlu (Þórir Jónsson): Legende og Ma- zurka eftir Wienawski. 21,40 „Séð og heyrt.“ 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Njósnarinn frá Norðurríkjnnum heitir ameríksk kvikmynd frá Columbia Pictures, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkið leikur Bill Elliott. Gamla Bíó sýnir enn- AIubi. vörnr Pottar, Skaftpottar, þykkir, Katlar og Tepottar, •margar gerðir, sem nota má fyrir kaffikönnur. Enn fremur: Borðhnífar, Gafflar, — Matskeiðar, Teskeiðar, Eldhúshnífar, —Krydd- sett, Rakvélar og fleira. Hamborg h.f. Laugaveg 44. Sími 2527. Ðanzleikar verður ihaldinn við Vatns- þró (við Hverfisgötu) í kvöld, miðvikudaginn 2. júlí kl. 8—12. — Eddie BRADEN og Force Orchestra. þá myndina Minnisstæð nótt með Barbara Stanwyck og Fred Mac- Murray í aðalhlutverkunum. Sigurgeir Jónsson, organleikari Akureyrarkirkju, átti 30 ára starfsafmæli s.l. sunnu- dag. Að aflokinni messu þennan dag ávarpaði Friðrik J. Rafnar vígslubiskup Sigurgeir, sem þá lék í kirkjunni í síðasta sinn, og þakkaði honum langt og gott starf sem stjórnanda kirkjusöngsins. Um 650 umferðaslys hafa orðið hér í bænum og um- hverfi bæjarins frá því 1. jan. s.l. Hefir öll umferð aukizt gífurlega á götum bæjarins og öllum vegum í nágrenni hans. Bifreiðum í eigu íslendinga hefir fjölgað stórkost- lega og notkun þeirra er margfalt meiri en áður. Nýtt 5 milljón kr. lánsútboð. W|< INS og kunnugt er bauð ríkisstjórnin, samkvæmt heimild í bráðabirgðalögum, út 5 milljón króna innlent skulda- bréfalán í s.l. janúar. ÞegaT bráðabirgðarlögm kiowm til síðari umræöu á aiþingi bækk- a'ði þinigið lánsútboðsheimiMina, ium 5 milijónxr, upþ í 10 millj- jónir samtals. í samræmi við heimild laganna eins og alþingi samþykkti þau býður ríkisstjómin nú út hand- hafa-skuldabréfalán að upphæð 5 mflljónir króna. Lík rekur við Grindavik. ANN 25. f. m. rak lík í Grindavík, á svokallaða Staðarfjöru, og var það jarð- sett í gær. Ekki var vitað af hverjum líkið væri, en helzt var álitið, að það væri af útlendingi. HINN NÝI SKÓLASTJÓRI MIÐBÆJARBARNASKÓL- ANS. (Frh. af 1. síðu.) hann kennari við Kennaraskól- ann í forföllum séra Sigurðar Einarssonar, en næsta vetur stundaði hann framhaldsnám í barnasálarfræði og uppeldis- sögu við háskólann í Vínarborg. Haustið 1938 var Ármann sett- ur kennari við Kennaraskólann og skipaður næsta ár. Ármann Halldórsson hefir flutt mao'ga fyrirlestra í út- varpið um barnasálarfræði og uppeldisfræði. Hann hefir þýtt hina merku bók Charlotte Biihler um hagnýta bamasálar- fræði og ennfremur Uppeldið eftir Bertrand Russel. WAVELL. (Frh. af 1. síðu.) dögum síÖain, hefði verið skip- áður rikisráðherra, og mundi hann framvegis verða fulltrúi brezku stríðsstjórnarinnar í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs- ins og hafa aðsetur í Kairo. Mun hamn hafa með höndum milli- ríkjamál og fjármál, en hingað til hafa þau alveg eins og her- stjórnin þar eystra, hvílt á Wa- vell. Starfi hans hefi'r því raun- verulega verið skipt og falið tveim mönnum. Hinn nýi yfirhershöfðingi Bneta í Egyptalandi, Auchinieck, er 57 ára gamall. Það va'r hann, sem stjómaði hersve tum Bandamanna sem töku Narvík í fymasumar, áður en lið þeirra var flutt burt frá Noiregi. Sagt er í Lomdon, að Wavel'l hafi verið leystur frá Cstarfi í Egyptalandi ti'l þess að láta hann hafa léttara starf, en á homurn hefir hvílt ógurlegt erfiði, eins og kunnugt er af fréttum af hin- um mörgu herferðum Breta fyrir botni MiÖjarðarhafsins. Fram—Víkingur keppa í kvöld kl. 8,30. SSGMLA BÍÖBSil \wm liÝiA bsú mm Hinnisstæð nötL Njósnarinn frá (Rember the Night). N or ður r í kj unum. (FRONTIERS OF ’49.) Aðalhlutverkin leika: Óvenju spennandi og æf- BARBARA STANWYCK intýrarík ameríksk kvik- 1 mynd frá Columbia Pic- 1 ®g tures. Aðalhlutverkið leik- FRED MAC MURRAY. ur hinn karlmannlegi / ' Cowboykappi: Aukamy»d: BILL ELLIOTT. ÁRÁSIN Á LÓFÓTEN. Sýnd klukkan 7 og 9. Börn yngri en 16 ára fá Sýad kl. 7 ®g 9. 1 ■ ekki aðgang. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfaM og jarðarför dóttur okkar og systur Katrínar. Igi björg Sigurðardóttir. Jón Magnússon og böru. STRÍÐIÐ Á AUSTURVÍG- STÖÐVUNUM. (Frh. af 1. síðu.) Þjöðverjum að flytja eitt her- fylki frá Noregi til Finnlands yf- Svíþjóð. En eins og kxmnugt er, sýndu Svía'r hlutleysisvillja sfnn um leið með því að taka að sór aið gæta rússneskra hags- muna í Þýzkalandi, meðan á striðinu stæði. * UKRAINE. (Frh. af 2. síðu.) Ukraine varð ekki innantómt iorð, sem maður á borð við Göbbels fékk að leika sér að í frístundUm sinum. Það var sjálft hershöfðingjaráðið, sem hafði þetta orð oft og mörgum sinnum á vörum sín'um iog nú ætlar Ilitler að gera alvöru úr pví að taka Ukraine. Útsvars- og skattakærur skrifar Pétur Jakobsson, Kára- stíg 12. ■ Vinmföt! Allar stserðlr ávalt ÓDÝRUST f Sretíisgöta 57 Sírai 284® TOOOOOO&öOGOZ Útbreiðið Alþýðublaðið. Ö VICKI BAUM: SUMAR VI|Ð VATNIÐ unnið með klúrri og ljótri stúlku. Hann mundi eftir kvöldunum í kaffihúsunum, þegar þau voru að ræða um starfsgrein sína. Því lauk með krampagráti og mjög ósanngjörnum kröfum. Og svo kom Antika, litla dansmærin, sem gaf honum eitt vor af ævi sinni og hann varð mjög ástfanginn, en eftir ofur- lítinn tíma hvarf ástin eins og dögg fyrir sólu. Terck- Wriedt prinsessa hafði einu sinni látið það eftir sér að faðma hann að sér að loknum sundknattleik í Wortherse beint fyrir framan augun á áhorfendum. Það var ákaflega leiðinlegt atvik. Fru, sem hann þekkti ekki, hafði sent honum óskiljanleg bréf, og náfölur ábreiðusali með göngustaf, óður af afbrýði, hafði brotizt inn í íbúð móður hans í því skyni að foerja hann — gersamlega að ósekju. En að láta japanska ambátt kjassa fæturna á sér, það var hon- um gersamlega nýtt og svo hét foún Puck ofan á allt annað. En þó var faonum ekki rótt. Þetta gat dregið dilk á eftir sér, og guð mátti vita, hver til- gangurinn var. Hell hugsaði snöggvast um Bojan, móður Pucks, sem hann hafði einu sinni séð leika Lulu í „Erdegeist“. Hann varð þurr í kverkunum, þegar hann minntist þeirrar konu, og hann horfði á Puck. Hún sat grafkyr og horfði beint fram dökk- um augum, eins og hún væri að bíða eftir ein- hverju. Hell varð einkennilega við. Hann langaði til að segja eitthvað, eitthvað fallegt, en hann hrökk við, þegar hann gæt.ti þess, hvað hann hafði látið sér um munn fara: — Ég er svo hræðilega svangur, sagði hann, og hann kreppti bæði hnefana og tærnar af skelfingu yfir því að hafa sagt þetta. En Puck hló. — Það er ég líka, sagði hún og lét fótinn á honum niður á gólfábreiðuna, og í sömu andránni var hún horfin. Hann sá í svip faönd hennar, þegar hún veifaði til hans. Svo heyrði hún hana hrppa að utan, að nú væri stytt upp. Og nú varð hann þess var, að regnið buldi ekki lengur á þakinu, og í þögninni gat hann greint sinn eigin andardrátt. Gómur hans herptist saman og það var þægileg, kitlandi tilfinning í hálsinum á honum. Hann fann einnig, að örsmáir, svalir svita- drcpar brutust fram á enni hans, og hann sá í hug- anurn ýmsa gómsæta rétti. Sulturinn var einkennilegt fyrirbæri. Sumir fengu aldrei að kynnast honum, enda þótt það væri einfaldasta og sjálfsagðasta tilfinning manna og dýra. Margir tóku inn meðul og gerðu ýmsar ráð- stafanir til að geta orðið svangir, en ekkert dugði. Og hinir venjulegu borgarar urðu svangir á viss- um tímum dagsins og söddu hungur sitt. Hjá þeim var sulturinn jafn blátt áfram og allt annað í til- veru þeirra. En utanveltubesefarnir, flækingarnir, | iðjuleysingjarnir, glæpamennirnir, hinir stoltu lista- | menn, uppfinningamenhirnir og betlararnir. Þeir ] þekktu hið mikla hungur, sem gat leitt bæði til | morða og heimsfrægra verka. En um Hell var það • að segja, að hann vildi á engan hátt láta líta á sig • sem utanveltubesefa. Hann hafði verið ofurlítið ó- heppinn í starfi sínu, en hann vildi ekki viður- kenna, að hann væri utanveltu. Hann þekkti sult- artilfinninguna af langvarandi reynslu og vissi, að hún gat yfirgnæft allar aðrar tilfinningar og lítil- lækkað manninn. Svangir menn gátu orðið eins og úlfar eða hýenur. En Úrban Hell var ungur og; hraustur maður með sterka skaphöfn og hann varð- ist hraustlega árásum hungursins. Ég -læt ekki bug- ast, sagði hann við sjálfan sig, enda þótt ég hafi orðið að gerast sundkennari um skeið, þarf ég ekki að láta vitnast, að það hafi verið af hungri. Sá, sem átti peninga til að kaupa sér máltíð fyrir, hann >gat talað um sult án þess að draga nokkuð undan. En að faann hefði minnst á hungur við Puck, var trúnaður, sem var ennþá innilegri en ástarjátn- ing. Og þegar hún var farin út úr baðhúsinu fór hann að velta því fyrir sér, hvernig hann hefði getað fengið sig til þess að korna þessari ósvífni út úr sér, að hann væri svangur, en þegar hún kom aftur, eðlileg í framgöngu og þjónustufús, fanns honum þetta hafa verið sjálfsagt. Á eftir henni kom óvenjulega feit kona, sem fór að bera á borð, án þess að mæla orð frá vörum. — Þetta er Lenitscha frá Bæheimi, sagði Puck. — Hún var fóstra mín, þegar ég var lítil. Og þetta er Tiger, sagði hún og klappaði á hausinn á litlum Dalma- tinerhundi. — Ég heiti Úrban, sagði Hell kurteislega við hundinn, sem þefaði af honum og lagði aðra löpp- ina kunnuglega á öxl honum. — Okkur lízt vel á hann, er ekki svo, Tiger? Við

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.