Alþýðublaðið - 04.07.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.07.1941, Blaðsíða 4
MSTVDAGUC 4. KU 1M4. FÖSTUDAGUR Næturlæknir er Úlfar Þórðar- Bon, Sólvallagötu 18, sími 44.11. Næturvörður er ‘ Laugavegs- og Ingóllsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20 Fréttir. 20,30 Upplestur: a) „Bölvaður!" smásaga eftir Andrés Björnsson (Kristján Gunnarsson kennari). b) „Brúðgöngulagið“, eftir Selmu Lagerlöf (Jón Sigurðs- •on kennari). 21,05 Samleikur á orgel og píanó (Eggert Gilfer og Fr. Weishappel): Consonlation eftir Dussek. 21,20 íþróttaþáttur (Sigfús Halldórs frá Höfnum). 31,40 Hljómplötur: íslenzkir söngv erar. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR: Nseturlæknir er Pétur Jakobs- »on, Vífilsgötu 6, sími 2735. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,30 Hljómplötur: Samsöngur. 20 Fréttir. 20,30 Upplestur: ,Sorg‘, •másaga eftir E. Howie (Haraldur Björnsson leikari). 21 Útvarpstríó- ið: Einleikur og tríó. 21,20 Hljóm- plötur: a) Danssýningarlög eftir Massenet. b) Sönglög eftir Schu- bert.-21.50 Fréttir. 22.00 Danglög. 24:00 Dagskrárlok. , 4-----------------------— * Til siBBiiapks Mýr iax Nautakjöt Svið Lifur koupíéfö^iá ------------------------O Alþýðublaðshlaupina frestao. Vegr.a þess, að síðustu kapp- leikir íslandsmótsins færðust til fyrir veðurssakir, hefir Alþýðu- blaðshlaupinu verið frestað til sunnudags. HÚSNÆÐISVANDRÆÐIN. (Frh. af 3. síðu.) myndi hins vegar mjög fagna því, ef bærinn léti byggja nokk- ur góð íbúðarhús, jafnvel þó að þau væru stór, og leigði þau síðan. Þetta er gamalt mál, sem Alþýðuflokkurinn hefir borið fyrir brjósti, en misskilin um- hyggja meirihluta bæjarstjórn- ar fyrir húsaleigugróða ein- stakra manna hefir verið þrándur í götu fyrir því, að þetta nauðsynjamál kæmist í framkvæmd. SÝRLAND. (Frh. af 1. síðu.) hefðu geagið í l'ið de GaiuMe, þegar borgin féli. Palmyra er 150 kin. raorðaiustUr af Diaimaskus og mjög mikiilvæg. Er þaið bæði vegna þess, a:ö þar er áigætur fliuigvölur, iog svo hiras, að boirgih eT við oI.íu'’.leiðs]- una, sem liggur frá Mosui i Iraq til TriþtoOis í Sýr'teindi. Athugið að sjó- og stríðsvátryggja skip yðar og veiðarfæri áður en þér farið á síldveiðarnar. Tjón, sem verða kann af völudm stríðsins, verður ekki greitt nema um stríðsvátryggingu sé að ræða. Getum boðið yður hentugar stríðs- vátryggingar yfir síldveiðitímann, 2—3 máuði. GAMLA BIÖ tm iwl I |Iin fana stjöranrnw!L (THE STAR MAKER.) I BING CROSBY. Ameríksk söngvamynd með hinni 14 ára gömlu söngmær LINDA WARE og Symfóníhljómsveit Los Angeles undir stjórn Wal- ters Damroseh. Sýnd klukkan 7 og 9. BS NÝJA BIÖ B •H n UÍA g. ú* Njósnarinn frá Norðnrríkjunum. (FRONTIERS OF ’49.) Óvenju spennandi og æf- intýrarík ameríksk kvik- mynd frá Columbia Pic- tures. Aðalhlutverkið leik- ur hinn karlmannlegi Cowboykappi: BILL ELLIOTT. Sýnd klukkan 7 og 9. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. WeltlMffasalais er #pin aftar Sdri daisantr verða í G.T.-húsinu laugardaginn 5. júlí kl. 10. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar í G.T.-húsinu frá kl. 2. Sími 3355. S.G.T.-hljómsveitin. HÚSMÆÐRASKÓLINN. (Frh. af 1. síðu.) Pétursdóttir, Laufey Yaldimars dóttir og Guðrún Jónasson. Kennslumálaráðuneytið mun skipa formann skólanefndar. Unnið er af kappi að því að breyta húsnæði skólans, Sól- vallagötu 12, en óvíst er hvort skólinn getur tékið til fullra starfa í haust vegna þess hve stuttur tími er til alls unáir- búnings. Karl- og kvenreiðhjól til sölu, bæði í góðu standi. Upp- lýsingar í síma 5108 eftir kl. 4. ■/ Víkingur til Akraness. Næstkomandi sunnudag fara 1. og 3. flokkur Víkings til Akra- ness. Munu þeir leika við félögin þar. Hann fann stjörnurnar heitir söngvamynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin f leika Bing Crosby og Linda Ware. Nýja Bíó sýnir enn þá myndina, Njósnarinn frá Norður- ríkjunum. Frjáls verzlun, júní-heftið er nýkomið út. Efni: Átökin um forréttindin, Verzl- unin Edinborg. Til heilsubótar fyrir innisetumenn, Panamaskurð- skurðurinn, Sveinn Björnsson rík- isstjóri o. m. fl. 11 VICKI BAUM: ---—~—— t SUMAR VIÐ VATNIÐ j ' : ' .. I hélt fasí í hálsbandið á Tiger, sem hafði fengið ein- kennilegan gljáa í augun og urraði lágt. — Einmitt, sagði frú Bojan og brosti. — Og hvað heitir ungi maðurinn? — Doktor Hell, sagði Hell og sló saman hælunum, sem varð dálítið hjákátlegt eins og hann var klædd- 1 ur. — Bíðum nú við, ég hefi víst einhvern tíma séð mynd af yður, sagði frú Bojan. Voru ekki einu sinni myndir af okkur hlið við hlið í blaði. Munið þér eftir því? Og þér voruð í baðfötum á myndinni. — Þá hafði ég sett austurrískt met í 200 metra bringusundi, sagði Hell, en Bojan horfði 'framan í hann. — Viljið þér ekki gista hjá okkur? spurði hún. — Reyndar eru öll gestaherbergin full, en ef þér getið komizt af með kvistherbergi .... — Þakka, sagði Hell. — Er það já eða nei? — Ég á við nei — þakk, svaraði Hell. Hann var sundkennari og hér hafði hann ekkert að gera. Puck reyndi' að miðla málum: — Drengurinn getur tekið bátinn minn og róið yfir um. Svo get ég farið á morgun og sótt hann, sagði hún. — Drengurinn! Sérðu ekki, að þetta er fullorðinn maður? sagði Bojan. — Þér verðið að vera umburð- arlyndur, herra dcktor. Hún er bara óuppalin skóg- artelpa. Voff, sagði Tiger og Puck varð að halda aftur af honum. — Þú mátt ekki ráðast á mömmu, hvað á ég a ðsegja þér það oft? sagði hún. Bojan sveipaði kápunni fastar að sér. — Síáumst aftur, herra dokt- or, sagði hún, — og gerið svo vel og sjáið um, að Puck verði ekki á fóturn fram eftir allri nóttu, ann- ars verður hún svo önug í fyrramálið. Hún rétti Hell höna sína og hann tók í hana hikandi. Hún var hlý og mjúk. Það var eins og hún biði eftir einhverju, og meðan hann laut yfir hönd hennar feiminn og hikandi, lyftist höndin eins og af sjálfs- dáðum upp að vörum hans. —1 Þú mátt ekki bíta mömmu, sagði Puck við Tiger, þegar Bojan var komin út úr baðhúsinu. Varir hennar titruðu og hún var barnaleg á svipinn, en augu hennar voru orðin gljáandi og leiftrandi. Allt í einu sleppti hún hundinum, sem ýlfraði óþolinmóðlega og togaði í hálsbandið. Hundurinn þaut óðara út í garðinn og fór að spangóla. En Puck greip óvænt og skyndilega hönd Hells, bar hana upp að vörunum og beit í haná rétt fyrir ofan þum- alfingurinn. Það var sárt. Hell var óttasjeginn og rak upp undrunaróp. — Hvað er að? Hvað gerirðu? spurði hann og hristi höndina. Hann bar hana upp að lampanum og hann sá greinilega tannaförin. Hell varð gramur. Puck var alvarleg -og horfði á bitið áhyggjufull. — Ég veit ekki, hvað gekk að mér. Ég varð allt í einu svo reið, tautaði hún. Svo gekk hún út í horn og sneri að honum baki. — Farðu, sagði hún, án þess að snúa sér við, — en komdu aftur — nei annars, ég veit ekki, hvort ég kæri mig um það. Hell var illa við það, að menn gætu ekki haft stjórn á skapi sínu. Það gerði hann ruglaðan í rím- inu. Hann gekk að Puck, lagði hendurnar á axlir hennar, og sneri henni að sér. Stór tár runnu niður kinnar hennar. Hell laut að henni, kyssti hana og lagði höfuð hennar að brjósti sér. Þetta skeði mjög einfaldlega og blátt áfram. Og Puck þrýsti sér fast upp að honum. Hún heyrði andardrátt hans og fann hjartslátt hans. Brjóst Hells var öruggur staður til að leggja höfuð sitt á. Og hún lokaði augunum og dró djúpt andann. Hell vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Og þannig stóðu þau upp við vegginn, þegar mað- ur kom allt í einu inn og bauð gott kvöld hárri og þægilegri rödd. Hell ýtti Puck ofurlítið frá sér og hneigði sig. Hann vár ekki óvanur því, að ganga um í baðkápu, svo að honum fannst ekki sérlega mikið til um búnað sinn. Hann horfði á manninn, sem inn kom. Það var óvenjulega horaður maður, gulur og veiklulegur. Enni hans og hendur voru svo fallegar, að Hell veitti því óðara athygli. — Bobbersberg barón, sagði maðurinn. — Doktor Hell, sagði maðurinn í baðkápunni. Puck fann sig knúða til að koma með ofurlitla útskýringu. — Þetta er pabbi, sagði hún. — Og þetta er ungi mað- urinn, sem ég leitaði að í bátnum, þegar hann tók að hvessa, sagði hún. — Hún getur ekki á heilli sér tekið, nema hún fái að bjarga einhVerjum, sagði baróninn sinni þægi- legu rödd. — Það eru margir, sem eiga henni líf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.