Alþýðublaðið - 08.07.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.07.1941, Blaðsíða 4
ÞRIBJUDAG 8. JÚLÍ 1941. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Ólafur Þ. Þor- steinsson, Eiríksgötu 19, sími 2255. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.30 Erindi: Um laxveiði (Niku- lás Friðriksson umsjónar- maður). 20.50 Hljómplötur: a) Bach: Fiðlusónata nr. 3 í E-dúr. b) Beethoven: 1) Sónata í g-moll op. 49, nr. 1. 2) Cello sónata í g-moll op .5 nr: 2. 3) Sónata í cis-moll op. 27, nr. nr. 2. 21.50 Fréttir. s a e no Vi M.s. Esja austur um land til Sigluf jarðar föstudag 11. þ. m. Pantaðir far- seðlar óskast sóttir og flutn- ingur tilkynntur í síðasta lagi á miðvikudag. H.b. ,Konráð‘ hleður til Flate'yjar og Króks- fjarðarness n. k. fimmtudag- FJutningur óskast tilkynntur sem fyrst. és&ast Litla Blómabúðia Ssnaifeastræti 14. Thorolf Smith. fulltrúi útvarpsins í för ísl. blaðamannanna til Englands, talar í brezka útvarpið annað kvöld kl. 7.50. Verður það í heimadagskrá útvarpsjims (Home Service), og stendur yfir 10 mín. Brezka setuliðið tilkynnir: Stórskotaliðs skotæfingar fara fram miðvikudaginn 9. júlí kl: 10.15 til 15.00, nálægt Miðdalfl- heiði og Mosfellsheiði. Vegurinn milli Geithálss og Þingvalla verð- ur lokaður fyrir alla umferð og vegavinnumenn frá kl. 09.30 til kl. 15.00 þann 9. júlí 1941: Tilkynning frá RauSa Krossi ís- lands. Sökum síhækkandi verð- lags sér stjórn Rauða Kross ís- lands sér ekki fært annað en að hækka nú flutningsgjöld með sjúkrabifreiðum félagsins. Gjald- skrá skv. því verður: Innanbæjar: Hver ferð fram og aftur kr. 8.50. Utanbæjar: Grunngjald kr. 5.00. Auk þess kr. 0.50 á hvern kílómet- er sem bifreiðin fer. Aukahjálp greiðist aukalega. Gjaldskráin gengur í gildi 1. júlí 1941. I Hjónaband. Síðastliðinn laugardag voru gef- in saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni, ungfrú Guðrún Gísladóttir, Bárugötu 2 og Bald- vin Jónsson lögfræðingur. Heim- ili þeirra verður Öldugata 10. Áheit á Strandarkirkju. 3 krónur frá J. S. J. Merkisbéndi í Sttip liFii iðtim. NÝLEGA er látinn einn af merkustu bændum í Skagafirði Jónas Jónsson á Syðri-Brekkum, faðir Her- manns Jónassonar forsætisráð- herra. Jónas var þjó&hagasmiður og sigldi á unga aldri til Kaiup- mannahafnar til smí'ðamáms ,en það vair fátí'tt á þeim árum. Hann va'r hforn vinsælasti maiðuir í hví- vetoa. HÚSNÆÐISVANDRÆÐIN. Frh. af 3. síðu. húsuan leigja útlendingum, þeg- ar reykvís'kir borgarar standa á götunmi í tugatali. þegar sem sagt ekk©rt er byggt, virðist þáð iágmarkslkrafa að boirganar þessa bæjarféLags sitji fyrir húsnæðis- auiknánguuni, siérstaklega þegax um góðar nýjar fjö lskyl duíbúðír er að ræða, eins og t. d. héma fyrir innan bæinin í Héðinshöfða- túninu, þar sem ný íbúð hefir verið leigð setuiiðinu, en hús- næðislauis bæjarmaðjuir að likind- um verið svikinn um sömu íbúð. Niðurlag á morgun. Hanflhnattleiksiaótið: festHiBiaeyiBiar iin irnaii með 2 gegn 1. ANNAR leikur handknatt- lteiksmótsins fór fram í gær kvöldi. Unnu stúlkurnar úr Vestmannaeyjum reykvíksku stúlkurnar úr, Ármann með 2 mörkum gegn einu. • Leiku/rinn var fjörugu’r og var yaíla hægt að þekkja lið Vest- mannaeyinga fyniír það sama, sem fceppti vi'ð Afcirreyringa. Pær vioru nú mun ákveðnari, samleikuir fast- axi k>g öriuiggiari'. MahkvörðUir þeirra stóð silg ágætlega vel og vairði mörg sfcot. Ármennsku stúlkumatr em ekki eins fastar fynir í samlepfcmim oig virðist vanta góöar mark- skyttur. Síðasti ieikurinn er í kvöld milli Akureyringa og Ármaims. Ef Ármann vinnujr. hafa' öll fé- félögin tvö ftitig og verða að keppa aftuir. — Ef Akuireyringar vinna, hafa þerr lunnið mótið. í kvöld mun einnág vetða keppt 'í öðrtum íþróttium með hlaupUm o. fl. RHGAMLA BS6M Hann fann stjöranar! (THE STAR MAKER.) BING CROSBY. Ameríksk söngvamynd með hinni 14 ára gömlu söngmær LINDA WARE og Symfóníhljómsveit Los Angeles undir stjórn Wal- ters Damrosch. Sýnd klukkan 7 og 9. © TILKYNNING ROOSEVELTS. Frh. af 1. síðu. ákvörðun Bandaríkjanna um að taka að sér hervörn íslands ein- hver merkustu tíðindiri sem að gerst hefðu í styrjöldinni upp á síðkastið. Það var ennfremur sagt í fregninni, að Banda- ríkjaherinn ætli að auka við herlið Breta hér og síðar að koma í stað þess. Var í útvarp- inu látin sú von í Ijós, „að ís- lendingar tækju eins vel á móti Bandaríkjamönnum og þeir tóku á móti Bretum.“ FiTegnir frá London í miorgun heiðna ,að ákvörðuin Bandiairíki- anna uim að taka aið sér her- vetod Islands veki mik laánajgju hvairvetoia í Vest,ulriheimii,. MacKenzic K'iug, forsætiisráð- herra .Kanada hefir iátið svo uim inælt» að hér sé uim mikilvægt skref að ræða, sem eigi- eftir að hafa viðtækar afleiðingar. Wendeli, Willfcie, keppinautur Roosevelts um forsetatignina í fyrrahaust, hefir Játið þá von í ljós, að nú yrði því ekki lengur frestað að taka herskipafliota gandaríkjanna í uiotkuu til þess áð fylgja hergagnaflutningunium yör Atlantshaf. Blaðið „New York Times“ seg- iir, að ísiand sé brú á leiðinni yfir á vesturhviel jarðar, iog Banda ríkin geti ekki þiolað það, að m NVM BÍÓ » FiéttamabiriBD. (They made me a Criminal). Aðalhlutverkin leika: Johu Garfield, Anu Sheridau, May Robson, Gloria Dickson. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. STRÍÐIÐ. Frh. af 1. síðu. estrfljóti því að við það fljót segjást \þeir nú hafa tekið 20 grunnmúruö varnarvirki, sem séu í Stalinvamarlínunuim. Segja Þjóðverjar ,að Stalmlín- an sé síðasta varnalma Rússa og Þjóðverjum sé opin leið itnn í Rússland eftir að þeiim hafi tek- izt að brjótast í gegn uan hana. Frá nyrsta hluta vígstöðvanna eh nú skýrt frá því, að Finnar haldi uppi stórkostlegri stór- sfcotahríð á stöðvar Rússa í Hangö og skip þeirra á höfninni þar. Bretar gerðu nýjar stóirkostleg- ar loftárásir á Múnster og Osna- íbrúck í nó'tt- Ennfnemuir á Frank- furt am Main og fleiri þýzkar boilgii'. Sjö þýzkar flu'gvélar voru skotn (ár niðuir í þeim árás'uim, en fimm brezkar voru ófcomnar til lohustu- stöðva sininla í miorlgun. T>jóðverjar gerðu mikla loftá- riás á Southampton í nótt, en .Bretar teljia sig hafa skotið niður fimm af árásarflugvéiUtm þeirra. nokkuirt óvinveitt ríki nái þarfót- ‘ festu. Blöðin á Bretilandi iáta mikld ánægju í ljós yfiir því sem gerst hefir og „Manchester Guardían" kalliar það meðal .ainniars stór mikilvæg tíðindi. 13 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ Hell veifaði til hans í kveðjuskyni og steig ofan í bátinn. Silfurglitrandi vatnið draup af árablöðunum og Dobbersberg barón gekk álútur og boginn heim- leiðis frá vatninu. Þannig leið þetta einkennilega kvöld, þegar Hell borðaði heitan mat í fyrsta skipti frá því hann kom að Meyjavatni. Fagurt veður við Meyjavatn, dásamlegt, ótrúlegt, blágullið. Fjallatindarnir gnæfa upp í heiðríkjuna umhverfis vatnið: Eisernen Zahn, Gute Briider, Honigköpferl og Hohe Wand. Þessir tindar speglast í vatninu, það er eins og þeir séu að baða sig. Hell hefir verið á fótum frá því klukkan sex um morg- uninn og var að mæla hitann í vatninu: 16 gráður. Nú fer hann að aðgöngumiðasölunni og skrifar 19 gráður greinilega og sannfærandi á svarta töfluna. Ofurlitla stund stendur hann með hnyklaðar auga- brúnir frammi fyrir spjaldinu með myndinni af sjálfum sér. Svo geng-ur hann til starfs síns. Matz, sem hefir verið tekinn af sveitinni og gerður að embættismanni við baðströndina, sópar sandinn með ; traustlega smíðuðum sófli. Saxneski herramaðurinn |! er kominn í röndóttu sundbuxunum sínum. Hann er f fyrsti maðurinn á morgnana og sá síðasti á kvöldin. j Hann ætlar að nota vel aðgöngumiðann sinn núna, fyrst veðrið er gott. Birndl stendur, feitur og patt- aralegur, fyrir framan þurrkuklefann, þar sem Resi lætur móðan, mása. Frú Birndl situr kófsveftt við kassann, hamingjusöm yfir því, að nú streyma til hennar peningarnir. Það eru þegar komnir margir á ströndina. Frú Pauline Mayreder, sem er sex pundum of þung, er mjög áköf. Hún sveiflar hand- leggjunum, beygir sig og sveigir, fettir og brett- ir. Hún leggst á bakið og reynir að sveigja fæturna aftur fyrir hnakkann, en það tekst ekki. Frú May- reder verður blá í framan af áreynslunni. Svo sezt hún flötum beinum í sandinn og um leið gengur Hell fram hjá. Hann lyftir brúnum ofurlitið, því að hann verður þess var, að frú Mayreder horfir á eftir honum. Þeir djörfustu eru þegar komnir út í vatnið og synda fram og aftur. Þeir, sem eru ekki syndir, eru á sérstöku svæði, þar sem vatnið er stætt. Það er mikill hávaði og buslugangur. Hell, sem fram að þessu hefir aldrei kennt öðrum en þeim, sem farnir voru að geta fleytt sér, er dálítið gramur yfir þeim, sem eru ekki ennþá farnir að fljóta. Fimmtu hverja mínútu fer hann að gæta að því, hvort þessir landkrabbar séu ekki komnir að drukkn- un. Stundum blæs hann í hljóðpípuna sína og fer því næst yfir á bryggjuna, þar sem sundkennslan fer fram. Bryggjan er byggð á stoðum langt út í vatnið. Ilún er þéttskipuð forvitnum áhorfendum, sem vilja fá að horfa á hinn glæsilega, nýja sundkennara. Hell, sem ber á sig olíu á hverjum morgni, er kop- arforúnn í hádegissólskininu. Hann klemmir annan endann á löngu stönginni á milli hnjánna, en við hinn endann spriklar byrjandinn, og svo heyrast köllin: einn, tveir, þrír, einn, tveir, þrír Hitinn er að verða honum um megn. Nemendurnir eru ungir og gamlir, feitir og horaðir, hugaðir og vatnshrædd- ir og sumar stúlkurnar gleypa vatn. Saxneski herra- maðurinn vill fá ókeypis kennslu. Hann hefir þá sannfæringu, að hægt sé að læra sund af sjálfum sér alveg eins og ensku og spænsku. Hann fer ekki þangað, sem vatnið er stætt, heldur leggst á grúfu í vatnið og sekkur til botns. Mikið uppistand og neyðaróp! Hell varð að hlaupa og koma manninum til hjálp- ar, sem er alveg kominn að köfnun. Allt vill lagið hafa, stynur maðurinn upp úr sér, þegar hann er kominn á fætur aftur. —- Ef þér vilduð bara segja mér, sundkennári, hvernig á að fara að, þá skylduð þér fá laglegan drykkjuskilding! Hell bítur á jaxlinn og grettir sig. Svo fór hann til Matz litla, sem var að safna saman blautum hand- klæðum. — Matz, segir hann, — farðu fyrir mig upp á pósthús og vittu, hvort þar er ekki bréf til mín. Og Matz tekur á sprett. Þrisvar á dag er hann send- ur á pósthúsið. Hann er farinn að rata þangað. Hell snýr sér við og gengur aftur til starfs síns út á bryggjuna. Á staðnum, þar sem útsýn er yfir tennisbrautina, nemur hann staðar andartak og er eftirvænting í svip hans. Þar er hörð keppni milli tveggja manna, sem báðir eru vel vaxnir. Annar þeirra er sólbrenndur og líóshærður, hinn er hvítur á að líta, nýrakaður og nýpúðraður. Tvær stúlkur ’sitja í hægindastólum og horfa á leikinn og gamall maður í röndóttri treýju situr í dómarasætinu og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.