Alþýðublaðið - 16.07.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.07.1941, Blaðsíða 4
MIÐVIKUD. 16. júlí 1941 AIÞÝÐU6LAÐIÐ GAMLA BIO GimsteiDapjófaroir (Anventure in Diamond) Amerísk kvikmynd frá Paramount. Aðalhlutverkin leika: George Brent og Isa Miranda. Sýnd kl. 7 og 9. nð ua ■ nyja bio Frægðarprá. (GOLDEN BOY). Aðalhlutverkin leika: BARBARA STANWYCK ADOLPE MENJOU. WILLIAM HOLDEN. Sýnd kl. 7 og 9. Símapöntunum ekki veitt móttaka. Án Intamatiamel Dmltf Th» MoiUUr hou. 'HmWWS'KW-------- w Mitt innilegasta þakklæti til allra þeirra fjær og nær, er heiðruðu 60 ára afmælisdag minn með heillaskeyt- um, heimsóknum og dýrmætum gjöfum, og gerðu mér hann ógleymanlegan. BJÖRN BL. JÓNSSON. i ♦ THB WORLD'i GOOD NEWS will come to your homc every day through THE CHRISTIAN SGIfiNCi MONITOR MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Kristbjörn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, sími: 2581. Næturvörðuiver í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. , ÚTVARPIÐ: 19.30 íþróttaþáttur (Sigfús Hall dórs frá Höfnum). 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: „Veðrið og við“ (frú Theresía Guðmundsson). 20.45 Hljómplötur: Stenka Rasin, tónverk eftir Glazunow. 21.20 Hljómplötur: Söngvar úr óperum. 21.40 „Séð og heyrt“. 21.50 Fréttir. Fiskafli í salt nam 30. júní s. 1. 17371 þurrum- tonnum. Á sama tíma í fyrra nam hann 13286 þurrum tonnum. Fiskbirgðir á öllu landinu námu 30. júní s. 1. 17004 þurrum tonnum. Á sama tíma í fyrra námu þær 10278 þurr- um tonnum. Innflutingurinn nam 30. júní síðastliðinn kr. 48.541.500. Á sama. tíma í fyrra nam hann kr. 28.316.160. Frú Theresía Guðmundsson flytur erindi í útvarpið í kvöld kl. 20.30. Nefnir hún erindið „Veðr ið og við“. Nýlátin er á Kristneshæli frú Eva Páls- dóttir, kiona Jóhanns Kröyer á Akureyri. Hún var dóttir Páls Bergssonar frá Hrísey, systir Hrein= Pálssonar söngvara og þeirra syst- kina. Húsin í Skerjafirði Enn er haldið áfram að rífa hús in í Skerjafirði og hafa tvö hús, í fjarvero mioni til næstu mánaðamóta gegnir hr. læknir Ólafur -Þ. Þorsteinsson læknis- störfum mínum. Axel Blöndal, læknir. númer 11 og 13~við Reykjavíkur- veg verið rifin. Ekki er enn búið að semja um bætur fyrir tjónið, sem af þessu leiðir, en búast má við, að það verði innan skamms. Jarðsettur var í dag Karl H. Björnsson, sour Guðmundar Björnssonar fyrrum sýslumanns í Börgarnesi. Karl var vel gefinn maður og hvers manns hugljúfi. Hann var kvæntur Halldóru Beinteinsdóttur frá DragbAlsi. , Grímur Jóhannsson verkamaður Grettisgötu 39 er 6T ára á morgun. Grímur er hinn bezti drengur og mjög vinsæll af öllum, er hann þekkja. Hann er hinn mesti dugnaðarmaður og hefir um langt skeið verið áhugasamur félagi í verklýðshreyfingunni. Leikflokkurinn, sem fór norður í land að sýna óperettuna „Nitouche'- kom heim í gærkveldi eftir hina ágætustu för um Norðurland. Höfðu fjölda margir horft á sýningarnar og létu hið bezta yfir. Síðastliðið laugar- dagskvöld var leikflokkurinn í sam sæti Leikfélagi Akureyrar. Baanaóar siglingar nm Hialfjörð. Brezka herst jórnin hefir tilkynnt, að allar sigl- ingar um Hvalf jörð skuli bann- aðar fyrir innan línu, sem hugs- ast.dregin milli Innra-Hólms og Kjalarn'ess. Ef menn vilja sigla inn fyrir þessa línu verða þeir að leita aðstoðar brezku flotayfirvald- anna í Reykjavík. GÖRING FALLINN í ÓNÁÐ? Framhald af 1. síðu. hefði í brýnu milli Hitlers og hins skrautgjarna Görings. Enn fremur er á það bent, að ekkert hefir heyrst í Göring síðan hann óskaði þýzka lofthernum til hamingju með árangurinn í Krítar-stríðinu. en annars er hann vanur að tala í tíma og ótíma“. GERRÆÐI ÓLAFS THORS. Framhald af 1. síðu að afla sér markaða. Em þeir j)ví settir x hinn mesta varda með þeirri ákvörðun atvinmumálaráðh. að svifta síldarútvegsnefnd einka- söhxréttindUm á síðustu stundu og gæti vel svo farið, að sú á- kvörðun hefði fiær afleiðingar, að allur þorri hinna minni saltenda yrði að hætta vi’ð síldarsöltun og að örfáir braskarar sölsuðu undir sig alla síldarsöltun í sumar. Ef til vi'll hefir það líka verið til- gangur ólafs Thors. Skeytaskilti fians Jéns- sonar og Öiats Tbors Ekki er kunnugt að atvinnu- málaráðherra hafi enn skipað nýj an fdrmann í síldarútvegsnefnd í stað Finns Jónssonar, sem sagði af sér því starfi með símskeyti í fyrradag, eins og þá var skýrt frá hér í blaðinu. Hinsvegar bírtir Morgunblaðið i morgun símskeyti, sem atvinnu- málaráðherra sendi Finni Jóns- syni í gær, eftir áð ráðberrann hafði fengið skeyti hans. Er skeyti atvinnumálaráðherr- ans svohljóðandi: „Má ekki líta á símskeyti yðar, dagsett 14. júlí sem úr- sögn úr Síldarútvegsnefnd?“ Pessu skeyti atvinnumálaráð- herra svaraði Fhinur Jónsson i morgun með nýju símskeyti svo- hljóðandi: „Nei. Kosning mín í Síldar- xxtvegsnefnd heyrir undir al- þingi.“ >QöQQQOOQOOQ< Útbrelðið Alpýðublaðlð. aoooooooofflx Fram vann ís- firðinganaígær ÍGÆRKVELDI háði Fram kappleik við ísfirðinjgana öðru sinni og vann Fram með 2 mörkum gegn engu. Veður var gott og áhorfendur margir. Fyrri hálfleikur var fremur daufur, en síðari hálf- leikur var heldur snarpari og all haröur. Útbreiðið Alþýðublaðið. 18 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ þessi Szterny gréifa fannst það ómaksins.vert að gera sér dælt við hann. Ég held helst, að pabbi gamli vilji láta telja sig með höfðingjum. — Heldurðu ekki, að það sé öllu heldur greifafrúin en greifinn, sem kallinn er hrifinn af ? Við fáum báðar að sigla okkar sjó, síðan pabbi kynntist þessum greifa- hjónum — jæja, þú getur nú hvort sem er ekki gifst þessum sundkennara, svo að pabba má vera sama, hvort hann er ríkur eða fátækur. Ég — En ég ætla að giftast honum, sagði May og kinkaði kolli ákveðinn á svip. — Auðvitað ætla ég að giftast honum. Geturðu máske komið með annan betri? Þótt hann sé fátæklega klæddur er hann miklu drengilegri og karlmannlegri en allir hinir til samans Og auk þess er hann verkfræðingur. Pabbi þarf ekki annað en koma honum í verksmiðjuna. Þar hafa þeir alltaf þörf fyrir duglega menn. Reyndar fæ ég líka laun fyrir að skrifa viðskiptabréf föður okkar til Englands. Og það er ekki tízka lengur að búa í stór- um íbúðum við getum vel komist af með fimm her- j bergja íbúð. Og ef við eigum ofurlítinn bíl og lítinn ] bát, þá þarf ég ekki meira. Ég get vel lifað við j fátækt. i — Hvemig veistu, að hann sé duglegur? — Ég held það. Hann talar svo oft um uppfinningu, sem hann hafi gert. Hann segir ekki frá því, hvað það sé, en hann bíður víst eftir bréfi. Stundum er hann svo taugaósyrkur útaf þessu bréfi. En ég skal játa það, að ég hefi ekki mikla trú á þeirrri sögu. Ég held, að hann ýki. Hann langar til að sýnast ofur- lítið í augum mínum. En hann getur verið duglegur fyrir því, og ég ætla að giftast honum. Þar með er málið útkljáð. Karla strauk hendinni yfir ábreiðpna á rúminu og augu hennar urðu ofurlítið dekkri. May athugaði á sér brúna handleggina í speglinum. — Já, þú segir, að þar með sé málið útkljáð, sagði Karla. — Þú ætlar að giftast honum og svo á ég að sitja uppi með Boby. Veistu það, May, að þú ert mjög eigingjörn! Meðan allt er í gamni villtu helst láta mig fá þá alla. En loksins þegar maður kemur, sem við erum báðar hrifnar af, þá tekur þú hann. Þú biður mig að sjá um, að pabbi verði ekki var við neitt, og svo hleypurðu burtu með honum. Og svo segistu ætla að giftast honum og þar með sé málið útkljáð. En hvað verður þá um mig? Karla leit upp og endurtók með hægð. — Já, og hvað verður svo um mig. May sneri sér 1 flýti burtu frá speglinum, tók utan- • um höfuð Körlu og horfði framan í hana. Nei, þar sáust engin tár, fólk grætur ekki, það bara horfist í augu. —- Jæja, það er þá svona, sagði May eftir ofurlitla stund. — Það var nú verra. Ég hafði ekki hugmynd um, að þér . . . að þér þætti líka vænt um hann, en ég hefði átt að geta látið mér detta það í hug. Við höfum alltaf verið ástfangnar af þeim sömu. En í þetta sinn er engu að skipta. Því að hann sér mun á okkur, cg hann vill aðeins mig. Það er svo yndislegt, en þú sérð að ég get ekki hjálpað þér í þetta skipti. Þú verður bara að bíða og einhverntíma finnurðu á- reiðanlega þann rétta. Það þarf ekki nauðsynlega að vera Boby, enda þótt Boby hafi sínar góðu hliðar. . Svona líkt þessu var samtal systranna um hátta- tíma eitt kvöldið. Og á meðan stóð Hell eyrðarlaus á verði undir svölunum og þá fyrst er gula ljósið var slökkt bak við gluggatjöldin, fór hann inn í herbergi sitt við hliðina á númer 36, herbergið, sem herra Birndl hafði látið hann hafa endurgjaldslaust. Hann varð að beygja sig, svo að hann kæmist inn. í herberginu var rúm, stóll og borð, og stundum var mjólkurglas á borðinu ásamt brauði með osti ofan á. I einu horninu hafði stóreflis könguló tekið sér ból- festu, og Hell leit á hana með velþóknun á hverju kvöldi. Köngulló boðar hamingju, hugsaði hann. Hann var orðinn hjátrúarfullur í seinni tíð, það var víst af því, að hann þurfti alltaf að bíða eftir þessu skollans bréfi, sem aldrei kom. Þetta bréf hafði ekki svo litla þýðingu fyrir hann áður fyr, en nú, þegar ekki valt á minnu en því að vinna hjarta May Lyssen^ hops, eftirlætisbarns stóriðjuhöldans Lyssenhop, þá var öll lífshamingja hans undir þessu bréfi komin. Hell andvarpaði og settist á rúmstokkinn, en rúmið endurtók andvarp hans, eins og um bergmál væri að ræða. Svo tók hann fram vasabók sína og fór að gera upp dagsreikninginn. Þá daga, sem rignt hafði, hafði hann engar tekjur haft og þá varð líka að draga úr útgjöldunum. Þar stóð: tvær hveitabrauðsneiðar og hálfur lítri af mjólk Svo koma tveir dagar, þar sem engar tekjur eða út-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.