Alþýðublaðið - 25.07.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.07.1941, Blaðsíða 4
BÖSTUBAGUl 257 JCLI 15 íf AIÞÝÐUBLAÐIÐ FÖST UDAGUR Næturlæknir er Bjarni Jónsson, Ásvallagötu 9, sími: 2472. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Ferðasaga: íþróttaför K. R. til NorfSurlands (Benedikt S. Gröndal). 20.30 Erindi: Um Jón Eiríksson konferensráð (dr. theol. Jón 'vi Helgason biskup). 21.15 Útvarpstríóið: Nóvelettur eftir Gade. 21.35 Hljómplötur: Norskir dans- ar eftir Grieg. Alfreð Gíslason læknir verður fjarverandi um þriggja vikna tíma. í fjarveru hans gegnir Bergsveinn Ólafsson heimil- islæknisstörfum hans. Laxfoss fer til Borgarness á morgun kl. 2 e. h. Goðafoss fer n. k. mánudagskvöld í hring- ferð vestur og norður. Viðkomu- síaðir: ísafjörður, Siglufjörður og Akureyri. Happdrættisbíll Laugarneskirkju hefir nú verið afhentur. Hreppti hann Þórarinn Andrésson, sonur Andrésar Andrés sonar klæðskera á happdrætts- miðann 1760. Jón Helgason biskup flytur erindi í útvarpið í kvöld um Jón Eiríksson konferens- ráð. Fálkinn, sem kom út í morgun flytur m. a. þetta efni: Hafís á Hvítárvatni, for- síðumyndin, Boðflennur í vísind- um og listum, Þjófarnir, smásaga eftir Mark Hellinger, Karamsin, saga frá Rússlandi eftir Nic Hen- riksen, Axel Wenner-Gren, kynja- maðurinn frá Svíþjóð o. m. fl. Ferðafélag íslands fer skemmtiför að Hagavatni ,um helgina. Lagt af stað laugardag kl. 4 síðdegis og ekið austur um Gull- foss að Einifelli. Gist við Einifell, en tjöld, viðleguútbúnað og mat þarf fólk að hafa með sér. Á sunnudaginn farnar gönguferðir að vatninu á jökulinn Hagafell og í Jarlshettur. Farmiðar seldir á af- greiðslu Sameinaða félagsins til kl. 9 í kvöld. Áheit á Slysavarnafélag fslands. • Frá Margréti, kr. 10. Ónefnd- um kr. 20. H. J. kr. 10. V. J. kr. 10. N. N. aðsent kr. 10. N. N. kr. 50. Efnalaugin “Glæsir”, Rvík kr. 50. Ónefndur, kr. 10. Sigurður Sumarliðason, Akureyri, kr. 50. G. J. Reykjavik. kr. 2. M. K. Keflavík, kr. 5. Þ. B. kr. 10. Beztu þakkir. — J.E.B. ÁBYRGÐ VEGFARENDA Frh. af 3. síðu. ur, að hægt sé að skapa hér* fullkomna umferðamemiingu. Það er einn bezti vhtturtnn um menn- ingu þjóðarinnar. Slysahættan er við Lvert fótmál svo að segja í umfer'ð eins og þeirri, sem nú er hér í Heykjavik. öllum ætti því að vera ljúft að vera þátttakandi í þeirri baráttui, sem lögreglan heyir gegn slysah'ætiunni. ' ** Útbreiðið Alþýðublaðið. BARÁTTAN UM SIDARSÖLU- UMBODIÐ 1 AMERIKU Frh. af 3. síðu. störfum síldarútvegsnefndar ekki nein pólitísk sjónarmið, sem réðu þessu. Var Jóhann Þ. Jósefsson alþingismaður þrisvar sinnum við riðinn þessa samn ingagerð í Póllandi. Virtist sjálfsagt að þessú at- hugu^u að Fritz Kjartansson íengi umboð fyrir síldarútvegs nefndina í Ameríku. Kom til- laga fram um þetta á fundi síld arútvegsnefnar, en áður en geng ið var til atkvæða kom annar sjálfstæðismaðurinn í nefndinni með þau skilaboð frá Ólafi Thors atvinnumálaráðherra, að hann vildi tala við nefndina áð- ur en ráðstafað væri umboðinu. Krafa atvionumalaráð- herra. Gekk nefndin nú á fund ráð- herra, og niæltist hann eindreg ið til, að hún símaði bróður hans, Thor Thors, aðalræðis- manni í New York, og spurði hann, hvort hann vildi taka umboðið að sér. Á það var bent af mér og fleirum, að síldarútvegsnefnd þyrfti að hafa umboðsmann í New York, sem hún hefði greið- an gang að, til þess að vinna fyrir sig störf, en það gæti hún varla haft, ef hún mætti ekki borga neitt fyrir það, en í lög- um um utanríkisþjónustu væri sendimönnum íslands bánnað að taka umboðslaun. Störfin, sem þyrfti að vinna fyrir nefndina, væru svo mikil, að e"kki mætti búast við, að nokkur maður gæti eða vildi leysa þau af hendi ókeypis. Hins vegar gæti nefnd- in eigi verið þekkt fyrir að brjóta seitt lög, með því ' að greiða aðalræðismanni umboðs laun: Taldi ráðherra nefndina gera með þessu upp á milli Thor Thors og Vilhjálms Þór, en var þá svarað því, að Vilhjálmur hefði aðeins útent sinn samn- ingstíma, og eigi hefði frá sjón- armiði meirihluta nefndarinn- ar komið til mála, að hann hefði hvorttvegj^j a: síldársöluumboð og störf útsents aðalræðis- manns. Ólafur Thors hélt þrátt fyrir þetta fast við tilmæli sín um áð nefndin tæki til athugunar að síma Thor bróðir hans viðvíkj- andi umboðinu. Var síðan á nefndarfundi gengið til atkvæða um þá til- lögu, að Fritz Kjartanssyni yrði gefinn kostur á að vinna að síldarsölu í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku með sömu kjörum og hann hefði haft í Póllandi. Var sú tillaga samþykkt með at- kvæði mínu, Óskars Jónssonar og Jakobs Frímannssonar. Jó- hann Jósefsson og Sigurður Krístjánason gjreiddu atkvæði á móti, en með annari tillögu, sem þeir fluttu, um að spyrja Thor Thors, hvort hann vildi taka að sér umboðið. Voru ráðuneytinu tilkynnt þessi mála lok, og barst nefndinni nokkru síðar embættisbréf út af þessu3 sem mun vera- alVfeg eins dæmi í sinni röð. Embættisbréf, sem mun vera eins dæmi. „Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið. Reykjavík 2. desember 1940. Ráðuneytið hefir mottekið bréf síldarútvegsnefndar, dags. 29. f. m. er ber með sér að síld arútvegsnefnd hefir virt að vett ugi tillögur ráðuneytisins.. Ráðuneytið mun nú taka mál ið í heild til athugunar, þar á meðal skipun nefndarinnar, for tíð fyrirhugaðs sendimanns, Fritz Kjartanssonar, og fyrra samband hans við nefndina: Ráðuneytið mun síðar tjá nefndinni ákvarðanir sínar, en á meðan er stranglega lagt fyrir nefndina að gera engar ráðstaf anir í þessu máli. Ólafur Thors. Gunnl. E. Briem. Til síldarútvegsnefndar11. Eins og bréf þetta ber með sér virðist fjölskyldu umhyggj an snemma hafa orðið viti ráð- herrans yfirsterkári og af rann- sókn á ,,fortíð“ Fritz Kjartans- sonar eða „fyrrverandi sam- bandi hans við nefndina“ hefir enn ekkert heyrst, þó liðnir séu nær 8 mánuðir síðan bréfið var ritað. Varð nú ekkert aðhafs-t að sinni, en Fritz Kjartansson fór til Ameríku á eigin kostnað og ábyrgð, eins og hann hafði áður dvalið í Póllandi. Afnám einkasöluonar Leið nú fram í febrúar, að síldarútvegsnefnd kom til fund- ar í Réykjavík. Var þá eitthvert samþykkja áskorun til atvinnu- málaj-áðherra um að löggilda síldarútvegsnefnd, svo sem ver ið h'efir, til þess að hafa með höndum einkasölu á matéssíld. Áskorun þessi var samþykkt í einu hljóði með atkvæðum allra nefndarmanna, sjálfstæðis- manna sem annara. Áskorun þessi var send at- vinnumálaráðherra þegar í stað, og síðar ítrekuð, en nefndin fékk jafhan það svar, að löggilding yrði eigi veitt, fyrr en nefndin kallaði F. Kjartanssön heim. Taldi ég þetta svar gefið í gamni, svo fjarri öllu viti og sanngirni sem það var. Með bréfum dags. 10. maí, 30. maí, og 10. júlí ítrekaði nefndin áskorun sína til ráð- herra. I bréfinu 10. júlí leggur nefndin ennfremur til, að vegna hinnar sérstöku markaðs- ástæðna verði á þessu ári einka- sala á allri síld til Ameríku, en tekki aðeins á matéssíld eins og áður. Þessi tillaga fékk einnig at- kvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks ins í nefndinni; Jóh. Jósetssonar þó með því skilyrði, að aðal- ræðismanni íslands (Thor Thors) yrði falin umsjá með um boðinu. Taldi Jóhann, að á þann hátt SBGAMLA BIÖK Lifi frelsið - (Let Freedom Ring). Amerísk söngrnynd. Nelson Eddy. Virginia Bruce. Victor McLaglen. Sýnd kl. 7 og 9. Ekki svarað í síma. NÝJA BÍO Bl Tvö samstllt (Made for each other) Amerísk kvikmynd frá United Artist. Leikst. John Cromwell. Aðalhlutverkin leika: Carle Lombard og IJames Stewart. Sýnd kl. 7 og 9. Maðurinn min, faðir okkar og tengdafaðir, JÓN JÓNSSON, múrarameistari, andaðist að heimili sínu, Dvergasteini í Hafnarfirði, 24. þ. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurborg Sigurðardóttir. Guðfinna Sigurðardóttir. Emil Jónsson. myndi nefndin fá einkasölu á síldinni, eins og Ólafur Thors var raunar oft búinn að segja. Heyrist nú ekkert frekar um mál þetta fyrr en nefndarmenn, sem’allir voru utan Reyjavíkur, nema Jóhann Jósefsson, frétta í síma, að birzt hafi bréf til síld- arútvegsnefndar í Morgunblað- inu sunnud. 13. júlí, dags. dag- inn áður, um að sala matéssíld- ar sé gefin frjáls. Til.nefndar- innar kom þetta bréf löngu síð- ar, og er þetta ný aðferð og áð- ur óþekkt um birtingu embætt istilkynninga. Þessi ótrúlega ráðstöfun var, svo sem áður segir, gerð þvert ofan í tillögur fulltrúa Sjálf- stæðismanna í síldarútvegs- nefnd og áskoranir frá meiri- hluta síldarsaltenda, sem send- ar höfðu verið ríkisstjórninni. Það er svo sem ekkert nýtt, að Ólafur Thors láti sig litlu varða hvað flokksmenn annara flokka segja eða leggja til, hitt er nokk uð óvenjulegt, að hann óvirði svo fulltrúa síns eigin flokks sem hann hér hefir gert, og mun honum hafa þótt mikið við liggja. Ekki bar þó neitt á milli um skoðanir á einkasölu eða eigi, heldur aðeins hitt, að meirihluti nefndarinnar fékkst ekki til, að taka útsendan aðal ræðismann til að selja fyrir sig síld. Aðalræðismaðurinn er bróð ir ráðherrans. Þjiiðarbeill eða fjöí- skjrldasjðiarmið? Síldarútvegsnefndin hefir ver ið einskonar þjóðstjórn. Þar hefir verið samstarf þriggja flokka. Flokkssjónarmið hafa aldrei komið til greina í starfi nefndarinnar, heldur hefir það jafnan verið látið ráða, sem nfenöarrrienn töldu vera útveg inum fyrir beztu. rs. þennan hátt hefir síldarútvegsnefnd tekizt það, sem áður var talið ótrúlegt. Hún hafði fyrir stríð aukið mik- ið síldarsöluna og hækkað jafra framt síldarverðið, samfara því,. sem vörugæðin voru aukin. Á sama tíma hrakaði saltfisks sölunni og saltfisksverðinu í' höndum þeirra, sem með það höfðu að gera, og var ekki trútý um, að ýmsir, er þar höfðu fram kvæmd á, litu síldarsöluna. nokkrum öfundaraugum. Síldin óg hraðfrysti fiskurinnp voru að koma í staðinn fyrir saltfiskinn, og þess vegna munu þeir, sem áður réðu þar öllu. gjarnan hafa viljað flytja sig. Það er eins og skipta á sökkv andi skipi og nýju skipi. Ég hafði í 6V2 ár verið for- maður síldarútvegsnefndar. Ég hafði gert allt sem í mínu valdi stóð til þess- að starfið tækist vel. Ég hafði öll árin, í ágætu samstarfi við meðnefndarmenn mína af öllum flokkum, getað varizt öllum klíkusjónarmiðum innan nefndarinnar. Þegar því varð ekki lengur við komið og átti að fyrirskipa nefndinni að kasta sjónarmiði útgerðarinnar fyrir borð og taka upp fjöl- skyldusjónarmið ráðherrans, vildi ég eigi lengur hafa for- göngu um framkvæmdir nefnd arinnar og sagði því af mér for- mennsku hennar. Ég vildi vera óháður um tillögur mínar, svo sem verið hefir. í nefndina sjálfa er ég þingkosinn af Al- þýðuflokknum og held því starfi að sjálfsögðu áfram. Ég var á sínum tíma hvetj- andi þess, að þjóðfstjórn var mynduð, og hefi oft, eins og aðrir, orðið að beygja af með sjónarmið flokks míns, en ég geri það hvorki fyrir einn né annan og vinn það ekki 'til valda að láta fjölskyldusjónar- mið einstakra manna ráða gerðr um mínum í oplnberum málum. Finnur Jénsson. Síðari grein Finns Jónssonar, kemur í biaÖinu eihvern allra næstu daga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.