Alþýðublaðið - 12.08.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.08.1941, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ MlIÐHJIÍAGUft 12. AGCST IMf ALÞÝÐDBLAÐIÐ I Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson, (heima), Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son, (heima), Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 3.00 á mánuði. — 15 aurar í lausasölu. a.lþýðupr’entsmiðjan h. f. Nýr og bjartari dagur. Ólafiur vlO Faxafen: Nætnrgestir á sprengjnflngvélastðð. 1 RÁ o ustuíiugvélastöðinni, er við sko'ðuðum, héldum við MEÐ hvet'jum deginúm, sem líður verður það æ ljós- Ætm, að hin mikla barátta, sem !nú geisar í heiminum stendúf milli lýði'æðisins annars\Tegar og einræðisins hinsvegar. Þessi stað- reynd haggast ekki fyrir pyi þó tvær þjóðir, sem búið hafa við einræði að undanföfnu, eigi nú í ðfriði — Þjóðverjar og Rússar. Baráttan j>eirra í milli er baráttan wm yfirráð einnar þjóðar á megin landi Evrópu, hafin af þýzku niaz- ístunuin vegna hræðslu þeirra við kommúnismann í Rússlatndi, sem sífelt ógnaði þeim og nú beið tækifæris til þess að ráðast á Þýzkaland þegar þvl kæini verst. En árás nazismans á komm- únismann — árás Þýzkalauds á Eússland hefir -það í för með sér 'lwernig sem styrjöldin þeirra í milli endar ,að kommúnisminn hverfur úr sögunni a. m. k. í þeirri mynd, sem hann hingað tif hefir birzt i, bæði í Rússlandi iog annarsstaðar. Hið ema menningarsögu ega af- aeksverk nazismans verður það, iað brjótai kommúnismann á bak aftur, en hann megnar ekki að granda hinni rússnesku þjóð. Það er sama hvort styrjöldinni milli Þjóðverja iog Rússa lýkur með sigri fyrir Þjóðverja eða sigri fyrir Rússa. Ljúki henni með sigri fyrir Þjóðverja verðuir rúss- neska þjóðin um einhvern tíma hnept í ániauð nazismans eins og aðrar þjóðir á meginlandi Evrópu og fær ekki aftur frelsi sitt fyrr en lýðræðisríkin hafa sigrað Þýzkaland- Þá þurfa Rússar að þiggja frelsi sitt úr höndum lýð- J'æðisþjóðanna og munu koma á hjá sér lýðræðisskipulagi eins og því, sem komið verður á í öllum löndum eftir þennan ófrið. Sigri hinsvegar Rússar Þjóð- verja er sýnilegt að þeir munu vefða að semja þann frið við þá, sem lýðræðist’íkin einnig standa að og fá frelsi öllum hii> »m undinokuðu þjóðum á nnegin- landinu). Rússar muinu þá að vísu ráða ineira um framtíðarskipu- lag þjóðanna en þeir verða þó að •taka upp sama sk'iipiulág og önnur iríki, að öðrum kosti hljöta þeir feið lenda í nýja styrjöld við Brpt- land, Bandaríkin ,og öll þati ríki, sem nú eru undinokuð af Þjóð- verjum og jafnvel við Þjóðvterja líka. En eflir hildarleikinn milli Rússa og Þjóðverja nú mur.u þeir íðkki leggja í þá áhætíu. Þeir hefðu e. t. v. gert pað áður en hann hófst, en nú þegar er sýnt, áð þeir nmnu fylgja Bretum og Bandaríkjunum að málum við þá nýju skipun, sem óhjákvæmilega (hlýtur að koma eftir þessa styrj- löld. Sérfriður milli Rússa og Þjóð- verja, S'ern vel væri hugsanlegur, mundi skapa Rússum svipuð kjör og Frakkar búa nú við, og einn,- ig það mundi útrýma kommún- ismanum bæði í Rússlandi og utan þess. * Kommúnisminn rússneski er nú að uppskena'ávextina af því sem hann hefir sáð að undanförnu. Það var hann sem eyðilegði hina glæsilegu alþýðuhreyfingu, sem var að skapa nýja ítalíu, eftir, síðustu styrjöld, og fleytti hinum fyrsta foringja fasismans, Musso- 'líni, Upp í valdaistólinn. Rússneski kommúnisminn eyðilagði einnig hið nýja Þýzkaiand sem Pýndist eiga svo glæsilega framtíð eftir hrun keisaradæmisins gamlia. Það var rússnieski kommúnisminn sem gróf ræturnar undan alþýðuhreyf- ingu Þýzkalands op sundraði henni. Það var rússneskt fé og rússnesk áhrif, sem studdu að falli þýzka lýðveldisins og bæði heint og óbeint urðu til þess að Hit'er náði völdum í Þýzkalándi. Það var rússneski kommúnism- inn, sem sáði þeirri sundrungu og spillingu í Frakklandi seni varð þess valdandi að Frakkland féli við fyrsta högg og síðast en ekki síst var það tvöfeldni og undir- hyggju núverandi stjórnenda Rússiands að kenna, að Þýzka- land hóf niokkurn tíma þatnn ó- frið, er nú geisar. Engin þessara staðreynda verð- ur nokkru sinni hrakin. Kommún- istar .hér og annarsstaðar geta skammast og blekt fólk, en þess- ar staðreyndir þýðir þeim ekki að reynai að hrekja svo> augljósar eru þær nú öllium lýð. Rússniesku kommúnistarnir er'u pað, - sem Upphafsnnenn eru að þeim aðferðum, sem allir ein- ræðisflokkar nútímans hafa beitt. Það voiú' þeir, sem „skipulögðu“ bliekkingarnai’ og ósannindin tii framdráttar sínum riiálstað fyrst- ir allra. Nazistar hafa að vísu sliegið þá út í jtiví sem öðru, en Upphafsins ei’ að leita hjá þeim. Það vorii einnig þeir, sem íyrstir stofnuðu „fimmtu herdeild“ í hverju landi, lögðu henni fé, sendu henni „]í,nur“ tii að vinna eeftir og fyrirskipuðu henni að \-Tei',a reiðubúin til pess að vinna níðingsverk og landi'áðastörf í sínum heimahögum þegar færi gæfist eða fyrirskipunin kæmi. Einnig þetta tóku nazistarnir víðast hva-r upp eftir kommún- isturn, en þeir vo,ru eigi að síðu'i* upphafsmennimir. Það voru kommúnistaj'nir sem í Ö'lum löndum hyrjuðu sunárimga starfsemi sína inn.an verkalýós- hreyfingarinnar og Alþýðuflokk- anna. Það voi’u þeir, aem stofni- Uðu þar „sel!ur“ til þess aðkljúfa félagsskapinn og veikja baráttu- Frh. á 4. síöu. til sp r e n g j uf fug vé I a s t ö ð va r og hittum þar einn af æðstu mönn- um loftflotans brezka, Slesser f'.ugmarkskálk. Hann er frægur flugmaður og ber sýnileg merki þess, er hann sjálfur tók þátt í loftorustUm: hann er haltur. Minntist harm á Curtiss, yfirmann Bretanna hér, er hann sagði að væri einn af kurmingjum sínum. En það kom nú upp úr kafinu, að ekki var hægt að lofa okkur að vera um nóttina á fliugstöð þessari, af því að hvert rúm var þar skipað hverja nótt, og fórum við á aðra stöð, þar sem rýmra v-ar, all-langt þaðan. Varð því töluvei't lengra ferðalagið þenntan dag en áætlað hafði vei'ið. En með okkur var aukreitis fylgdar- maður frá miðstöð flughersins, Schoefiekl fluglautinant; hafði hann verið blaðamaður áð'ur en stríðið skall á. ■ Undruðumst við mikið á fiug- stöðvunum, hvað húsakynni og útbúnaður allur var vandaður. Þarna var ekki tjaldað til einnar nætur. Englendingar bjóða sjaldan góðgerðir milli máttiða. En af því þeir hafa 5—6 mælt á dag, þá eru ailtaf góðgerðii*nar. Það var því byrjað á þeim, þegar við komurn á stöðina, en síðan var (okkur stéfnt í sal þann, þar sem flugmennirnir eriu ,4caliaðir“, Var það kl. 6 að kvöldi. Voru þar saman komnar áhafnir af 17 S'prengjuflUgvélum, milli 80 og , 90 manins alls, er halda áttu þessa nótt til Þýzkalands. Landabréf þakti þarná einn vegginn, og var það furðu stórt. Sýndi það austUrhluta Englands og vesturhluta Þýzkalands og Jöndin þar á milli. Var dregirí uipp á bréf þetta Jeiðin, er haldia skyldi, og er pannig fest upp nýtt landahréf á hverjum Öegi, er sýnir leiðina, s'em fara á nótit- ina komandi. En Brimar var staðurinn, ér halda skyldi til, og var úthlutað luppdráttum af þeirri borg, og voru verksmiðjurnar, er ráðast skyjdi á með öðru vísi lit en hitt á uppdrættinum. Hélt nú ehm yfirmannanna á stöðinni r,æðu. Skýrþi hann leiðina, sem fara ætti, og sagði flugmönnun- um að’ fljúga ekki of hátt á heimé:ð, ef þeir fænr söniU Jeið heim aftui', því leið þessi lægi norðar en venjulega Væri farið, iog sólarupprás því fyrr þar en sunnar.' Vísaði hann til sikýrsln. er þar ]á,- et’ sýndi hvenær sólar- Uppi'ás var í hverri hæð, eftir breiddarstigi. Bað hann pá að varast að fljúga svo hátt, að só’arupprás væri bomin þar Uppi, og þeir því yrðu sýnilegir. Sagði hann þeim. hvai' þteir ættu aí). varpa' sprengjumum, ef þéir fynndu ekki það, sem þeir ættfi' að varpa á. Sagði hanri þeim síð- an, að bera ekki við að varpa sprengjum á kastljós, þó að þeir finndu ekki markið, því þa'u væru (oftast á víðaiyangi. Ög með nokkrum þjósti tóík liann fram, að ékke’-'t gagn væri að því, að þeir ynnu plægingastarfsemi. Síð- an tók hann þehn vara fyrir, ef þeir færu heim leiðina yfir Hol- land, að henda engum sprengjum par, nema á þá staði, er við fyrri fei'ðir hefðu verið tilteknir. Maður þessi var hár og fríður sýnum og hafði hlotið heiðurs- meriri fyrir árás á borg í Austíúr- Þýzkaiand'i, er var við yztu tak- mðrk þess, er sprengjuflugvélar geta náð frá Englandi. Hanin ,var norskur í móðurætt. Meðan stóð á ræðunni, spurði ég- stöðvarstjói'ann, er stóð hjá mér, hvort þetta væru nú góðir menn. En haun svaraði, að þetta væri úrvalalið. En ti'.efnið til þess, að ég spurði að þessu, vai' það, að mér sýndust mennirnir vera aliveg eins og gengur og gerist. Voru þetta víst fiest menn úr verklýðs- stétt, og vorii þeir ekkert óáþekk- ir því, að þarna væru saman bomnar einar 4 eða 5 íslenzkar skipshafnir, er biðu eftir skrásetn- ingu. Það bera það ekki allir utan á sér, að þeir séu kjarkmenn. Tö’.uöum við við ýmsa þeirra parna- á eftir, og virtist mér þeir taka þessu viðlíka og sjómenn boðskapnum, að nú eigi að róa í nótt. Margir þeirra voru með nokkrar krónur í lúkunium, er þeir ætluðu að láta í púkk, eins konar veðbanka, um hver fliug- vélim kæmi heim aftur með beztu myndirnar af árásinni er hún gerði. Veðmál er yndi Englend- inga. Síðar um kvöldið spurði ég einn yfirmannanna, hvað menn- irnir, sem ættu að fljúga, væru nú að gera. Sagði hann að sumir væru að reikna nákvæmar út lieiðina, sem fara skyldi, sumir vænii að lesa, sumir að tefla, en sumir dormuðu dálítið. Ég spurði hvort nokkrir væru að fá sér neðan í pví, en harnn hann ætti að fljúga. Og yfirleitt neyttu flugmenn mjög litils á- fengis. Væri það gerólikt því, sem verið hefði í heimsófriðnum. Flugmenn fara að jafnaði ekki í leiðangur nema aðra hverja nött, eir hvíja sig næsta dag og næstu nótt- Þó ber það stundum við, að flugmenn fara nótt eftir nótt, ef mikið liggur á, einkum ef góðviðriskaflar ei'u samfara fullu tungli, því þá ei' auðveidast fyrir f'.ugmanninn að rsfta, þótt nótt sé. Við héldum út á flugvöllinn til þess að skoða flugvélarnar, Itogar við kbmum þangað, var verið að hlaða flugvéiarnar sprengjum. Héngu sprengjurnar, tvær og tvær, á lágum vögnUm (eða hjólatíkum) og vom tve'ir og þrír vagnar festir hvér aftan í annan. Voru það 1000 punda sprengjur, er voru á fiemstu hjólatíkinni. Héngu þær á lykkju, sem var á þeim miðjum, og var hún og máimhylkið, *er huldi sptengjuefnið, í einu lagi, en stýrisútbúnaðurinn, sem var úr málmþynnum, var skrúfaður á þær. Var lítil Hella aftan á þeim, sem snýst, þegar sprengjan 'fer að falla, er henni hefir \ærið varpað. Við það verður sprengjan starfhæf og springur eitthvað sekúndu eftir að hún rekst á. En það á ekki að gera neítt, þó að slegið sé framan á sprengjuria með hamri, hafi rellan, ekki snú- izt. LíkJega samt variegast að gera það ekki. Einhver okkar spurði nú Bur- ton stöðvarstjóra, er þarna var með okkur, hvort þeir hefðui éngar orgarrdi spitengjur. Benti' hann þá á aðra sprengjuinia í fremsta vagninum og sagði okk- ur, að hún gnenjaði, þegar henni væri varpað- Venjulega verða menn hissa, þegar þeim ei’ sagt frá einu eða öðru vígtólinu, hvað það kostar geysilega mik- ið. En þarna urðum við hissa á hinu, hvað útbúnaðurinn var einfaldur. Hljóðpípa, ,af sérstakri gerð, var fest utan á sprengjuna, og var það svo lítilfjörlegur út- búnaður, að vaH-a gat framleiðsla hans kostað nema 1 til 2 krónur. .Játti stöðvarstjórinn því, að varla gæti pessi útbúnaður verið dýrari1 en þetta, en þó ætluðu sumir að hníga niður af hræðslu við að þeyra hljóðið, er frá honum kæmi. Geta má þess, að sprengj- ur með þessum útbúnaði gnenja svo hátt, að hljóðin úr þeim heyrast langt til hliðar. Lætin í þéim heyrast þvi oft löngu eftir að sprengjan springur, af því að hljóðið þarf tíma tii að berast. (Það fer um 330 stikur á sek- úndu og ekki hraðar þó að það sé hátt). Maður, sem stendur á Arnarhóli og sér neykinn af skoti, sem hleypt er af úti í ör- firisey (vegalengdin- er 1100 stik- ur), heyrir ekki hvellinn af sikot- ínu fyrr en eftir liðugar 3 sek- úndur. Uefði maðurinn byrjað að syngja „Gamla Nóa“ (með venju- iegum hraða) um leið og hann sá reykinn, hefði hann næstum verið bominn út að „guðhrædd- En hefði maðurinn farið að syngja úm Nóa á Arnarhóli í fyrra, við skotæfingar Bnetanna, þegar þeir skutu á Akurey, og kyrjað upp, þegar hann sá kúl- (una springa í eynni, hefði hann verið kominn út að „velviljaður“, þegar hann heyrði hvellinh, því vegalengdin þangað er um það , bil þreföld. Á sæflugvélunum, sem bera sprengjur, eriu1 þær' hafðar undir vængjunum, en ekki var það svo á flugvélumum þama á vellinum. Það opnuðust hlerar á þeiin að neðanverðu, og var þar inni'fyrir rúm fyrir sprengjurnar. Við komum þar að; sem verið v,ar að láta tvær 500 kg. spnengj- lur í vél, en eitthvert ólag var á annari jpg þegar þeir, sem voru að vinna að þessu, sveigðu til stýrisútbúnaðinn skrapp hann af með geysilegu braki, eins Ogþrjá- tíu glasabakkar dyttlu í gólfið. Var þetta heldur svona óþægi- legur hávaði ,af því í huganum vioru þéssi 1000 kg. af spnengi- efni í minna en faðms fjarlægð, en engin hiíf var í hinum traustu búkuin Árna [og ívars, sem þarna voru þó á milli. (Seinni kafji á inorgun.) 1 t sagði mér, að enginn fluginaðiir bragðaði áfengi þann dag, sem ur< ’ pegar hann heyrði h\-ellinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.