Alþýðublaðið - 14.08.1941, Blaðsíða 4
ELMMTUÐAGUR 14. ÁGCST 1§41
ALÞÝÐUBIAÐIÐ
FÍMMTUDAGUH
Næturlæknir er Úlfar Þórðar-
son, Sólvallagötu 18, sími 4411.
Næturvörður er í Laugavegs- og
Ingólfsapóteki.
ÚTVARPIÐ:
20,30 Minnisverð tíðindi (Jón
Magnússon fil. cand.).
20,50 Hljómplötur: íslenzkir
söngvarar.
21,00 Upplestur: „Brunnur vitr-
inganna“, saga eftir Selmu
Lagerlöf (Kristján Gunn-
arsson kennari).
21,20 Strokkvartett útvarpsins:
Kvartett nr. 13, í G-dúr.
eftir Haydn.
21,40 Hljómplötur: „Mephisto-
valsinn“ eftir Liszt.
Veiðiveður
var mjög slæmt fyrir Norður-
landi í gær og lágu flest skip í
vari. Norðan bræla var og þoku-
súld. Fáein skip komu þó inn með
slatta.
Trúlofun
sína hafa opinberað ungfrú
Halla Þórhallsdóttir (Þórhalls
Jónassonar stýrimanns, Vesturgötu
17) og Captain C. Abramowsky
frá Póllandi, ' skipstjóri á M.s.
„Bug“.
Læknablaðið
4. tbl. er nýkomið út. Efni: Um
shock, eftir Valtý Albertsson
lækni, Um heilsuvernd herliðs,
Um útgáfu og dreifingu fagrita,
eftir Björn Sigurðsson o. m. fl.
Þingvallaferð
Stúdentafélags Reykjavíkur.
Eins og frá hefir verið skýrt áður
hér í blaðinu fer Stúdentafélag
Reykjavíkur til Þingvalla n.k.
laugardag og verður lagt' af stað
frá Alþingishúsinu. Allar upplýs-
ingar um ferðina verða gefnar á
skrifstofu Ólafs Jóhannssonar lög-
fræðings í Sambandshúsinu.
Fiskhöllin
og aðrar fiskútsölur Jóns og
Steingríms hafa tilkynnt, að frá
og með deginum í gær lækki verð
á ýsu um 10 aura kg.
Bifrelðasamakstur
varð í morgun kl. tæplega níu
neðst á Hverfisgötuni. Rákust á
ensk og fslenzk bifreið. Skemmdir
urðu litlar og meiðsli engin.
KVENHERMENN
Frh. af 3. síðu.
er eldað var í. Búrið var í sam-
ræmi við þetta.
Síðast skioðuðum við birgða-
skemmu deildarinnar. Vortu
þar einkennisbúningar, vinniuföt
og allt sem herdeildin þarf að
mota. Var þetta á hillum í ,löng-
um sal, ölllu vel fyrir komið,
eing og þetta væri vöruibirgð-
ir hjá heildsala. En stúglkurnar
fá allan fatnað ókeypis, svo og
fæði húsnæði o. s. frv. og sama
kaiup og hermenn eins og fyrr
var getið, (og þó heldur meira,
eins og siðar mun sjást).
Meðan við vorum á gangi
þarna um birgðaskemmUna
spurði ég:
„Hvar eru speglarnir?“
Var mér svarað að þairma væru
engir speglar ,og spurði ég
hverju sætti slík meðferð á
svona duglegri herdeild. Var mér
þá svarað að stúlkurnnr fengju
hvorki spegla, varalit, kinnailit,
andlitsduft ué önnur fegurðar-
rneðul, en fengju 3 penee .(33
aura) aúkreitis á viku (fram yf-
ir karlmenn) til þess að k'aupa
sér þetta. Geta má þess, að
margir bifreiðastjörar frá þessari
kvennaherdeild voru í Flandem,
þegar mest mæddi á brezkahem-
uim, og reyndust ágætlega.
Útbreiðlð
Alpýðublaðlð
;|M|
yo
Baoaíiiræði við v ra
fonætisráðh. Japaa
IMORGUN var gerð tilruan
til að ráða af dögum vara-
forsætisráðherra Japana, Hara-
numa.
Maður nokkur kom til bú-
staðár varaforsætisráðherrans
með skjal, er hann kvaðst
þurfa að fá varaforsætisráð-
herrann til að skrifa undir.
Var honum leyft að ganga á
fund ráðherrans, en þá skaut
hann úr skammbyssu á hann
og særðist hann nokkuð. Til-
ræðismaðurinn var handsamað-
ur.
Ferðafélag íslands
fer tvær skemmtiferðir um
næstu helgi. Aðra ferðina inn að
Hvítárvatni, Kerlingarfjöllum og
Hveravöllum. Lagt af stað kl. 2
e. h. á laugardag og ekið um Gull-
foss norður á Hveravelli og gist
þar. Á sunnudaginn dvalið á nefnd
um stöðum og komið heim um
kvöldið. Hin ferðin er gönguför á
Esju, og lagt af stað á sunnudags-
morgun kl. 9. Ekið upp að Bugðu
í Kjós. Gengið þaðan apstan við
Flekkudal upp á fjallið á Hátind.
Þá haldið vestur eftir fjallinu og
komið niður hjá Mógilsá. Farmið-
ar seldir að Hveravallaferðinni til
kl. 6 á laugardag hjá afgreiðslu
Sameinaða félagsins og farið það-
an.
Darlan hefir haldið ræðtr 4
Vichy og skorað á Frakka að
fylgja hinni nýju stefnu Pe-
tains.
SGAMLA BlOtaW
Hertn pig fieorge!
(COME ON GEORGE.)
Ensk gamanmynd. Aðal-
hlutverkið leikur enski
skopleikarinn og gaman-
vísnasöngvarinn
George Formby.
Sýnd klukkan 7 og 9.
NÝJA Blð
Mturgangati
(The Man with nine Lives.)
Spennandi og dularfull
ameraksk kvikmynd. Að-
alhlutverkið leikur sér-
kennilegasti „karakter“-
leikari nútímans,
BORIS KARLOFF.
Börn fá ekki aðgang.
Sýnd klukkan 7 og 9.
Símapöntunum ekki veitt
móttaka.
Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir,
Brandur Jónsson,
Garðastræti 16, andaðist í dag á Landsspítalanum.
Reykjavík, 13. ágúst 1941.
Jóhanna Jóhannsdóttir.
Margrét Brandsdóttir. Svava Brandsdóttir.
Haraldur Guðmundsson.
Tvær skemmtilegar bækur eftir
Ólaf við Faxafen,
sem bera mjög einkenni
höfundarins, eru
Allt í lagi í Reykjavík
(verð 5,50) og
Upphaf Aradætra
(verð 4,00). Fást hjá bók-
sölum.
Í.S.Í. K.R.R.
Knattspyrnismót Reykjavtkur
f
I kvöld kl. 8.15 keppa
frak n Víkingnr.
V.K.F. Framsókn
fer í berjaferð föstudag 15
ágúst þær konur sem viija
taka þátt í förinni gefi sig
fram á skrifstofu félagsins
til kl. 7 i dag eða í síma
2046 eftir kl. 7 ef einhverju
plássi væri óráðstafað
Stjórnin
Sendlsveinn
óskast strax
BREKKA
Mwaílagi&Wi 1. — fi'mi MíWa
36 VICKI BAUM:
SUMAR VIÐ VATNIÐ
handlegg honum, eins og fugl stingur höfði sínu
undir væng sér.
— Ég skelf svo hræáfilega, sagði hún. — Ég neyð-
ist til þess að fara úr votu iiötunum. Hell var nú
farinn að ókyrrast. Honum leizt ekki á blikuna.
Hann svipaðist um eftir baðkápunni sinni, en hin
umhyggjusama Rési hafði lagt hana út til þerris.
— Sjáðu til, sagði hann. — Þú getur farið í storm-
-treyjuna mína og hlýjað þér. Hann heyrði Aníku
sýsla eitthvað í myrkrinu bak við sig, en hann hafði
stungið höfðinu út um gluggann. Alltaf þarf kven-
fólkið á að koma mér í einhver vandræði, hugsaði
hann, meðan regnið draup úr hári hans. En upphátt
sagði hann: — Bíddu ofurlítið, nú skal ég sækja
vatn og hita þér tesopa, svo að þér hlýni ofurlítið
innvortis. — Anika hljóðaði hástöfum og sagðist
ekki þora að vera einsömul hér stundinni lengur,
heldur myndi hún henda sér á höfuðið í vatníð, en
hún vildi eiga það á hættu að vera tekin hér til
fanga eins og mús í gildru. Hún var nú orðin alveg
róleg, þegar Hell sat hjá henni. En Hell fór ei að
síður út úr herberginu og læsti hurðinni á eftir sér.
Landslagið umhverfis baðstaðinn var sveipað
jþokuhjúpi. Kalt regnið sáldraðist niður úr skýja-
flóka. Hvergi sáust fjöll né strendur. í svona veðri
var óhætt að treysta því, að enginn kæmi út á bað-
ströndina. Hell þorði ekki að hugsa um það, hvernig
hann ætti að eyða tímanum í návist Aniku þangað
til klukkan fjögur um morguninn. í þessum þreng-
ingum sínum varð honum hugsað til May, og þessa
stundina fannst honum hún líkust engli. Og hvað
átti hann að gera, ef þeir færu nú að leita að henni
og fyndu hana hér í herbergi hans? Hann gat ekki
yfirgefið stelpuhnyðruna á þennan hátt, en skollinn
hafi það allt saman. Hvað var það ekki, sem hún
gat steypt honum út í með óvarkárni sinni? En
hann hlakkaði til þess, ef hann fengi einhvern tíma
færi á því að tala við greifann undir fjögur augu.
Úr e€nu herberginu heyrðist tónlist. Þar sat Matz
litli á miðju gólfi og lék á munnhörpu. Hell stenzaðá
hjá honum með fulla könnu af vatni í hendinni og
hugsaði sig um. — Matz, sagði ha»n. — Það koma
sennilega ekki fieiri út á baðströndina í dag. En
það er sennilega vissara að þú sitjir þar og gætir
að, hvort nokkur kemur. Og ef einhver kemur og
spyr eftir mér, sama hver það er, þá segirðu, að
Hell sofi. Og svo flýtirðu þér til mín og bankar þrjú
högg á hurðina. Skilurðu það?
— Já ,sagði Matz og kinkaði líolli, án þess að
hætta að spila á munnhörpuna.
Þegar Hell kom aftur til herbergis síns, hafði
orðið þar töluverð breyting á. Frá vegghillunni og
út að glugganum var búið að strengja snúru, og á
henni héngu föt Aniku til þerris. Glugginn var lok-
aður og búið var að kveikja á olíulampa. Anika var
komin í náttföt Hells, en þau voru henni allt of stór
og hólkvíð. Svo hafði hún hallað sér útaf í rúmið
og var að reykja vindling. — Nú er orðið viðkunn-
anlegt hér, sagði hún um leið og Hell snaraðist inn
og lokaði hurðinni á eftir sér.
— Mjög viðkunnanlegt, tautaði Hell. En í hug-
anum sá hann margar Anikur liggjandi í mörgum
rúmum, og hann beygði sig yfir þær allar, frá sér
numinn — og það var langt þangað til klukkan
yrði fjögur. Anika horfði á hann háðslega, en þó
með ofurlitlum áneagjusvip þar sem hann stóð fyrir
framan litla suðutækið sitt, og hann var svo utan
við sig, að hann brenndi sig á fingrunum. — Um
hvað er Bulli að hugsa? spurði hún.
En Bulli var að hugsa um vélaverksmiðju nokkra.
Hann flýði, í huganum, frá þessu hættulega umhverfi
inn í verksmiðjuhávaðann. Honum var að verða
"óglatt af þessu öllu saman. Hann þorði ekki aS horfa
á hana. En hve það hefði verið dásamlegt að vera
núna í vélaýerksmiðjunni, þar sem niðlurinn af
vélahjólum söng í eyrum og olíulyktin breiddist um
allt. Hell þráði að vera kominn til mannanna, sem
þar voru að vinna í bláu, olíusmurðu samfesting-
unum, með ofspennta vöðva og þreytuleg andlit.
En hve hann þráði starfið, sem honum hafði látið
svo vel. En hérna vildu konurnar helzt gera hann
að kjölturakka. Og bréfið var ekki komið ennþá.
En allt í einu datt honum nýtt í hug. — Hefirðu
peninga til heimferðarinnar? spurði hann Aniku
um leið og hann rétti henni teglas. Anika hnyklaði
brýrnar, tók ferðatösku sína og fór að gramsa í
henni. — Ég veit ekki í raun og veru, hvað það var,
sem ég tróð ofan í hana. Ég tók ekki annað en það,
sem ég hafði í baðherberginu. Allt hitt fór lögregian
með. — Það er þokkalegt athæfi, sagði hún. En svo