Alþýðublaðið - 19.08.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.08.1941, Blaðsíða 4
ÞRHXTUD. 19. ÁGÚST 1941. AIÞYÐDBIAÐIÐ ÞRIÐ JU DAOUR Næturlæknir er Jónas Kristjáns son, Grettisgötu 81, sími: 5204. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.30 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónmyndum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Frá Bretlandi, II (Thorolf Smith). 20.55 Hljómplötur: a) Symfónía eftir Vaughan-Williams. b) Andleg tónlist. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturgesturinn heitir ameríksk skemmtimynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðal- hlutverkin leika Melvyn Dauglas og Loretta Young. Sykurseðlum fyrir auka skammtinum er út- hlutað í dag og eru þá síðustu for- vöð að ná í þá. í gær voru afhentir aðeins 10 þúsund seðlar og voru því eftir í morgun 20—25 þúsund seðlar. Loftur Guðmundsson • tók myndina af Churchill, ríkis- stjóra og Hermanni Jónassyrii sem birt var í blaðinu í gær. Myndin þykir sú bezta, sem tekin var af Churchill á svölunum. Hjónaband síðastliðinn laugardag voru gef- in saman í hjónaband af síra Árna Sigurðssýni ungfrú Þórunn Guð- mundsdóttir og Haraldur Gísla- son, gjaldkeri í Víkingsprent. Heimili þeirra er í Garðastræti 17. Kennsla í barnskólunum mun hefjast í byrjun októbermánaðar. Bifreiðaeftirlitið, Amtmannsstíg 1. í dag eiga að koma til skoðunar bifreiðarnar R. 1051—1125. Lúðvíg Kaaber jarðsunginn J dag. LUDVIG KAABER, fyrrum bankastjóri var jarðsungin í dag. í tilefni af því var bönk- um bæjarins lokað og flfeiri stofn unum. Ludvíg Kaaber var fæddur 12. sept. 1878 í Kolding í Dan- mörku; en kom fyrst hingað til íslands árið 1902. Árið 1906 stofnaði hann verzlun ásamt Ólafi Johnson, en bankastjóri varð hann 1918 og gegndi því starfi til ársins 1940. Ghorchill fljtnrræðn m næsti helgi. Skýrir frá fnndi þeirri Roose- velts og heimséfenf nni til f slands jC* RÁ því var skýrt fyrst í Lundúnaútvarpinu í morgun að ríkisstjóri íslands og ríkisstjórn hefðu veitt Winston Churchill móttöku, er hann heimsótti ísland á laugardag- Þá hefir það verið tilkynnt í London, að C'hurchill muni um næstu helgi flytja ræðu og skýra brezku þjóðinni frá ferðalagi sínu á fund Roosevelts á Atlants hafi og för sinni til íslands. Þá mun hann ®g hafa flutt ávarp til hersveitanna hér og talaði hann á gramófónplötu. Mun ávarpið verða flutt í brezka útvarpið hér á sunnudagskvöld. Káupi guU haosta TtdH Hg- orþór, HMbuuutne# 4. M. F. A. gefur út bókina Out of the Mífght Menningar- og fræðslusamband alþýðu hefir ákveðið, að þriðja bók þess á þessu ári verði hin mjög umtalaða sjálfs- ævisaga Jan Valtins, „Out of the Night“. Upplagið verður takmarkað við tölu félagsmanna og þeirra, sem kunna að vilja gerast áskrifendur að þessari bók sérstaklega. Þeir, sem vilja tryggja sér að fá þessa bók, gefi sig fram sem fyrst við skrifstofu M.F.A. í Reykjavík, sími 5366, eða við umboðsmenn þess úti um land. GAMLA BIG Suðræn ást. (The IJady of the Tropics) Ameriksk kvikmynd frá Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: ROBERT TAYLOR og HEDY LAMARR AUKAMYND: Thor Tbors aðalræðis- ínaðair talar í tilefni af komu Bandaríkjaher- sveitanna til tslands. Sýnd kl, 7 og 9. B ■ NYJA BIO ESæi I Nætorgestnrinn. (He stayed for breakfast). Ameri|ksk skemmtimynd. MELVIN DOUGLAS. LORETTA YOUNG. Sýnd kl. 7 og 9. Jarðarför BRANDS JÓNSSONAR fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 20. ágúst, og hefst með húskveðju að heimili hins látna, Garðastræt 16, kl. 1 e. h. Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Fossvogi. Reykjavík, 19. ágúst 1941., Jóhanna Jóhannsdóttir, Margrét Brandsdóttir, Svava Brandsdóttir, Haraldur Guðmundsson. THB WORLD'S GOOD NiWS wll! cotne to yonr homa cyery day through THI CHRIST1AN SCIENCE MONTTOR Jh hUarna&Baal Dattr Mmrmpnpar mjr lUbaoiípasm bth Chstítítm l Ui mm 40 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ svo þjóta þau áfram eftir ströndinni, þar sem frosk- arnir hnipra sig saman og hvakka. Tré, þoka, skógarásar í myrkri, grasbalar, ung, angandi grenitré, sofandi kýr á engjunum, allt ,er í svefjni, vagninn með þremur manneskjum í er það eina, sem hreyfist á þessum afskekkta stað á þess- um tíma sólarhringsins. Varðhýsi, ljósastaurar, brýr þjóta fram hjá, svo sézt í svip kirkja bak við há tré, angan úr aldingörðum og benzínlykt. ' Bíllinn staðnæmist skyndilega. — Hér er stöðin, segir Karla. — Nú getið þér beðið í, bílnum, Hell, ég skal reyna að koma frúnni með lestinni. Anika skreiðist út úr bílnum, þreytt og hjálpar- vana eins og munaðarlaust barn. En hún brosir og reynir að halda virðingu sinni. Hana sárlangar til þess að geta kvatt Bulli almennilega, en það virð- ist ekki ætla að verða tækifæri til þess. En hve hlýtt var og öásamlegt heima í rúminu hans. — Sæll, Bulli, segir nún, snýr sér hvatlega við og hverfur inn um dyr járnbrauxarstöðvarinnar. Karla fer á eftir henni eins og varðmaður. Hell fær kökk í hálsinn meðan hann horfir á eftir þessari grannvöxnu veru, sem hefir reynzt svo erfitt að koma undan lögreglunni. Þegar alls er gætt er þetta þó Anika, fyrsta stúlkan hans, sem þannig er hrakin út í hina miskunnarlausu veröld. — Vertu sæl! hrópar hann á eftir henni, en hún heyrir það ekki. Skömmu seinna kemur lestin þjótandi, staðnæm- ist í tvær mínútur eins og tilskilið er, og þýtur því næst af stað með miklum hávaða. Karla kemur og sezt við hlið hans. — Þá er það í lagi, segir hún. — Ég keypti farmiða handa henni til Vínarborgar og gaf henni ofurlítið af peningum. Það kemur á reikn- ing pabba eins og sumt fleira. — Þakka þér fyrir það. — Ekkert að þakka. Á ný þjóta þau vegnum myrkrið. Eitthvert æði virtist hafa gripið Körlu. Hún ekur í loftköstum og bíllinn skrikar á eggsléttum veginum. Hann rennur bugðurnar á tveimur hjólum og fer á sama hraða niður brekkurnar. — Hvað er að? hrópar Hell í eyrað á henni. — Ég er bara að reyna að flýja sjálfa mig, hrópar Karla. — Hvers vegna? — Það veit ég ekki, segir Karla og hlær. Þau þjóta fram hjá Dobbersbergshöllinni og Wurmbach með sefkrýndum ströndum. Svo stöðvar hún bílinn skyndilega, Hell kastast upp að Körlu og bítur sig í tunguiia. — Hvað er nú að? spyr hann ofurlítið gramur. — Spurðu ekki svona heimskulega maður, segir Karla óþolinmóð, nærri því byrst. — Ég er ofurlítið skrýiin í höfðinu, þhð er allt og sumt. Þetta æfintýri hefir tekið dálajtiö á taugarnar. Pabbi ætti að vita það, að við höfum ekið henni burtu í hans eigin vagni. Finnst yður það ekki ofur spaugilegt? Svona, segið þér nú eitthvað, Hell, sitjið þér ekki þarna eins og draugur. — Já, en hvað viljið þér að ég segi? Á ég að aka vagninum eða hvað? — Þér eigið bara að þakka mér fyrir. Drottinn minn dýri! Þetta hefi ég allt samán gert yðar vegna og aðeins yðar vegna. Skiljið þér það ekki? Svona, segið þér nú eitthvað, eða gerið eitthvað. Sitjið ekki þarna eins og afturganga! — Já, auðvitað, þér hafið á réttu að standa. Það var ljómandi fallega gert af yður og ég er yður ákaflega þakklátur, stamaði Hell ótta sleginn. Bíll- skalf undan átökum vélarinnar og Karla var mjög undarlega æst. Veslings Hell. Hann er steinuppgefinn og glor- hungraður. Meðan á þessu ferðalagi stóð hríðskalf hann af kulda og þegar hann minntist þess, að May hafði sagt: „Svei aftan!“ þá varð honum ekki um sel. Klukkan var farinn að ganga eitt og hann lang- aði til þess að fara að komast í rúmið sitt, en örlög- inn höguðu því svo, að hann var staddur í bíl á strönd vatnsins við hlið stúlku, sem virtist ekki vera með sjálfri sér. Allt í einu tók hún af sér báða hansk ana, vafði handleggjunum um hálsinn á Hell og þrýsti kossi á varir hans. Hún var mjög áköf. —• Þarna kemur það, hugsaði Hell, og honum gramdist með sjálfum sér. Karla sleppti honum strax. — Þú ert alltaf að hugsa um May, sagði hún, og horfði í augun á honum . — Auðvitað, hugsa ég um May, svaraði hann undr- andi yfir því, að hún skyldi spyrja svona. — Þú ert ekki með öllum mjalla: Það er ekkert okkar með öllum mjalla, sagði Karla. Svo þutu þau áfram eins og elding og mæltu ekki orð frá munni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.