Alþýðublaðið - 02.09.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.09.1941, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 2: SEPT. 1941. AIÞÝÐDBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Ólafur Jóhanns- son, Laugavegi 3, sími 5979. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki.1 ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.30 Erindi: Frá Bretlandi, IV. IThorolf Smith). 20.55 Hljómplötur: Píanókonsert í D-moll, Op. 15., nr. 1, og „Sorgarforleikurinn,“ eftir Brahms. Magnús Pétursson héraðslæknir er kominn heim úr ' sumarleyfi sínu. Enp fremur Halldór Hansen læknir. Knattspyrnumóti 4. fl. var haldið áfram í gær. Kepptu Valur og K.R. Valur vann með 2 mörkum gegn 0. Bílaárekstur varð í gær á Trygg\lagötu, rák- ust á brezk og íslnezk bifreið. Þá rákust á tvær íslenzkar bifreiðar á Laufásvegi. Samtíðin, 7. hefti þessa árgangs er nýkom- ið út.'"Eíni: Eftir ríkisstjórakosn- inguna, J. "Lundegaard: ■ Soya- baunin, Kýr Kínverja, Merkir samtíðarmenn, Veðurspákonan, Hreiðar E. Geirdal: Skaflar: kvæði, Steindór Steindórsson: Auður óbyggðanna, Rockefeller: Mesti sölumaður Ameríku, Kross- gáta, Kafbátar, eldstrókar, eitur og þrýstiloft — gegn skaðsemdar- dýrum. — Þeir vitru sögðu .... Gaman og alvara, Bókafregnir ofl. Innanfélagsmót drengja heldur áfram í kvöld (þriðju- dag) kl. 7 stundvíslega og verður þá keppt í langstökki. kúíuvarpi og 400 m. hlaupi. Tugþrautarkeppni fer fram á íþróttavellinum laugard. 6: og sunnudaginn 7. sépt. næstkomandi. Röð íþrótta- greinanna gerður sem hér segir: Laugard.: 100 m., langst., kúla, hást. og 400 mtr. Sunnud.: 110 m. grind., kringla, stangarst., spjótk., 1500 mtr. Öllum íþróttamönnum innan Í.S.Í. er heimil þátttaka í keppninni. — Þátttaka tilkynnist stjórn K.R. fyrir fimmtudags- kvöld. ÞEGAR VALTIN VAR SOVÉTSKIPSTJÓRI Frh. af 3. slöu. svik h;ans. Að mínu áliti átti Kostin skilið að vera skotinn. En Fiœlei bjargaði lífi Kostins skipstjóra- Henni þótti hann við-' kunnanlegasti náungi. Hann skemmti okkur komunglega, veitti okkur ágæta miðdegisverði, útvegaði okkur herbergi í hinu bezta gistihúsi. Hann sagði okk- ur með mikilli hrifningu, að bráð- iega yrði Murtnansk merkasta fiskihöfn í heimi. (Framhald á morgun.) Uppgrjpa síldar- afli norðanlands \ En aðeins 30-40 skip stunda nú veiðar. ■ 'i_ 1 » UPPGRIPAAFLI af síld hefir undanfarna 2 sólar- hringa verið fyrir Norðurlandi, en aðeins 30—40 skip stunda nú veiðar. Hin eru öll hætt. Alls er nú búið að salta í 30 þúsund tunnur. Þar af er matés- síld: 3 þúsund heiltunnur |og 7500 hálftunnur. Hæstu 7 söltun- arstöðvarnar hafa nú saltað eins og hér segir: Ingvar Guöjónsson 5100 tn. Sunna h.f. 3051 tn. Pólstjarnan h.f. 2485 tn. Samyinnufélag ísfirð- inga 2064 tn. Njörður h.f. 1872 tn. Víkingur h.f. 1661 tn. O. Thyn- es 1650 tn. Einstaka skip hafa aflað síð- ustu daga fyrir 25—30 jrús, kr. 45 ára er á morgun, 3. sept., Ellert Árnason, 1. vélstjóri við rafstöð- ina á Ljósafossi. ) Auglýsið í Alþýðublaðinu. FINNLAND OG RúSSLAND Frh. af 1. síðu. vængi í landinu. Þeir vílja halda stríðinu áfram gegn Rússlandi við hlið Hitlers, og að þvi er vitanlega róið öllum árum aí Þjóðverjum, sem haf?. her i. ]and- inu. Þjóðverjar hafa borið það út í fréttum sínum, öð sérfriður milli Finnlands og Rússlands komi ekki til mála. Og í gærikveldi var lorðrómurinn um friðarum- leitianir milli þeirra einnig borinn tíl baka af hinni opinbem finnsku fréttastofu. Leikur gmnur á, að sú yfirlýsing hafi verið gefin eftir beinni krþfu Þjóðverja. Þráff fyrir • það er enn talið með öllu óvíst, hvað ofan á verð- ur á Finnlandi. Það er hvergi nærri talið óhugsandiy að friðan- sa'mningar miili Finnlands og Rússlands séu í aðsigi. Qaináhlaup RAssa. Fregnir sunnar af austurvíg- stöðvunum eru fáar í morgun pg skýra aðallega frá gagníáhlaupum Rússa við Smolensk, Gomel og víðs vegar við Dnjepr, alia leið suður að Svartahafi. Þjóðverjum virðist ekkert venu- legt hafa orðið ágengt í sókninnd til Leningrad að sunnan og vest- an síðustu dagana, enda veður- skilyrði sögð þar hin verstu, lát- iausar rigningar. Baðhús Reykjavíhar epnað aftir í dag. --- t 13 AÐHÚS REYKJAVÍKUR I) var opnað í dag aftur eftir mánaðar lokun. Hefir hús- ið verið málað utan og innan og verið endurbætt eftir föng- um. Má búast við, að geysimikil aðsókn verði að baðhúsinu nú, eips og áður. ■ 6AMLA BIÓ ■ lELLIJ NAY (PRIMROSE PATH) Amerísk kvikmynd. GINGER ROGERS og JOEL McCREA. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ■ NÝJA BtO ■ Convoy Ensk stórmynd, er gerist borð í brezku herskipi, er fylgir kaupskipaflota yfir Norðursjóinn. Aðalhlutverkin l’eika: CLIVE BROOK, JUDY CAMPBELL, JOHN CLEMENTS. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Samkomplagsfriðar við Bltler kemnr ekki til múla. Fyrsta ræia Roosevelts eftir AtlantshafsfnDdinn. ROOSEVELT flutti í gær í tilefni af ,,degi verka- manna“ í Bandaríkjunum, fyrstu ræðu sína síðan hann kom heim af Atlantshafsfund- inum. Hvatti liann verkamenn til þess, að auka hergagnafram leiðsluna svo sem frekast væri unnt, þar eð nú væri ííminn til þess kominn að taka á öllu, sem til væri, þegar hersv’eitir Hitl- ers hefðu loksins verið stöðv- aðar. Roosevelt sagði, að það kæmi ekki til mála að ganga inn á nokkurn sámkomulags- frið við Hitler. Hann, Roose- velt, hefði sett þvert nei við öllum tilmælum, sem honum hefðu borizt um að beita sér fyrir friði á þessari stundu. — Bandaríkin yrðu að leggja f-ram sinn fulla skerf til þess að, ganga milli bols og höfuðs á Hitlerismanum. verkamannabústaðirnir Frh. af 1. síðu. ■ . hefir verið gerð af nokkrum ein- staklingi eða emstökum félags- sfcap. Hin nýju 10 hús verða reist í sama hverfimu í Raiuðarárholti og verður haldið áfram með bygg- ingarhar viðstöðulaiust, þar til þeim er Tokið. Samkvæmt því', sem Alþýðu- blatítíð hefir frétt hjá stjórri Bygg- ingarféiagsins,' mun efni. til hinna. nýjU' 40 verkamannabústaða vera tryggt. Hefir fiormaður félagsins Guðm. I. Giuðmundsson, hæstai- réttarmálafiutningsmaður, unnið sleitulaiust að þessuni málum. undanfarnar þrjár vikur. Mun þetta mikið fagnaðarefni félögum Byggingarfélagsins í þeim húsnæðisvandræðum, sem nú etU', jafnvel þó að hinir nýju verka'mannabústaðir geti ekki lijáipiað í neyðinni, sem nú er. Þá hefir verið ákveðið að byggja 12 nýja verkamannabú- .staði í Hafnarfirði. Verða þrjú hús með 12 íbúðum reist við Skúlaskieið, en sú gata er við Hellisgerði, og verða þess- ir bústaðir mjög líkir hinum nýju verkamannabústöðuim í Reykja- vík. Áður var búið að byggjav 16 verkiamannabústaði í Hafnar- firði. 51 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ Herra Mayreder gekk á eftir honum og rannsakaði bryggjustoðirnar nákvæmlega. — Já, satt er það, þaraa eru naglar.. Og auk þess eru þeir mjög ryðg- aðir, sagði hann með óánægjusvip. — Þér verðið að sótthreinsa sárið, herra Hell! Heyrið þér það, þér verðið að sótthreinsa sárið! Þér skulið bera joðáburð á það. það er langbezt. — Vatnið hefir þegar sótthreinsað það, sagði Hell. Hanrí þurkaði aftur af sér blóðið á baðkápunni og fleygði henni svo til Matz litla, sem enn þá gekk upp og niður af mæði. — Það var henni að kenna en ekki mér, sagði sex ára gamall snáðinn — hún greip í mig og dró mig niður með sér, og hún er svo feit, að ég gat ekki bjargað henni. — Já. þú ert ágætur, farðu nú, sagði Hell óþolin- móður. Honum gramdist að blóðið skyldi renna úr sér, og hann gekk að steypibaðinu, til þess að fá sér ærlega steypu. Hann skalf og var uppgefinn eftir hina miklu áreynslu rétt á eftir máltíðinni. Það var farið að rökkva yfir ströndinni og vatnið var farið að gárast. Matz safnaði saman blautum handklæðum og braut saman legustólana. Allir gestirnir voru farnir nema Mayrederhjónin. — Þér eruð alveg blár, herra'HelI, sagði frú May- reder áhyggjufull. — Skjálfið þér, herra Hell? — Nei, sí,ður en svo svaraði Hell. — Ég hefi bara borðað of mikið af bláberjakökum. — Munið nú eftir að bera joðáburð á handlegg- inn á yður, herra Hell, hlustið á ráðleggingar læknis- ins, sagði doktor Mayreder um leið og hann kvaddi. Og svo var ströndin auð, og frú Birndl taldi í kass- anum, en rökkrið færðist yfir ströndina og vatnið. Hell reikaði þangað, sem sjónaukinn var og beindi honum upþ til fjallanna. Á hnjúkunum hvíldu skýia- bólstrar. Hell gat aldrei horft á þessa fjallstinda án þess hann þráði May. í huganum hafði hanp oft farið í fjallaferðina með May, en sá draumur hafði aldrei orðið veruleiki. Ekkert hafði orðið að veru- leika, engar fjallaferðir, engin met í Berlín,' engar milljónir frá herra Mayer — ekki neitt. Þrjár blá- berjakökur úr eldhúsi frú Birndls, það var allt og sumt, sem gæfan hafði látið honum falla í skaut. Hann færði sjónglerið niður eftir hlíðunum, ofan grashjallana, skógana og litlu bændabýlin, alla leið niður að höll Dobbersbergs. Á ströndinni þar fyrir handan sá hann ljósan depil færast fram og aftur. og þegar Hell var búinn að stilla sjónaukan nákvæm- lega, sá hann að þetta, var Tiger. Hann varð var við ofurlitla heimþrá. Hann langaði til að skreppa yfir um, þar ríkti alltaf friður og kyrð. Hann hafði ekki ikomið þangað síðan hann fékk peningan lánaða hjá frú Bojan. Það er bezt að skreppa einu sinni enn þá yfir til Tulpenlands, sagði hann. Því næst fór hann í blá föt og fór í bátinn. Hann fann til ofurlítils sviða í sárinu við róðurinn og varð þess var, að blóðið seitl- aði gegnum skyrtuermina. Það var milt veður og vatnið var spegilslétt. Mávarnir lágu hreyfingarlaus- ir eins og þeir svæfu. Tiger gelti af kátínu, þegar Hell var að binda bátinn. Hann stakk trýninu í lófa Hells og dinglaði skottinu. — Hvar er Puck? spurði Hell og greip í hálsbandið á Tiger, en hundurinn teymdi hann strax áleið'is með sér, yfir grasflatir og stíga, gegnum rjóður og runna og stefndi að einu úthýsanna. Hann fór að gjamma þar við dyr einar og eftir ofurlitla stund voru dyrnar opnaðar óg Puck kom í ljós. — Það var ágætt, að þú skyldir koma einmitt í dag, hvíslaði Puck. — Hér er margt að ske. Gyltan er að drepast. Komdu inn, en Tiger verður að vera úti. Tiger lagðist ýlfrandi á dyrahelluna, og Hell gekk inn, en þar var hlýtt og notaleg! og angandi fjósa- lykt. Það var þögult og kyrlátt þarna inni. Hell, sem áður hafði verið kalt, fannst hlýtt og notalegt að koma hér inn. Puck nam staðar fyrir framan einn. básinn og hallaði sér fram á rimlana. í stíunni lá gyltan grafkyr og stundi þungan. Við hlið gylt- unnar sat feita Lenitchka og hélt á körfu í hendinni. Á botni körfupnar var hálmur, en í hálminum lágu fáeinir grísir. — Þetta er í fyrsta skipti, sem gyltan ber, og hún er mjög dugleg, sagði Puck hátíðlega. — Það eru þegar komnir níu grísir, en Lenitscka heldur, að þeir verði tólf. Það er mikið, þegar tekið er tillit til þess, að þetta er í fyrsta skipti. — Hún hvíslaði fáeinum orðum á bæheimskri mállýzku að gömlu kon unni. Rétt á eftir fóru krampadrættir um líkama gyltunnar, og nýborinn grís kom í Ijós í stíunni, en Lenitscka tók hann strax í sína umsjá. — Já, iþú ert dugleg, mjög dugleg, sagði Puck við gylturía. Gyltan teygði hausinn og þefaði andartak af nýgotungnum,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.