Alþýðublaðið - 11.09.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.09.1941, Blaðsíða 4
FIMMTUDAG 11. SEPT. 1941 FIMMTUDAGUR Næturlæknir er Jónas Krist- jánsson, Grettisgötu 31, sími 5204. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19.30 Hljómplötur: Harmoniku- lög. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20.30 Minnisverð tíðindi. 20.50 Hljómplötur: Norðurlanda- sönglög. 21,00 Erindi: Orðabókar-Johnson — bókmenntafrömuður á 18. öld (dr. Jón Gíslason). 21,20 Útvarpshljómsveitin: a) Weingartner: ,,Ástarhátíð“. b) Gillet: „Brostið hjarta“. c) Caludi: Ástarljóð. d) Friedmann: Slavnesk rap- sódía. 21.40 Samsöngur úr óperum. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Guðni Jónsson magister hefir nýlega sent frá sér annað hefti af þjóðsagnasafni sínu, fslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur. ísafoldarprentsmiðja gefur út. Frægðarbrautin heitir ameríksk stórmynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Gerist hún á vígvöllunum í Frakklandi 1914 —18. Aðalhlutverkin leika Fred- ric March, Warner Baxter, Lionel Barrymore og June Lang. Hjónaband. í dag voru gefin saman í hjóna- band af síra Jakob Jónssyni ung- frú Ásta Einarsdóttir og Esra Pét- ursson stud. med. Hlutavelta og happdrætti verður í Valhöll á Þingvöllum á sunnudaginn kemur. Verður ágóð- anum varið til þess að styðja fiski- ræktina í Þingvallavatni. Það er Jón Guðmundsson gestgjafi á Þingvöllum, sem gengst fyrir þessu, enda hefir hann borið hita og þunga af þessu áhugamáli Þing- vallasveitarbænda. Margt ágætra muna verður á hlutaveltunni, en í happdrættinu verður dregið um fögur málverk, sem nokkrir helztu listmálarar okkar hafa gefið. Árni Kristjánsson pöanóliltari hélt hljómleika í samkomuhúsi Akureyrar í fyrra- kvöld við ágæta aðsókn. Verkefni voru eftir Bach, Hándel, Chopin, Ravel, Debussy og Liszt. Var lista- manninum tekið með afbrigðum vel. Herbergl óskast með eða án hús- gagna. Upplýsingar í sima 1626. Roosevelt flytar ræði slaa m á- rásinar á aneríkik skip I kvild. ROOSEVELT mun í kvöld flytja útvarpsræðu þá, sem boðuð hafði verið síðast- liðinn mánudag í tilefni af árás þýzka kafbátsins á ameríkska tundurspillinn „Greer“ á leið- inni til íslands. í fregn frá London í gærkv. var sagt, að ræðan myndi standa yfir í 25 mínútur, en um helgina var ekki gert ráð fyrir, að húh stæði nema í 15 mínútur. í Washington var skýrt opin- berlega frá því í gær, að for- setinn myndi tala við nokkra helztu ráðherra sína áður en hann flytti ræðuna, þar á meðal Cordell Hull, utanríkismála- ráðherra. Stimson hermálaráð- herra og Knox flotamálaráð- herra. Ennfremur var frá því skýrt, að hann myndi ráðfæra sig við forystumenn þingflokk- anna. tslenzkar skípstjérl heiðraðar fjrrir björgun. N t'LEGA var íslenzkur skip- stjóri, Páil Aðalsteinsson, sonur Aðalsteins Pálssonar skipstjóra á Belgaum, sæmdur brezku heiðursmerki fyrir frækilega björgun. Hafði hann bjargað 23 mönnum af öðru skipi. Atvikin voru sem hér segir: Togarinn „The Ness“, en Páll er skipstjóri á honum, var í skipalest, þegar þýzkar flugvél- ar réðust á skipaflotann. Lask- aðist skip Páls af sprengjubroti. Enn fremur varð annar tog- ari fyrir sprengju og tók hann að sökkva. Afréð Páll að reyna að bjarga mönnunum, þótt veð- ur væri slæmt og sjógangur mikill, en það var mjög hættu- legt. Gat hann fest vír í fram- stafn hins sökkvandi togara og bjargað öllum mönnunum. Að því loknu hjó hann á strenginn Bókarfregn: Iceland past and present. Ð ÆKLINGUR um ísland er nýkominn út eftir Björn Þórðarson lögmann, gefinn út í Englandi og þýddur á ensku af sir William Craigie. Bæklingurinn er gefinn út í því skyni, að fræða enskumæl- andi lesendur um ísland og mun hann vera kærkominn öllum þeim, sem eiga vini og vándamehn meðál setuliðsins, sem nú dvelur hér. Bæklingurinn fjallar um landnám íslands og uppruna íslendinga, þjóðina og tung- una, stjórnarfarssögu landsins — samband íslands og Dan- merkur, möguleika landsins, iðnað og framleiðslu, menn- ingu landsmanna og þýðingu landsins í hernaði. Er hann mj,ög greinargóður það sem hann nær, og er furða hve yfir- litið er glöggt í ekki stærri bæklingi. NOREGUR (Frh. af 1. síðu.) ekki kunnur í einstökum atrið- um, en vitað er af fréttum, sem áður hafa borizt, að þýzku yf- irvöldin1 og norskir nazistar hafa meira og meira verið að blanda sér inn í innri mál norsku verkalýðsfélaganna með það fyrir augum að sölsa alveg undir sig stjórn þeirra. Hafa þeir gert kröfu til þess, að forystumenn verkalýðsfé- laganna yrðu reknir úr trúnað- arstöðum sínum cg að tekið yrði við stjórnskipuðum full- trúum í þeirra stað. Fjölda margir verkalýðsforingjar hafa líka verið teknir fastir upp á síðkastið — og má vel vera að hér sé undirrót þeirra viðburða, sem nú hafa gerzt. og sökk þá hinn laskaði togari. Því næst sigldi Páll skipi sínu til hafnar og komst þangað með naumindum. Legstaður Einars Benediktssonar. Næstkomandi laugardag gerður afhjúpaður legsteinn Einars Bene- diktssonar á Þingvöllum. Athöfn- in fer fram um hádtgi. Notað húsioao ieipt kontant Skrifborð, allskonar Borð, Buffet, Skápar, Kommóður, Stólar, Borðstofusett, Syefn- herbergissett. Dagstofusett, Stoppuð húsgögn, Teppi, Málverk, Ljósakrónur, Hljóð- færi allskonar, Útvarpstœki, Radíófónar o. fl. — Hringið í síma 5691 -Kem strax. — Alt sótt heim. — Peningarnir á borð. Fornversiuniii, Orettisgotn 45. bgamla bio wm Æskan dansar (Dancing Co-Ed). Aðalhlutverkin leika: LANA TURNER. RICHARD CARLSON ARTIE SHAW og danshljómsveit hans AUKAMYND: WINSTON CHURCHILL og ROOSE- VELT hittast á Atlants- hafi og Koma Churchills til íslands. Sýnd klukkan 7 og 9. I síðasta sinn. n NYJA BK> H Frægðarbrantln (ROAD TO GLORY.) Ameríksk stórmynd, er gerist á vígvöllunum í Frakklandi 1914—18. Fredirc March, Warner Baxter, Lionel Barrymóore, June Lang. Sýnd klukkan 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. SÆSÍMINN (Frh. af 1. síðu.) hann liefir slitnað, en búist er við, að það sé nálægt Færeyj- um. Sagt er, að Þjóðverjar hafi sökkt skipum nálægt Færeyj- um þetta kvöld, og er ef til vill búist viðN að símslitin geti stað- ið í sambandi við þá viðureign. Nýkomið! Fransbr. hnífar. Búrhmiar, Skeiðar, Hoiiar, Vasahnífar, Teskeiðar. Utbrelðið Alpýðublaðið I erdousti 57 stm im Nokkrar sanmistúlknr vantar. Klæðav. Andrésar Andréssonar h.f. Námsketi fyrir bifreiðarstjéra til meira prófs veturinn 1941—1942 verða haldin sem hér segir, ef nægileg þátttaka-fæst: 1. í Reykjavík, hefst 20. október. 2' í Reykjavík, hefst 9. febrúar. 3. Á Akureyri, hefst 7. apríl. Námskeiðin standa 5—6 vikur. Umsóknir um Reykja- víkurnámskeiðin sendist til Bifreiðaeftirlitsins í Reykjavík, en um Akureyrarnámskeiðin til Bifreiðaeftirlitsins á Ak- ureyri, og séu komnar 2 vikum áður en námskeiðið hefst. Umsókninni fylgi tilskilin vottorð samkvæmt reglugerð. Gagnfræðaskélinn í Reykjavík, starfar í vetur eins og að undanförnu. Síðar verður auglýst, hvenær kennsla hefst Umsóknir, bæði nýrra nemenda og eldri. þurfa að koma til mín eigi síðar en 15. sept. Viðtalstími kl. 7—9 síðd. Ingimar Jónsson, Vitastíg 8 A. Sími 37G3. Bæklingur er fjallar um þetta efni verður seldur á götun- um á morgun. Söludrengir komi í Sveinabókbandið á Laugaveg 79 kl. 9 í fyrra- málið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.