Alþýðublaðið - 14.10.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.10.1941, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 14. OKT. 1041. AIÞÝÐUBIAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Gunnar Cortes, Seljavegi 11, sími: 5995. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Úr sögu tónlistarinn- ar, X: Litið um öxl (Robert Abraham). Austurbæjarskólinn mun taka til starfa eftir næstu helgi. Börn eiga að mæta til inn- jritíunar og læknösskoðunar þrjá síðusíu daga þessarar viku. Tónlistarfélagið ' og Leikfélag Reykjavikur sýnir ,,Nitouche“ annað kvöld kl. 8 og er það 50. sýning þessarar oper- ettu. Nýr ræðismaður. Hinn 6. þ. m. var Finnbogi Kjart ansson viðurkenndur pólskur vara ræðismaður hér í bæ. Athygíi skal vakin á auglýsingu Hand- íðaskólans í dag. N. s. lelsi. hleður til, Vestmannaeyja á morgun 15 p. m. Vörnmóttaka fyrir hádegi. UHareM í kápiai* iicf kjjóla OFBELDISVERK Frh. af 1. síðu. losa klútin frá munninum og hrópa á hjálp og komu mennirn ir, sem inni voru í sömu svif- um. En hermaðurinn slapp út sömu leið og hann hafði komið. Leitað hefir verið að ofbeldis- manninum í nótt og í morgun, en hann var ekki fundinn, skömmu eftir hádegi í dag. Alþingi sett, en kosningum frestað. ALÞINGI var sett í gær kl. 2. Hófst athöfnin með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni. Séra Friðrik Hallgrímsson prédikaði. Að guðsþjómusitu Iiokimnd gengu þingmenn í neðrideilldarsal al- þingis. Þar las ríkiss'tj'óri opið bréf, sem út var gefið í ríkiisxáði 9. þ- m., er stefndi alþingi, sam- an itil aukafgndar — og lýsti sí'ð- an alþingi sett.. Miinntu.st þing- menn að því lofenu fósturjarðar- innar. Aldursforseti þilngsins, Ingvar Pálmason, tók því næst við fundarstjórn, iog var þing- fundium síðá'n frestað þar til í dag. EimsMpafélagið eign ast „Eddu“ EIMSKIPAFÉLAG íslands • hefir eignazt meirihlut- ann í hlutabréfum „Eimskipa- félagsins ísafold“ og verður af- hent skip ,,ísafoldar“, „Edda“. Skipið mun verða afhent Eimskipafélaginu ,þessa dagana — og mun verða skírt upp. Hið nýja nafn mun verða valið næstu daga. YFIRLÝSING LÖGREGLU- STJÓRA Frh. af 3. síðu. menna athugun á siðferðismálum hér í bæ, enda ekki verið falið silkt, og felast því ekki í nefnd- um skýrslum neinar niðurstöður um almennt siðferðisástand íbæn um. Embættið hefir látið þessi mál td sín taka því aðeins, að Sérstakt tilefni hafi verið til hverju sinni, svo sem smiitiun kynsjúikdóms eða annað mis- ferii, er ætia mátti að varðaði við lög. Til þess að koma í 'veg fyrir misskilning, vil ég taka það fram, a'ð emhættið hefir engan veginn í öllum tilfellum haft af- skifti af málefnum þeiirra, seni sýkzt hafa kynsjúkdómi eða orðið valdir að stíkri sýkingu, heldur liefir kynsjúkdómalæknirinn þ\-e"t á móti ráðið fram úr flestum slíkum málum aðstoðarlaust. Jónatan Hallvarðsson sign. Til forsætisráðherra Herma'nns Jon- assonar Reykjavík." 6) Upplýsingaþjónustan lætur þess getið, að surnt af því fólki, er unnið hafi að þessum málum af hálfu lögregllunnar, myndi ekki tali'ð vitnisbært. Til dæmis um hve föstum fótluim uppiýsingaþjón ustan stendlur í þe.ssum efnum, læt ég þess getið, að tveir af blaðamönnum þeim er upplýsinga þjónustan kallaði á sinn fund, eer hún afhenti athugasemdir sín- ar vegna skýrslu hinnar stjórn- skipuðu nefndar, hafa látið mér í ’té vottorð um, að í þessu sambandi hafi sérstaklega ver- ið tilgreindur og nafnigreindur maður, sem ég hefi aldnei heyrt nefndan ,hvað þá að honum hafi verið falið nokkuð sfarf af minini hálfu. Þessi dæmi ættu a'ð nægja tid þess að sýna vinnubrögð upp- lýsing þjónu.stunnar og hve hæpnar ýmsar þær forsendur eriu, GAMLA BIO Æfintýri Hucblebeyrr Finu eftir skáldsögu MARK TWAIN. Aðalhlutverkin: Mickey Roontey. Sýnd kl. 7 og 9. Áframhaldssýning kl. 3.30.6.30 ] Vðrðar laganoa (The Marshall of Mesa City) Cowboy-mynd með George Ó Brien m nýja bio m Eiginmanni ofaukiðf (Too many Husbands) Amerísk skemmtimynd með Jean Arthur • Melvyn Douglas og Fred MacMurry Sýnd klukkan 5, 7 og 9. (Lækkað verð kl. 5) TÓNLISTARFÉLAGIÐ OG LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR NITOUCHE" 50. sýning annað kvöld kiukkan 3$. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 til 7 í dag. Ath. Frá kl. 4 til 5 verður ekki svarað í síma. w/aJu'rinn veli L va J Latu'i HEiLDSOLUBIRGBIR: ARNI JONSSON, HAFNARSL5, RE,YKJAVIK. sem hún leyfir' sér að draga á- lyktanir af. Lögreglustjórinn í Reykjavík 11. október 1941. Agnar Kofiaed-Hansen'*. Hallbjörg Bjarnadóttir söngkona er nýkomin hingað til bæjarins frá Akureyri. Ætlar hún að halda hér söngskemmtun um mánaðamótin. Vinningar í haxipdrætti Knattspyrnufélagsins Fram voru 1. 16438 Málverk. 2. 7151 Matar- forði. 3. 10402 Ljósmynd. 4. 2042 500 kg. kol. 5. 8226 Matarstell. 6. 16581 Kaffistell. 7. 7902 Farseð- ill til ísafjarðar. 8. 1005 Farseðill til Vestmannaeyja. 9. 16486 Svefn- poki. 10. 20416 Rykfrakki og verða afhentir hjá Verzl. Sigurðar Halldórssonar Öldugötu 29. W. SOMERSET MAUGHAM: Þrír biðlar — og ein ekkja. sókn til þeirra í ,heimfararley.fi sínu og dvaldi á heimili þeirra. Þegar hún var barn að aldri bauð hann henni í hringleikahúsið, og þegar hún var ung stúlka bauð hann henni í kvikmyndahús eða í leik- húsið. Hann sendi henni gjafir á afmælisdaginn henn- ar og á jólunum. Þegar hún var nítján ára sagði móð- ir hennar við hana: — Ég myndi ekki ganga, svona mikið úti með Edger, ef ég væri í þínum sporum. Ég veit ekki, hvort þú hefir veitt því athygli, að hann elskar þig. Maria hló og sagði: — Hann er gamall maður. — Hann er fjörutíu og þriggja ára, sagði móðir hennar stuttlega. Og hann hafði gefið henni fáeina fallega gim- steina frá Indlandi þegar hún, tveim árum seinna, giftist Mattheru Panton, og þegar hann hafði kom- izt að raun um, að hún var mjög óhamingjusöm í hjónabandinu, hafði hann verið ofur vingjarnlegur við hana. Þegar landstjóratíminn var útrunninn, hafði hann farið til London, en þegar hann varð þess var, að hún var í Flórens, hafði hann brugðið sér þangað til þess að heimsækja hana. Hann hafði nú dvalið þar vikum saman og Maria hefði verið mjög glámskygn, ef hún hefði ekki veitt því eftirtekt, að hann var að bíða eftir hentugu tækifæri til að biðja hennar. Hversu lengi hafði hann verið ást- fanginn af henni?, Þegar Maria leit til baka yfir liðið æviskeið, fannst henni hann hafa verið ást- fanginn af henni frá því hún Var fimmtán ára, þegar hann hafði komið heim í leyfistíma sínum og komizt að raun um, að hún var ekki lengur barn heldur ung stúlka. Þessi .varanlega tryggð hans snart hana djúpt. Og auðvitað var mikill munur á nítján ára gamalli stúlku og fjörutíu og þriggja ára göml- um karlamnni, og þrítugri ekkju og fimmtíu og fjögurra ára gömlum karlmanni, en mismUnurinn sýndist þó minni nú orðið: Og hanri var ekki lengur óþekktur starfsmaður Indlandsþjónustu Breta. Hann var maður, sem hafði verið trúr yfir litlu og þess vegna settur yfir mikið. Hann var voldugur maður og útlit var á, að hann hækkaði enn í tigninni. Það var fjarstæða að láta sér detta í hug, að stjórnin myndi ekki reyna að notfæra sér starfskrafta hans lengur. Það var nærri því víst, að hann myndi fá aukin völd í hendur. Móðir Mariu var líka dáin og hún átti enga ættingja nú orðið og átti enga að. Og henni þótti ekki eins vænt um neinn og Edgar. — Ég vildi, að ég gæti tekið ákvörðun, sagði hún við sjálfa sig. Hann gat ekki dvalið þar mikið lengur. Hún var að velta því fyrir sér, hvort hún ætti að bjóða hon- um inn í setustofuna, þar sem íburðarmiklu hús- gögriin. frá endurreisnaftímunum vpru. Eða átti hún að bíða eftir honum hérna úti á grasflötinni. Ef hann ætlaði að biðja hennar, þá var betra fyrir þau bæði að vera úti undir beru lofti yfir tebolla. [ Sólsetrið var mjög fagurt þarna úti. Maria sat á strástól og hallaði sér makindalega aftur á bak. Hún kallaði á Ninu, herbergisþernuna, og bað hana að færa sér bolla af tei. Þar var annar stóll, auður, og þar átti Edgar að setjast. Hvergi sást ský á lofti og roöi sást á vesturhimni. Hún heyrði vagni ekið upp að hliðinu. Og andartaki seinna vís- aði Ciro, þjónn Leonards, eiginmaður Ninu, Edgar út á grasflötina til hennar. Hann var hár maður vexti og íremur grannvaxinn, bar sig' mjög tigin- mannlega og var íþróttalega vaxinn. Jafnvel þótt Maria hefði ekki vitað um það áður, hefði hún getað sagt sér það sjálf, að hann væri ágætur tennisleik- ari, fyrirtaks reiðmaður og afbragðs skytta. Þegar hann tók ofan hattinn kom í ljós þykkt, hrafnsvart hár, sem var að byrja að verða grásprengt. Hann var dökkur í andliti af áhrifum Indlandssólarinnar, hakan ,var sterkleg og hann hafði arnarnef. Dökk augu hans voru vakandi og djúplæg. Hann var fimmtíu og fjögurra ára gamall. Hann virtist ekki vera meira en f jörutíu og fimm ára. Hann var mynd- arlegur maður á bezta aldri. Hann var tignarlegur, án þess því fylgdi nokkur hreykni. Það var bersýni- legt, að óhætt var að treysta þessum manni. Þessi maður lét sér bersýnilega ekkert koma á óyart og hann eyddi engum tíma í að tala um smámuni. — Sefair hringdi til mín í morgun, og bauð mér landstjórastöðuna í Bengal. Þeir hafa eftir ofurlitla umhugsun komizt að raun um, að engin ástæða sé til þess að sækja mann heim til Englands, sem þarf að kynna sér allar aðstæður, áður, en hann tekur við embættinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.