Alþýðublaðið - 15.10.1941, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 15.10.1941, Qupperneq 2
, ■ d '~y- MJÞ' UkDW MH)VIK13)AGUR 15. OKT. »41. Hér með er skorað á alla þá, sem koma vilja til greina við úthlutun verðuppbótar á útfluttar sjávar- aturðir, framleiddar árið 1940. að senda atvinnu- og samgöngumálaráðaneytinu fyrir 1. nóvember n. k. staðfestfeftirrit af farmskírteinum, er sanni útflutn- ingsmagn þeirra af fiskmjöli, sundmaga ogrækjum, Fylgja purfa skilríki, sem ráðaneytið metur gild, um, að vörurnar séu framleiddar á árinu 1940. Þeir, sem eiga óseldar birgðir af fyrneindum vöru- tegundum frá árinu 1940, sem ætlaðar eru til út- fiutnings, skulu fyrir sama tíma senda vottorð vigt- armanna um birgðimar, með tilgreindu vörumagni, eða aðrar sannanir, sem ráðuneytið metur gildar. Atvinnn- og sangönguinálaráduneytið. 13. oktéber 1941. Frá Brezka setuliðinu á Islandi. Brezka setuliðið leyfir sér hérmeð að tilkynna, að'framvegis munu kröfur vegna dauðra yrð- iinga eða nainkaunga ekki teknar, til greina, nema hræin séu sýnd brezkum liðsforingja til staðfestingar um það leyti, er dauða bar að höndum. Brezka setuliðið mun gera allt, sem í þess valdi stendur, til þess að forðast að vaida dauða slíkra dýra, en framvegis verða eigendur dýranna að vera setuliðinu hjálpleg- ' ir, með því að skýra foringjum eða liðsmönn- / um, sem eru við œfingar á legu dýrabúanna. Listsýnlngía i skálanum við Garða^ sftrœtl ftil 20. október— opin frá 10«22. Aðgangnr kr. 2. Skýrsla um áfengisnautn á Ísíandi undanfarin ár. ------+...... Mikið minni en i nágrannalðnduaum. AFENGISVERZLUN ríkisins hefir sent blöðtuaum skýrslu um áfengissölu og á- ftengisneyzlu hér á landi yfir tvö og hálft síðastliðin ár. Fer skýrjilan hér á eftir og geta menn dregið þær álylctanir af henni, sem þeir vilja. Árið 1939 voru seldar 302- 566 flöskur af sterkum vínum, og af veikum vínum 51549 flöskur, eða samtals 354115. 1940 304 291 fl. sterk vín, 46 930 fl. veik vín, eða 351 291 samt. 1941 til 31/ 184 610 fl. sterk vín, 53 305 fl. veik vín, samt. 237 915 af veikum og sterkum vínum til samans. Sé heildarflöskusölunni 1941 jafnað á íbúana 21 árs og eldri, verða 64 menn um eina flösku á dag. Áfengisbækur afhentar voru í Reykjavík: 8.600 fyrir karla og 5.000 fyrir konur. Sé athug- uð salan í Reykjavík og íbúa- fjöldinn, kemur í ljós, að 60% af bæjarbúum 21 árs og eldri hafa tekið áfengisbók, og enn- fremur að notaðir hafa verið ca. 60 % af áfengisseðlunum. Meðalsala á Hótel Borg 1. jan. til 30. júní var 80 fl. á dag. Sé febrúar undanski'linn, en þá var þjóna verkfall, verður meðal- sala þessi 102 flöskur á dag. í ágúst var meðalsala á Hótel Borg 157 flöskur á dag. Utan við skömtun. hefir salan verdð frá 1. jan. til 30. júní að meðaltali 30 flöskur á dag. Það er saia til ly^'abúða, lækna, sjúkrahúsa, alþingis, ríkisstjórn ar, bæjarstjórna, erlendra sendi sveita, hersins og undanþágur. í ágúst var þessi sala að meðal- tali 59 flöskur á dag. Áfengisneyzlan hefir verið þannig hér á landi s. 1. ár. Neyzlan hefir verið innan við 3 flöskur á mann á ári 1939—’40 Árið 1935 voru á landinu 115 870 íbúar, þá var áfengis- sala (100% alcohol) 104 133 eða 0,898 lítrar á mann. 1936 voru 116 000 íbúar, áfengissala 106 230, eða 0,900 1. á mann. 1937 voru 117 000 íbúar, áfeng- issala 112 152 eða 0,950 1. á mann. 1938 voru 118 888 íbúar, áfengissala 99 287 eða 0,835 1. á mann. 1939 voru 120 264 íbú- ar, áfengissala 99 815 eða 0 820 1. á mann. 1940 voru 120 725 íbúar, áfengissala 99- 626 eða 0,810 1. á mann. 1941 voru 120 725 íbúar, áfengissala 65 456 eða 0,540 1. á mann (7 mánuði). Til samanburðar er hér getið áfengisneyzlu í neðangreindum löndum árin 1928—32: Danmörk 2,37 1. (100%) Noregur 2,11 - — Svíþjóð 3,49 - — England 5,12 - — Frakkland 20,64 - — Þýzkaland 4,18 - —- BIFREIÐASTJÓRARNIR Frh. af 1. slðu. anlega eðlilegt, að þær stéttir, sem langsamlega verst eru latun- aðar, neyni að fá umbætur á kjör- iim síntuim. En bifneiðastjórarnir eni sann- arlega meðal þeirra. Eins og kunniugt er hafa þeir verri kjör en flestar aðrar starfsstéttir. Kaup þeirra er lægra iog vinnutimi þeirra óhæfilega langur, enda hefir starf þeirra aukfct gífiurlega'. Má og segja, að atvinnuhekend- uiur hafi viðurkennt þetta, því að Strætisvaguar hf. hafa t- d. greitt bifreiðastjórum sínium meiira upp á síðkastið en félaginu ber, sfrang’ega fekið samkvæmt samn- ingum. Vonandi tekst því fljótjega samkomulag um bætt launakjör til handa bifneiðastjómm. Þá tóku bifneiðastjórar á þess- um sama fundi sínum til ítar- legrar umræðu umferðamálin. Voru ræðumenn sammála um, áð algerf öngþveiti ríkti í þeim málum og þyrfti bráðra Umbóta við. Var sérstaklega rætt um það, að götulýsing værf mjög af skiornum skammti og áð sand- hrúgurnar, sem áður voiru götu- vigi, þyrftu að hverfa. Einnig var minnzt á, áð einka- bifreiðar yllu1 miklum óþægind- um í AUsturstræti og víðar, þar sem þær standa daglangt beggja megin við götuna. Nefnd var kosin í þetta mák Á hún að safna skýrslum um ástandið í þessum málum og gera síðan kröfur til stjórnarvaldanna um umbætur á þeim. Uftbreiðið Alpýðublaðið. unnnnnnunmm j------UM DAGINN OG VEGÍNN'----------------- | Börnin flykkjast í skólana. Hvað hefir reynslan kesnt | okkur? Berklaskoðunin og gjaldið fyrir hana. Góðar tekjnr j læknanna. Garðar skrifar um garðlöndin. Ný stétt, sem < ber að hafa gætur á „Alfonsar“ og ungar stúlkur. Menn, sem j þarf að brtennimerkja. ------- ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.------- BÖRNIN eru að flykkjast í skól- ana. Við það breytast annir heimilanna. Það þarf að hafa gætur á því að þau fari í skólann á réttum tíma, en um leið eru heim ilin líka laus víð ærslin í þeim, meðan þau dvelja í skólanum. Svona gengur það ár frá ári. — Á þessu ári, sem nú er að líða, hafa margir koniist á þá skoðun, að skólahald okkar og fræðslustarf þurfi endurskoðunar við. Margir ttelja að taka þurfi upp strangari aga, en verið hefir og að hefir verið stefnt á undanfömum árum. Gott er að Iæra af reynzlunni, og sá, sem getur það, er ekki á flæði- skeri staddur. Sá, sem ekki vill læra af reynzlunni, en hangir í því, sem hann hefir bitið í sig, verður ekki happasæll. MÓÐIR FJÖGURRA STRÁKA skrifar mér á þessa leið: „Kæri Hannes. Við skrifum þér þegar eitt hvað á bjátar og okkur gremst eitthvað. Því miður skrifum við þér minna um það, sem gleður okk- ur. Núna fáum við foreldrar þau skilaboð að krakkarnir skuli koma til berklaskoðunar í skólana. Það væri gott og blessað, ef böggull fyigdi' ekki skámmrifi, en svo er nú, hvað þetta snertir. Undanfarin ár hafa börnin orðið að borga fyrir skoðun 50 aura, en nú er krafist 75 aura. Þetta er mikið fé. Mér er sagt að í Miðbæjarskólanum séu um 1700 böm. Ef þessir peningar fara til læknisins hefir hann fyrir að skoða börnin hvorki meira né minna en 1275 krónur — og þetta tekur nokkra daga“. ÉG HEFI LEITAÐ mér upplýs- inga um þetta mál. í Miðbæjarskól anum eru 17—18 hundruð börn. Berklaskoðunin tekur 2—3 daga. Tveir læknar skoða börnin. Þau eiga öll að skila vottorði, en for- eldrar geta líka látið skólalækni skoða börn sín, einnig geta heimil- islæknar skoðað börnin. Læknarn- ir, sem skoða börnin virðast því hafa ríflegar tekjur þessa þrjá daga, sem þeir sturída þessi störf. Gjaldið virðist vera allt of hátt. — Ef læknarnir vilja gefa einhverja skýringu á þessu er sjálfsagt að taka hana hér í dálkinn minn, en skýringa er sénnilega þörf. GARÐAR skrifar mér: ,,Ég var nýlega að vinna í garði þeim, er ég hefi á leigu hjá bænm, fyrir innan Tungu og sá að sauðfé er strax komið á beit í garðalandinu, enda er annað hliðið að norðan- verðu bilað. Auk þess er garðland- ið opin samgönguleið milli Laugar- nesvegar og Suðurlandsbrautar, og hirða fæstir vegfarendur um að loka hliðunum. í görðunum er því varla hægt að rækta neitt nema kartöflur og er þetta mjög baga- legt. Ofurlítið af káli hefir þó ver- ið ræktað þarna í sumar, er sauð- fé mun skjótt eyðileggja grænmet ið. Og í einum þremur görðum hafa verið gróðursett ribs o. fl. plöntur, sem allt verður eyðilagt ef garð- arnir verða áfram beytiland fyrir sauðfé“. „FRÓÐLEGT væri að vita hvers- vegna garðlandinu er ekki lokað með lásum, og leigjendum fengnir lyklar, til þess að garðarnir geti komið að fullum notum. Vil ég treysta því að garðyrkjuráðunaut- ur bæjarins kippi þessu í lag, eða gefi skýringu á þessu fyrirkomu- lagi“. UTANBÆJARMAÐUR skrifar mér athyglisvert bréf á þessa leið: „Ég bef verið hér í Reykjavík und anfarnar vikur. Ég hafði margt heyrt um ástandió og lagt trúnað á sumt, en sumt ekki. — En núna eitt kvöldið fékk ég sönnun fyrir því, að við íslendingar erum á vegi með að eignast eina viðbjóðs- legustu stétt manna, sem þekkist í erlendum hafnarborgum, og hver maður hefur skömm á. — Erlendis eru þessir menn kallaðir „Alfons- ar“. Þessir menn hafa það að at- vinnu að selja konur, það er, aö vera miðlari milli karlmanna og kvenmanna. Eru til mörg átakan- leg dæmi um afleiðingar af starfi slíkra varmenna, sem gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að eyðileggja framtíð og líf stúlkna“. í FYRRA KVÖLD var ég á gilda skála hér í bænum með kunningja mínum. Þetta er einn af betri stöðum bæjarins. Við drukkum þarna kaffi, en fórum svo út. Þegar við vorum að fara um gang gilda- skálans, sá ég tvær kornungar stúlk ur, á að giska 13—16 ára. Mér datt í hug, að þær væru að standa af sér skúr. Þarna var ungur „íslend- ingur“ og auk þess tveir erlendir menn. ALLT í EINU sá ég, að eitthvert. samband var milli þessa fólks og um leið og við gengum framhjá heyri ég að önnur stúlkan segir: „En við ætluðum eiginlega á bíó“: Ungi „íslendingurinn“ segir þá undir eins: ,,Seljið þið bara míðana. Þið getið fengið nóg af enskum bjór-— og nóga dollara“. Það var bersýnilegt, hvaða viðskifti voru að fara þarría fram. Ég staðnæmd- ist augnablik, óviss um hvað ég. ætti að gera. Mér hitnaði af reiði. Átti ég að gefa „AIfonsinum“ utan. undir, eða átti ég að kalla á lög- regluna? ÉG HEFI SPURT lögfræðing um, þetta atriði. Hann telur líklegt, að hægt sé að refsa fyrir slíkar at- hafnir, sem „Alfonsar“ hafa með' höndum. Ættu menn ekki að hlífa slíkum skepnum, heldur gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að- stimpla þá á eftirmimiilegan hátt. Þá vil ég hvetja stúlkur, sem. verða fyrir tilboðum slíkra manna að kæra þá tafarlaust til lögregl- unnar. BRETAÍBÚÐIRNAR um þeirra eins og íslenzk lög mæla fyrir“. Eins og kunnugt er reyndu forsvarsmenn bæjarstjómar Reykjavikur að kenna setulið- inu um húsnæðisvandræðin og afsaka með því aðgergarleysi sitt í þessum málum. Því var strax haldið fram hér í blaðinu, að Bretar hefðu ekki ^nærri eins mikið húsnæói og blöð íhaldsins vildu vera láta, þó að hinsvegar væri sjálfsagt að setuliðjsmenn~ sætu ekki í neinu húsnæði, þegar húsnæðis- skortur er. Þetta hefir nú verið staðfest, af bæjaryfirvöldunum sjálfum samanber ummæli í yfirlýsingunni hér að ofan. í yfirlýsingunni eru ekki talin með herbergí stúdenta í Stúd- entagarðinum, en þar er brezkt 1 sjúkrahús. FUNDIK ALÞINGIS I GÆR Alþýðuflokkurinn skipaði mann í hans stað. Að loknum fundi í sameinuðu þingi hófust deildarfundir. Er Jörundur Brynjólfsson forseti Nd. og Einar Árnason forseti Ed. í dag er fundur í sameinuðu Alþingi kl; 1.30, en deildarfund ir verða að þeim fundi loknum. Fara þar fram nefndarkosning- ar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.