Alþýðublaðið - 09.12.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.12.1941, Blaðsíða 4
ÞRIBJU D AÖUR NaeffcurlœJini*’ er Þórarinn Siveinsson, Ásvallagötu 5, síxni 2714. Næturvörður er i Reykjavikur- Og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 29,3 Erindi: Siðaskiptamerm og tráarstyrjaldir, I: Forspjall (Sverrir Kristjénsson sagn fræðingur). 21.00 Tónieikar Tónlistarskólans, (Björn Ólafsson og Árni Kristjénsson): Sónata í F- dúr fyrir fiðlu og píanó eft- ir Mozart. 11.30 Hljómplötur: Tónverk' eftir Dvorak: aj Kvartett í F- dúr. b) Slavnesk rapsódía. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Bazar beldar V.R.F. Framiókn á nerpn miðTikndaglni í 6ði- templarabðsÍM hl. 3 e. b. Mikið af aliskonar fatnaði fyrir bðrn o« fnilorna. Bazarsnefodin Skafffirðtegafélaffið hefir kaffikvöld á morgun í Oddfellowhúsinu, uppi. Þar verð- ur sýnd skemmtileg kvikmynd, og auk þess upplestur, ræða og dans. DregiS var i Happdrættl S.R.F.Í. nýlega og komu upp þessi nr.: 779 Mélverk; 408 Værðarvoð; 23 Rafmagnsofn; 945 Borðdúkur; 1105 Sófapúði; 26 Veggmynd. — Vitja má vinninganna til frú Sotffíu Haraldsdóttur. Tjarnar- götu 36, Reykjavík. Saga Skarðstrendinga og Skaga- manng er nýútkomin bók eftir Gísla Konráðsson fróða. ísafoldarprent- smiðja gefur út. Gusi grísakongnr heitir nýútokmin ævintýrabók eftir Walt Disney. Textinn er þýddur af Guðjóni Guðjónssyni skólastjóra. Við lifum eitt sumar, ljóðabók Steindórs Sigurðsson- ar verður fullprentuð næstu daga. Steindór las í ‘ útvarpið fyrir skömmu kvæði úr henni og vöktu þau svo mikla athygli, að marga mun fýsa að eignast bókina. Þeir, sem ætla að eignast eitt af hinum 150 tölusettu eintökum, geta enn þá í nokkra daga gerst áskrifend- ur í bókaverzlunum ísafoldar, Eymundsen og KRON. Nefnd til að gera uppástungu um stjóm í Dagsbrún skipa aðeins 3 mtnn, tveir eru kosnir af félags- fundi, en einn kosinn af trúnaðar- ráði. í nefndina voru þvi kosnir á Dagsbrúnarfundinum á sunnu- daginn þeir Felix Guðmundsson og Edvard Sigurðsson. Hinir tveir — Þorlákur og Kristinn — féllu. Dýravemdariim, 7. tbL er nýkomið út. Efni: Menn og málleysingjar, Að áliðnu sumri. Tryggir vinir og vitrir. Sótavísur, Sjö egg í lóuhrtiðri o. m. fl. Gjafir til Húsmæðraskóla Reykjavíkur Lakk og málningarverksmiðjan Harpa x.f. 1000,00 kr. Málarinn, vörur. 500,00 kr. Jes Ziemsen, vörur, 200 krónur, járnvörudeild. Kærar þakkir. Vigdís Steingrfmsdóttir. Samtíðin, 10. hefti þessa árgangs er ný- komið út. Efni: Sköpum skáldum vorum lifsskilyrði, Sjónarmið ungs Reykvíkings 1941, Merkir samtíð- armenn, Draumur tlandsins, eftir séra Sigurbjörn Einarsson, Að leiðarlokum, kvæði eftir Jón Halta, Aðkomufólk, saga eftir Sig. Skúlason, Hvað veitir bókmennt- um lífsgildi? Kynni mín af skygnri konu, eftir Guðmund Friðjónsson', Þeir vitru sögðu . . Gaman og al- vara, bókarfregnir, nýjung í gler- gerð, krossgáta o. m. fl. Ævifélagi Í.S.Í. hefir nýlega gerzt K: A. Bruun gleraugnasérfræðingur, og eru nú æfifélagar sambandsins 122 að tölu. Smyelað áfengi i „Soðafossr EGAR „Goðafoss“ kom hingað síðast, fundu toll- þjónar faldar í skipinu 66 flöskur af áfengi, sem ekki höfðq. verið gefnar upp. Auk þess %n.du þeir 20 kassa af vind'lum, • <sem héldur ekki höfðw erið gefnir upp. Enn hefir ekki komist upp hver á þessar smyglvömr, en málið fer í nannsökn. Kirralufsbraatti (UNION PACIFIC) Söguleg stórmynd, gerð af Cecil B. DeMilIe. Barbara Stanwyck, Joel Mc Crea. Akim Tamiroff. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd kl, 6,30 og 9._ Framhaldssýning kl. 3.30 til 6,30: | Pabbi borgar með skopleikaranum Leon Errol. Iðs ðriagania (The House of the Seven Gables). Amerísk stórmynd. AðalHutverkin leika: George Sanders, Margareth Lindsay. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Sýning kl. 5. Lægra verð. LJÓSHÆRÐA LÖGREGLU KONAN (There’s always a woman). Leikin af Joan Blondell og Melvyn Douglas. Tilkyn ning Það tilkynnist hér með öllum viðskiptavinum vorum, að reikningsviðskiftum verður alveg lokað um ára- móttin fyrir þeim, sem ekki hafa greitt upp fyrir 1. jan. 1342. Bifreíðastöðvaruar f Reykjavík. Verkamenn. Nokkrir verkamenn óskast nú þegar. Upplýsinfyar á lagernnan. Höjgaard & Schultz A. S. TÓ NUSTARFÉLAGIÐ OG LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR NITOUCHE Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 4 til 7 í dag. ATH. Frá kl. 4—5 er ekki svarað í síma. Félag nngra jaínaðarmawna: Fram haids-aðalfiidnr verður haldinn i alpýðuhúsinu Iðnó fímmtu- daginn 11. des. kl. 8,30 e. h. St|érialn. Ú tvarpstíðindi 7. hefti er nýkomið út. Efni: Viðtal við Magnús Jónsson pró- fessor, Sindur, Nýjar lífsstefnur, viðtal við Jóhann Briem listmál- ara, Um tónlist. Raddir hlustenda o. m. fl. Sveinafélag húsgagnasmiða hefir sagt upp samningum sín- um við atvinnurekendur frá 1. marz. ÞINGSTÚKUFUNDUR annað Wöld k(. 8,30. Síra Jaáíob Jónsson flytur erindi. Útbreiðið Vikublað Alpýðublaðsius* • tm, mi. W. SOMERSET MAUGHAM: Þrír biðlar — og ein ekkja. — Það var einna líkast skothvelli. Ég mundi eftir skammbyssijnni, sem herrann skildi eftir hjá þér, og ég varð hrædd. — Það hlýtur að hafa verið skrölt í bíl á veginum. Á nóttunni finnst mönnum hávaðinn meiri en hann er í raun og veru, af því að þó er allt svo hljótt. Jæja, ég verð víst að flýta mér. Um leið og Nína fór út úr herberginu, stökk María upp úr rúminu og dró út skúffuna, þar sem hún hafði falið skammbyssuna. Andartak hafði hún verið hrædd um, að Nína hefði fundið hana meðan hún svaf og tekið hana. Maður hennar, Ciro, hefði getað ^ sagt henni það strax, að einu skoti hefði verið hleypt af. En skammbyssan var enn Þá á sínum stað. Meðan hún beið eftir kaffinu, hugsaði hún sig um. Hún skildi það nú, hvers vegna Rowley hafði krafizt þess, að hún færi í hádegisveizluna. Hún varð að haga sér eins og hún átti að sér, bæði vegna hans og sjálfrar sín. Hún var honum mjög þakklát. Hann hafði verið rólegur og ekki látið neinn bilbug á sér finna. Hvernig hefði farið fyrir henni, ef hans hefði ekki notið við? Hvernig hefði farið, ef hann hefði ekki verið svona rólegur, þegar drukknu ítalimir rákust á þau á veginum? Hún stundi þungan. Ef til vill var hann ékki góður þjóðfélagsiþegn, en hann var góður félagi og ágætur vinur, því gat enginn neitað. Þegar María var búin að drekka kaffið og baða sig, " leið henni miklu betur. Hún skoðaði sig í spegli, og hún furðaði sig á því, að hún skyldi vera eins og hún átti að sér. Þess sáust engin merki lengur, að hún hefði grátið. Hún leit hraustlega út að öðru leyti en Iþví, að hún var ofurlítið þreytuleg. Hún var ofur- lítið óróleg og kveið fyrir að þurfa að fara í boðið. Þar var hún nauðbeygð til þess að láta sem ekkert væri, vera kát og hress. Hún hafði gleymt að spyrja Rowley að Því, hvort hann hefði þegið boðið. Hún vonaði, að hann yrði þar, þá myndi hún verða hxig- rakkari. -• Loks var hún tilbúin að fara. Hún athugaði sig vel í speglinum. Nína horfði á hana brosandi. — Ungfrúin er fegurri en ég hefi nokkru sinni séð hana áður. — Þér megið ekki hrósa mér svona mikið, Nína. — En þetta er satt. Þér hafið sofið vel og það hefir sín áhrif. Þér eruð eins og kornung stúlka. Atkinsonshjónin voru nliðaldra, ameríksk hjón, — sem áttu stóra höll, sem einu sinni hafði verið í eign Mediciættarinnar, og þau höfðu eytt í það tuttugu árum að safna sé'r saman húsgögnum, málverkum og standmyndum, sem hæfðu þessari frægu höll. Þau voni mjög gestrisin og héldu oft stórveizlur. Þegar Maríu var vísað inn í borðsalinn, voru flestir gest- irnir þegar komnir. Þjónar í rauðum einkennisbún- ingum gengu um meðal gestanna með vínglös. Kon- urnar voru faRegar í suimarkjólunum, sem þær höfðu farið til Parísarborgar, til þess að kaupa. Stór gluggi var opinn og sá þar út í fagran garð með stórum steinkerum, sem blóm voru gróðursett í. — Þetta var snemma í júnámánuði óg ilmur var í lofti og allir voru í góðu skapi. Heimilið bar vott um svo mikið óhóf að erfitt var að hugsa sér, að tií væri nokkurs staðar í heiminum fólk, sem hafði ekki nóg að borða. Á svona degi var gaman að lifa. Þegar María kom inn í herbergið, var henni heils- að glaðlega. Þá minntist hún þess skyndilega, þegar hún og Rowley voru að koma líkinu fyrir um nótt- ina inni í skóginum. Veslings útlaginn lá nú undir beru lofti á hæð einni ■ skammt fiá Arno-ánni með kúlu í hjartanu. Svo kom hún auga á Rowley og minntist þess nú, sem hann hafði sagt við haná. Hann var á leið til hennar. Iiarold Atkinson, gest- gjafinn, var íturváxinn maður, lítið eitt gráliærður. rólyndislegur og ofurlítið feitlaginn. Hnan kunni vel að meta kvenlega fegurð og varð strax hrifinn af Maríu. Hann hélt í hönd hennar lengur en nauð- synlegt var. Rowley gekk til Þeirra. — Ég var einmitt að segja stúlkunna, að hún væri fögur eins og gyðja, sagði Atkinson um leið og hann snéri sér að honum. — Þér eruð að eyða táma yðar til ónýtis, kæri vinur, sagði Rowley og brosti vingjarnlega. — Þér gætuð eins vel slegið standmyndinni af frelsisgyðjunni gullhamra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.