Alþýðublaðið - 17.12.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.12.1941, Blaðsíða 4
IflÐVTKUDAGUR 17. DES. 1941 * MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sínli 3951. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,30 Kvöldvaka: a) Sönglag (plata). b) Knútur Arn- grímsson kennari: Þjóðir, sem týndust. IV: Etrúrar. — Erindi. c) Sönglag, plata. d) 21,05 Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi les þjóðsögur. e) 21,30 Bragi Hlíðberg leikur á harmóníku. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Tveir bifreiðaárekstrar urðu næstum samtímis í gær gíðdegis á Suðurlandsbraut. í öðr- um þeirra varð maður, Jóhann Bogason að nafni, fyrir nokkrum meiðslum. Skarst hann meðal ann- ars í andliti og var fluttur í sjúkra- hús. 1 dag verður 60 ára fni Guðrún Árna- dóttir, Skólavörðustíg 16. Góðar endurminningar heitir myndin á Gamla Bíó núna. Aðalhlutverkin leika Bob Hope og Shirley Ross. Háskólafyrirlestur. Ágúst H. Bjarnason prófessor flytur fyrirlestur í dag um sið- ferðileg vandamál. kl. 6 í II. kennslustofu háskólans. Efni: Upp- eldi barna og unglinga, framhald. Öllum heimill aðgangur. Skotæfingar fara fram við Sandskeið fimmtu- daginn og föstudaginn þ: 18. og 19. des. 1941. Næturakstur fer fram á veginum frá Geithálsi að Kolvið- arhóli og til baka milli kl. 17,30 og 20,30 mánudaginn þ. 22. des. 1941. Ekið verður án ljósa. Háskólafyrirlestur. Símon Ágústsson flytur á morg- un fyrirlestur í 1. kennslustofu há- ískólans kl. 6,15. Efni: Um lestur bóka. Öllum heimill aðgangur. Nokknr silfurrefaskinn til sölu. Sími 3833 og 2491 eftir klukkan 8. Nýkomið Þvottavindur, Gólfmottur. ivn M. b. Bjarki faleður til Sigltifjarðar á morg- un. Vöruméttaka tiil hádegis. R. b. Skaftfellimor hleður til Vestmannateyja á föstudag. Vörumóttaka fyrir faádegi sama dag. MINNINGARORÐ UM SKIPS- iHÖFNINA Á „SVIÐA“ lingsins. Sjómennirnir standa iþar ekki öðrum að baki. Hinn bezti minnisvarði, sem hinum föllnu væri reistur, er sá að tryggja efnalega afkomu og uppeldi ástvina þeirra. „Ég get dáið rólegur, ef tryggt væri að konan og bömin færu ekki á vonarvöl,“ sagði sjómaður eitt sinn við mig. Ég hygg að þessa hugsun sé að finna næstum hjá hverjum manni, sem hefir fyrir öðrum að sjá. í upphafi styrjaldarinnar bentum vér á þær auknu hætt- ur, sem sjómannanna biðu og sem reynslan hefir svo sorglega sannað, að vér höfum séð rétt. Vér kröfðumst aukinna líf- og slysátrygginga, aukinna örygg- isriáðstafana á sjónum og á þann veg, sem mannlegt hyggjuvit náði til. En betur má ef duga skal. Tryggingarnar eru í ýms- um tilfellum ófullnægjandi og öryggismálin þurfa endurskoð- unar við. Dýrkeypt reynsla hefir kennt mönnum, að margt má færa á betri veg. íslenzka þjóðin hefir ekki ráð á því að missa sonu sína í blóma lífsins frá nytsamlegum störfum í jafn ríkúm mæli og á yfirstandandi áxi, með því myndi henni blæða út hægt og rólega, ef sh'kt á að endurtak- ast með hverju ári. Getur þjóð- in ekki stemmt á að ósi? Vill hún beita viti sínu og orku í þá átt? Vill hún vera skjól og skjöldur ekkna og munaðar- leysingja og á þann veg að sársaukalaust sé? Ef þjóðin vill fallast á, að Þetta sé hennar hlutverk og ganga til verks, þá munu hin djúpu, blæðandi sár fljótar gróa en ella. í dag er minnst skipshafnar- innar af togaranum „Sviða“. Slákar minningarathafnir eru virðingarverðar. Hjörtu manna samstillast til hluttekningar með ástvinum hinna látnu, sem fengið hafa hina votu gröf að hvílurúmi. Hjartnæm orð og verðugt lof um fallnar hetjur vill þó gleymast. En það, sem aldrei má gleymast, er: Vernd- um mannsláfin, eyðum slysum og sorgum úr mannheimi. Fækkum ekkjum og munaðar- leysingjum og styðjum þá, sem sorgirnar þjá. Sjómannastéttin sendif yl samúðar og hluttekningar öll- um þeim, sem harmi eru lostn- ir við hín hörmulegu sjóslys og drúpir höfði í lotningu yfir föllnum bræðrum. Minningin um dugandi menn, góða starfs-, ibræður og félaga stæMr viljann til að halda hátt á lofti sér- kennum sjómannastéttarinnar, sem eru hreysti og hugprýði. Þjóðin öll syrgir vaska sönu sína og minnist þeirrar fórnar, sem þeir, hafa fært henni. Sigurjón Á. Ólafsson. Tjón Hafnarfjarðar. AÐ hnykkti mörgum Hafn- firðingi við miðvikudaginn 3. þ. m. er það spurðist um bæ- inn, að „Sviði“ hefði verið á Breiðafirði á heimleið daginn éður í aftaka veðri, en síðan ekkert heyrzt í honum eða spurzt til hans. Reynt var að gera sér vonir, en uggurinn var skerandi. Brátt slokknaði von- arneistinn. Okkar litla byggðar- lag hafði verið lostið cfurhöggi harms og saknaðar. — „Sviði“ var horfinn úr hafn- firzka flotanum. Það er stórt skarð fyrir skildi í fiskivéiða- bænum. „Sviði“ hefir verið gerður út héðan nokkuð á ann- an tug ára og fært úr skauti hafsins björg og auðsæld í rík- um mæli fyrir fjölda einstak- linga, fyrir bæjarfélagið og þjóðfélagið í heild. Skipastóll- inn er Mfakkeri okkar Hafnfirð- inga, og þess vegna hlýtur okk- ur að þykja vænt um hvert það far, sem dregur afla hér að landi. „Sviða“ hafði um 12 ára skeið verið stjórnað af viður- kenndum skipstjóra, Guðjóni Guðmundssyni, fengsælum cg framúrskarandi stjórnara, hin- um ágætasta manni, og þó að hann hafi ekki verið búsettur Hafnfirðingur, þá þekktu hann fjölmargir hér, og Það að ágæt- um einum, bæði sem skipstjóra og mann. Nú hefir þessi mikli stjórjiari og mæti maður orðið að lúta fyrir ofurmagni nátt- úruaflanna, ásamt skipshöfn sinni, 24 mönnum. Nú á margur um sárt að binda, en stærsta skarðið hefir verið höggvið í hóp okkar Hafn- firðinga, sem eigum nú á bak að sjá 11 úrvals mönnum, þeim: Bjarna ísleifssyni, Selvogsgötu 12, Agli Guðmundssyni, Vörðu- stíg 9, Gísla Ámundasyni, Nönnustíg 1, Gísla Sigurðssyni, Hörðuvöllum, Gottskáík Jóns- syni, Hlíðarbraut 2, Guðmundi JúMussyni, Selvogsgötu 5, Gunnari Hjörleifssyni, Selvogs- götu 5, Haraldi Þórðarsyni, Hvaleyri, Jóni Gústafssyni, Lækjargötu 6, Lýð Magnús- syni, Öldugötu 19, og Sigurgeir Sigurðssyni, Hverfisgötu 42. — Það er mikil blóðtaka og þung- ur harmur, sem kveðinn hefir verið að okkur, er svo sviplega hefir verið kippt burtu svo stórum "hópi mannvænlegustu manna hér, bæði að manndómi og vallarsýn. — Einvalalið. — Það er ekki ofmælt. Sómi stétt- ar sinnar og byggðarlagsins. Sístarfandi atorkumenn og val- menni í hvívetna. — Við kveðj- um ykkur með djúpum söknuði og trega. Okkur setur hljóð og hugan- um verður reikað til hinna mörgu heimila og hins stóra hóps syrgjenda, bæði ekkna, barna og annarra ættingja. — En vér stöndum svo máttvana og orðlaus, vitum að vísu hvert hugsvölunar er leitað á slíkum augnablikum, og getum þó sjálf aðeins hugsað í innilegustu samúð og hluttekningu. En aldrei finnum vér eins glöggt og á sMkri alvörustundu, hve rík ítök vér eigum hvert í öðru og hve gjaman við vildum létta /byrðina hvert með öðru og græða sárin. Guðm. Gissurarson. ■gamla bios fióðar endurmionlnoar (Television Spy). Bob Hope og Shirley Ross. Sýnd klukkan 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3Vz —6V2: SJÓNVARPS-BÓFARNIR Television Spy). Ameríksk leynilögreglu- mynd. HS NÝJA BIO Neð frekjnnni befst Hað. (HARD TO GET.) Fyndin og fjörug amer- ísk skemmtimynd. Aðal- hlutverk leika: Dick Powéll, Olivia de Havilland, Bonita Granville, Charles Winninger. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Lægra verð kl. 5. Lelkfclag Reykjavíkur „fiULLNA HLIÐIÐM eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Frnmsýniiig á anuan í |ólum klukkan 8. ÚTSELT Allir frumsýningargestir eru beðnir að sækja aðgöngu- miða sina frá kl. 4 til 7 á morguu (fimmtudag). önnur sýniisg verðnr á sunnndag 28. des. Aðgöngumiðar að peirri sýningu verða seldir frá kl. 4 til 7 á föstudag. 19. 12. Maðurinn minn, Jón Jónsson, Setbergi á Bráðræðisholti, lézt af slysförum í gær. Reykjavík 16. des. 1941. / ’ Ingveldur Jónsdóttir. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför frú GUÐFINNU PÉTURSDÓTTUR, Fálkagötu 26, senx andaðist 6. desember. Aðstandendur. KYRRAHAFSSTRÍÐIÐ Frh. af 1. síðu. bátahernaður Bandaríkjaraia á. hafimu milli Filippseyja og Jap- elu ©r að færast í aiukana. Tals- ma'ður japönsku stjórnarininar, Tominaga, sag’ði í Tolkiio í gær, að búast mætti við a!ð tuttugu ameiríkis'kir kafbátar væru nú að verki á höfnun'um lumhverfis Jiap- an. SÓKN RÚSSA Frh. af 1. síðiu. ið §ókn gegn Finnum við ána Swir milli vatnanna Ladoga og Onega, um 300 km. norðaustur af Leningrad. í þýzkum fregnum er ekki talað um annað en um minni- háttar staðbundna viðburði á austurvígstöðvunum. En í rúss- neskum fréttum er sagt, að ör- lög Napoleons séu nú eins og þungur skuggi yfir hersveitum Hitlers þar eystra. EITT NAFNIÐ ENN Frh. af 3 síðu. dálka myndir af Hitler, „foringj- anium“, við hátíðleg tækifæri, eins og Vísir gerði á fimm- tiu og eins árs afmæli hans. Nú á að „spekúlera“ í jýðræðinu og þá fyrst og friemst Banda- ríkjiunum, og því skal nú Sjálf- stæðisflokkurinin á næstuirani heita „Bandariki allra stétta“. Það er hægt að leika tveimur eða fleiri skjöldium fyrfi,r því, eiras og áður, faeimta hækkura kjöt- verðsins á bak við tjöldin, eins og í faaust, samtímis því að lapira- berlega em 'samþykkt mótmælí gegn hinni geginidarlauisu hækk- un innlendra afurða. , BIFREIÐ STOLID Frh. d 1. :.ða. þetta er í fjórða eða fimmta sinn, sem stolin bifreið finnst við Reyki!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.