Alþýðublaðið - 03.02.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.02.1942, Blaðsíða 3
Þ2UÐJUDAG 3. FEBB. 1942 ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐDBLAÐIÐ Ritstjóri: Stelán Pétursson. Ritstjórn og afgreJSSfa í AI- þýðuhúsinu við Hv«*fisgötu. Símar ritstj ómarinnar: 4982 (ritstjóri), 4901 (innlemdar- fréttór), 4903 (Vilh.jálnB«r S. Vilhjálmsson heima) og 5821 (Stefán Pétursson heima). Símar afgrei&slunnar: 4908 og 4906. Alþýðuprentsmíðjan b. f. Fyrstu tirsknrðir gerðardómsiDS. i. AÐ er nú komið á annan mánuð, sem stjóm Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins hefir staðið í vegi fyrir vinnufriði og framleiðslu í nokkrum þýðingarmestu iðn- greinum höfuðstaðarins. Þessi einstæða framkoma rík- isstjórnarinnar hófst með því, að samkomúlagsumleitunum fimm iðnfélaga og atvinnurek- enda, sem voru vel á veg komn- ar um áramótin, var vitandi vits spillt og verkföllum hrund- ið af stað. Síðan voru verkföll- in notuð sem átylla til þess að gefa út hin alræmdu kúgunar- lög gegn launastéttum lands- ins, þar sem verkföll voru bönn- uð, lögþvingaéur gerðardómur settur á stofn í kaupgjaldsmál- um, og honum upp á lagt, að fara eftir þeirri meginreglu, að ekki mætti hækka grunnkaup frá því, sem það hefði verið fyrir áramót. Og svo ríkt átti að g^nga eftir, að þeirri reglu væri hlýtt, að þeir samningar, sem búið var að gera um grunn- kaupshækkanir síðan um ára- mót, áttu að vera ógildir! Síðan hafa þessi lög staðið í vegi fyrir því, að vinna væri hafin á ný í þeim iðngreinum, sem verkföll hófust í um ára- mótin. Því að enda þótt iðnfé- lögin aflýstu verkföllunum eftir að búið var að gera þau ólögleg með kúgunarlögum stjórnarinn- ar, hafa meðlimir þeirra ekki látið sjó sig á vinnustöðunum, enda ekki talið sig á nokkum hátt skylda til þess að taka þar upp vinnu á ný, nema við þau kjör, sem þeim sjálfum sýndist og samningar hefðu tekizt um. Þannig hafa vikurnar liðið og báðir aðilar, iðnaðarmennirnir og atvinnurekendur, — sem vissulega hefðu komið sér sam- an strax eftir áramótin, ef stjórnin hefði ekki hindrað það með slettirekuskap sínum og vélráðum, -— heðið stórtjón. Og óánægjan hefir, að minnsta kosti upp á síðkastið, sízt verið minni hjá atvinnurekendum, sem orðið hafa af stórgróða fyrir íhlutun og kúgunarlög stjórnarinnar, stórgróða, sem hins vegar hefði ekki verið nema lítillega skertur, þótt þeir hefðu gengið. að hinum upp- haflegu, sanngjörnu kröfum verkafólks síns. í þessum vanda áfréðu at- vinnurekendur að hefja samn- ingaumleitanir á ný við tvö af hinum fimm iðnfélögum, félag járniðnaðarmanna og félag bók- bindara, og gekk greiðlega að ná samkomulagi milli aðila. Var gert samningsuppkast, sem gerði ráð fyrir nokkurri grunn- kaupshækkun og einstökum öðrum kjarabótum fyrir verka- íólkíð í báðum þessum iðn- greinum. En vitanlega varð ekki hjá þvj komizt, að leggja samningsuppkastið fyrir gerð- ardóminn, og var það gert í því trausti, að stjórnin myndi ekki gera leik að því, að spilla þegar fengnu frjálsu samkomulagi milli aðila, vitandi það, að hún gæti þar með orðið 'því vald- andi, að vinnustöðvunin héldi áfram í þessum iðngreinum um ófyrirsjáanlegan tíma. Gerðardómurinn hefir nú kveðið upp úrskurð sinn bæði um samkomulag það, sem náðst hefir í járniðnaðinum og bók- bandinu, svo og um samn- ing, sem strax eftir ára- mótin var gerður í klæð- skeraiðninni. Og úrskurðir hans eru einkar lærdómsríkir: Samkvæmt þeim mega bók- bindarar og klæðskerar ekki fá neina gr u n nþa u pph ækkun. enda þótt atvinnurekendur væru búnir að fallast á að hækka grunnkaup bókbindara um 6,5% og klæðskera um allt að 10%. En járniðnaðar- menn eiga hins vegar að fiá um, 8% grúnnkaups(hækk- un, og er það þó einnig nokk- ur lækkun á þeirri grunnkaups hækkun, sem um hafði samizt með þeim iog sfivinnúxekend um. Hvernig stendur nú á slíku ósamræmi í úrskurðum gerð- ardómsins? í kaupgjaldsmálum bók-bindara og klæðskera notar hann sér bókstaf kúgunarlag- anna til þess ýtrasta og bannar aila grunnkaupshækkun við þá. En í kaupgjaldsmálum járn- iðnaðarmanna er lagabókstafn- um skotið til hliðar og þó allveruleg grunnkaups- hækkun leyfð. Stjórnin og gerðardómur hennar vita sem sé, að félög bókbindara og klæðskera eru veik og það veltur ekki svo gífuríega mikið á því, þótt vinna stöðvist í iðn- greinum þeirra um nokkum tíma. Þessvegna er kúgunarlög- unum beitt fullum fetum gegn iþeim. En félög járniðnaðar- manna er sterkt og vandræði vofa yfir, þar á meðal yfir sjálfu fjölskyldufyrirtæki Ólafs Thors, ef vinna er ekki hafin í iðngrein þeirra. Þess vegna þor- ir stjórnin ekki að halda kúg- unarlögunum til streitu gagn- vart þeim. Veruleg grunnkaups hækkun og ýmsar aðrar kjara- bæþur eru úrskurðaðar járniðn- aðarmönnum til handa. Það skal ósagt látið. hvernig iðnfélögin sn-úazt við þessum úrskurðum. En eitt er víst: — Þeir verða ekki til þess að,auka álit stjórnarinnar og gerðar- dómsins. Því þeir sýna, að stjórnin vill að vísu halda niðri kaupinu og kúga launastéttirn- ar, og gerir það þar, sem hún þorir, en hefir hins vegar gef izt upp við að framfylgj,a kúg- unarlögunum þar, sem mót- spyrnan er sterkari og afleið- ingarnar gæfu orðið alvarlegri af áframhaldandi vinnustöðv- um: Fyrirlitlegri stjórn og fyrir- litlegri vinnubrögð stjórnar hafa aldrei þekkst hér á landi. Ntirarafélao Reykjavikur 25 ára. MÚRARAFÉLAG Reykja- víkur var 25 ára í gær. Var stofnfundur félagsins haldinn 2. febrúar 1917. Síðan hefir félagið beitt sér fyrir hagsmunamálum stéttar sinnar og unnið að þróun iðrfar- innar og hefir orðið mikil fram- för í þessari iðn á síðustu ára- tugum. Núverandi 'stjórn félagsins skipa: Ólafur Pálsson formaður, Þorsteinn Löve ritari, Þorgeir Þórðarson gjaldkeri félags- sjóðs, Ársæll Jónsson gjaldkeri sjúkrastyrktarsjóðs og Þorfinn- ur Guðbrandsson varaformað- ur. öngþveiti á Sigiufirði FULLTRÚAR Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknar- flokksins og „utan flokka“ gengu af fyrsta bæjarstjórnar- fundi, sem haldinn var eftir kosningarnar, en sá fundur var haldinn í síðustu viku. Ástæðan er sú, að þessir full-. trúar eru að reyna að koma á samkomulagi milli sín um myndun meirihluta, en það gengur mjög erfiðlega. Bæjarstjórnin mun starfa, eins og hún var til 8. febrúar næstkomandi. Qnisling forsætisráö- herra nýrrar lepp- stjórnar i Noregi. Fyrsta verk bans á að vera að „semja frið“ við Dýzkaland AÐ var tilkynnt hæði í Berlín og Oslo á laugar- dagskvöldið, að Quisling hefði verið gerður að forsætisráð- ""herra nýrrar leppstjórnar í Noregi, og að fyrsta verk þeirr ar stjórnar myndi verða að „semja frið“ við Þýzkaland og gera bandalag við það. Þeir Terboyen, landstjóri Hitlers í Noregi, og Quisling fluttu báðir ræður á Akerhus hjá Oslo á laugardaginn í. til- efni af þessari „nýskipun“ og talaði Quisling bæði á norsku og þýzku. Notaði hann tækifærið til þess að ógna Svíþjóð og lét svo um mælt, að það væri kominn tími til þess fyrir hana, að breyta um stefnu gagnvart þýzka nazismanum og hinni „nýju skipun“ í Noregi, ef ekki ætti verr að fara fyrir henni. Hin löglega stjórn Noregs í London hefir lýst því yfir, að þeir* „friðarsamningar,“ sem föðurlandssvikarinn Quisling geri við Þýzkaland, hafi ekk- ert gildi. Fregnir frá London í morgun herma, að 7 Norðmenn hafi yerið skotnir og fjölda margir teknir fastir 5 sáðustu dagana óður en Quisling var gerður að f orsætisréðherra. 500 kr. 500 kr. Hlutavelta. Stnhan Verðandi heldnr hlntaveltn i Goodtemplarahúsinn i dag li. 5. Pjöldi eigulegra muna, vefnaðarvara, skó- fatnaður, málverk og 500 krónur í peningum. Mnmii ad Mniawelta Verðaudi iiefst blukkara S i dag. 50® kr. 500 fer. Verkamenn. vGetum bætt við okkur nokkrum verkainönnum en». Mikií eftirvinna. Upplýsingar á lagernum. Bejgaard & Schiltz ils Stúlka > sem kann bókfærslu og er dugleg á ritvél, skrifar ensku, getur komist að við heildsölufyrirtæki. Tilboð sendist afgreiðslu Alpýðubiaðsins, merkt „Dugleg stúlka“. Litla blómabúðin Bankastræti 14. Nýkomið úrval af kerámikvörum til tækifærisgjafa. Frá og með deginnm í dag verða ðllum skuldarviðskiftum lokið ofl framvegis verða bifreið- ar okkar . aðeins leigðar gégn staðgreiðulu. Bifreiðastðð STEIHDÖBS. Stúlka óskast hálfan daginn á skrifstofu, Þarf að kuana vélritun, og hafa nokkra enskukunnáttu. Umsóknir, ásamt upplýsingum sendist strax til afgreiðslu blaðsins merkt „Vélritunar- stúlka.“ Tilkyining írá snndhöllinni. Ýmsir munir, sem skildir voru eftir i sund- höllinni á árinu 1941, verða seldir á ©pin- beru uppboði, verði peirra ekki vitjað fyrir 14. pessa mánaðar. Reykjavík 1. febr. 1942. SUNDHALLARSTJÓRINN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.