Alþýðublaðið - 10.02.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.02.1942, Blaðsíða 2
ÞRHWODAG 10. FEBR. 1942 ALÞÝÐUBLAPIP 5MAAUGLÝSINGAR ALÞÝflUBLAflSINS SAIJMA kven- og bama- fatnað. Dröfn Snæland, Mjó- stræti 3 (kjallara). t---------7--------------- RAUÐBRÚNN skinnhanzki tapaðist vestur í bæ s. 1. laug- ardagskvöld. Finnandi vinsam- legast beðinn að skila homun á Ásvallagötu 61. DÖMU-STÁLARMBANDSÚR tapaðist við Iðnskólann. Finn- andi vinsamlega beðinn að til- kynna í síma 3813, gegn fund- arlaunum. --------------------------<í BARNARÚM (járnrúm með háum bríkum) óskast. Tilboð sendist blaðinu. merkt: Bama- rúm. STÚLKA óskar eftir atvinnu (ekki saumaskap). Tilboð merkt X sendist blaðinu fyrir laugar- dagskvöld. !' ■ ................— 1 ■■■■■— NÝUPPGERT mótorhjól til sölu. Upplýsingar í saumastof- imni Ingólfsstræti 23. UNGUR, reglusamur maður óskar eftir léttri atvinnu nú iþegar. Tilboð merkt „Áreiðan- legur“ sendist Alþýðublaðinu fyrir næst komandi fimmtu- dagskvöid. BARNARÚM (vagga); má vera sundurdregið, óskast til kaups. Sími 4900. LE NOIR, sem gefur gráu hári sinn upprunalega lit, fæst í verzl. Laugaveg 18, niðri. SILKI í peysuföt, efni í dívan teppi fæst í verzl. Laugaveg 18 niðri. FAGVINNU í byggingariðn- aðinum, fyrirfram greidda húsa- leigu eða aðra þóknun, eftir samkomulagi, fær sá*, sem geíur látið fámennri, heglusamri f jölskyldu í té húsnæði nú þeg- ar eða 14. mai. Tilboð í afgr. bl. fyrir 15 . þessa mán. merkt „Fljótt“. HALLÓ! Lærið þarfan iðnað. Vil kenna vélprjón frítf, ásamt afnotum af góðri vél, gegn ú- vegun á 2—3 berb. íbúð fyrir óákveðinn tíma. Þrennt fullorð- ið. Uppl. í síma 4666. SIÐPRÚÐ stúlka getur fengið herbergi gegn húshjálp. Kaup eftir samkomulagi. TAPAST hefir lok af „car- burator“ frá Lauganeshverfi í foæinn. Finnandi beri vinsam- legast aðvart í síma 3986. NOTAÐ karlmansarmfoandsúr til sölu. Fomverzlunin Grett- isgötu 45. UNGUR, reglusamur maður óskar eftir litlu herbergi eða stórri stofu, helzt strax. Upp- lýsingar gefur Jón Sigurðsson, Hverfisgötu 25, sími 3461. OTTÓMAN og dívansúffa til sölu í Mjóstræti 6. MAÐUR óskar eftir herbergi sem fyrst. Tilboð sendist blað- inu merkt „Herbergi". KAUPUM hreinar lérefts- tuskux. Alþýðuprentsmiðjan. NÝTT PHILIPS-TÆKI til sölu. Upplýsingar á Bragagötu 33 A milli 7 og 8 í kvöld. ÚR hefir tapazt, sennilega ,í kringum Iðnskólann, ennfremur kemur til greina leiðin: Vonar- stræti, Túngata, Bræðraborgar- stígúr. Finhandi vbasamlegast beðinn að gera aðvart í síma 5292. Uognr maðgr vel að sér í ensku og bókfærslu, óskar eftir atvinnu á skrifstofu. Upplýsingar á Berg- staðastræti 17 B. Dngnr stýrlmaðar óskar eftir góðu herbergi strax eða 14. maí. Lítil og góð umgengni. — Tilboð merkt „100“ leggist á af- greiðslu blaðsins. HHattspyrnléla |lð Vlkingar. heidur kvöldskemmtun fyrir alla yngri meðlimi félagsins í kvöld kl. 8% á Amtmannsstíg 4. Ýms skemmtiatriði. STJÓRNIN. Vantar 4 daglega sjómeofl. á bát úr Grindavík. Upp- lýsingar á Vinnumiðlunar- skrifstofuxmi á þriðjudag og miðvikudag. Stólko vantar á gott heimili. Þrír fullorðnir. Hátt kaup. — Upplýsingar milli 5 og 9 næstu daga á Vesturgötu 48 uppi. Kennsla íslenzka, danska, enska, þýzka, frakkneska, spænska, latína. Til viðtals kl. 8—10 síðdegis Albert Sigurðss., cand. mag. Þórsg. 15. — FÉLAGSLÍF — SkeMBnntifnndur, verður haldinn í Oddfellowhús- inu miðvikudaginn 11. febr. kl. 9 e. m. Skáðadeildin sér tun fimdinn Til skemmtunar verður: Skuggamyndir, upplestur o. fL Skemmtinefndin SAMÞYKKT PRENTARA Frh. af 1. síðu. sinnar fyrri vinnu. Að þessu sinni skal það að eins sagt, að það mun mælast vel fyrir hjá öllum stéttvísum launþegum, að þetta forystu- félag í félagslegri skipulagn- ingu og stéttarlegri samheldni hefir hafnað öllum þeim boð- um, og ekki beigt sig fyrir neinum, hvorki atvinnurek- endum né gerðardómi og öðr- um kúgunartækjum ríkis- stjórnarinnar. Prentararnir hafa hins veg- ar ékki að þessu sinni fengið þær lagfæringar, sem þeir fóru fram á að gerðar yrðu, en þeir eru siðferðilega ósigraðir. SINGAPORE Frh. af 1. síðu. lið á land hjá Macassar á suð- vesturströnd eyjarinnar Cele- bes, en norðurhluti hennar er allur þegar á valdi Japana. Fregnir frá Burma segja, að þar sé allt óbreytt á vígstöðv- unum við Saluenfljótið, en í fregnum frá Tokio er í'ullyrt, að Japönum hafi teldzt að brjótast yfir fljótið skammt frá Murmain. Orðrómur um það, að land- stjóri Breta í Burma væri far- inn frá höfuðborginni, Ran- goon, var harðlega borinn til baka af honum sjálfum í morg- un, í yfirlýsingu, sem gefin var út þar. í yfirlýsingunni stóð: „Ég er hér, og ég verð hér.“ Það er heldur enginn efi tal- inn á, að Bretar muni gera allt, sem unnt er til að verja Burma, því að um það land liggur leið- in til Indlands, og um aðrar leiðir fyrir Japana þangað er ekki að ræða. Og þaðan liggur einnig Burmabrautin, eini veg- urinn, sem Bretar og Banda- ríkjamenn hafa nú til her- gagnaflutninga inn í Kína. Ghiang Hai Shek kom- inn til lnálanás. Chiang Kai Shek, forsætis- ráðherra <og yfirhershöfðingi Kínverja, er kominn til New Delhi á Indlandi og hefir verið vel fagnað þar af Lord Linlith- gow, landstjóra Breta og vara- konungi. Talið er víst, að Chiang Kai Shek sé kominn til Indlands, til þess að ræða sameiginlegar vamarráðstafanir, en mikill kínverskur her er, sem kunn- ugt er, nú þegar kominn til Burma til að taka þátt í land- vömum þar. Stúlku vantar á kaffistofuna á Skóla- vörðustíg 8. Upplýsingar milli 4 og 7 í dag. Stúlku óskast í vist á símastöðina í Hafnarfirði. Bak við tjSldin hjá fhaldlnn á AkranesL Utauffokksmemi bjorguðu þvi frá ósigri við bæjarstjórnaFkosmngamar. 4—..—— AKRANESI, 6. febr. IBLAÐI yðar birtuð þér fyrir nokkru töflu yfir at- kvæðamagn stjórnmálaflokk- anna við bæjarstjórnarkosning- ar 1938, og svo aftur nú við síð- ustu kosningar. Á þessu yfirliti kom það í ljós, að Akranes var eini kaupstaðurinn, sem Sjálf- stæðisflokkur#nn fékk aukna atkvæðatölu frá síðustu kosn- ingum. Það er nú svo, að þótt Sjálf- stæðisflokkurinn hafi aukið við sig 52 atkv., þá er ekki hægt að telja þá aukningu einungis Sjálfstæðisflokknum til tekna, og það er af þeirri ástæðu að flokkurinn gekk ekki einn til kosninganna, heldiu: í banda- lagi við skipstjórana á Akra- nesi, eða réttara sagt við stétt- arfélag þeirra. Snemma í haust komu fram raddir í skipstjórafélaginu Haf- þór um að koma fram með sér- stakan lista við bæjarstjórnar- kosningarnar, og var ástæðan sú, að skipstjórar vom afaróá- nægðir með stjóm Sjálfstæðis- manna á hreppsmálunum síð- astliðið kjörtímabil, og þá sér- staklega hvað viðvíkur hafnar- og útsvarsmálunum. Vom skip- stjórarnir hinir hörðustu og kusu nefnd, sem átti að vinna að þessu framboðsmáli. Byrjaði nú þegar hin harð- asta rimma milli skipstjóranna og Sjálfstæðisfélágsins, og var lagt fast að hinrnn fyrrnefndu að hafast ekki að, því það myndi verða til þess að spilla fyrir kjörfylgi Sjáífstæðis- maxma. Á sama tíma var tekin upp sú stefna í Sjálfstæðisfé- lagi Akraness, að þeir einir skyldu vera í kjöri, sem væru flokksbundnir Sjálfstæðismenn, og var þessu aðallega stefnt gegn tveimur mönnum, sem höfðu áður setið í hreppsnefnd frá Sjálfstæðismöixnum, en voru ekki flokksbxmdnir, en það vom þeir Haraldur Böðv- arsson og Ólafur B. Björnsson. Þegar hér var komið sögu, leit mjög illa út í framboðsmál- um Sjálfstæðisflokksins, fundir voru haldnir fram á síðasta dag, og tókst þingmanni kjör- dæmisins að lokum að bræða saman hin sundurbrotnu öfl í- haldsins, og var listinn þannig skipaður, að skipstjórar fengu inn á listann mexrn í 3. og 6. sæti, Haraldur skipaði 4. sæti, Ólafur B. Björnsson 5. sæti, en í tveim efstu sætunum voru flokksbundnir Sjálfstæðismenn, í 1. sæti Jón Sigmundsson fyrr- verandi oddviti, og í 2. sæti formaður Sjálfstæðisfélagsins, Jón Árnason. Þá var og í 8. sæti aðalforingi Sjálfstæðisverkamanna á Akra- nesi. Nú er það öllum kunnugt, að listi Sjálfstæðismanna fékk 405 atkv., en við talninguna kom það í Ijós að feykilegar breytingar áttu sér stað, og þá eingöngu á þeim mönnum, sem skipuðu tvö efstu sætin, og svo aftur á manninum í 8. sæti, það er foringja S j álf stæðisverlta- manna, hann féll niður í 10. sæti. Jón Sigmundssom átti aö £á sem fyrsti maður 405 atkv., en fékk aðeins 368 7/9 atkv. Næst- ur honum varð skipstjórixm Guðmundur Guðjónsson, hann var í 3. sæti og fékk foarua 360% atkv. og hélt sinni raun- verulegu atkvæðatölu, þá vax® næstur 4. maður á listanum Haraldur Böðvarsson með 335 atkv., en átti að fá 337% atkv., og loks kemur svo sjálfur for- maður flokksfélagsins, sem var upphaflega settur í 2. sæti, og fær hann 324%, en hefði átt að fá 382% atkv., og loks kemur svo Ól. B. Bjömsson með 320 atkv., en hefði átt að fá 315, — hann er sá eini, sem hefir bætt við sig, og munar þarna litlu að hann sé ekki fyrir ofart flokksformanninn, sem átti að vera í öðru sæti. Hér á Akranesi finnst mönua- nm það hálfeinkennilegt að allra ákveðnustu sjálfstæðis- mennimir, sem eru í framboði, skuli vera færðir niður eða strikað yfir þá af stóram hóp kjósenda. Það virðist sem sé koma í ljós, að ef ekki hefðí tekizt að fá skipstjórana irm á listann og Ólaf B. Björnsson, þá hefði ekki orðið um neina atkvæðaaukningu að ræða, og sennilegast að listinn hefði ekki náð þeirri atkvæðatölu, sem hann þó fékk við kosning- amar 1938, enda upplýsti fram- boðsefni skipstjóranna það á borgarafundi, sem haldinn var fyrix kjörfund, að þeim, þ. e. skipstjórunum, hefði þótt rétfr* ara að ganga til kosninga .með sjálfstæðismöxmum, þar eð •þehra listi hefði gexfr svo miMI spjöll í kjörfylgi sjálfstæðis- manna, að líkur hefðu orðið 4il þess, að Alþýðuflokksmexm fengju meirihluta aðstöðu. 1 nokkra daga seljum við Leirvörur, Glervörur, Teskeiðar, Matskeiðar og m. fL ÓDÝRT. Grettisgötu 57. STÚKAN VERÐANDI nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8%. Tnn- taka nýliða. Nefndarskýrsl- ur. Kosning í húsráð. Auka- lagabreytingar. Kosning og innsetning embættismanna o. fleira. Æðstitemplar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.