Alþýðublaðið - 12.02.1942, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.02.1942, Blaðsíða 1
vðLAvW KlTNUOKI STEFAN PETURSSON OTGEFANDI: ALÞÝÐUFLUKKUBINN XXIH. ÁEGANGUR FIMMTUDAG 12. FEBR. 1942 37. TÖLUBLAÐ ngapore eyðiiogð Bretar hafa sprengt haf nar- mannvirkin í loft upp og sökkt flotkvínni mikiu. >að dré úr áhiaupum Japana f léft, en pan hófust á ný í morgun S ÓFRH>ARSVÆÐIÐ í AUSTUR-ASÍU OG AUSTUR-INDÍUM órvarnar sýna þá staði, sem sókn Japana hefir hingao til tbeinzt gegn og þeir hafa þegar tekið: Hcngkong, Indókína, Tfhai- land og Malakkaskagi suður að Singapore, Borneo, Filippseyjar ©g Guam. En auk jþess hafa þeir nú sett lið á land á Celebes og hafið loftárásir ibæði á Java og JSÍew Guinea. . Burma (lengst til vinstri á kortinu). Einnig forotizt inn Hvenæ arkosninoami Jakob Möller „reiknar með 15. marz" þ iðalfandar M&ýðo- flokksfelags Reykja- víkur. AKþýðuflokk&félag Reykja- víkur heldur aðalfund n. lc. mánudagskvöld klukkan 8,30 í Iðnó. Auk hinna venjulegu aðai- fundarstarfa flyfur formaður; lélagsins ýtarlegt yfirlitserindi «m meginþætti stjórnmálanna síðustu þrjú missiri og afstöðu Alþýðuflokksins til þetrra. Áríðandi er, að aiíir félagar mæti á fundinum og styrki með því alþýðusamtökin og Alþýðu- flokMnn. AR SEM vinna hefir nú af tur verið haf in í öllum prentsmiðjunum og blöðin eru nú farin að koma reglu- lega út, er sú spurning nú á allra vörum, hvenær bæjar- stjórnarkosningarnar fari fram hér í Reykjavík. í 1. grein bráðabirgðalaganna um frestun bæjarstjórnarkosn- inganna segir, að kosningunum sé frestað „til næsta sunmidags fjórum vikum eftir að blöð geta á ný með venjulegum hætti komið út". Alþýðublaðið spurðist fyrir um það í morgun hjá Jakob Möller, sem gaf út bráðabirgða- lögin um kosningafrestuv'jna, hvenær bæjarstjórnarkosning- arnar færu fram. Svaraði hann því að það væri ekki fyllilega ráðið emi, e;i . ég hefi reiknað með 15. marz". INGAPORE er enn á valdi Breta, þó að herstjórn Japana léti lýsa því yfir í Tokio í gærkveldi, að her- sveitir hennar hefðu tekið virkið með áhlaupi í gærmorg- un. Og áskorunum japönsku herstjórnarinnar til yfirheírs- höfðingja brezka varnarliðsins um að gefast upp hefir ekki einu sittni verið svarað. Horfurnar eru þó svo ískyggilegar, fyrir hið fámenna varnarlið Breta og bandamanna þeirrá, og vonirnar til þess að géta varið Singapore öllu lengur svo veikar, að flota- höfnin mikla hefir þegaí verið eyðilögð, til þess að Jaþanir skuli ekki hafa hennar nein not. Mannvirkin umhverfis höfnina hafa verið sprengd í loft upp, og flötkvínni, sem dregin var alla leiðina frá Englandi til Singapore, um 12 þúsund kílómetra vegarlengd, fyrir nokkrúm árum, hefir verið sökkt. Þetta var tilkynnt opinberlega í London seinnipartinn í gærl Síðustu fregnir frá Sihgapore, í morgun, herma, að í í nótt hafi dregið nokkuð úr hinum ógurlegu áhlaupum Japana, en í morgun hafi þau hafizt aftur af fullum krafti. Japanir beittu í gær fyrir sig*——-----------------;------------;--------- ógrynnum skriðdreka og steýpi- flugvéla. En á eftir þeim komu hinar japönsku fótgÖnguliðs- sveitir. t Snemma í gærmorgun vörp- uðu japanskar flugvélar niður flugmiðum yfir Singapore, þar sem þess var krafist af yfirhers- höfðingja Breta, að hann gæf- ist upp skilyrðislaust, en þess- ari órðsendingu var ekki ansað. í morgun ávarpaði Lord Moyne, nýlendumálaráðherra Breta, varnarliðið í Singapore í útvarpinu í London o% hvatti það til hreystilegrar varnar. Útvarp frá Singapore heyrð- ist mjög óglöggt í London í morgun, en ljóst varð þó af því, að borgin er enn á valdi Breta og að orustan um hana geysar áfram víðs vegar á eyjunni. IskemmtikvðW Al-^ A Mðoflokksfélags Be¥k]aifknr. Iþýðuf lokksf élag Reykjavikur heldur skenuntifund í Alþýðuhús- ínu við Hverfisgötu n.k. laugardagskvöld. Meðal skemmtiatriða að |; þessu sinni verður ræða, sem séra Sigurbjörn Ein- arsson flytur. Ólafur Frið- riksson syngur einsöng og Robert Abrahams leikur á slaghörpu syrpu af al- þýðulögum. Auk þessa verður sam- drykkja, fjöldasöngur og ýmislegt fleira. Dansað verður frá klukkan 11. Ekið inn nm sýningargtagga. I GÆR klukkan rúmlega eitt tóku unglingar upp- skipunartrillu, sem notaðar eru við vörufíutni^iga ívið uppskipun og framskipun. Eins og kunnugt er, eru iþessr ar trillur vélknúnar. Misstu drengirnar vald á (Frh. á 2. síðu.) Hjðtverzlanir hækka kjðt i heimsendinguiii. Rikisstjórnin lækkaði sniásöiuálagning*- una en 1 ét heildsðluálagninguna óbrey tta E1 ÉLAG kjötverzlana í Reykjavík tilkynnir í dag, að framvegis verði reiknað 30 aura heimsend- ingargjald fyrir hverja sendingu frá verzlunum fé- lagsmanna. Japanír bomoir yfir Saluenfljót i Bnrma. Orustur fara nú harðnandi á vígstöðvunum við Saluenfljót í Burma, og var það viðurkennt í London í morgun, að Japön- um hefði í gærkveldi tekizt að komast yfir fljótið með miklu liði norðan við Mataban. Kínverjar hafa gert skyndiá- rás á hafnarborgina Swatow skammt norðan við Kanton. Komust þeir inn í borgina, sem um lengri tíma hefir verið á trh. a 2. Alþýðublaðið hafði í morgun tal við einn úr stjórn Félags kjötverzlana. Sagði hann, að ýmsar ástæð- ur lægju til þess að kj&tkaup- menn hlefðu orðið að grípa til þessa. í fyrsta lagi: Það borgar sig ekki lengur fyrir allan fjöld- ann af kjötkaupmpnnum sð reka búðirnar. Gerðardómur- inn lækkaði smásöluálagning- una úr 14,5—15%' niður í 12%. Þetta er minnsta smásöluálagn- ingin, sem þekkist á nokkurri vöru. Rýrhar kjöt þó allmikið í búðunum þegar það er höggvið. Gerðardómurinn lækkaði hins vegar ekki heildsöluálagning- una um einn einasta eyri. í öðru lagi: Sendiférðir eru nú 4—5 sinnum dýrari en fyrir stríð. Þá fengust sendisveinar fyrir 60—70 krónur, en níi er varla hægt að fá þá fyrir 250 —300 krónur. í þriðja lagi: Pappírsverð hefir 5—8-faldast, og er það orðinn ótrúlega hár liður í kostnaði kjötverzlananna. Þannig skýrði þessi stjómar- meðlimur í F.K.R. frá. Aðalástæðan er úrskurður gerðardómsins u*m lækkun smásöluálagningarinnar. Þessi nýja ákvörðun FéJags kjötverzlana um 30 aura heim- sendingargjald hækkar kjöt- verðið tilfinnanlega til flestra heimila. Sýnir það því að fálm og kák ríkisstjórnarlnnar í þessu atriði er verra en ekki neitt. Og þannig verður reynsl- an á öllum sviðum. Dýrtíðin lækkar ekki. — Hún mua halda áfram að hækka meðan núver- andi stjórn og stéfna er ríkj- andi — og lenda á launastétt- unum með öllum sínum þunga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.