Alþýðublaðið - 13.02.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.02.1942, Blaðsíða 3
KÖSTC'DAGUR 19. FEBR. 1949 *U»tPOBt-APH) MHBGBUÐIÐ Eitetjóri: Stefán Pétprsson. Ritetjórn o* aigreiöel* f Al- þýðubúðinu við Hverfiegötu. Símar ritstjórnarinnar: é»02 (ritstjóri), 4901 (innlendar- fréttir), 4903 (Vilbjálmur S. Vilbjálmseon b*ima) og B021 (Steián Pétursson heima). Símar áfgreiðslunnar: 4900 og 4906. Alþýðuprentsmiðjan h. f. flver befir vegið að lýðræðion? Þ AÐ var ógnar vesaldarleg grein, sem Ámi frá Múla skrifaði í Vísi í gær um bæjar- stjómarkosningarnar. Hann var þar að nöldra út af því, að Al- þýðublaðið skyldi hafa notað sér samningslegan rétt sinn til þess að koma út meðan á vinnu- stöðvuninni í prentsrniðjunum stóð, og með alls konar getsakir í garð Alþýðuflokksins um, að hann hafi á þann hátt ætlað að skapa sér einhverja sérstöðú til áróðurs fyrir bæjarstjórnar- kosningamar, og bregður hon- um í því sambandi um brot á yfirlýstu fylgi hans við iýðræS- ið. Það skal í tilefni af þessum þvættingi ekki eytt mörgum orðum að því, sem allir vita nú, að blöð Sjálfstæðisflokksins gátu komið út, þrátt fyrir vinnustöðvunina í prentsmiðj- unum, é*da þótt þau hefðu ekki getað komið út í fullri stærð. Með hálfum Vísi og hálfu Morgunblaðinu gat Sjálf- stæðisflokkurinn haft að minnsta kosti töluvert meiri blaðakost en Alþýðuflokkurinn, eins og öllum varð augljóst eft- ir að Vísir og Morgunbl. byrj uðu aftur að koma út, þegar búið var að fresta bæjarstjóm- arkosningunum hér í Reykja vík undir því yfirskini, að þau gætu ekki komið út! En ef til vill telur Árni frá Múla lýðræð- inu ekki fullnægt fyrr en Sjálf- stæðisflokkurinn, flokkur Ólafs Thors, hefir þrefaldan blaða- kost á við Alþýðuflokkinn. Það lítur að minnsta kosti út fyrir það. Sem sagt, það vita nú allir, að það var ekki af því, að blöð Sjálfstæðisflokksins gætu ekki kornið út, að þau létu ekki sjá sig íyrir 25. janúar, daginn, sem bæjarstjórnarkosningarnar áttu að fara fram hér í Reykjavík, heldur af hinu, að Sjálfstæðis- flokkurinn vildi fresta bæjar- stjórnarkosningunum af ótta við dóm kjósendanna í höfuð- staðnum, eftir knéfall sitt fyrir Framsóknarvaldinu og hin fá- heyrðu svik við launastéttirnar, og hafði enga aðra átyllu til ■ þess en þá blekkingu, að blöðin gætu ekki komið út. Til þess eins, að ala á þeirri blekkingu, voru blöð Sjálfstæðisflokksins ekki látin koma út fyrir kosn- ingadaginn. En strax að honum loknum virtist ekkert vera fcví til fyrirstöðu! En Árni frá Múla vill nú ekki alveg viðurkenna það, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi beitt sér fyrir frestun bæjarstjórnar- kosninganna hér í Reykjavík af ótta við dóm kjósendanna. Á- stæðan til þess var sú, segír hann, að Sjálfstæðisflokkurinn „vildi ekki ganga inn á, að hér væri hægt að skapa það for- dæmi, að málefni stjómmála- flokka yrðu lögð undir dómsúr- skurð kjósenda án þess, að flokkimum veittist jöfn aðstaða til að sækja og verja mál sitt“. Og heyr á endemi! Sá sýndi það nú, eða hitt þó heldur, í sambandi við bæjarstjórnar- kosningamar utan Reykjavík- ur, að hann vildi, „að flokkun- um veittist jöfn aðstaða til að sækja og verja mál sitt“! Eftir að ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins voru ásamt ráðherrum Framsóknarflokksins búnir að nota sér ríkisútvarpið til lubba- legustu ósanninda og blekkinga um menn og málstað Alþýðu- flokksins í þeim deilum, sem upp komu um nýjárið, án þess, að honum væri veitt nokkurt tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér, hindraði Sjálfstæðis- flokkurinn með neitun sinni, að nokkrar útvarpsumræður færu fram í tilefni af bæjarstjórnar- kosningunum, til þess að kjós- endur úti um land hefðu engar aðrar sögusagnir af því, sem fram var að fara, en þær, sem þeir Ólafur og Hermann, Ey- steinn og Jakob báru á borð fyrir þá! Er það máske þetta, sem Ámi frá Múla kallar að veita flokkunum „jafna aðstöðu til að sækja og verja mál sitt“? Jónas Quðmundsson: Á kostnað stríðsgróðans eða launastéttanna? Nei, það er ekki Alþýðu- flokkurinn, sem undanfarnar vikur hefir troðið á lýðræðinu hér á landi. Það var ekki hann, sem gaf út bráðabirgðalög um lögbindingu kaupgjaldsins með gerðardómi, þvert ofan í yfir- lýstan vilja alþingis í haust. Það var ekki hann, sem gaf út bráðabirgðalög um frestun bæj- arstjórnarkosninganna hér í Reykjavík. Það er ekki hann, sem hefir einokað útvarpið og neitað pólitískum andstæðing- um um tækifæri til þess að svara fyrir sig á þeim vett- vangi. Það er Sjálfstæðisflokk- urinn, sem hefir gert allt þetta Það er hann, sem í bandalagi við Framsóknarvaldið og „Hriflumennskuna“, svo að segja undir verndarvæng þeirra Hermanns og Jónasar, hefir svikið lýðræðið og farið inn á brautir ofbeldis og kúgunar við launastéttir alls landsins, við íbúa höfuðstaðarins og við alla frjálshuga menn yfirleitt. Það hefði verið léleg þjón- usta við málstað lýðræðisins, e:' Alþýðublaðið hefði undir slík- um kringumstæðum ekki notað sér samningslegan rétt sinn ti'. þess að koma út, þrátt fyrir vinnustöðvunina í prentsmiðj- unum, þannig að eiríhver væri til þess að halda merki lýðræð isins, launastéttanna og þjóðar- innar yfirleitt á lofti gegn slíku gerræði og slíkum kúgunarráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar. Útkoma Alþýðublaðsins meðan á vinnustöðvuninni í prent- smiðjunum stóð var því sízt nokkurt brot á móti anda lýð- ræðisins. Með miklu meira rétti mætti segja, að hún hefði verið eini votturinn um það, að lýð- ræðið væri, þrátt fyrir allt ein- ræðisbrölt þeirra Hermanns og A ÐALGREININ í síðasta j£\ laugardagsblaði Morgun- blaðsins er um dýrtíðina og af- stöðu okkar Jóns Blöndals hag- fræðings til hennar og þeirra ráðstafana, sem nú hafa verið gerðar í þeim málum af ríkis- stjórninni. Prentar Mgbl. ýmsar klaus- ur, rifnar úr samhengi, úr greinum, sem ég skrifaði um dýrtíðina í október 1940, og misþyrmir þar með greinum mínum svo, að menn fá af al- ranga hugmynd um það, sem var aðalatriði þeirra. Kemst ég því ekki hjá að leiðrétta þessa Morgunblaðs- grein og að því loknu mun ég bæta við nokkrum hugleiðing- um um þessi mikilvægu mál, >ó ég hafi að mestu leitt þau ájá mér síðan um áramót 1940 ’41 af ástæðum, sem ég síðar mun nefn*. I. Morgunblaðið hefir það rétt eftir úr greinum mínum, er það segir að ég hafi talið svo „myndarlega” gengið frá dýr- tíðarhömlunum er gengislögin voru sett, að svo að segja alveg tókst að halda dýrtíðinni í skefjuni frá því þjóðstjórnin var mynduð í apríl 1939 og genginu breytt og þar til kom fram á sumar 1940. En svo spyr blaðið: Hvað var það, sem var gert „svona mynd- arlega“ í gengislögunum? Og svar þess verður: Það var tvennt: 1. Lögfesting á kaupgjaldi í landinu. 2. Aðeins heimilað að greiða mjög takmarkaða verðlags- uppbót á allra lægstu laun — innan við 300 króna mánaðartekjur, og þó ekki fyrr en dýrtíð hefði vaxið um 5%, á hverjum þrem mánuðum, og þá aðeins helming þess, sem hækkun- in nam og aðeins % dýrtíð- arinnar, er hún var komin yfir 10 %! Nú vil ég spyrja Morgun- blaðið: Telur það sér samboðið að flytja mál sitt með þessum hætti? Víst vita þeir það, sem að Morgunblaðinu standa, að í gengislögunum fólst bann við hækkun flestra innlendra nauð- synjavara s. s. kjöts, mjólkur, fiskjar og hiisaleigan var lög- fest. Meðan ekkert af þessu hækkaði í verði nam hækkun vísitölunnar smámunum einum og þeir, sem lægstar höfðu tekj- ur, fengu það bætt upp að mestu þegar 5% hækkun hafði Ólafs, enn við líði og á verði um frelsi og réttindi alþýðunn- ar í landinu. Og að endingu þetta: Á með- an Árni frá Múla er í þjónustu þess flokks, sem fylgir Ólafi Thors, er áreiðanlega sómasam- legast fyrir hann, eftir það, sem undanfarið hefir skeð, að fara sem fæstum orðum um lýðræðið. átt sér stað. Hvers vegna sleppti Mgbl. að minnast á þessi ákvæði gengislaganna, sem þó í öllum mínum greinum eru talin aðalatriðin í dýrtíð- armálinu? Var það til að fræða lesendur sína um sannleikann, að það hallar svo máli, sem það hér gerir? Með þessu vill Mgbl. láta líta svo út, sem ég hafi verið því fylgjandi, að kaupgjaldi al- mennings væri haldið niðri með lögum. En til að sýna að svo var ekki nægir að taka upp eft- irfarandi kafla úr þessari sömu grein, sem Mgbl. vitnár í. Þar segir: t „Það sjá allir hve hróplegt ranglæti er í því fólgið að halda með lögum niðri kaupgjaldi al- mennings og neita launastétt- unum, sem vinna hjá ríkissjóði, bæjar- og sveitarfélögum, verzlunarfólki og iðnaðarmönn- um um sæmilega launahækk- unj þegar engar hömlur eru lagðar á flestar þær vörur, sem almenningur þarf sér til lífs- , framfæris, og þjóðfélagsstéttr unum þannig mismunað stór- kostlega. Með því eru þessar stéttir einar látnar bera byrðar, sem öll þjóðin á að bera sam- eiginlega, og með því er vakin tortryggni og óánægja, sem öllum væri bezt að forðast að upp kæmi.“ Og enn fremur stendur í sömu grein: „Hinar vinnandi stéttir eiga því einskis úrkosta annars en að svara verðhækkunarvitfirr- ingunni með því að segja upp nú í október (1940) öllum kaupsamningum og taka sam- an höndum um sameiginlegar aðgerðir í þeim málum.“ Á þessum tveim tilvitnunum getur Mgbl. séð hvort ég hefi verið þeirrar skoðunar þá að binda ætti með lögum launa- kjör fó'lksins í landinu. n. Þá tekur Mgbl. upp aðra málsgrein úr skrifi mínu þar sem segir: „Ráðamenn þjóðarinnar geta ekki lengur komizt hjá því, að taka ákvörðun um það, hvora leiðina skuli fara, að sleppa öllum hömlum við dýrtíðinni eða hvort setja skuli skynsam- legar og framkvæmanlegar skorður við óeðlilegri verð- hækkun á brýnustu nauðsynj- um almennings.“ Út úr þessari málsgrein fær Mgbl. þá niðurstöðu, að ég hafi séð tvær leiðir: 1. að sleppa öllum hömlum við dýrtíðinni, 2. að hálda gildandi lögfest- ingu á kaupi og reisa verð- lagsskorður. Það þarf áreiðanlega tvöföld ef ekki þreföld ritstjóragler- augu til þess að geta lesið það út úr þessari málsgrein, að ég telji að halda skuli gildandi lögfestingu á kaupi. Ég tek það svo skýrt fram, sem unnt er, að sú leiðin, sem ég fylgi, er að „setja skuli skynsamlegar og framkvæmanlegar skorður viö óeðlilegri verðhækkun á brýn- ustu nauðsynjum álmennings“ íslenzk blaðamennska og „á- róður“ er komið út á meirá en litla glapstigu þegar svona er farið með greinar, sem hver sæmilega vitiborinn maður get- ur skilið án verulegrar fyrir- hafnar, en ávo veit ég að var um þessar dýrtíðargreinar mín- ar. Ef málstaður Mgbl. og sam- herja þess er svo slæmur, að það þarf að rífa úr samhengi og rangfæra í tilbót ummæli manna því og þeim til fram- dráttar, þá er áreiðanlega ekki mikið til af haldbærum rökum í pokahorninu. Hið sama er að segja um aðr- ar tilvitnanix þess í minar greinar og þær ályktanir, sem af þeim eru dregnar, að þar er ýmist slitið úr samhengi eða beinlínis dregnar þveröfugar á- lyktanir af þeim, og hirði ég ekki að lengja mál mitt um þaö frekar. | HI. í Ég hefi ekki mikið um dýr- tíðarmálin skrifað síðan haust- ið 1940. Ég skrifaði þá um þan mál nokkrar greinar í Alþýðn- blaðið og muB hafa fjrrstur allra bent á þá einu lausn, sem til var á þessu mikla vanda- máli. En því var þá engu sinnt. Blöðin, þ. á m. Mgbl., fengusf ekki til að ræða dýrtíðarmálin í alvöru og þegar þinginu 1941 sleit sá ég að þetta mál mundi verða banabiti þjóðstjómarinn- ar eins og nú er líka komið k daginn, og á þó núverandi rík- isstjórn, eða sú, sem við tekur af þessari, eftir ennþá þyngstu sporin í þessu máli. j Sannleikuririn um dýrtíðar- málið er sá, að aðeins ein lausn var til á því máli, og hún var sú, að skattleggja stríðsgróð- ann þegar á árinu 1940 og æ síðan og skattleggja hann veru- legaj svo myndazt gæti tuga miltjóna króna sjóður, sem nota mætti til að verðbæta inn- lendu afurðirnar, sem neytt var í landinu sjálfu. Um þetta segir í þessum greinum mínum frá 1940: „Það sýnist fátt mæla gegn því, að af ísfiski, saltfiski, síld- arvörum, nýju kjöti, lýsi og öðru því, sem nú er selt háu verði, sé tekið slíkt gjald, til verðjöfnunar á hinum innlenda markaði, frekar en að allt verð- lag innanlands verði látið fara upp úr öllu valdi og spilli þannig stórlega fyrir allri fram- leiðslustarfsemi og atvinnu- rekstri hjá þjóðinni.“ Og enn fremur segir í sömu grein: „Með því að setja hámarks- verð á innlendar vörur á inn- anlandsmarkaði og verðjafna þær síðan til framleiðanda, með því að halda húsaleigunni niðri með lögum og öruggu eft- irliti, og með því að auðvelda svo innflutning erlendrar nauð- synjavöru sem framast er unnt og láta hana vera háða eftirliti Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.