Alþýðublaðið - 16.02.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.02.1942, Blaðsíða 3
MÁNUDAG 16. FEBR. 1942. Stefán Jóh. StefáHSgon: Úr forsðgi gerðardómsins. -------------------—----;- ALÞ7ÐUBLAÐIÐ Ritstjóri: Stclán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðutiúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnarinnar: 4902 (ritstjóri), 4901 (innlendar- fréttir), 4903 (Vilhjálmux S. Vilbjálmsson heima) og 5021 (Stefán Pétursson heima). Símar afgreiðslunnar: 4900 og 4906. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Dr. Strode og Morgunblaðið NÝLEGA er kominn kingað til lands á vegum hinnar heimsfraegu Rockefellersstofn- unar. amerískur vísindamaður og embættismaður að nafni dr. Strode. Eins og vera ber þegar ,fínir‘ og háttsettir gestir koma til landsins, hefir Valtýr Stefáns- son farið á stúfana og átt langt og mikið viðtal við manninn. Og það er ekki laust við að Mgbl. skýri frá vitnisburði hins fræga manns um þ.jóðina nieð talsverðu stolti fyrir hönd hinn- ar litlu íslenzku þjóðar. En hvað er það, sem þessum full- trúa hinnar voldugu Banda- ríkjaþjóðar, sem stendur öllum þjóðum framar í hverskonar verklegri menningu og getur mælt sig við flestar eða allar aðrar þjóðir á flestum öðrum sviðum menningaxinnar, hvað er það sem. honmn hefir fundist athyglisvert h.iá hinni umkomu- lausu og smáu íslenzku þjóð? Hefir hún einhverju af að státa, þar sem hún geti fyllí- lega mælt sig við stórþjóðirn- ar? Ekki eru það byggingarnar og mannvirkin- sem hægt ér að fræðast um í ritinu „Verkin tala”, sem Framsóknarstjórnin gaf hér út um árið. Ekki eru það götumar í Reykjavík, ráð- húsið eða aðrar framkvæmdir Reykjavíkur, sem fræðast má um í stóru riti, sem Reykja- víkurbær er nýbúinn að gefa út. Ekki er það hin verklega menning þjóðarinnar. En bók- mentirnar. Jú, dr. Strode hefir veitt því athygli, að hér koma út margar bækur og blöð, en ekki er það nú samt sérstak- lega það, sem vakið hefir eft- irtekt og aðdáun hans. Mgbl. hefir eftirfarandi orð eftir dr. Strode: Ég var ekki lítið undrandi, segir hann. er ég kom hingað til þess- arar fániennu þjóðar og kyntist því hve heilsuvernd og lækna- vísindi er hér á háu stigi. Hann kvaðst dáðst að því, hve lækn- ar væru hér vel að sér og stæðu framarlega í grein sinni og hve mikið væri hér gert á sviði heilbrigðismálanna . . • ■” Þannig komzt hinn útlendi gestur að orði í Mgbl. En dr. Strode hefir sennilega tekið eftir öðru þessa dagana, sem hann dvelur hér, þó hann geti þess ekki í viðtaiinu við Mgbl. Hann hefir orðið var við iþað að hér situr að völdum ríkis-, stjórn, sem er svo hrædd við að íslenzka þjóðin fái að fræð- ast um þann þáttinn í nútíma- menningu hennar, félagsmálin, sem aðrar þjóðir telja merkast- an af öllu því, sem íslenzka þjóðin hefir afrekað á síðari tímum, að ihún hefir gripið til þess óyndisúrræðis að banna útkomu fræðilegs rits um fé- lagsmál landsins, þar sem í fyrsta sinni er gefið yfirlit um þróun og skipulag þessara mála. Okkur íslendingum finst með réttu að mörgu sé ábótavant í hinni ungu félagsmálalöggjöf ■ okkar,,sem hefir þróast á ótrú lega skömmum tíma. En samt er það, að heimurinn er ekki enn Iengra kominn á braut félagslegs réttlætis og um- hyggju fyrir hinum smáu í þjóðfél., ekki 'lengra kominn á sviði heilbrigðisráðstafana fyrir almenning en það, að við með okkar litlu efnum og 'getu stöndum samt ekki að baki nema örfáum þjóðum, fyrst og fremst frændþjóðum okkar á Norðulöndum og hinum hvítu menningarþjóðum á suðurhveli jarðar, Ný-Sjálendingum og Ástralíumönnum, en í öllum þessum löndum hefir áhrifa og stjómar Alþýðuflokkanna notið lengur en annarsstaðar. Þótt ótrúlegt megi virðast, geta jafnvel flest stórveldin lært nokkuð af okkur íslend- ingum, hvað snertir skipulag félagsmálanna, sérstaklega á sviði’ alþýðutrygginga og heil- brigðismála. Þetta hefir hið glögga 'gestsauga ýmissa út- lendinga séð. En þegar þeir hafa ætiað að leita sér upplýsinga um þessi mál í íslenzkum ritum, þá höf- um við orðið að játa fyrir þeim með kinnroða að slíkar upplýs- ingar væru ekki til nema mjög svo ófullkomnar á víð og dreif. Meðal annars úr þessari þörf ætlaði fyrrv. félagsmálaráð- herra að bæta með útgáfu heildarrits um félagsmál, og þessi bók er nú til svo að segja fullprentuð, og væri, nú komin út, ef í ríkisstjórninni .sætu nú ekki eftir aðeins menn, með miðaldahugarfari, menn, sem óttast það mest, að almenningur eigi kost á hlut- lausri fræðslu um þjóðmál og landshagi. Þessvegna verður dr. Strode og aðrir, sem vilja fræðast um félagsmál íslands að bíða þangað til smásálirnar í ríkis- stjórninni sjá sitt óvænna og aflétta bókarbanninu, sem þeir gáfu út sjálfum sér til ævarandi skámmar. KosBÍigaslirifstof' nr A-listans ern tvær. báðar í Alþýðu*' húsÍEiu á 3. og 6. hæð. Sfmar 5020 og 2931. Vinnið fyrir A- listann. Svarið kúgunarlðgum! FRÁ því að bráðabirgðalög- in um bann ..gegn kjara- bótum launþega voru gefin út 8. jan. s.l., hafa andstæðingar Alþýðuflokksins af fremsta megni reynt að gera flokkinn og forystumenn hans tortryggi- .ega í sambandi við forsögu málsins. Hafa þeir jafnvel gengið svo langt að gefa það í skyn, að ég hafi verið á móti öllum grunnkaupshækkunum, og viljað afstýra því að til þeirra kæmi. Hafa sumir ráð- herranna í áróðurserindum sínum í útvarpinu jafnvél hald- ið þessu fram með meira eða minna ákveðnum orðum. Og nú síðast í Morgunbl. 7. þ. m. birt- ist löng grein um sama efni, full af blekkingum og rang- færslum. Segir þar meðal ann- ars: „að þegar dregið var í efa á aukaþinginu að takazt myndi að sporna við hækkun grunn- kaups, brást forseti Alþýðu- flokksins, Stefán Jóh. Stefáns- son, reiður við og kvaðst vita, hvað hann væri að segja, því hann hefði sérstaklega kynnt sér þessa hlið málsins að því er snerti þau stéttarfélög, er væru innan Alþýðusambandsins". Og síðar í sömu grein er talað um „svik Alþýðuflokksins við hina frjálsu leið“. Mér þykir rétt, af tilefni þessara rangfærslna og blekk- inga, að minnast á þessi atriði nokkru nánar. Er næsta hægt um vik að hrekja rangfærslurn- ar, þar sem til eru opinberar yfirlýsingar um afstöðu mína til þessa máls, allt frá því að hugmyndin um lögbindingu kaupsins skaut upp kollinum á síðastliðnu hausti. Mun ég víkja að því síðar hér á eftir. í þessari grein mun ég ekki gera samanburð á aðstæðunum í sambandi við hina lögboðnu kauphækkun í apríl 1939, og hið lögboðna bann við kaup- hækkun, sem koma átti á síð- astliðið haust, og nú hefir verið ákveðið með bráðabirgðalögun- um frá 8. jan. s.l. Ég mun síðar sérstaklega ræða afskipti stjórnmálaflokkanna af kjörum Íaunastéttanna í landinu, frá byrjun ársins 1939 til þessa tíma. Það er næsta fróðleg saga, er sýnir eindregna og' á- kveðna sömu stefnu Alþýðu- flokksins frá upphafi til þessa dags, algerlega andstæða stefnu Framsóknar og Sjálf- stæðisf lokksins. Áður en ég vík að aðalefni þessarar greinar, þykir mér rétt ' að benda á yfirlýsingar Frani- sóknar- og Sjálfstæðisflokksins á haustþinginu 1939, um það, hvort það sé rétt regla að binda kaup. Eysteinn Jónsson við- skiptamálaráðh. segir: „Fram- sóknarflokkurinn er mótfallinn þeirri stefnu, að kaupgjald sé sett með lögum.“ Ólafur Thors atvinnumálaráðherra segir: „Sjálfstæðisflokkurinn er í grundvallaratriðum andvígur því, að löggjafinn taki af þeim aðilum, sem hér eiga hlut að máli, þann rétt, að þeir semji einir um sín mál.“ ----------»....... Allir vita hvernig efndirnar hafa orðið á yfirlýsingum þew- ara forystumanna. Segja má með sanni, að sitt hvað séu orð og efndir. Þá vík ég að afstöðu minni' til kjarabóta launþeganna. Öllum er það ljóst, að ég barðist, í fullu samræmi við vilja flokks míns, gegn kaup- bindingunni á haustþinginu 1941 og gegn bráðabirgðalögun- um um lögþvingaðan gerðar- dóm í kaupgjaldsmálum. Væri þá athugandi á hvern hátt af- staða mín og Alþýðuflokksins hefði komið í ljós til úrlausnar þessum málum áður en hinir síðustu og verstu viðburðir skeðu. Sjálfstæðisflokkurinn -hefir því mjög á lofti haldið, að frumvarp Eysteins Jónssonar, á haustþinginu 1941, hafi verið á þann veg, að ekki skyldi að- eins banna grunnkaupshækkan- ir, heldur skyldi launþegum varnað uppbótar vegna hækk- andi verðlags. Þetta er og í samræmi við ákvæði frumvarps þess, er Eysteinn Jónsson lagði fyrir alþingi. En þæði er það, að mér var það fyllilega Ijóst af viðtali'við Framsóknarmenn, og eins hift, að fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lýstu yfir því við mig, að auðvelt myndi að ná því samkomulagi við Fram- sóknarfl., að grunnlatmahækk- un yrði ein bönnuð, þó full dýrtíðaruppbót yrði veitt, að mér var það fyllilega ljóst, og skýrði Aliþýðuflokknum frá því, að ef við samþykktum lög um bann við grunnlaunahækkun, myndu báðir flokkamir fást til þess að falla frá ákvæðunum um bann gegn fullri dýrtíðar- uppbót í samræmi við vísitölu. Það eru því blekkingar Sjálf- stæðisflokksins, lítt vinsamleg- ar í garð Frámsóknarfl., að orustan hafi staðið um það, hvort lögbinda ætti bann bæði við hækkun grunnkaup.s, og eins við hækkun launa r sam- ræmi við vísitölu. Sannleikur- inn er sá, að orustan á haust- þinginu 1941, snerist raunveru- lega um það eitt, hvort banna ætti hækkun grunnkaups. Alþýðuflokkorinn tjáði sig algerlega andstæðan því' í fyrsta lagi að ákveða kaup- gjald með lögum, eins og þá var högum háttað, í annan stað að banna hækkun á grunnkaupi. Hinsvegar lýsti Aiþýðuflokk- urinn yfir iþví, að hónum væri það kunnugt, að á árinu 1942 væru það aðeins fá verkalýðs- félög, er segja myndu upp samningum, til hækkunar á grunnkaupi. Ég skýrði og sam- starfsmönnum mínum í ríkis- stjórninni frá því, að mörg fé- lög, viðsvegar um land, hefðu ekki notað sér ákvæði samn- inga um uppsögn, og myndi því kaup þessara félagsmanna, að grunnlaunum til, haldast ó- breytt allt árið 1942. Lagði ég fram skýrslu í ríkisstjórninni um þetta, er ég hafði fengið hjá stjðrn Alþýðiusambandsins. Þessi félög höfðu, án *okkunra áhrifa frá Alþýðnsa»iband*- stjórn, ákveðið að segja ckká upp samningum síjium. 9* nokkur önnur félög, innan Al- þýðusambandsins, höfðu hins- vegar sagt upp samningum sia- um, þar á meðal þau Iðnfélög í Reykjavík, er lentu í vinn-u- deilum við síðastliðin áraxnot, og var öllum það ljóst innaa rikisstjórnarinnar, að til deilu kynni að draga á miili þessam félaga og atvinnurekenda, við áramótin.. Ég fékk sérstakt efni til þes« að lýsa afstöðu minni og Al- þýðuflokksins til þessa máls, er frumvarp Eysteins Jónssonar var til 1. umræðu í neðri deild 24. okt. 1941.’Þá sagði ég meðal annars: Milli 10 og 20 stéttarfélög viðsvegar ! um land.. sem gátu sagt upp kaupsamningum fyrix nokkru síðan, hafa ekki talið rétt að gera þa'ð. Og mér er kunnugt um þáð, að það er engin sérstök hreyfing' í þá átt að segja upp kaupsamninguxni með það fyrir augum að hækka grunnkaupið. .... eru engar líkur til þess að kaupgjald launastéttanna, í landinu ork- aði svo á dýrtíðina að hún íæri hraðvaxandi fyrir þær sakir. Þó að nokkur félög segi upp samn- ingum af ýmsum ástæðum .... þá hefir það engin veruleg á- hrif á dýrtíðina......Ég gei ekki séð, að þótt nokkur til- hnikun fengist fyrir stéttar- félögin, þyrfti það að hafa þau áhrif, að dýrtíðin færi fyrir þær sakir upp úr öllu valdi.“ í grein, er ég reit í Alþýðu- blaðið frá 18. nóv. 1941, komst ég þannig að orði: „Þau fáu verkalýðsfélög, er þegar hefðu sagt upp kaupgjaldsamningum, myndu fara fram á eðlilegar lagfæringar, er sanngjarnt væri að taka til greina, án þess að iþað orkaði verulega á vxsi- tölima.“ Og í grein minni „Víð áramót“ í Alþýðubl. 31. das. sl. segi ég meðal annars: ,,. . felst ekki x því nein andstaða gegn. því, að einstakar launastéttir geti breytt kjörum sínum og kaupi, hækkað grminlaun sín frá því sem nú er. Það er síður en svo ósanngjamt að launa- hækkanir fari fram.“ Af þeim ummælum mínum, sem ég hefi vitnað til, bæði á Alþingi og í Alþýðublaðinu, er það auðsætt, að Alþýðuflokkn- um var það Ijóst, að á árinu 1942 væri ekki að ræða um kröfur meginþorra verklýðs- félaganna um hækkað grunn kaup, að einstök félög myndu gera kröfur í þá átt, sem eðli- legt væri að sinna, og að allt bann í lögum gegn frjálsum samningum væri ranglátt og í algerðri andstöðu við' stefnu Alþýðuflokksins. Um þennan þátt ágreinings málanna tel ég ekki ástæðu til að ræða frekar að iþessu sinni. Ég mun síðar vikja nokkrum Frh. á 4. sí&u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.