Alþýðublaðið - 12.04.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.04.1942, Blaðsíða 5
5^«*WÍagui: 12. apríl 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ s Tímaritið Helgatell. Timarit um bókmemitir og Hanur menningarmál. Út- gefandi: Helgafellsútgáfan. SRitstjórar: Magnús Ásgeirs- son, Tómas Guðmundsson. ÉG er einn þeirra mamia, sem undanfarin ár hafa einatt fundið til þess allsárt, að hói- í landi væri ekki gefið út myndarlegt tímarit, sem einmitt fjallaði um bókmenntir og menningarmál í víðari merk- ingu á svipaÓan hátt og þann er hið nýstofnaða tímarit, Helgafell, virðist vilja gera. í raun og veru hefir mér alltaf fundizt vera autt og ófyllt skarð í þessum efnum í bókmennta- heimi Vor íslendinga síðan Ið- unn hætti að koma út undir stjóm Árna Kallgrímssonar. Ef það á þá að skilja það, hve langt er síðan að hún hefir sézt, á þá leið, að hún sé hætt að koma út. Nú var það ekki af því, að Iðunn væri ef til vill svo yfrið glæsi- legt tímarit. En það hygg ég að varla verði deilt um, að á meðan Ámi Hallgrímsson gaf hana út hafi hún verið gáfaðasta tíma- ritið, sem út kom hér á landi. það er víðast fór, ósmeykast var við nýstárlegar hugsanir og hafði meðal aðstoðarmanna sinna marga þá menn, sem þá voru ritfærastir hér á landi. Annars átti þetta ekki að vera líkræða yfir Iðunni, heldur var hitt ætlun mín, að vekja með nokkrum orðum athygli á hinu nýstofnaða tímariti, Helga- felli. Af ritinu er aðeins komið út fyrsta hefti, og verður í sjálfu sér ekki mikið af því ráð- ið um stefnu þess og framtíð, eða hvað það kunni að leggja til mála. iÞó get ég ekki varizt því, að mér þykir það heldur góðs viti, hve fáorðir og yfirlætis- lansir ritstjórarnir eru í grein- arfjerð-fyrir ritinu. Þar segir - í raun og veru ekkert annað en þetta, sem reyndar er næsta at- hyglisvert: „Tímaritinu Helgafelli er fyrst og fremst ætlað að flytja innlendan og erlendan skáld- skap og fjalla um bókmenntir listir og almenn menningarmál. Magnús Ásgeirsson. Tómas Guðmundsson, Það verður engum stjórnmála- flokki háð né venzlað, en mun sýna frjálslyndi í efnisvali sínu og telja sér skylt að taka öllu, sem því kann að berast af list- rænu og athyglisverðu efni, og ‘eigi sízt hverju vænlegu ný- mæli, með fullri gestfisni, sam- kvæmt þeirri skoðun okkar, að andlega starfsemi beri að meta eftir lista- og menningargildi hennar og engu öðru. Jafnframt mun það gera sér far um að hlúa á allan hátt að þeim verðmæt- um, sem fyrir eru í tungu vorri sögu og þjóðmenningu." Þá er þess og getið, að margir hinna merkustu og frægustu rit- höfunda þjóðarínnar hafi heitið Helgafelli stuðningi sínum. Svo sem vænta má er ekki miklar efndir þess að sjá þegar í hinu fyrsta hefti. En þó mun það ekki fara fram hjá neinum, sem ís- lenzkri sögu og fræðum ann, að Barði Guðmundsson þjóðskjala- vörður hefur þarna greinaflokk, sem virðist ætla áð verða hvort- Smásoluverð á vindlingum Útsöluverð á amerískum vindlingum má eigi vera hærra en hér segir: Lucky Strike 20 stk. pk. kr. Í.90 pakkinn Raleigh 20 — — — 1.90 — Old Gold 20 — — — 1.90 — Hool 20 — — — 1.90 — Viceroy 20 — — — 1.90 — t Camel 20 — — — 2.00 — Pall Mall 20 — — — 2.20 — Utan Reykjavfkur og Hafnarfjarðar má útsöluverð- ið vera 3% hærra en að ofan greinir, vegna flutnings- kostnaðar. Tóbakseinkasaía ríkisins. tveggja í senn skemmtilegur J mjög og hinn fróðlegasti. Nefnir hann greinaflokk sinn: Upphaf íslenzkrar skáldmenntar. Þá ritar og Gunnar Gunnars- son skáld skemmtilegan ferða- þátt í ritið, er hann nefnir: Eld- hnötturinn og eldfjallið. Stíll Gunnars er í þessum þætti ákaf- lega glæsilegur og flúraður, en tæpast eins tær og einfaldur eins og ströngustu stílkröfur þessara tíma heimta. Þá ritar og Sverrir Kristjáns- son minningargrein um Georg Brandes í tilefni af 100 ára af- mæli hans, en Brandes fæddist eins og kunnugt er 4. febr. 1842. Greinin er rösklega og læsilega skrifuð og skilmerkileg tilraun gerð til þess að skilja Brandes, yfirburði hans og ágalla, og má kalla að höfundi farist það snot- urlega. í ritinu er allýtarlegur bók- menntabálkur. og er hann ef til vill það, sém beztu lofar um framtíð þess. Þar er í raun og veru gerð tilraun til heiðarlegr- ar gagnrýni á bækur, — kostur og löstur sagður á þeim af skiln- , ingi og viti, þó að sumt kunni að orka tvímælis. En það mun eng- um dyljast, sem á annað borð lítur á bækur öðru Vísi en sem hættulegan luxusvarning, sem verið sé að svíkja inn á almenn- ing, að þarna er þörf einurðar, góðvilja, þekkingar og sann- girni. Þá má enn svo fara, að upp kunni að rísa nokkur bók- menntagagnrýni í landinu, sem verð er að nefnast því nafni. Annar bálkur nefnist „Léttara hjai“, — gamansamur og lík- legur til vinsælda. — Eru þeir báðir eftir ritstjórana. Pátstj órar Helgafells eru báð- ir þjóðkunnir menn. Annar fyr- ir skáldskap sinn, hinn fyrir ljóðaþýðingar sínar. HVor um sig lætur ritið njóta að nokkru íþróttar sinnar. Tómas Guð- mundsson birtir þarna mjög merkilegt kvæði: „Bréf til látins manns:I. Formið fágað að vanda og alvara og glettni skáldsins í svo hmfjöfnum skorðum, að ekki má á milli sjá. Og þó lík- lega alvaran langtum þyngri inni fyrir. Mætti ráða það af því, að það má ekki muna hárs- 'breidd, að glettnin verði beizkublandin í fyrsta erindi annars þáttar kvæðisins. Magnús Ásgeirsson birtir þarna svipmikla og haglega þýðingu á hinu fræga kvæði ítudyard Kiplings: Ef--------. Heyrir það nú orðið til undan- tekiúnganna, ef Magnúsi fatast tökin í þýðingum sínum, þó að hann fáist við hin erfiðustu við- fangsefni. Annars get ég ekki varizt því, að ég hugsa með talsverðri eft- irvæntingu til þess, hvað úr þessu riti verður í framtíðinni í höndum þeSsara gerólíku gáfu- manna. Nú hafa þeir riðið á vað- ið. Verður Helgafell athvarf ís- lenzkrar snilli og vitsmuna, — eða á það fyrir sér að veslast upp, eins og svo mörg blöð og tímarit,' sem stofnuð hafa verið á íslandi? Því ber ég spurning- arnar upp í þessari röð, að ég óska að hin fyrri megi verða að áhrínsorðum og sannspá. Sigurðtir Einarsson. Þessi mynd er af hinni fögru og frægu dómkirkju í Þránd- heimi, þjóðarhelgidómi Norðmanna, sem lokað var af lög- reglu Quislings þ. 1. febrúar síðastliðinn til þess að hindra að einn norsku biskupanna gæti flutt prédikun þar. (Sjá leiðara blaðsins í dag). Dómkirkjan í Þrándheimi. Skák og Bridge. Bamakórinn Sólskinsdeildin. Jón Læk og verðlagseftirlitið. SKÁKMEISTARAMÓT íslands er nú afstaðið og hörffum keppntun í bridge er lokiff. Hefir þessom mótum verið veitt nokkur athygli, en þó ekki eins mikil og til dæmis skákmótum hefir áffur veriff veitt hér í Reykjavík. Ástæð- an er bersýnilega su, aff nú hafa menn mjög mikið aff gera, og í vetur, og jafnvel í fyrravetur, hef- ir miklu minna veriff teflt og miklu minna spiiaff bridge en áffur var, rétt fyrir stríffiff og hina miklu vinnu. ÁHUGI FYRIR SKÁK var mjög , mikið að aukast áður en styrjöldin brauzt út og bridge var nijög að breiðast út, en þetta breyttist skjótlega þegar stríðið kom og setuliðsvinnan byrjaði. Báðar þessar íþróttir eru skemmtilegar og verðar þess að þær séu stund- aðar. Mun vegur þeirra líka auk- ast aftur, þegar um hægir. ■ REYKVÍKINGUR skrifar mér og biður mig blessaðan að skora á bamakórinn „Sólskinsdeildin“ að hafa söngskemmtun hér í Reykjavík. Ég geri það hér með. Sólskinsdeildin hefir nú farið austur yfir fjall og suður með sjó og til Hafnarfjarðar og haft alls staðar söngskemmtanir við ágæta aðsókn og góðar undirtektir. Hvers vegna ætti kórinn þá ekki að gefa okkur Reykvíkingum kost á að heýra til sxn? GUÐ>ÓN BJARNASON, stjórn- andi kórsins, hefir í starfi sínu unnið iþarft verk og gott. Hann hefir unnið það endurgjaldslaust og veitt fólki mikla skemmtun, ekki sízt sjúklingunum á spítölun- um. Síðastliðinn sunnudag söng kórinn í ameríkska sjúkrahúsinu að Laugamesi og var bömunum tekið þar með kostum og kynjum af Rauða krossi Bandaríkjanna. Var og gerður góður rómur að söng barnanna. JÓN í LÆK skrifar um verð- lagseftirlitið. Hann segist ekki sjá störf verðlagsnefndar. Hann full- yrðir, að þó að verðlagsnefnd kunni að ókveða verð á vörum, þá séu ákvarðanir nefndarinnar þver- brotnar. Hami segir líka, að regl- um, sem verðlagsnefnd kuimi að setja, sé ekki hægt að framfylgja, og auk þess sé enginn vaxidi fyrir þá, sem það vilja, að brjóta regl- urnar. Ósamræmi sé ákaflega mik- ið á sömu vörutegundum eftir því í hváða búð sé komið o. s. frv. ÉG VEIT, að töluvert er til í þessu. Menn fullyrða að dagprísar séu á vörxxm í verzlunum og mað- ur geti fengið sömu vöru í einni búð miklu ódýrari en í annarri. Sagt er að þetta sé verst hvað fatnað, leikföng, glervörur og bús- áhöld snertir. ÞÁ SPYR JÓN, hvort háxnarks- verð sé ekki á ixmlendri fram- ieiðslu. Jú, flestum vöruin, en þar er líka allt í stjómleysi og vit- leysu, eins og á öðrxmi sviðum. Þið mxrnið þó hve hátíðlega ykkur var lofað að nú skyldi dýrtíðimxi hald- ið í skefjum. Það var þegar sam- lokan var að fá ykkur til þess að sætta ykkur við lögbindíngu kaupsins. Þið þekkið sjálf efnd- irnar, um það þarf ég ekkert að segja ykkur. STÚLKA f KAFFIHÚSI, sem kvað vera á Strandgötu 6 í Hafn- arfirði, liefir beðið mig að taka það fram, að atburðxir sá, sem „Njáll ferðalangur“ segir frá í dálki min- um í gær, hafi alls ekki gerzt í kaffihúsi hennar. „Njáll ferðalang- ur“ er beðinn að hafa tal af mér. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.