Alþýðublaðið - 06.05.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.05.1942, Blaðsíða 4
4 MiÖvikudagnr 6. maí 1942. ALÞYÐUBUIHÐ ALEXANDER GUÐMUNPSSON: Svik Framsóknar við vinstri stefnuna í landinu. vel.“ (LettJrbreytingin gerð Útgeíaadi: Alþýðuflokburinn Rltstjóri: Stefán Pjetursson Ritstjóm og afgreíðsla í Al- þýöuhúsinu við Hverfísgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 aimar aígreiðslu: 4900 og 4996 Ve*ð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsœiðjan h. t. Hungursvipan. FORMAÐUR MENNTA- MÁLARÁÐS, Jónas Jóns- son, hefir skrifað einn „lang- hundinn“ enn í Tímann um við- skipti sín við listamennina. Hann birtist þar á sunnud. og nefndist: , ,Þurf a skáld að svelta?“ Og betur en.gert var í þessari grein var varla hægt að staðfesta þá raunasögu, sem Sigurður Nordal sagði í Morgun blaðinu daginn áður af „ást“ Jónasar til listanna og lista- manna. Nordal sýndi í grein sinni fram á, hvernig stjórnmálam. — í þessu tilfelli valdabraskar- iim — hefði orðið listfrömuðin- um að fótakefli. Jónasi hefði ekki nægt, að styðja góð mál- efni; hann hefði viljað nota þau sér til framdráttar, viljað fá við- urkenningu listamannanna á eins konar páfadómi hans í öll- um þeirra málum, og raunveru- legan eða imyndaðan stunðning við þá greiddan í gjaldeyri, sem þeir hefðu ekki haft á boðstól- um: pólitísku fylgi, auðsveipni og þjónkun. I raiminni er grein Jónasar ekkert annað en harmagrátur yfir því, að listamennirnir skuli ekki hafa auðsýnt honum þakk- læti sitt á þennan hátt fyrir allt það, sem hann telur upp, að hann hafi fyrir þá gert: átt svo að segja frumkvæðið að því, eins og hann heldur fram, að hið opinbera hafi farið að styrkja listamenn yfirleitt, útvegað ein- mn lán, öðrum leigulausan bú- stað með ljósi og hita, gert þeim þriðja kleift, að stunda list sína ýmist hér á landi eða erlendis og séð öllum fyrir ókeypis fari með skipum milli landa. Og svo vilja listamennirnir ekki einu sinni verða Framsóknarmenn, hvað þá heldur falla fram og til- biðja Jónas! En bann veit ráð við sh'ku vanþakklæti. Ef þeir vilja ekki þýðast vald hans og forstjón, — þá er hægt að. taka það til nýrr- ar yfirvegunar, hvort hið opin- bera á yfirleitt nokkuð að vera að stvrkja listamennina—hvort þeir þurfa ekki heldur að svelia, hvort ekki er beinlínis réttast að láta þá svelta! Þetta er uppistaðan í sunnu- dagsgrein Jónasar í Tímanum: )rÞurfa skáld að svelta?“ Og þettá — hótunin um að grípa til hungursvipunnar — er ráðið, sem honum hugkvæmist nú helzt til þess að gera listamenn- ina sér auðsveipa, eftir að sýnt er, að raolarnir úr hinni „mildu hendi“ hans hafa ekki megnað að gera það! HJÁ því getur ekki farið, að í hinni hatrömu dægur- málabaráttu landsmálaflokk anna hinar síðustu vikur, verði mörgum vandfimdin hin eina færa leið til byggða úr ógöngum stjórnmálanna. í því glórulausa moldviðri, þar sem hvergi sér handa skil í blindhríð rógs og blekkinga og fyrir slær aí öllum áttum, verður flestum villu- gjarnt, jafnvel þeim, er kynnzt hafa af nokkurri eigin raun ref- ilstigum íslenzkra stjórnmála. í slíkujn gjörningaveðrum hafa margir orðið útij en einnig margir náð bæjum og mann- fundum fyrir það eitt, að ná átt- um á glöggum, þekktum leiðar- merkjum. Fyrir að muna gáml- ar vörður og vörðubrot við götu þjóðmálabaráttunnar. Fyrir að kunna skil á vilja, getu og holl- ustu hinna einstöku flokka við áhuga- og hugðarefni þjóðarirín- ar á hverjum tíma. Stjórnmála- baráttan, sem framundan er væntanleg stjórnarskipti og al- þingiskosningar á þéssu sumri, leggja cllum ábyrgum mönnum þá kvöð á hendur, að kunna full skil á því, um hvað raunveru- lega er barizt. Hver er eðlismun- ur hinna einstöku flokka og af- staða fyrr og nú til þeirra mála, sem alþýða þessa lands hefir borið og ber fýrir brjósti? Til að gera sér ljósan greinar- mun góðs og ills, umhyggju og umhyggjuleysi flckkanna fyrir málefnum fólksins, verður ekki hjá því komizt að líta um öxl og athuga frágang og afgreiðslu þeirra mála, er verulega snerta hag þ'ess og athafnir. Og er þá sér í lagi átt við fjölmennustu stéttir landsmanna, bændur, verkamenn og aðra launþega. Þær stéttir, sem lökust lífskjör eiga við að búa og minnst hefir til hrotið af veralalegum gæð- um. Árið 1934 hefst nýr þáttur ís- lenzkrar stjórnmálasögu. Fram- sóknar- og Alþýðuflokkurinn mynda þá fyrstu vinstrimanna- stjórnina hér á landi. Var sú samvinna í fullu samræmi við yfirlýsta stefnu flokkanna svo og kjósendavilja þeirra. En eins og menn vita, er höíuðuppistaða þessara flokka meðal bænda og verkamanna. Nauðsynlegur undanfari þeirrar samvinnu var stuðningur Alþýðuflokksins við ráðuneyti Framsóknarmanna kf árunum 1927 til 1931 og hinn sameiginlegi þingmeirihluti, er tryggði framgang merkrar nauðsynlegrar löggjafar fyrir vinnustéttir landsins, sem áður hafði verið drepin eða svæfð í Ef einhver skyldi áður hafa verið í vafa um það, að tíirú væri kominn til að gefa Jónasi Jónssyni frí úr menntamála- ráði, þá ætti þessi svívirðilega hótunargrein hans að hafa tek- ið af öll tvímæli um nauðsyn þess. nefndum af íhaldínu. Undir kjörorðinu „ allt er betra en í- haldið“ voru sigrar Framsókn- armanna unnir. Traust.bænda á Framsóknarflokknum og for- ustirmönnum hans er ávöxtur þeirrar hörðu baráttu, er með þurfti til framgangs hinum góðu málefnuxn. Og þó að skemmra væri gengið í róttækum umbót- um en óskir Alþýðuflokksins stóðu til um, var þó hin tak- markaða lausn málefnanna tölu- verð hugfró umbótafúsum þing- fulltrúum hans, sem árum sam- an áttu við ofurefli að etja á al- þingi. Svo eitthvað sé nefnt um framgang mála á þessum þing- um má rninna á, að þá urðu til lögin um Byggingar- og land- námsSjóð og Búnaðarbanka ís- lands. Þá voru héraðsskólarnir byggðir og þá hófust hinar stór- brotnustu framkvæmdir, er um getur í samgönginnálum þjóðar- innar. Þá fengu sjómenn fyrst hæfilegan svefn- og hvíldartíma á togurum. Þá var sú ósvinna niður lögð, að flytja fólk hreppaflutningi n^uðugt. Óþarft er að taka fram, að gegn öllu þessu barðist íhaldið, eins og um sjálf lífið væri að tefla. Ekki má það, fyrnast mönn- um, þegar lagður er dómur á ár- angur stjórnarsamvinnu Fram- áóknar og Alþýðuflokksins á ár- unum 1934—1937, að þá er mjög farið að síga á ógæfuhliðina fyr- ir atvinnurekstri landsmanna til sjávar og sveita. Á þetta þó sér- staklega við um íslenzkan stór- atvinnurekstur, togaraútgerðina og skal hér síðar nánar að því vikið. í þrengingum umhjóðenda sinna, bændanna í landinu, sáu Framsóknarmenn aðems einn möguleika til viðunandi úr- lausnar á vandkvæðum þeixra, en það var að taka höndum sam- an við flokk verkamanna, Al- þýðuflokkinn. Og hinir leiðandi menn flokkanna voru ekki einir um að ákveða þetta samstarf, heldur óumflýjanleg nauðsyn fólksins, sem kaus þá. Nauðsyn, sem enga bið þoldi og knúði þá inn á hina einu færu leið til úr- bóta. í yfirlýsingu 5. þings Framsóknarmanna 17. febrúar 1937 segir um þetta samstarf: „Um undanfarin ár hefir Framsóknarflokkurinn haft samstarf um ýms löggjafarmál við flokk verkamanna í kaup- stöðum og kauptúnum, Alþýðu- flokkinn, og með stuðningi hans hrundið í framkvæmd mörgum áhugamálum sínum, þrátt fyrir ándstöðu kyrrstöðumaiuianna, og þann veg bætt aðstöðu fram- leiðenda m. a. með því að hækka o g tryggja verðlag á fram- leiðsluvörum, jafnframt því, sem hann hefir stutt að fram- gangi ýmissa mála til hagsbóta verkamannastéttinni. Flokksþingið telur, að þetta samstarf hafi yfirleitt lánazt hér.) í kraf ti þessa boðskapar ganga Framsókn&rœerm til kosning- anna 1937 og lofa þar með bein- línis að .þessu samstarfi skuli haldið áfram. Að öðrum kosti var þehn ekki sigurs von yfir kyrrstöðumönnunum og skutul- sveinum þeirra innan Bdenda- flokksins. Bændurnir voru orðn- ir róttækir vinstrimenn, höfðu og á róttækni þurft að halda ■undanfarin verðfalls- og kreppu- ár. En nú bregður svo xmdarlega við, að svo að segja strax að af- stöðnum þesum kosningum, ein- hverri hörðustu baráttu, sem háð hefir verið um kjörfylgi meðal bænda, kemur í ljós mjög áberandi undanlátssemi gagn- vart Sjálfstæðisflokknum, sem ekki verður annan veg skýrð en þann, að skapgerðarveila og festuleysi leiðtoganna sé þyngra á metum en pólitískar nauð- þurftir íslenzkrar ibændastéttar. Því ekki verða á það færðar neinar sönnur, að samstarf sem IKUBLAÐIÐ ÞJÓÐÓLFUR sem kom síðast út á mánu- daginn, gerir kjördæmamálið og deilurnar um það, hvort kosningar til alþingis skuli fara fram í vor, að umíalsefni í langri grein. Er niðurlag henn- ar á þessa leið: „Ábvrgrar ríkisstjómar á ís- landi biða önnur verkefni en þau, að kasta sér út í hjaðningavíg ill- vígrar kosningabaráttu. Þörfin krefur að unnið sé í þágu þióðar- innar af meiri einbeittni og dugn- aði. en nokkru sinni áður. Ef það verður ekki tryggt, að allar starfs- færar hendur á íslandi vinni og vinnuaflinu sé á skipulegan liátt beint að þjóðnýtum og aðkallandi störfum, kalla stjóniarvöld lands- ins rnikla ógæfu yfir þjóðina. Þeim tveim flokkum, sem nú fara með stjórn landsins, yrði um megn að þvo hendur sínar af þeirri ábyrgð. Úr því, sem nú er komið er ekki um annað að ræ$a en að fresta kosningum meðan stríðið stendur. Skorist Alþýðuflokkurinn undan stjórnarstörfum, verða núverandi stjórnarflokkar að fara með stjórn einir. Þeir geta ekki varpað frá sér óbyrgð á raunhæfum stjórnar- störfum án þess að auka drjúgurn í þá syndabyrði, sem þegar mun vera orðin nægilega þung. Um af- stöðu Þjóðclfs til slíkrar „striðs- stjómar“, hvort sem hún væri skipuð fulltrúum þriggja flokka eða tveggja er það að segja, að hann mundi vilja veitá henni það aðhald réttmætrar gagnrýni, sem áður er nefnt en unna henni í hví- vetna sannmælis og láta hana hljóta dóm samkvæmt verkum sínum.“ Öðruvísi mér áður brá. Þjóð- ólfur orðinn aðaltalsblað þjóð- stjórnar á íslandi! Og ef ekki er óhjákvæmilegt reynist þá í mótx blæs og harðnar á dalnum, muni gagnslaust eða jafnvel skaðlegt þá batnar í ári. Og ekki verður því trúað fyrr en á reynir, að slík skoðtm sé ríkjandi meðal bænda almennt þótl uppi kunni hún að vera. Má í þessu sam- bandi rifja upp fyrir Framsókn- armönnum, að fyrir aðeins rúmu ári síðan birtist grein í Tíman- um eftix góðan og gegnan Fram- sóknarbónda, sem undirstrikar með eftirfarandi orðum skoðun sína á stjómmálasamvinnu verkamanna og bænda: ,JÉg tel það háskalegan misskilning, aS bændur og verkamenn eigi eð» þurfi að standa á öndverðum meiði. Ég tel það óhrekjanlega staðreynd, að hagsmunir beggja eigi samleið í flestum málum.“ (Leturbreyting gerð hér.) Greinarhöfundurinn fer ekki í neina launkofa með meiningu sína. Það er beinlínis háskalegt að hans áliti ef bændur og verkamenn standa á öndverðum. meiði. Svo saman slungin eru örlög og hagsmunir þessara stétta. Og þetta er ekkert bæna- kvak örmagna framleiðanda á hallæristímum, heldur heilagur innblástur sem ekkert fær hagg- að. Ekki einu sinni núverandi verðbólga og veltitímar. Ekki minnist þessi bóndi á Sjálfstæð- ismemi né bjargræði nein úr hægt að hafa þjóðstjórn, þá að* minnsta kosti leifar þeirrar gömlu! Og kosningar mega ekki. undir neinum kringumstæðum< fara fram fyrr en í stríðslok! Mikil eru umskiptin orðin. Þeg- ar þetta blað byrjaði að koma út, talaði það eins og Jóhannes skírari um að reiða öxina að rótum trjánna og uppræta: spillingu þjóðstjórnarinnar. Og' af öllu var kosningafresíunini talin argasti vottur hennar. En þegar þjóðstjórnin kloínaði, Al- þýðuflokkurinn fór úr henni fyrir yfirgang og gerræði Frám- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, snéri Þjóðólfur allt 1 einu við blaðinu, réðist á Al- þýðuflokkinh með hrakyrðum og hældi Herrnanni á hvert reipi. Heyrzt hefir, að áður en blaðið tók þessum sinnaskipt- um hafi Jónas Þorbergsson ver- ið kallaður á fund Hermanns Jónassonar. Síðan hefir það í öllu falli verið skoðað sem mál- pípa núverandi forsætisráð- herra. Og ef það væri rétt, er það óneitanlega töluvert eftir- tektarvert, að Þjóðólfur skuJi nú heimta kosningafrestun til stríðsloka, jafnvel þótt ekki fá- ist nema samkomulag og „stríðsstjórn“ Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins til þess, samtímis sem Tím- inn, hið opinbera málgagn for- sætisráðherrans, er látið halda því fram, að ekki komi til mála annað, en að kosið verði í vor, nema því aðeins að Alþýðu- flokkurinn fallist á áframhald- andi kosningafrestun! Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.