Alþýðublaðið - 06.05.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.05.1942, Blaðsíða 6
AL.ÞTÐUELAÐIÐ 6 Sæll, félagi. Þessi drengur er fjögurra ára gamall og hefir fengið lömun- arveiki eins og Roosevelt. Hér er hann staddur framan við auglýsingamynd af Roosevelt, en í auglýsingunni er áskor- un til almennings um liðsinni í baráttunni gegn lömunar- veikinni, HANNHS Á HORNINU Miðvikudagur 6. maí 1942. Svik Framsóknar við vinstri stefnuoa Frh. af 5. síðu. fánarnir blöktu við hún þeim til heiðurs við bústaði útgerðarmann- anna.“ „ÉG VERÐ nú ,að segja fyrir minn smekk, að ég hefi sjaldam séð fánann misnotaðan á jafn sví- virðilegan hátt. Ekki hafa þó allir 6ama smekk og ég. Þá er að geta þeirra verkamanna, sem voru látn- ir vinna alla aðfaranótt 1. maí og býst ég við, að þeir hafi notað daginn til að sofa og hvíla sig, og hafa það víst verið álitin nægileg hátíðahöld fyrir þá. Þá er ég nú búinn að segja fiá hátíðahaldi meirihluta verkamanina é Akranesi þann 1. maí 1942. Vera má að ein- hverjir sjómerm. og verkamenn hafi svo lítilfjörlega skapgerð, að þeir hafi verið harðánægðir með þetta, en þó hygg ég, að fleiri hafi borið þurigan hug í brjósti.“ „ÉG ÆTLA að geta þess til sam- anburðai', að skipstjórarnir hérna hafa með sér félagsskap. Á hverju ári halda þeir hátíðlegt afmæli fé- lags síns, og taka sér þá frídag Þá dettur engum skipstjóra í hug að róa, þó að gott sé sjóveður, og ekki hafa þeir spurt hásetana um leyfi, enda hefi ég aldrei heyrt neinn. há- seta fetta fingur út í það. Þeir hafa talið það sjálfsagt, en þeir hafa kanaraske talið jafn sjálfsagt að tekið væri tillit til þeirra frí- dags. Ég ætla svo ekki að hafa þessi orð fleiri. Ég vil aðeins bæta því við, að ég öfunda þá ekki, sem æfinlega ganga á annarra rétt og kúga þá. En þá, sem láta kúga sig svona, fyrirlít ég, því að þeir geta á engan annan hátt sýnt vanþakk- læti sitt betur til þeirra manna, sem á umliðnum árum hafa fórnað sér fyrir þá og barizt fyrir rétti þeirra.“ Hannes á horninu. Argentínskar nætur heitir mynd, sem Nýja Bíó sýn- ir núna. Aðalhlutverkin leika Andrews-systumar. MATAGASKAR Frh. af 3. síðu. Fregnunum um þetta skref Breta hefir verið fagnað um allan heim Bandamanna og þykii' það góðs viti, að þeir skyldi yerða Japönum fyrri til. Efast enginn um, að hér hafi áætlanir Japana raskazt alvar- lega. Varðmaðhr sfeýíur mann i Sao Fraielsko. AÐ KVÖLDI hins 3. maí sást óþekkt flugvél nálgast San Fransisko á Kyrrahafs- strönd Bandaríkjanna. Var borg in þegar myrkvuð, en innan skamms kom í Ijós, að um amer- íkska flugvél var að ræða. Meðan á myrkvuninni stóð, var verkamaður einn skotinn til bana, þar eð hann hlýddi ekki skipun varðmanns um að nema staðar. ÞAÐ var tilkynnt í Rússlandi í gær, að Þjóðverjar hefðu s.l. 10 mánuði misst hvorki meira né minna en 15 000 flugvélar. —o— TÉKKAR sýna Þjóðverjum mjög margvíslega andstöðu og þeir hafa orðið að færa fórnir fyrir. Nýlega hafa 25 Tékkar verið skotnir fyrir andstöðu og skemmdarverk. mamKxnzixmm Útbreiðið Alþýðublaðið. Frh. af 4. síðu. þeirri átt og andlit hans virðist alveg í réttum skorðum. Með samstjóm vinstri flokk- anna hefst eitthvert örðugasta fjárhagstímabil, er um getur í sögu þjóðarinnar hina síðustu áratugi. Var því þegar tekin upp sú stefna, þrátt fyrir mjög erfitt árferði, aflabrest og minnkandi vöruveltu inn- og útflutnings- verðmæta og þar af leiðandi allra tolltekna ríkissjóðs, að láta tekjurnar hrökkva fyrir nauð- synlegum rekstursútgjöldum án þess að draga úr verklegum framkvæmdum. Um árferðið nægir að benda til þess, að ein- göngu vegna aflabrests á ver- tíðinni 1936 lækkuðu atvinnu- tekjur sjómanna um nær 8 milj. kr. og heildartekjur alls verka- lýðs við sjávarsíðuna að sama skapi. Og um markaðstöpin má minna á það, áð saltfisksalan til Spánar það ár nam aðeins 1 millj. kr. á móti 25 millj. kr. ár- ið 1929 og 15 millj. kr. árið 1933 Miðað við árið 1934 minnkaði verðmæti útflutts saltfisks, ís- fisks, fiskimjöls o. fl. tegunda venjulegra sjávarafurða um ca. 10,6 millj. kr. árið 1936. En vegna aukinna afkasta síldar- verksmiðjanna og betra skipu- lags um framleiðslu og sölu síldarafurða, svo og vegna nýrr- ar framleiðslu — og útflutn- ingsvöru eins og karfaafurða, hvalafurða, freðfisks, niður- suðu á rækjum o. fl. nýmæla, er uþp voru tekin, en ekki gætti áður að neinum mun í ut- anríkisverzluninni, tókst að auka greiðslugetu þjóðarinnar um nálega sömu upphæð eða rúmlega 10 millj. kr. Þessar nýju og stórauknu framleiðslugreinar hrundu ekki aðeins vá fátæktar, jafnvel gjaldþrots, frá dyrum þjóðar- innar í heild, heldur urðu þær og drjúg atvinnuaukning sjó- mÖnnum og öðru verkafólki. Hinar auknu verklegu fram- kvæmdir og stórauknu fjár- framlög til atvinnubóta má einnig rekja til þeirra. M. ö. o. fyrir að láta hendur standa fram úr ermum og berjast við örðug- leikana, leysa viðfangsefnin að góðra vinstrimanna hætti, guld- ust þjóðinni þau laun að komast fjárhagslega ómeidd yfir flár og boða einhverrar mestu við- skiptakreppu, sem yfir heiminn hefir gengið. Hvað landbúnaðinn snertir, þá var það viðurkennt, að þrátt fyrir alla undanfarandi kreppu- I löggjöf gaf hann ekki nauðsyn- legar tekjur til hallalauss bú- rekstrar og því fyrirsjáanlegt að skjótra, öruggra úrræða þurfti við bændum til handa. Til þessa voru afurðasölulögin sett. Er nú viðurkennt, jafnvel af andstæð- ingum aðgerðanna, að þau hafi gefið bændum töluvert í aðra hönd. Hitt er þó jafn víst, að J árangur afurðasölulaganna er minni en ætla mætti og menn gerðu sér vonir um. Alþýðuflokkurinn hefir staðið að framkvæmd afurðasölulag- anna með Framsóknarflokkn- um, en vegna minnihluta að- stöðu sinnar innan þeirra nefnda, er um málin fjalla, litlu til leiðar getað komið af veru- legum umbótum á framkvæmd þeirra. Hefir margsinnis verið á það bent hér í blaðinu, hvað af- laga hefir farið og hverra ráða væri helzt að leita til úrbóta. Framsóknarmenn hins vegar — en þeir hafa hreinan meirihluta innan viðkomandi nefnda — æf- inlega daufheyrzt við öllum til- lögum og ábendingum. Hefir þá brostið hvorttveggja jafnt, á- ræði og hugkvæmni til að leysa málin svo viðunandi mætti kalla. Þrátt fyrir það hefir Al- þýðuflokkurinn talið sér skylt að standa með lögunum og mun gera svo lengi nokkur von er til, að framkvæmd þeirra standi til bóta og líkur eru fyrir að þau séu eða geti verið landbúnaðin- um að einhverju gagni. Þetta samstarf flokkanna, samstarf, sem flokksþing Fram- sóknarmanna telur að hafi yfir- leitt lánast vel, hefir þannig lotið að því að leysa mjög að- kallandi viðfangsefni fyrir launastéttir landsins í mjög erf- iðu árferði. Og þar eð samstarf- ið lánaðist vel, er alveg vonlaust um að finna þar nokkra syndá- kvittun til handa þeim Fram- sóknarmönnum, sem tilefnis- og fyrirvaralaust slitu þessari sám- vinnu og hófu samstarf til hægri við Sjálfstæðisflokkinn og kyrr- stöðumenn hans. Þessi svik Framsóknar við kjósendur sína og aðra vinstrimenn eru þó enn sárari fyrir það, að vegna hinna nýju lagsbræðra er alveg úti- lokað að hinn óvænti stríðsgróði notist sem skyldi til vaxtar og þróunar atvinnuháttum þjóðar- innar í framtíðinni. Hvað hann gefur þó fyrirheit um, ef vel og skynsamlega er á haldið. (Niðurlag á morgun.) Æfingatafla Méistaraflokkur og 1. fl. á nýja íþróttavellinum: Þriðjudaga kl. 7—814 síðd. Fimmtudaga kl. 8V2—10 síðd. Laugardaga kl. 7—8V2 síðd. 2. flokkur. á gamia íþróttavellinum: Mánudaga kl. 8—9 síðd. Miðvikudaga kl. 9—10 síðd. Föstudaga kl. 8—9 síðd. 3. og 4. flokkur á gamla íþróttavellinum: Mánudaga kl. 7—8 síðd. Miðvikudaga kl. 6—7 síðd. Föstudaga kl. 7—8 síðd. Mætið vel og stimdvislega. STJÓRNIN. Geymið æfingatöfluna. Dr. Cyclops heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir. Aðalhlutverkin leika Albeit Dekker og Janice Logan. Auka- mynd: StrandhÖgg í Noregi. Fólkið skemmtir sér: Jallna hliðið“ ag „Ballð Ameríka“! \ ■ KvikmyndahúsKaa og bifreiðavandræðin. ENINGAVELTAN sést á fáu eins vel og a&sókn- inni að kvikmyndahúsunum, Leikhúsinu, kaffihúsunum og dansleikjunum. Allir, sem nokkru sinni reyna að komast í bíó, vita, hvemig það gengur að ná í aðgöngu- miða. Það er næstum ómögu- legt að ná í miða ,nema menn taki sér stöðu í lestinni, sem bíður, svo sem klukkustund áður en aðgöngumiðasalan á að hefjast. Tvær reglulegar sýningar eru á hverjum rúm- helgum degi í kvikmyndahús- unum báðum, auk þess fram- haldssýningamar í Ganála Bíó og svo 4 sýningar í báðum kvikmyndahúsunum á sunnu- dögum og allt af komast færri að en vilja. Nú er búið að sýna Gullna hliðið 59 sinnum, og 60. sýn- ingin á því á að vera nk. fimtu- dagskvöld. Aðsóknin er allt af jafn mikil og lítur helzt út fyr- ir, að hægt verði að sýna það 100 sinnum að þessu sinni, án hvíldar. Það mun láta nærri að um 15 þúsundir manna séu búnar að sjá þetta leikrit og ér þetta alveg einstætt. í' fyrrad. kl. 1 hófst aðgöngu- miðasalan og 18. sýningu á re- vyunni: „Halló, Ameríka!“ Að- göngumiðarnir seldust upp á einni klukkustund. Sá síðasti í röðinni sem stóð við Iðnó kl. 12.30 — fékk ekkert. Upp undir 5000 manns munu vera búin að sjá þennan gam- anleik. Það þarf ekki að vekja at- hygli á því, í þessu sambandi, að aðgöngumiðarnir að revy- unni kosta 12 krónur, þeir ódýr- ustu, og 14 krónur þeir dýr- ustu. Hermennirnir sækjs/ mjög kvikmyndahúsin, en þeir sækja sama og .ekkert Leik- húsið. Þá eru það bifreiðastöðvarn- ar. Nú orðið þýðir varla að hringja í símann og biðja um bifreið, eins og við gerðum í gamla daga. Maður fær að eins hranalegt svar, að minnsta kosti á sumum bifreiðastöð’”- unum: „Enginn bíll“. Og svo er tólinu skellt á, svo að maður fær hellu fyrir eyrað. Eina ráðið er að ganga niður á stöð- ina og hanga þar góða stund í von um að klófesta bifreið. — Hermennirnir nota bifreiðarn- ar mjög mikið. En auk þess eru íslendingar farnir að taka upp á því, að halda bifreiðinni — jafnvel heilt kvöld, án tillits til þess, hvað þeir þurfa að borga fyrir þær, og án þess að vera allt af að nota þær, enda sér maður á hverju kvöldi bif- reiðar standa tímum saman fyrir utan hús og bíða eftir fólki. — Það er gott, að fólkið get- ur skemmt sér!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.