Alþýðublaðið - 02.07.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.07.1942, Blaðsíða 2
ALÞVÐUBLAOIÐ Mlðvikudagur 1. júlí 1942. Til minnis. ÞAÐ er kosiS um stefnu Al- þýðuflokksins í öllum þeim aðalmálum, sem nú eru efst á baugi með þjóðinni, í kosning- unum 5. júlí. Það er fyrst og fremst kosið um stefnu hans í kjördæmamál- inu, í gengismálinu og í gerðar- dómsmálinu. Það var Alþýðuflokkurinn sem hófst handa um leiðrétt- ingu kjördæmaskipunarinnar með það fyrir augum að tryggja fullkomið jafnrétti kjósenda í landinu. Nú hefir Sjálfstæðis- flokkurinn að vísu lýst yfir stuðningi sínum við það mál, en þó ekki fyr en Alþýðuflokkur- inn hafði bókstaflega orðið að kúga hann til þess að gera það. Framsóknarflokkurinn berst hins vegar með öllum þeim vopnum, sem hann á yfir að ráða, fyrir því að viðhalda ranglætinu, og heldur því fram, að kjördæmabreytingin, og þá fyrst og fremst hlutfallskosn- ingar, muni leiða ti'l upplausnar og öngþveitis í þjóðfélaginu! Formaður Framsóknarflokks- ins, Jónas frá Hrifluj, kallar kjördæmabreytinguna: stjórn- arskrá upplausnarinnar. En við skulum athuga, hvað Jónas frá Hriflu sagði um breyt- ingar á kjördæmaskipuninni og hlutfallskosningar fyrir nokkr- um árum. í bókinni „Komandi ár“, sem hann skrifaði fyrir 20 árum og var gefin út sem eins konar stefnuskrárrit fyrir Framsóknarflokkinn, kemst hann þannig að orði: „Hins vegar mætti greiða götu glöggrar flokkamyndunar á ýmsan hátt, en með engu fremur en að stækka kjördæm- in og beita hlutfallskosningu. Þá koma stefnurnar fram frem- ur en einstaklingsáhrif, ættar- fylgi eða fjármagn. Ef 3—4 sýslur væru í sama kjördæmi og kosið með hlutfallskosningu reynir minna á „síðustu atkæð- in“, úrskurð þeirra andlega ó- myndugu, sem fluttir eru í bif- reiðum á kjörstaðinn, eins og sauðir til slátrunar. Hlutfalls- kosning tryggir rétt minnihlut- ans. — Með hlutfallskosningum í stórum kjördæmum má a. m. k. fyrirbyggja algerðan sigur byggðan á dómi þeirra óhæfu“. Þannig skrifaði Jónas frá Hriflu meðan Framsóknar- flokkurinn var enn þá frjáls- lyndur flokkur og ekki kominn til valda. Þá taldi hann það ekki einasta rétt að taka upp hlutfallskosningar, heldur og meira að segja að afnema gömlu kjördæmin og skipta landinu í fá stór kjördæmi. Og nú leyfir Framsóknarflokkurinn sér að halda því fram, að það þýði „upplausn þjóðfélagsins“, ef að eins hlutfallskosningar eru tekn ar upp í tvímenningskjördæm- unum! Það er Alþýðuflokkurinn einn, sem nú berst fyrir því, að gengi krónunnar verði aftur hækkað upp í það, sem það var fyrir gengislækkunina 1939. Báðir íhaldsflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn, Frambjóðendur Aljjýðuflokk Stefán Jóh. Síefánsson. 1. frambjóðandi í Reykjavík. Sigurjón Á. Ólafsson. 2. frambjóðandi í Reykjavík. Jón Blöndal. 3. frambjóðandi í Reykjavík. Erpil Jónsson frambjóðandi í Hafnarfirði. Guðmundur I. Guðmundsson frambjóðandi í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Sigurður Einarsson frambjóðandi í Borgarfjarðar- sýslu. Ólafur Friðriksson frambjóðandi í Snæfellsnes- sýslu. Gunnar Stefánsson frambjóðandi í Dalasýslu. Friðfinnur Ólafsson frambjóðandi í Austur-Húna- vatnssýslu. Oddur A. Sigurjónsson frambjóðandi í Suður-Þing- eyjarsýslu. Benjamín Sigvaldason frambjóðandi í Norður-Þing- eyjarsýslu. Knútur Kristinsson frambjóðandi í Austur- Skaftafellssýslu. Jónas Guðmundsson frambjóðandi í Suður-Múla- sýslu. Eyþór Þórðarson frambjóðandi í Suður-Múla- sýslu. Pétur Halldórsson frambjóðandi í Norður-Múla- sýslu. Soffía Ingvarsdóttir frambjóðandi í Norður-Múla- sýslu. neita að verða við' þeirri sjálf- sögðu réttlætiskröfu launastétt- anna í landinu. Þeir vilja við- halda lággengi krónunnar til þess - að stríðsgróðamennirnir geti haldið áfram að græða á kostnað almennings. Þess vegna tóku þeir höndum saman um að svæfa gengishækkunarfrum- varp Alþýðuflokksins á síðasta þingi. En hvað sagði Sjálfstæðis- flokkurinn um þetta mál áður en gengishækkunarfrumvarp Alþýðuflokksins kom fram? Þá þóttist hann vera því eindregið fylgjandi, að krónan yrði hækk- uð, undir eins og hægt væri. Fdrmaði^- Sjálfstæðisflokks- ins, Ólafur Thors, sagði í ræðu á þingi í fyrravor: „Ég er þeirrar skoðunar að hækka ætti íslenzka krónu, ef unnt væri. Ég stóð fast með þvi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.