Alþýðublaðið - 10.07.1942, Page 5

Alþýðublaðið - 10.07.1942, Page 5
Föstudagnr 10. júlí 1942, ALÞYÐUBLAÐID 5 Hermenn frá íslandi í orlofi á Englandi. Photo by U.S. Army Signal Corps. Fyrir nokkru fóru nokkrir ameríkskir hermenn frá íslandi til Englands í leyfi. Þótti þeim að vonum áhugavert að koma til lands, sem hefir verið í stríð- inu frá byrjun og hefir þegar orðið að þola flestar hörmungar þess. Fyrsta myndin sýnir tvo af hermönnunum á bryggjunni í Reykjavík. Þeir eru bersýni lega að hugsa um ferðina, sem þeir eru að leggja í. Önnur myndin er nokkru seinna, þegar þeir eru komnir heilu og höldnu til Englands. Þeir eru að ganga eftir hinni heimsfrægu götu Piccadilly Circus. Á húsinu fyrir aftan þá er máluð stór auglýsing fyrir Wrigley’s tyggigúmmí. Þeir brugðu sér í ferð til Canterbury, hins fræga biskupsseturs í Suður-Englandi. Þeir sjást á þriðju myndinni vera að skoða kirkjuna þar, en hún hefir laskazt í loftárásum. Aftur í London á fjórðu myndinni, þar sem þeir eru að skoða Westminster Abbey. Photo by U.S. Axmy Signal Corps. Aðalstöðvar ameríkskra her- og flugmanna í London eru í Arnarklúbbnum (The American Eagle Club). Þaðan er útvarpað kveðjum til Ameríku og fyrsta mynd in sýnir einn hermannanna frá íslandi tala til móður sinnar og unnustu heima í Bandaríkjunum. í Englandi eru nú fleiri stúlkur í einkennisbúningum en óeinkennisklæddar og virtust Ameríkumennirnir kunna vel við það, eins og önnur myndin sýnir, þar sem þeir eru með stúlkum úr enska flughernum að gefa öndum. Hinar stúlkurnar, sem ekki eru í einkennisbúningum, minntu samt sem áður piltana meira á heimaborgir þeirra. Þriðja myndin er frá einum stærsta danssal í London, þar sem Ameríkumennirnir eru að dansa við ensku stúlkurnar. Heimförin kemur fyrr eða síðar og hermennirnir rifja upp fyrir sér ferðina, er þeir láta úr höfn — á leið til íslands. Japanska gllman i Kyrrahafi. . ♦ '“"'TTI' .IIWIiiilPTfllBriim* IGURSÆLD JAPANA, löngu undirbúin, kom h and am ö rt num í fyrstu mjög á óvart. Þeim virtust Japanir í fyrstu eiga yfir miklum styrk- leika að ráða, en sigursæld þeirra var aðeins að þakka bragðvísi glímumannsins. Jap- anir hafa lært til fullnustu öll brögð sjálfsvarnanna. Grund- vallaratriði japönsku gHmunn- ar eru byggð á mjög einföldum ályktunum, sem sé þeim, að enginn andstæðingur se svo máttugur, að hann hafi ekki einhverja snögga bletti, og jafn vel hínn veikburða geti ráðið niðurlögum hins orkumikla, ef hann leggur alla orku sína í eitt átak á réttri stundu og réttum stað. En japönsku glímubrögð- in geta aðeins komíð að gagni svo lengi sem andstæðingurinn Jbekkir þau ekki. Því verður ekki á móti mælt, að Japanír réðust á ofurefli, en| meö herfkju og bragðvísi tókst þeim að hefja stríðið með afdrifaríkri árás á brezka og amerikska flotann á þeirri stundu, sem Bandamenn voru ekki við búnir. Þessi fram- koma, að ráðast að óvininum óvörum, þar sem hann er veik- astur fyrir og reyna að láta kné fylgja kviði, minnir mjög á tækni japönsku glímunnar, og Iþá ekki síður það, sem seinna hefir skeð, auk þess sem sýnilegt er, að bak við liggur langur undirbúningur og ger- hugsuð hemaðaráætlun. í fá- einna klukkutíma sjóorrustu var allur hernaðarmáttur Bandam., lamaður um stundar- sakir í Kyrrahafi. Á fáum vik- um misstu þeir margar af aðal- stöðvum sínum, þar á meðal. Hollenzku Austur- Indíur. Þannig náðu Japanir á vald .sitt ýmsum hemaðarlega mikil vægum stöðum, Bandamenn gátu ekki rönd við reist um sinn fremur en sá, sem óvið- búinn hefir verið tekinn japönskum glímutökum. * Sérhverja þessara árása Japana — svo sem til dæmis árásin á Pearl Harbor — má ef til vill líta á sem japanskt gjífmubragð. Sú hernaðadhug- mýnd, að gðra skyndiárás á ameríkska flotann, átti upp- runa sinn í þeirri reynslu, upp- runalega eriskri, sdjm fengizt háfði af því að nota tundur- skeytaflugvélar frá flugvéla- móðurskipum. Þessi hugmynd kom til framkvæmda. Flota- deild Bandaríkjanna hafði, þeg- ar hún var að áforma varnir fyrir Hawaieyjar, sannfærst um það, að Japanski flotinn myndi gera árás og hafði dregið saman meginflotastyrk sinn í Pearl Harbor. Þar, sem flotanum hafði verið falin öll gæzla allra landa Norður-Ameríku í Kyrra hafi, hafði hann komið sér upp gæzlukerfi úr lofti. Stórar sjó- flugvélar sveimuðu daglega yfir sjónum umhverfis Pearl Harbor, 'allt að 1000 mílur á haf út. Jafnvel þótt japanski flot|nnj komist inn í þertnan 1000 mílna hring að næturlagi var álitið, að ameríkski flotinn hefði nægan tíma til iþess að komast út úr höfnjínni að morgni óg búast til orrustu. Svo lítur út, sem Japanir hafi vitað um þetta varnarkerfi. Áform þeirra var, að nota myrkrið til þess að koma flug- vélamóðup’skiþum svo nálægt Pearl Harbor sem mögulegt væri, en í dögun áttu ■ flugvél- arnar að hefja sig til flugs og frfamkvæma ætlunarverk sitt. Samkvæmt rannsóknum þar til kjörinnar nefndar hefir ' árásin farið fram eins og hér segir: í rökkrinu hinn 6. desember höfðu flu^vélamóðuxÍEkipin farið fulla ferð inn á eftirlits- svæði Ameríkumanna. Þau fóru um 350 mílur um nóttina og sendu frá sér flugvélarnar stuttu fyrir dögun. Flugvél- arnar komust til Pearl Harbour eftir tveggja klukkutíma flug og þar með var árásin hafin. Þetta var engin tilviljun, hér fóru saman æfing og útreikn- ingur. Margir hinna ungu flug- manna, sem þátt tóku í árás- inni, höfðu æft sig í sex ár Samkvæmt sögusögnum Japana er fyrstu þremur árunum eytt í það að móta skapgerð liðs- mannanna. Fyrsta árið er barin inn í þá skyldutilfinning ásamt algerri íyrirlitningu á dauðan- Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.