Alþýðublaðið - 17.07.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.07.1942, Blaðsíða 2
Kommúnistar vilja að 1 ög- reglan hafi|skammbyssur!! Mfiklar umræðnr nm vopnakaup og vopnabúnað Iðgreglunnar á bæjarstjármarfiimdiimiii I gær. » • ALLMIKLAR UMRÆÐUR urðu á bæjarstjórnarfundi í gær um vapnakaup lögreglunnar. En svo sem kunn- ugt er, var það Jón Axel Pétursson, bæjarfulltrúi, sem einna fyrstur vakti máls á þessum vopnakaupum og benti á hættuna sem af þeim gæti leitt. Það vakti sérstaka athygíi, að þessu sinni, að konnnúnistar létu það álit í ljós, að lögreglan þyrfti að vera búin skammbyssum. 11 ára drengur bjargar afa sínum, 81 árs gömlum, frá drukbnuu. NÝLEGA bar það við á Pat- reksfirði, .að ellefu ára gamall drengur bjargaði afa sínum, áttatíu og eins árs göml- rnn, frá drukkmm. Voru þeir saman á báti úti á firðinum, þegar gamli maður- inn, Páll M. Christiansen, féll útbýrðis. Gat pilturinn náð honum upp í bátinn aftur og réri með hann til lands. Skýrslugerð um hásnæðisfandræðm. I •mmmmwm BÆJARSTJÓRN hefir sam- þykkt að láta rannsókn fara fram á því, hve húsnæðis- eklan sé mikil > hér í bænum um þessar mundir. Hefir verið ákveðið, að húsaleigunefnd annist skrán- ingu á fólki, sem býst við að verða húsnæðislaust í haust og fer skráningin fram dagana 20. til 25. júlí kl. 10—12 og kl. 2 til 5. K. B. fer á Þjóð- bátfðina í Eyjum. FIMLEIKAFLOKKUR karla úr K. R. fer til Vestmanna- eyja í byrjun næsta mánaðar og mun hann sýna þar á Þjóð- hátíð eyjarskeggja. Eru um 12 röskir piltar í flokknum, allir ágætir fimleikamenn og vel' æfðir. Þjálfari þeirra er Vignir Andrésson, fimleikakennari og verður hann að Iíkindum farar stjóri. Vestmannaeyingar sóttu sem kunnugt er íslandsmótið í knattspyrnu og fóru heim við góðan orðstír.Nú ætla Reykvík- ingar að endurgjalda þeim heim sóknina, þótt ekki sé það í sömu íþróttagrein. Það hefir verið venja Vestmannaeyinga undan- farin ár að bjóða alltaf til sín einhverjum íþróttaflokki, venju lega úr Reykjavík, til keppni eða sýninga á Þjóðhátíðinni. Kristján Hannesson læknir, verður fjarverandi nú um mán- aðartíma. Á meðan gegnir Bjarni Jónsson læknisstörfum hans. Þetta kom berlega fram í tillögu frá Sigfúsi Sigurhjart- arsyni, sem lá fyrir fundinum en upphaf hennar er á þessa leið: „Bæjarstjúm Reýkjávíkur lítur svo á, að lögreglumenn biæjarii^á þurfi ekki að vera öðrum vopnum. húnir en kylf- um og skammbyssum. “ Síðari hluti þessarar tillögu- greinar var svohljóðandi: „Bæjarstjórnin skorar því á dómsmálaráðherra að sjá um, að lögreglumenn bæjarins séu ekki öðrum vopnum búnir en þeim, sem um getur í þessari samþykkt, og ennfremur að vopn þau, sem fyrverandi dóms- málaráðherra lét flytja til landsins verði seld úr landi eða eyðilögð.“ Jón Axel Pétursson kvaðst geta vérið tillögugrein þessari sammála, að öðru leyti en því, að hann mundi aldrei viður- SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS á Siglufirði hafa nú tekið á móti 113 þús- und málum af síld og síldar- verksmiðja ríkisins á Rauf- arhöfn á móti 30 þúsund mál um, samtals f43 þúsund mál- um. En auk þess hefir síldar- verksmiðjan Rauðka á Siglu- firði tekið á móti 10 þúsund málum. Fitumagn síldarinna er nú orðið um 20% að meðaltali og veiðist hún um allt svæðið frá Húnaflóa og austur að Langa- nesi, en mest er þó síldin á Haga nesvík, út af Siglufirði og á Grímseyjarsundi. í gærmorgun var súld á Siglu firði, en birti upp seinnipartinn í gær og var þá gott veður. Frá því klukkan tólf í fyrra- kvöld og þar tií í gærkveldi höfðu eftirfarandi skip komið inn til Siglufjarðar með afla: Nói með 280 mál, Hannes 28, Gullveig 520, Gotta 80, Hug inn I. 850, Vísir 300, Þorgeir goði 530, Minnie 250, Ingólfur 400, Barðinn 300, Freyja Rvik 860, Huginn III. 850, Keilir 250, Huginn II. 550, Erlingur II. 550. Keflvíkingur 800, Árni Árnason 350, og Sæbjöm 600. kenna það, að lögreglan þyrfti að vera vopnuð skammbyssum, og teldi hann það afar hættul. í sama streng tók Sigurður Ólafsson. Kvaðst hann aldrei samþykkja tillöguna með þessu atriði um byssurnar. Kommúnistar sáu nú, að þeir voru komnir út á hálan ís og strikuðu orðin ,,og skammbyss- um“ út úr tillögunni, þegar þeir sáu hverjum tökum Al- þýðuflökksfulltrúarnir tóku á málinu. Bjarni borgarstj óri kvaðst hafa leitað sér upplýsinga um vopnakaup þessi, hjá lögreglu- stjóra, en litlar upplýsingar fengið aðrar en þær, að vopn þau og hernaðartæki, er lög- reglan fékk, og setuliðsstjómin tók í sínar hendur, væru ekki enn í höndmn lögreglunnar. Lögreglan hefði heldur ekki fengið neitt nýrra vopna, að sögn lögreglustjóra. GuðmundUr Ásbjörnsson, forseti bæjarstjómar lagði fram svofellda dagskrártillögu: „Bæjarstjórn Reykjavíkur telur núgildandi fyrirmæli um lögreglu að ýmsu leyti óeðlileg, þar sem kostnaður af henni er að mestu leyti lagður á bæjar- og sveitarsjóði en yfirráð henn ar eru að langmestu leyti í hönd um ríkisvaldsins. Bæjarsfjóm telur eðlilegra, að annaðhvort verði bæjarstjórnum fengin öll ráð lögreglumála, þar með skipun lögreglustjóra, eða að ríkisvaldið haldi þeim og beri þá eitt kostnað af þeim. Skorar bæjarstjóm á alþingismenn kaupstaðarins að beita sér fyrir rækilegri endurskoðun þessara mála, en lýsir því jafnframt yfir, um leið og hún tekur fram að úr bæjarsjóðfc hefir engu fé verið varið til vopnakaupa, að á meðan aðalumráð lögregl- unnar eru hjá ríkisvaldinu telur hún óhjákvæmilegt, að það á- kveði hverjum tækjum lögregl- an sé búin; enda treystir hún því, að alþingismenn séu á verði um, að dómsmálaráðherra mis- beiti ekki valdi sínu í þessu efni, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“ Stefna íhaldsins í þessum máluon er því sú, að annað- hvort hafi bæjarstjórnin full yfirráð lögreglumála sinna, án íhlutunar ríkisvaldsins, eða hitt, að ríkisvaldið hafi þar eitt ó- skorað vald. Þar sé ekkert bil beggja. Kommúnistar vilja aftur á Frh. á 7. síðu. Sildin er nú veidd Syrlr miu Norðurlandi. En mest veiðist úti af Haganesvik. -------------♦ É ■ Alþýðusambandsþing kallað saman í haust. Það verður haldið í Reykjavík um eða rétt fyrir miðjan nóvember. STJÓRN ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS ákvað á fundi í fyrradag að kalla saman reglulegt þing sam- bandsins, hið 17. í röðinni, hér í Reykjavík um eða rétt fyrir miðjan nóvember í haust. Samþykkt var einnig, að kosningar á fulltrúum til sam- bandsþingsins skyldi fara fram í sambandsfélögunum á tíma- bilinu frá 10. september til 10. október. Þessar ákvarðanir Alþýðusambandsstjórnariimar eru | auglýstar í Alþýðublaðinu í dag, en fundarstaður og setn- I ingardagur sambandsþingsins veður nánar auglýstur síðar. | - f |f Sjðmeon unnn fnllan sig- nr í iieilimni tié Eimskip. Samnlngar aadirritaHIr í gær SAMNINGAR voru undirritaðir fyrir hádegi í gær milli sjómanna og Eimskipafélags íslands eins og við var búizt og hófst vinna á skipunum aftur í morgun. Sjómenn hafa fengið kröfum sínum framgengt í öllum atrið- um. Hafa undirmenn á þeim skipiun félagsins, sem eru í milli- landasiglingum, fengið áhættuþóknun sína hækkaða um 20 krónur á dag, úr 40 krónum upp í 60, og áhættuþóknun undirmanna á skipum félagsins, sem sigla með ströndum fram, hefir hækkað úr 100 krónum á mánuði upp í allt að 300 krónur á mánuði. Fara samningarnir, sem und- * irritaðir voru í gær, orðréttir hér á eftir: „Undirritaðir hafa komið sér saman um eftirfarandi breyting ar á samningum þeim, sem nú gilda á milli Eimskipafélags ís- lands og undirmanna á skipum félagsins. 1) Áhættuþóknun undir- manna á Es. Selfossi og Es. Dettifossi skal vera 60 kr. — sextíu krónur — á dag þegar skip þessi eru í miliilandasigl- ingum, í stað 40 kr. á dag, sem verið hefir undanfarandi. 2) Þegar ofangreind skip eru í siglingum meðfram strönd- um landsins skal áhættuþókn- un undirmanna á þeim vera 10 kr. — tíu krónur — á dag, í stað 100,00 kr. á mánuði und- anfarandi. Gildi áhættuþókn- un þessi allan tímann, sem skipin eru utan Reykjavíkur. 3) Allir undirmenn skulu fá frí annan hvorn dag meðan skipið liggur í heimahöfn (Reykjavík). Fríið skal vera frá hádegi til hádegis, enda falli niður þau frí, sem undir- menn hafa haft samkvæmt nú- gildandi samningum, að undan- skildu sumarleyfi. 4) Samningur þessi gildir frá deginum í dag og er uppsegj- anlegur af hálfu aðilja, hvorra um sig, hvenær sem er með 14 daga fyrirvara.“ í auglýsingu í blaðinu í gær um mat á fast- eignum í Reykjávík, hafði eitt götunafnið fallið niður. Var það Auðarstræti. Lækoaféiagi íslands breytt í Saiband læknafélaga. Frá aðalfundi félagslns. EINIS og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, var aðalfundur Læknafélags íslands haldinn hér í Reykja- vík dagana 2.—4. júlí síðastL Formaður félagsins, Magnús Pétursson, flutti í fundarbyrjun greinargerð um starfsemi fé- lagsins frá því síðasti aðalfund- ur var haldinn, en það var árið 1939. Helztu mál, sem rædd voru á fundinum, voru breytingar á siðareglum lækna. Var því máli vísað til stjórnarinnar, ennfr. hvaða reglum skyldi fylgt um embættaveitingar. Var einnig samþykkt að vísa því til stjórn- arinnar og henni falið að senda tillögur út til félagsmanna til umsagnar. í sambandi við umræður um kjÖr héraðslækna var eftirfar- andi tillaga samþykkt í einu hljóði: Aðalfundur Læknafélags fs- lands 1942 felur stjórn félags- ins að senda fyrirspurnir til allra héraðslækna og biðja þá um að gera tillögur, hvem í sínu lagi, um það, á hvern hátt þeir telja helzt ttauðsynlegt að bæta kjör þeirra og hverjar leiðir þeir vildu helzt að farnar yrðu.“ Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.