Alþýðublaðið - 17.07.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.07.1942, Blaðsíða 6
ALPYPUBLAPIP Föstudagur 17. júli 1942. 17 jlng Alfiýðisambands íslands verður háð í Reykjavík, um eða fyrir miðjan nóv- ember í haust. Fundardagur og fundarstaður nánar auglýst síðar. Kosningar til sambandsþings fari fram í félögun- um á tímabilinu 10. september til 10. október, Reykjavík, 17. júlí 1942. Sigurjón Á. Ólafsson, forseti. Guðgeir Jónsson, ritari. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. ur yrðu einnig greiddar á af- urðir smáútgerðarinnar. Og hvað skeði þá? Framsóknar- flokkurinn tók höndum saman vð Sjálfstæðisflokkinn um að drepa þetta réttlætismál! HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. „ÖRVARODDUR" kommúnista var að burðast við að senda mér skeyti á þriðjudaginn, en hitti ekki, þó að ég yrði var við þyt- inn. Skelfing held ég að Örvar- Oddur gamli yrði reiður, ef hann gæti risið upp og séð handapat þessa afstyrmis, sem hefir stolið nafninu hans! mannsins skuli haldin og að Sidi-Ma muni halda áfram að stjórna landi sínu“. Þessir menn voru ólíkir að trú og skoðunum, þeir hittust við þau skilyrði, sem líkleg voru til að gera þá að óvinum. En vegna þess, að báðir voru miklir dreng- skaparmenn og héldu gefin heit náðu þeir samkomulagi og unnu þjóðum sínum til heilla. Ttreir drengskaparmeDn. Framh. af 5 s.íðu. allri hættu“. Mér brá illa við og fór til föður hans að leita frétta. „Já,“ sagði gamli herforing- inn. „Gilles er mikið sár og hann lenti í slæmri klípu.“ Svo sagði hann mér, að Planti- er hefði komizt á snoðir um samningaumleitanir Gilles við Sidi-Ma, og sendi hann í refsing- arskyni á hættusvæði, þar sem hann lenti í orustu. Gilles fékk skot í sig og lá fyrir dauðans dyrum í nokkra daga. „Þá hafá samningarnir farið ut um þúfur?" ,,Já, því miður“, svaraði her- foringinn. ■ Nú leið einn mánuður. í lok júlí sá ég mér til mikillar undr- unar þessa fyrirsögn í dagblaði: „Ahansali-ættkvíslin í Marokkó gengur Frökkum á hönd. Miklir landvinningar án bardaga. Dugnaður ungs kapteins“. Svo kom stórkostleg saga. 14. júlí kom fram sendinefnd frá Sidi- Ma og bauðst hann til að ganga Frökkum á hönd, ásamt Ahan- sali-ættkvíslinni. En hann setti eitt skilyrði: Sidi-Ma vildi ekki semja við neinn annan en unga foringjann, sem gefið hafði hon- um drengskaparloforð um að virða heiður hans og stöðu. Málið þótti svo mikilsvert, að Lyantey marskálkur var til- kvaddur. Niðurlagsorð greinar- innar voru þessi: „Sidi-Ma kom í gær að herspítalanum þar sem Breynat kapteinn liggur og er á batavegi. Neðan við gluggann gekk Sidi-Ma hátíðlega og form- lega Frökkum á hönd og friðaði þar með land sitt til fullnustu. Lyantey marskálkur sæmdi Ðreynat höfuðsmann krossi Heiðursfylkingarinnar. Hann lýsti því yfír, að loforð höfuðs- Afbnrðamaðnr í alfaraleið. Framh. af 4. síðu. verið um nema eitt af tvennu að ræða fyrir gamla manninn, ann- aðhvort að selja beina eða segja sig til sveitar eftir árið. Ég hefi skrifað þessi fáu orð um Bjarna í Ásgarði niður vegna þess, að mér fannst maðurinn svo sérstæður persónuleiki, og auk þess dvaldi ég lengur hjá honum en annarsstaðar í sýsl- unni og kynntist honum því bet- ur en flestum öðrum bændum, sem ég hitti, átti tal við eða dvaldi hjá næturlangt. Og ennþá sé ég í huganum, gamla mann- inn standa við gluggann sinn, horfa út á túnið, sem talar sínu máli um þrotlaust erfiði. Svip- urinn er mildur og í himinblá- um augum hans, undir bústnum augnabrúnum, vottar fyrir brosi. Hár og skegg, sem hvorttveggja er sítt, mikið og hvítt eins og snjórinn, bifast léttilega í gol- unni, sem ber angan af gróanda og mold inn um opinn glugga, og mér finnst hann vera ímynd hins íslenzka bónda, sem lítur á- nægður yfir unnið dagsverk, og finnur að starf hans hefur borið blessunarríkan ávöxt. Þá sneri hann sér við og leit á símatækin á veggnum, og hrukkur koma í ljós á háa hvelfda enninu. Sím- inn er ímynd hins nýja tíma, tíma, sem hann hefur ekki mikla trú á. Og æskan er í hans augum duglausari og þróttminni en æska hans tíma, auk þess, sem hún nennir ekki lengur að fram- leiða, heldur flykkist til bæj- anna og leggst þar í leti og ó- mennsku. En mínum ágæta vini, Bjarna í Ásgarði, reyndi ég að leiða fyrir sjónir, að einmitt á- líka hrakspár hefðu fylgt æsku hans tíma úr hlaði. Þannig end- urtæki sagan sig. Æskan væri sterk og fögur, og hún mundi, á sínum tíma, skila af sér jörðinni frjósamari og arðvænlegri en hún væri nú. Og ég er viss um að í þeirri trú sofnar hann róleg- ur svefninum langa, með bros í fallegu augunum sínum, því hann og móðir jörð eru eitt. Banbamenn krefjast 2ð°° lannabóta. TJORN STARFSMANNA- FÉLAGS Útvegsbanka ís- lands hefir skrifað stjórn bank ans og farið fram á launahækk- un. Að því er formaður félagsins, Adólf Björnsson, hermir, nemur sú launahækkun, sem starf- mennirnir fara fram á 20%, — ennfremur krefjast þeir ómaga- styrkjar eftir sömu reglum og alþingi samþykkti í vetur og afnáms hámarkstakmarka. 50 ára: flafnarfirði. IN af forystukonum verka lýðshreyfingarinnar í Hafnarfirði, Sigríður Erlends- dóttir, Kirkjuvegi 8, á fimm- tugs afmæli í dag. Hún hefir tekið virkan þátt í starfi verkalýðsfélaganna nú um áratuga skeið, og lengstum átt sæti í stjórn verkakvenna- félagsins Framtíðin síðan það var stofnað fyrir nærri 20 ár- um. Eru ótaldar stundirnar sem hún hefir eytt í að vinna að málum þessum, til hagsbóta fyrir félagssystur sínar; verka- konurnar í Hafnarfirði. Þessu barátta Sigríðar og nokkurra nánustu félaga hennar verður seint þökkuð, sem verðugt er, og ólíkt er það yfirborðs- og stofuhjali því, sem nú virðist á stundum þó vera lagt upp úr meira en ætla mætti og vert er. Starf Sigríðar er raunhæft, og hefir líka borið mikinn ár- angur. Það hefir verið unnið í kyrrþey Qg án þess að til arin- arra launa væri ætlast en þeirra sem felast í því er hinn góði málstaður sigrar að lokum. — Auk verkalýðsmálanna, bein- línis, átti Sigríður mikinn og' góðan þáttví stofnun dagheim- S s s • S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Sl Bílslys í Brooklyn. Strætisvagn, sem ók inn í hús við Atlantagötu í Brooklyn, fór svona með það. Nokkrir i menn, sem voru á götuhæðinni, sluppu ómeiddir, en tvær konur á annarri hæð meiddust. ^ S — Félagslíf. — Knattsppmifélagið Vikingnr Æfing í kvöld kl. 7 hjá meist- ara og 1. flokki. Mætið allir. ilis verkakvennafélagsins, og tók þátt í stjórn þess. Sá hmi sem var að með því var stigið stórt sport til að létta störfum af margri þreyttri húsmóður- inni, og þó að þessi starfsemi hafi ekki enn sem komið er náð mikilli útbreiðslu á hún framtíðina fyrir sér. í kvenfé- lagi Alþýðuflokksins hefir Sig- ríður starfað með sömu alúð og sama dugnaði og í verkakv,- félaginu og setið í stjórn þess. Yfirleitt má segja, að Alþýðu- flokkurinn í Hafnarfirði eigi fáa stuðningsmenn jafn ein- læga og áhugasama, sem Sig- ríður er. Hún hefir skilið til hlítar, að þá fyrst næst ör- uggur árangur af starfi verka- lýðsfélagsskaparins, þegar hann á öflugan pólitískan flokk til að beita sér fyrir málum alþýð- unnar á hinum pólitíska vett- vangi, hvort sem er í bæjar- stjórn eða á Alþingi, og sam- kvæmt þessari lífsskoðun sinni hefir hún líka unnið, því henni hefir aldrei nægt að vera áhorf- andi að baráttunni, hún hefir alltaf verið þátttakandi í henni — virkur þátttakandi. Sigríður hefir, eftir að faðir hennar, Erlendur Marteinsson, sá mæti maður, dó, haft á hendi afgreiðslu Alþýðublaðsins í Hafnarfirði, og gert það eins og annað, með prýði, en Erlend ur, faðir hennar, hafði áður af- greiðslu blaðsins. Framtíð Alþýðuflokksins, — verkalýðshreyfingarinnar, og íslenzkrar alþýðu yfirleitt, væri vel tryggð, ef margir hugs uðu eins og Sigríður Erlends- dóttir, og ynnu fyrir áhugamál alþýðunnar, eins og hún. Allir félagar Sigríðar, í Al- þýðuflokknum í Hafnarfirði, og víðar, þakka hin margvís- legu störf hennar á liðnum ára- tugum í þágu alþýðusamtak- anna, óska henni gæfu og geng- is í tilefni af þessum merkis- degi og síðast en ekki sízt, þess — að hún megi njóta þeirrar gleði, að sjá hin margvíslegu störf bera æ meiri og betri ár- angur eftir því, sem tímar líða. E. J. Bílvepr írá Laxár- fossum til Hveravafla i Rejrhjahverfi. ISUMAR hefir verið lagður bílvegur frá Laxárfossum í S uður-Þingey j ar sý slu til Hveravalla í Reykjahverfi. Var fyrst ruddur vegur all- langan spöl, en því næst gert við gamlan veg, sem lá um Reykjahverfi. — Er að þessu hin mesta samgöngubót. Verkstjóri við vegagerðina var Pétur Jónsson frá Reykja- hlíð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.