Alþýðublaðið - 30.07.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.07.1942, Blaðsíða 5
Fímmtudagur 30. júli 1042. ALf^ÝHUBLAÐfiÐ 5 fieorge Harskall, jflr- foringl Bandarikiakersias. Árlega er fjöldi nýrra liðsíor'ngja útskrifaður frá hinum fræga herskóla West Point í Band aríki unum. Þar hafa flestir frægustu herforingjar Bandaríkjanna hlotið hermenntun sína. — Hér.sést George Marshall halda ræðu yfir herforingjaefnum, er þeir voru út- skrifaöir frá skólanum. í ræð j þessari sagði hann, og hermenn Bandaríkjanna hefðu geng- ið á land ó íslandi, írlandi, Englandi og, sagði hann, þeir munu ganga á land í Frakklandi. Eimskip biðst vægðar. — Ásókn bifreiðakaupendarma. Vörubifreiðar og fólksbifreiðar. — Læknar, Ijósmæður og sjúklmgar. — Ðr. Gunnlaugur Claessen leiðréttir ýktar sögusagnir. DACxIMN, sem þýzku her- sveitirnar réðust inn í Pól- land, 1. september 1939, fól Roosevelt forseti George C. Marshali starf það, sem hann hefir nú á hendi, að vera yfir- maður herforingjaráðs Banda- ríkjahersins. Hann er full sex fet á hæð, vegur hundrað átta- tíu og tvö pund og heldur sér mjúkum og stæltum með því að skreppa á hestbak tvisvar á dag. En þegar þessi mjúkmáli og blá- eygi yfirhershöfðingi situr við slitið skrifborð sitt, vixðist hann öllu líkari borgaralegum emb- ættismanni eða kaupsýslumanni en hermanni. Á horðinu við hliðina á skrifborðinu stendur tákn, sem honum þykir mikið í varið og hann eignaðist, þegar hann var við hemaðarlegar at- huganir í Brazilíu, líkneski úr eirblendingi af Simon Bolivar, frægri frelsishetju frá Suður- Ameríku. Marshall, sem varð sextíu og eins árs gamall á gamlársdag síðast liðinn, lauk burtfarar- prófi frá herskólanum í Virgi- nia árið 1901 — og var hann þá svo ungur, að hann ýarð að bíða frá því í júlí til 31. desember sama ár, þar til hann yrði tutt- ugu og eins árs og gæti fengið skilríkin sín. Marshall fór í her- skólann í Virginia vegna þess, að þingmaður fæðiu garborgar hans vildi ekki gefa honum með- mæli til Sandhurst af því að hann var andstæðingur föður hans í stjómmálum, en gamli Marshall var demókrat. Um sextán ára að aldri, með an hann var í herskólanum í Virginía, lenti Marshall í deilu við einn af skólafélögum sínum, sem særði hann alvarlegu sári með byssiisting. Út af málinu var réttur settur og Marshall var skipað að segja til nafns á- rásarmannsins. Marshall harð- neitaði því og jók það mjög á vin sældii* hans meðal skólafélaga hans. Og ekki minnkuðu vin- í sældir hans, sem grundvölluð- ust á aðlaðandi persónuleika, þegar það kom í ljós, að hann var einhver snjallasti knatt- spymumaður, sem nokkru sinni hafði verið í kappliði herskól- ans í Virgmíu. Á Filippseyjum, en þangað var Marshall sendur sem undir- liðsforingi, vakti hann fljótlega á sér athygli yfirboðara sinna. Einn af yfirboðurum hans var veikur, og herdeildarforinginn spurði Marshall, hvort hann treysti. sér til þess að semja dag- skipun. Marshall hélt, aÖ það væri ekki mikill vandi. Her- deildarforinginn rannsakaði dagskipunina nákvæmlega og sagði því næst: ,,Ef ég mætti gera strákirm að hershöfðingja skyldi ég gera það.“ Eftir að Marshall hafði verið tvö ár á Filippseyjum skrifaði yfirhershöfðinginn, Johnson Hagood í einkunnabók hans: „Hæfur til að stjóma heirdeild á ófriðartímum,“ og sendi hann heim aftur til Bandaríkjanna til SÁ ORÐRÓMUR gengur manna á milli í Was- hington um bessar mur.dir, að George Marshall, yfir- foringi ameríkska hersins verði gerður yfirmaður allra landherja Bandamanna. Hér birtist grein nm þennan her- mana Bandaríkjanna nr. 1, eins og þeir kalla honn framhaldsnáms í hernaðarfræð- um. * Þegar heimsstyrjöldin 1914— 18 stóð yfir, fór Marshall, sem þá var útskrifaður með miklum sóma, úi' herforingjaskólanum í Fort Leavenworth, til Frakk- lands. Hann barðist þar sem sveitarforingi fótgönguliða hjá Argonne og Cantigny, en var brátt gerður að hófuðsmanni og seinna að aðstoðarmanni yfir- manns herforingjaráðsins, Hugh Drum. Fyrir störf sín fékk hann heiðursmerki. Afrek hans var 'i. jb'ví fójlgið, i að hann ha/jði flutt meira en hálfa milljón manna og 2 700 byssur frá St. Mihiel til Argonne-vígstöðv- anna á tveimur vikum, án þess Þjóðverjar kæmust á snoðir um það. Auk þess fékk hann sigur- heiðursmerkið enska, stríðs- krossinn franska og merki frönsku heiðursfylkingarirmar. Þegar hann kom aftur heim til Ameríku komst hann í mikl- ar ábyrgðarstöður, og loks varð hann æðsti aðstoðarmaður Pershings sjálfs. í iþeirri stöðu var hann til ársins 1924, en þá var hann sendur í hernaðarleg- um erindum til Brazilíu , þar sem hann hafði ágæta þekkingu á flugstöðvum. Að því ioknu fór hann til Tientsin í Kína og var þar í þrjú ár. En enn þá var Marshall aðeins majór að tign, enda þótt Pershing hefði lýst því yfir, að hann væri sá, bezti skipulagn- ingamaður, sem hann hefði nokkru sinni kynnzt. Árið 1933, þegar Roosevelt settist að í Hvíta húsinu, var Marshall herdeildarforingi. Þeg- ar Hitler fór að ygla sig framan í Pólverja, fór Roosevelt að renna augum yfir einkunna- bækur herdeildarforingja shuia og veitti þá hæfileikum Mars- halls athygli. Honiun fannst tími til þess kominn, að rjúfa eldgamlar venjur um þjónustu- trrna og alduxsforréttindi. Hann gerði Marshall að yfirmanni herformgjaráðsins, yfirmanni udi þjátíu herforingja, sem að vísu voru eldri en hann, en ekki eins gáfaðir og hæfileikamiklir. Þar með hafði Marshall náð æðsta þrepinu í metorðastigan- um innan hersins. * Yfirmaður heríoringjaráðs Bandaríkjanna býr nú með annarri konu sinni, sem eitt sinn var leikkona og hafði ver- ið gift áður. Þau búa í húsi því, sem ætlað er f yrir yf irmann her- foringjaráðsins í Bandaríkjun- um, Fort Meyer, sem er rétt hjá Columbíahéraömu. Fyrri kona hans, sem hann kvæntist rétt eftir ac hann hafði lokið prófi, í herskólanum í Virginía, hét Elizabeth Carter Coles frá Lex- ington. Hún dó 1927, og höfðu þau ekkert bam átt. Núverandi frú Marshal1. færði honum þrjú stjúpbörn í hjónabandið. Á kvöldin. aö afloknu dagsverki, fer Marshall oft með konu sína í róSrarferð á Potomac-ána, en vinnutíxni hans er frá klukkan sjö á morgnana til klukkan sjö á kvöldin. Marshall hershöfðingi segir um núverandi astand: „Einú sinni höfðum við nægan tíma, en litla peninga! Nú höfum við næga peninga, en lítinn tíma!“ Hersliöfðinginn er stáhninnug- ur, cg þegar hann er að ræða við hemaðarnefndir eða ræða við blaðamenn, talar hann ljós- um og skýrum orðum og er hrað mælskur. Hann svarar spurn- ingum sjaldnast beint, og þegar hann veit ekki eitthvað, segir hann það hreinskilnislega. * Hershöfðinginn fer á fætur klukkan hálf sex á morgnana og fær sér reiðtúr. Hann fer snemma í rúmið og les sig í svefn. Hann reykir í hófi og hefir fyrir lörgu lagt niður að blóts, en sá galli er tíður meðal hermanna. Hins vegar notar hann oft orð og líkingar úr knattspymumalinu. Annað einkenni hans er það, að hann hefir aldrei greitt at- kvæði við kosningar. Eftirlætis rithöfundur hans er Franklin. Hann hefir gaman af a.ð spila bridge, syndir og hefir gaman af að horfa á knattspyrnukapp- i leiki, einkum skólakappleiki. j Gmnnlaun hans eru um átta þúsimd dollarar á ári, en alls mun hann hafa rúmlega tíu þús- und dollara í árslaun. AÐ ERU VÍST MARGIR, sem vilja eiguast bifreiöir aér í basnum ran þessar munfiir. Eim- skip auglýsir í rær a3 gefnu til- efni að það sé aíveg þýðingariaust fyrir menn að eyða tíma sínum og starfsmanna féiagsins í það að biðja um flutning á bifreiðuir fiá Ameríku í náinni framtíð. ÁSTÆÐAN fyrir þessarl til- kynningu Eimskip mun vera sú, að þessir menn hafa undanfarið verið hrein plága í skrifstofum fé- lagsins. Ót'róðir menn í viðskiptum héldu að það væri aðeins bifreiða- einkasulan, sem flytti inn bifreið- ar. En svo kom það allt í einu upp úr kafinu, að einstakir menn keyptu notaðar bifreiðir vestra og reyndu síðan að fá irmflutnings- leyíi fyrir þeim og skiprúm handa þeim. GJALDEYRISLEYFUM hafa pienn ekki alltaf þurft á að halda, því að dollarar hafa víst fengizt með ýms i móti, enda eru dollarar í hverri búð og hverri „Breta- sjoppu“. Allmikið mun hafa verið flutt inn a£ slíkum notuðum bif- reiðum — og nú hefir almenning- ur uppgötvað þessa leið. Eimskip verður vart við það fyrst og fremst og ég get vel ímynaað mér að gestkvæmt hafi verið í skrif- stofum félagsins upp á síðkastið. NÚ ER LOKU SKOTIÐ fyrir innflutning vörubifreiða, enda eru þær orðnar margar hér — og verður járnið úr mörgum þeirra áreiðanlega selt í pundavís í styrj- aldarlok, því að ekki verður at- vinna fyrir nlla vörubílana .þá, þó að hafizt verði handa um margai- framkvæmdir. EN FÓLKSBIFREIÐAR vantar mjög tilfinnanlega, svo að jafnvel ég, sem er þó dálítið ýtinn karl, er oft í standandi vandræðum. Kurt- eisi og liðleghcr't sumra bifreiða- stöðvanna hefir lika breyzt við aukr.a ‘eftirspurn, og verður mað- ur að taka öllu slíku með þögn og þoilnmæði — og hugsa þeim þegj- andi þörfina, þegar um hægist. EG HEF nokkrum sinnum kraf izt þess, að hið opinbera setti upp miðstöð, þar sem 1—2 bifreiðar væru Ijafðar, svo að hægt væri að flytja sjúklinga, aðra en þá, sem fluttir eru í sjúkrabifreiðum, kskna, ljósmæður o. s. frv. En mér hefir ekkert orðið ágengt enn sem komið er. ÉG VEIT ;UM DÆMI þess, er læknar hafa beinlínis neitað að koma og sagt að þeir gætu það ekki vegna bifreiðaskorts. Þó að þetta hafi batnað til muna upp á síðkastið, vegna þess að mjög margir læknar hafa fengið bifreið ar undanfarið, þá á tillaga mín fullkominn rétt á sér, og vona ég að menn framkvæmi hana. Enginn telur eftir sér að borga það, sem borga þarf, og að sjálfsögðu þarf að borga miklu meira fyrir bif- reiðar, sem gegna varðskyldu all- an sólarhringinn, en hinar, jcm ,,praktisera“. DR GUNNLAGUR CLAESSEN hafði tal af mér í fyrrakvöld. Hann leiðrétti frásögn mína af því, er er- lendi hermaðurinn var fluttur í j Landsspítalann. Er mér ljúft að birta ummæli hans, sem sýna að sagan var ekki rétt, sem betur fer: DOKTORSNN SAGÐI: „Sjúk- lingurinn var athugaður af einum af læknum Landsspítalans, og taldi hann manninn ekld þurfa neinnar handlæknisaðgerðar við. Meiðsli voru ekki önnur en litil- ! Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.