Alþýðublaðið - 29.11.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.11.1927, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐÍ Ð \ ALÞÝ1UEL41II) í kemur út á hverjum virkurn degi. 3 Algreiðsla í Alþýðuhúsinu við ; « Hverfisgötu 8 opin 5rá kl. 9 árd. ■ J til kl. 7 síðd. i « Skriístofa á sama stað opin kl. ; < 9*/s—lO'/a árd. og kl. 8-9 síðd. « Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 • í (skrifstoian). j> « Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; J mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 j hver mm. eindálka. ; J Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiojan j < (i sama húsi, sömu simar). Nafnabreytmgaa* íhaldsins. pað er á allra vitorði, sem nokkuð eru inni í íslenzkum Stjórnmálum, að þeir, sem ráða stefnu ihaldsflokksins, eru togara- eigendur og heildsalar i Reykja- vík, einkum hinir fyrr nefndu. Þegar stcfna flokksins er skoð- uð niður í kjölinn, ekki eins og him, kemur fram í fagurgali í- haldsblaðanna, heldur eins og hún er eftir framkomu flokksins á pingi og framkomu íhaldsstjórn- arinnar síðast liðið hálft fjórða ár, kemur greinilega í ljóts, hvern- ig 511 siarfsemi flokksins miðar að pví að hlynna áð togaraeig- endum og heildsöium. En sem nærri má geta, fylgdu ekki margir fiokknum, ef þeim væri Ijóst, fyrir hverra hagsmun- um hann berst. Miðstéttarmenn- irnir í kaupstöðum, bændur í sveitum og verkiýðurinn (sem s.endur utan við a'lþýðufélags- skapinn og nú fylgir íhaldinu) myndu ekki gera það, ef mönn- um væri ljóst, fyrir hverju það er, sem fiokkurinn berst. En ílestir af þeim mönnum, sem fylgja íhaldinu, úr þessum þrem stéttum, er nefndar voru, gera það í blindri trú á það, að þeir, sem hafi peningana, hafi líka vitið og góðvjidina. Það er líka reynt á ailar lundir að breiða yfir hið sanna eðii íhaldsflokksins. Það er gert með miklu skrafi um al- þjóðarheili, skraíi, sem ekki styðst við neitt, þegar til framkvæmd- * * anna kemur. Og það er breitt • yfir hið sanna eðli flokksins með því að iáta hann heita ginnandi nafni eða því, sem forráðamenn- irnir héldu að væri ginnandi. Það myndu engir bændur og engír verkamenn fylgja Ihalds- íiokknum, ef hann héti sínu rétta nafni, það er „Togaraeigenda- og hei!dsaia-flokkuiinn“. Þess vegna er hann látinn heita annað. Einu sinni liét þessi sami flokk- iux ,,Sparnaðarbanda!agið“ og seinna „Sparnaðarflokkurinn". Það var álitið, að það myndi láta vel í eyrum kjósendanna að kenna sig við sparnað. En sparnaðardýrðin stóð ekki iengi. Eftir stuitan tíma var orð- ið Jjóst, að það var ekki hægt *ð hlekkja nokkurn mann með sparnaðarskrafinu. Þá var að finna fiokknum nýtt 'nafn. pað er mælt, að Jón Björnsson blaðamaður hafi fundið upp það hafn, er næst var tekið, en það var: Borgaraflokkurmri. Því nafni hét iiokkur togaraeigenda og heiildsala um og eftir kosningarn- ar 1923. En það fór eins með þetta nafn eins og hin fyrri, að það þótti 'ekki iengi hæft til þess að dylja hið sanna eðli flokksins. „Borg- ara“-nafnið þótti að sönnu gott tii þess að hæna niillistéttina að fiokkmum, en miður lieppilegt til þess að gánga Í augun á bændum og öðru alþýðufólki, og þá var enn horfið að fyrra ráði: skifta * um nafn. Um þessar mundir, það. er nokkru eftir kosningarnar 1923, voru mjög að aukast áhrif Jóns Þorlákssonar í fiokknum, og það er mælt, að hann haíi ráðið niestu um það nafn, er nú var tekið. En nafnið, sem var valið, var: íha/dsflokkurinn. Nafn þetta var að því leyti frábrugðið fyrri nöfn- unum, að það er hér um bi.l sann- neíni. Togaraeigenda- og heild- saia-ilokkurinn hlýtur alt af að veia ihaldsfiokkur með öllum þeim einkennum íhaldsins, sem Jón Þorláksson lýsti sjálfur svo vel í „Lögréttu“ hér um árið, og nokkrum sinnum hefir verið _ vísað til áður hér í blaðinu. Þegar til lengdar lætur, er þýð- i'ngarlaust fyrir stjórnmálaflokk að kalia sig öðru nafni en því, sem er sem mest sannnefni. Þa'ð" mun þó ekki hafa verið þetta, ssm kom 'Jóni Þorlákssyni til þess að hami;a fram íhaldsnafninu, heldur hitt, að Jón var þá nýkominn frá ítaliu, stórhrifinn' af áðgerðum Mússóiínís, og þaðan mun kom- inn áhugi Jóns fyrir að fækku þingum og lengja kjörtímann til þess að gera áhTÍf kjósenda 'sem minst. Sami skrípaleikurinn með nöfn- in hefir verið leikinn ,af kjósenda-- féiögum íhaldsins hér í Reykjatvík. Lesendur þessa blaðs kannast við nafnarununa: „Sjálfstjórn'j „Stefn- ir“, „Vörður", „Heimdallur“. En hvernig eru íhaidsmenn á- nægðir með íhaidsnafnið á fiokk sínum? Þvi er ekki að neita, að þeir eru sáróánægðir með það. Hér um bii undir eins fóru að heyxast. óánægjuraddir, og mun Gís.'i Sveinsson, sýsiumaöur í Vestur-Skaftaíellssýslu, hafa verið sð, er fyrstur kvað upji úr með. það, og ritaði hann ianga grein um, að nafnið væri ófært. En tenginn af xáðandi mönnum ihalds- ins skeytti því þá. Jón Þoriáks- Son vildi hafa það svona, og hann stóð þá á hápunkti veldis sins; þ. e. flokksmenn hans höfðu þá fram undir það eins mikið álit á honum og hann sjáifur. En siðan heíir mikið breyzt. Þeir íhaldsliðar eru alment farnir að sjá, að nalnið á fiokki þeirra er ekki aðlaðandi fyrir kjósend- ur, og vilja 'suniir af hinum fölinu 'frambjoðéndum íhaldsins jafnvel keúna nafninu á flokki þeirra um ófarirnar i sumar. En þeir menn ó-era heldur mik- ið úr nafninu, því að þótt það sé hverju orði sannara, að íhaids- nafnið láti yfirleitt ilia í eyrum íslendinga, þá er víst, að það var ekki nafnið, sem varð fhalds- flokknum að falli í sumar; — liann lá á gerðum sínum. Nú verður gaman að sjá, hvórt þetta n a ínb re y t inga-h úm b ú kk heldur áfram, .. hvort togaraeig- enda- og heildsala-flokkurinn ætl- ar að sætta sig við. íhaldsnaínið eða vefja sér enn þá nýtt nafn. það er svo sem sama, hvort er; almenningur þe-kkir nú orðiö fiokkinn, hvaða gervi sem hann sv;o tekur yfir sig. Héðan af er ■jafn-þýðingarlítið fyrir íhaldið að hylja h ið sanna eðii sitt undir nýjiu nafni, eins og asnanum reyndist gaguslaust að reyna að hylja sig undir ljónshúðinni. Asn- inn þekkist á eyrunum og öskr- inu, en íhaldið á eigingirni og aumingjaskap (samanber sex hundruð þúsund króna eftirgjöf- ina og síldarmálin í Krossanesi). II. Viðhald vega Mikiu fé e;r nú árlega varið ti) viðhalds hinurn gömlu og nýju vegum, og ekki er hægt að segja Jiað, að vegimir geti ekki verið í notfæru standi vegna skorts á eftirlitsmönnum, því að á fjár- lögum síðasta þings er áætlað tii vegamá la stjó ra, aðstoðarverkfræð- ings, aðstoðarmanna og mælinga ásamt skrifstofukostnaði 34 620. kr. ■ segi og skriía: þrjátiu og fjög- ur þusund og sex hundruð og íuttugu krónur — fyrir utan laun verkstjóranna. Löggjafarþing þjóð- arinnar ætlast ijauðsjáanlefa til þess, að vegunum sé svo vel við haldið, sem kostur er á; annars myndi það ekki eyða svo miklu fé, sem að ofan er talið, til vega- mála, og ég efast ekki um, að vegamáiastjÓTÍ líti svo á, að við- )iald veganna, eins og það er nú, sé harla gott eftir ástæðum. En þá er eftir að vita, hvað almenn- ingur álítur í þessum eínum. Ég er hræddux um, að þar kveði við annan tón, því að hvar Sem mað- ur hittir mann og vegirnir berast i tal, þá er viðkvæðið alt af hið sama, að það sé hörmung tii þess að vita, hvað slæm stjórn sé á vegagerðinni, og það er ekki að ástæðulausu. Það var bent á 'þa'ö í fyrri káfla þessarar greinm-, hver orsökin hefði oft verið til less, að vagtiarnir brotnuðu. Þessi sama orsök er enn fyrir hendi. Bifreiðamax, sem nú eru orðnar aðalflutningatæki fólks og farang- iirs og beinlínis eru gerðar tii hess að ganga á sléttum vegum, verða nú víðast hvar á vegum úti að hoppa úr einni holunni í aðra þrátt fyrir það, þótt verið sé ait sumarið að káka við við- gerðir. Viðgerðaraðferðin er enn þann dag í dag sú sama, sem höfð var, þegar. hestvagnamÍL'' Voru aðalflutningstæki lands- manna. Það er látið ofaln í stærstu holurnar, hinar smærri skildar eft- ir, en þar sem hvörf eru, þá eru þau fyit upp svo dásamlega, að háir hóiar koma í þeirra stað. Bifreiðarnar eiga því kost á að fara úr holu á háan hól og í holu aftur, þegar bezt lætur. Getur nú ekki veganiálastjóri skilið það, að með svona viðgerðaraðferö geta þeir aldrei orðið nothæfir nú ver- andi farartækjum, og getur hann enn fremur ekki skifið það, að öllum þeim peningum, sem fara í þetta viðgerðarkák, er á glæ kastað, þar sem viðgerðin kem- ur engum að gagni ? Hverjum skyldi til dæmis liafa komið að gagni það maiarsáldur, sem borið Var í veginn frá Svínaiiraunsend- anum efri að beygjunni á Kolvið- hóli? Ég held, að allar þær holur, sem urðu fyrir þeirri náð að vera uppfyltax, hafi eftir nókkra daga verið orðnar tómar. Þetta er ó- sköp eðlilegt, því að bifreiðarnar. spyrna vitanlega samstundis upp. jafniausri möl á svo litlum fletí. En vegur'inn frá áöuí nefndri. beygju yfir mýrina upp að fyrstu hæðinni hérna megin við Hvera- daiina var látinn óhreyfður með öllum hoium sínum, og gat hann þó ekki kailast akfær. Ég hefði í sjálfu sér ekki íurðað mig á því, þótt ekki væri gert við þenrnan veg, því að það er oröið svo al- vanalegt, að bifredðar verða að hröngiast á vegleysum, ef ekki hefði staðið svo á, að vegagerðar- liifreiðarnar voru einmitt að aka; þennan veg með ofaníburð upp á fjafl. Af þeirri ástæðu hefði mað- ur getað vænst þess, að á því heíði verið byrjað að bera ofan í fJennan vegarspotta, til þess að vinnan hjá vegagerðarmönnunum gengi gxeiðara, svo að benzíh- eyðsla bifxeiðanna yrði minni, gúmmislit þeirra yrði sem minst og fjaðrabrot hjá þeim yrðu að miklum mun sjaldnari og ýmsar aðrar bilanir, sem rekja má ti) þess, hvað bifreiðarnar verða að aka á ósiéttum vegum. Sú hag- sýni var hér ekki við höfð. Það - er eins og það sé grópað x heíla vegamálastjóra, að ekkert sé hag- sýni fyrir ríkissjóð, hvað vega- gerð snertir, annað en það að clxaga niður kaup þeirra manna, er verkið inna af hendi. Það þarf ekki vexkfræðing tii þess að þrýsta niður kaupi verkamanna. og ekki heldur liátt launaðan mann af ríkisr jóði. Það eru ávait hógir aðrir til þess. Það þarf eikk-i heldur verkfræðing til þess að sjó um- það, að miðja veganna sé miklum mun Iægri en jaðr- arniir, svo að vissa sé fyrir því, að vatnið geti alt af, þegar skúr kemur úr lofti, runnið viðstö'ðu-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.