Alþýðublaðið - 04.09.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.09.1942, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. september 1942. ALI»ÝÐUBLAÐ1Ð f ^Bæriim í dag.| Næturlæknir er Theocíór Skúla- son, Vesturvallagötu 6, sími 2621. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. ÚTVARPIÐ: 12,10-—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20,00 Fréttir. 20,30 íþróttaþáttur (Benedikt G. Waage). 20,45 Strokkvartett útvarpsins: a) Lag með tilbrigðum, eftir Beethoven. b) Andante can- tabile eftir Tschaikowsky. 21,00 Erindi: fslenzkir námsmenn erlendis (Lúðvík Guðmunds son skólastjóri). 21.25 Upplestur: Kvæði (Jón Norðfjörð leikari). 21,40 Hljómplötur: Lög leikin á ýms hljóðfæri. 21,50 Fréttir. Þingfréttir. Dag- skrárlok. FerSafélag Íslands ráðgerir að fara berja- og skemmtiferð um Grafning n.k. sunnudag. Ekið austur Mosfells- heiði, niður með Heiðarbæ og vest- ur með Þingvallavatni niður að Sogshrú, síðan að austanverðu við vatnið til Þingvalla. í Grafningn- um verður farið í berjamó. Far- miðar seldir á skrifstofu Kristjáns Ó. Skagfjörðs, Túngotu 5, til kl. 12 á laugardag. „Kemur nú kerlingin aftur“ heitir gamanmynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Melvyn Douglas og Virginia Bruce. Til Strandarkirkju. Kr. 2.00 frá S. J. Reykjavík hef- ir sérstakan í- ' þróttaíulítráa. SsampykM í gær. Aræjarstjórnar- FXJNDI, sem haidinn var í gær, bar Gtrnnar Thor- oddsen fram tillögu um, aö bærinn réði í sína þjónustu sérstakan íþróttaráðunaut. Kökstuddi hann tillögu sína m. a. með því, að nú verði bæj^ arsjóður til íþróttamála allt að 180 þúsundum króna, auk 100 þús. kr., sem áætlaðar væru til leikvallage ðar. Kvað hann myndi reynast hagkvæmt fyrir bæinn að hafa í sinni þjónustu mann, sem ekki hefði öðrum störfum að gegna, og ætti hann að leiðbeina stjórn- endum bæjárins í öllu er lyti að íþróttamálum. Tillaga Gunnars Thoroddsens var samþykkt — og bæjarráði falið að ráða hinn nýja íþrótta- fulltrúa fyrir Reykjavík. Setaliðið ðfteuir ísleazkt tierfani! Llósffijfadavéíar, sem hertekn ar hafa verlð í ffivalfirðí. Gjafir til Dvalarheimilis sjó- manna. SeStjarnarneshreppur 1000. Safn- að af Sig. Jónassyni, Stykkishólmi 1867. Skipverjar Ms. ,,Eldborg“ 1150.. Helga Þorsteinsdóttir, Gauks stöðum, Garði, 241. Skipverjar bv. „Skutull“ 1405. Skipverjar es. „Selfossi“ 325. Guðlaugur Guðm., veitingam. 100. Guðbjartur Ólafs- son, minningargjöf, 150. Skipverj- ar es. ,Katla“ 1040. Safnað af Kr. Einarssyni, Húsavík,' 598. Skip- verjar á eftirtöldum bátum: ,,Sæ- unn“, Húsavík 60. ,Mb. „Kveldúlf- ur,“ Húsavík, 20. Mb. „Kristján“ T.H. 203, kr. 75. -Mb. „Óskar“ Hú.savík, 50. ,,Friðþjófur“ Húsa- vík 100. Mb. „Maí“ 20. Mb. ,Sjöfn‘ E.A. 423, kr. 130. Mb. Óðinn,“ Húsavík, 60. Mb. „Þorsteinn“, — Húsavík, 40. Til minningar um Guðbjart Jóhannsson frá Deild á x4lftanesi, kr. 1000. Skipverjar bv. „Vörður“, Patreksfirði 2710. Safnað af Adolfi Hallgrímssyni, Patreksfirði, 1140. Til minningar um Jón Bjarnason, frá syni hans, Kristni Jónssyni, Lauf. 50, Rvík, kr. 300. Slippfélagið, Rvík 1000. Reykjavíkurhöfn 10.000. Til minn- ingar um Guðm. Halldórsson, er fórst með b.v. Sviða, gefið á af- mælisdegi hans af eiginkonu og börnum 100. Safnað af bátum o. fl. Dalvík, 1363. E. Schram, skipstj. 100. Mb. „Fylkir,“ Akranesi, 198. Þ. Ingvarsson, Rvík 100. Skipv. bv. ,,Geir‘“, Reykjavík 1720. Safn- að af Guðm. Jakobssyni, Bolunga- vík 390. Ágóði af skemmtun Slysa- varnadeildarinnar, Stykkish. 300. Skipverjar bv. ,,Garðar“, Hafnar- firði, 1675. Safnað af Jóni Björns- syni, Borgarfirði eystra, 105. Alls þá samaankomið kr. 167.271,00. Með þökkum móttekið. Björn Ólafs. SETTJLIÐSVINNAN Frh. af 2. síðu. Ef breyting verður ákveðin, munum vér undir eins láta yð- ur vita.“ Alþýðusambandið mun bíða átekta í þessu máli, eh verka- SAMKVÆMT UPPLÝS- INGUM, sem Alþýðu- blaðið íékk hjá skrifstofu lögreglustjóra, hefir setuliðið afhent skrifstofunni 50—60 Ijósmyndavélar, sem það hef- ir tekið í sumár og síðastliðið vor af íslenzkum mönmim, sem ferðazt hafa fyrir Hval- fjörð. En eins og kunnugt' er, hafði stjórn setuliðsins hvað eftir ann- að tilkynnt s. 1. vor, að fólki, sem færi fyrir Hvalfjörð væri bannað að hafa með sér Ijós- myndavélar. Ljósmyndavélarnar verða af- hentar réttum eigendum í dag kl. 6—8 í skrifstofu lögreglu- stj óra. menn munu illa una þessari bið. Verkamenn á Akureyri, sem hafa lagt niður vinnu, vegna þess, að setuliðið vildi ekki borga þeim sama kaup og ísl. atvinnurekéndur hafa samið við félag þeirra um að borga, munu einskis óska frekar en geta byrjað aftur að vinna, en því aðeins samkvæmt því kaup- gjaldi, sem gildir meðal lands- manna. Það er því vonandi, að stjórn setuliðsins láti þá ekki lengi bíða eftir „athugunum“ sínum. Ekkert mun enn hafa gerzt í viðskiptum Dagsbrúnar og setuliðsstjómarinnar út af kaupgreiðslum til Dagsbrúnar- manna. Dagsbrúnarmenn, sem vinna í hundraða og jafnvel í þúsundatali hjá setuliðinu, búa enn við sama taxta og áður en Dagsbrún samdi við Vinnuveit- endafélag íslands. Er mikil óánægja meðal verkamanna út úr þessu. Tilkynning. Vegna nokkurrar bílaaukningar á bifreiðastöðv- um bæjarins, verða stöðvarnar opnar til kl. 11 e. h., bar til öðruvísi verður ákveðið. Bifreiðastöðvarnar í Reykjavík. rbergi ■ eitt eða fleiri óskast nú þegar. Leigu-upphæð eftir samkomulagi, en tryggt er, að viðkomandi er fullkomlega samkeppnisfær. Afgr. Alþýðublaðsins vísar á. Samiingstakar nm flntninoa á vðrnbílnm. Samningstökum þeim um flutninga á vörubílum, sem geta útvegað þrjátíu (30) eða fleiri 2%—3 tonna vörubíla í góðu standi, er hér með boðið að senda til- boð í að annast flutninga á vörubílum fyrir Banda- ríkjaherinn. * Samningar munu verða í giidi frá 1. október 1942 fram að 31. desember 1942. The Office of the Engineer, Bandaríkj aherinn, Camp Curtis, veita frekari upplýs- ingar frá kl. 8 f. h. til kl. 5 e. h. — Innsigluðum tilboð- um verður veitt móttaka í The Office of the Egineer hvenær sem er, fyrir kl. 2 e. h. föstudaginn 11. sept. 1942, og munu þau þá verða opnuð í allra viðurvist. Loftorrustan. (Frh. af 2. sðu.) innar og var nú eldur mikill í henni, sérstaklega neðan til. Brotnaði og annar vængurinn af henni, svo að hún steyptist yfir sig og hrapaði í sjó niður. Þegar hin sundurskotna, brenhandi flugvél var um það bil 70 rnetra yfir sjávarfleti, varð skyndilega mikil sprenging í henni. Þeyttust brot úr henni Iangar leiðir og sá einn amer- íkski flugmaðurinn stélið með hakakrossmerkinu í loftinu. Tvær af ameríksku oi'rustu- flugvélunum voru um það bil 75 rpetra frá þýzku flugyélinni, þegar hún sprakk, og hristust þær allar og skulfu af þrýst- ingnum. Alls komúst fjórar flugvélar Ameríkumanna í skotfæri við hina þýzku flugvél og skutu þær 2300 byssukúlum á hana. Flug'- I mennirnir voru hinir ánægðustu og sögðust þeir margt hafa lært af bardaga þessum. Þýzka flugvélin var, eins og áður er sagt, af gerðinni Focke Wulf ,,Kurier“, eri það eru stór- ar sprengjuflugvélar, sem þurfa meira en lítið til þess að hrapa. Eru þær líkari Fljúgandi virkj- um en nokkur önnur þýzk flug- vél og álíka stórar. Fljúgandi virki hafa oft orðið fyrir árásum þýzkra orrustuflugvéla, en þeim hefir ekki tekizt að skjóta þau niður. Herstjórnin segir svo frá í tilkynningu sinni, að þetta sé fyrsta þýzka ílugvélin, sem am- eríkskir orrustuflugmenn skjóta niður yfir Evrópu í þessu stríði. Áður hafði verið tilkynnt í Eng- landi, að fyrsta flugvélin hafi verið skotin niðúr yfir Dieppe, svo að þessi loftorrusta hefir verið fyrir þann tíma. Frá Í. S. I. S TJÓRN í. S. í. hefir ný- lega staðfest met í 4X1500 m. boðhlaupi á 18 mín. 29,8 sek. S Sett af boðhlaupasveit ■ Ár- manns 1. júlí s.l. Nýlega hefir Jón Guð- mundsson, útgerðarmaður, Reykjavík, gerzt ævifélagi ÍSÍ. Þessi félag hafa nýlega geng- ið í Í.S.Í.: , S Knattspyrnufélag Hafnar- fjarðar, félagatala 45. U.M.F. Æskan, Miðdala- hreppi, félagatala 40, form. Hjörtur Einarsson. Þessar reglugerðir hefir ÍSÍ nýlega staðfest: Reglugerð fyrir handknatt- leiksbikar Norðlendinga 1. fl. kvenna. ' Reglugerð fyrir Meistaramót drengja í frjálsum íþróttum. Reglugerð fyrir Farandskjöld Samhyggð og Vöku í Árnes- sýslu. Reglugerð fyrir handknatt- leiksbikar kvenna í Hafnar- firði. Sendikennari ÍSÍ, Axel And- résson hefir haldið knatt- spyrnunámskeið á Norðfirði, Seyðisfirði og Stöðvarfirði. — Þátttaka var alls staðar ágæt. Stjórn ÍSÍ hefir skipt þannig með sér verkum: Ben. G. Waage forseti, Erl? ingur Pálsson, varaforseti, Kristján L. Gestsson, gjaldkeri, Þórarinn Magnússon, ritari og Frímann Helgason skjalavörð- ur. Unnusta sjólið'ans heitir myndin, sem sýnd er núna á Gamla Bíó. Aðalhlutverkin leika Lucille Ball, George Murphy og Edmond O’Brien. Framhalds- sýningin heitir Villidýraveiðar. Til Hallgrimskirkju. Kr. 2.00 frá S. J. Hvað hafa kommúnistar gert í i dýrtíðarmálumim ? K OMMÚNIBTAR hafa kosið að svara spumingu Jóns Blöndals um það, hvort iþeir væru reiðubúnir að taka : upp raunhæfa pólitík í jþví skyni að hjálpa til að stöðva verðbólguna og tryggja verkalýðnum varanlegar kjarabæt- ur, með skætingi einum. Þeir ráðast í orðsendingu til hans í Þjóðviljanum í gær með sínum venjulegu ásökunum á Alþýðuflokkinn, segja að hann hafi átt þátt í að hleypa verðbólgunni af stað, en kommúnistar „hins vegar alltaf barizt fyrir raunhæfum S ráðstöfunum til þess að taka stríðsgróðann úr umferð, kveða - niður stríðsgróðavaldið í landinu, bæta kjör verkamanna, en stöðva hins vegar dýrtíðarflóðið.“ Og svo sem til þess að krydda þetta segja þeir, að hann hafi „amast við grunn- kaupshækkunum“ hjá verkalýðnum! Nú vill Alþýðublaðið spyrja Þjóðviljami: Hvaða ráðstafanix eru það, sem hann segir að kom- múnistar hafi barizt fyrir til að taka stríðsgróðann úr um- ferð og stöðva dýrtíðarflóðið? AJþýðublaðinu er ekki kunn- ugt um að þeir hafi gert neitt í dýrtíðarmálunum annað S en það, að greiða atkvasði á þingi með þeim tillögum, sem s Alþýðuflokkurinn hefir iborið fram um skattlagningu stríðs- ^ gróðans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.