Tíminn - 04.10.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.10.1963, Blaðsíða 1
EGGERT KRISTJANSSON «CO HF FYRIR UPPÞVOTT, NYLON 06 ULL 213. tbl. — Föstudagur 4. okt. 1963 — 47. árg. FRÉTTAMAÐUR Tfmans, GH, t göngum á Eyvindarstaða- HeHSI, 3. okt. — Nokkru fyrlr hádegi í dag komum vHf tvelr á jarSýtu nlSur f Svartárdal eftlr aS hafa farlS inn að Ströngukvfsl, en þangaS komu gangnamenn um flmmleytiS í fyrrinótt. UrSu menn tuttugu og þrfr talsins þegar flestir voru á heiðinni, en sextán eSa seytján voru vlS smala- mennsku. ASrlr stjórnuSu vél unum og svo tvelr menn frá dagblöðunum f Reykjavík. Ferðin gekk skaplega og aðlkoman var mikið betri en áhorfðist í fyrstu. Er bú- izt við fjársafninu niður að Stafnsrétt um fjögurleytið í dag, en nú er að verða greið fært um heiðina, enda hef- ur snjó tekið upp undanfar- ið f hlýindum og hálku. í dag er hér sólskin og hiti. Þegar farið var upp var afar mikill snjór á leiðinni frá Steiná í Svartárdal og inn að Galtará. Varð ýtan að fara á undan þá leið og ryðja braut fyrir dráttar- vélarnar. Hins vegar léttist færið fyrir framan Galtará. f fyrrinótt kom svo þýðviðri og komu þá fljótlega upp stórir flákar, sem voru greið ir yfirferðar fyrir menn og skepnur Það ánægjulegasta við að koma þarna upp eft- ir var, að féð leit vel út og virtist ekki hafa orðið fyrir hrakningum, eða liðið hung- ur. Eitthvað urðu gangna- menn þó varir þess, að fé Framh á 15 siðu Myndln er tekln af Stafnsrétt úr flugvél, daginn sem haldið var með vélarnar á heiðina. Þá var hún hálffull af snjó, erí nú hefur þiðnað nyrðra. (Ljósm.: Kárl) é Uppdráfturtnn sýnlr strandlengj- una fyrlr Austur- og Vestur-Land eyjum. Skurðlrnlr sem taka vlð að rennslisvatninu, merktlr með strlk um, og sandarnlr sem græða á, með hrlngum. LANDEYINGAR GRÆÐA 58KMEYDISANDA! BO-Reykjavík, 3. okt. f haust skáru Landeyingar mel á Kross-sandi, þar sem fyrsta timb urvömtn var sett niður árið 1956. Melfrælð var prýffilega þroskað og verður notað til sáningar að vori. Lítið eitt var skorið í fyrra og hittiðfyrra, en í haust var unnt að skera miklu meir en gert var, ef mannskapur hefði fengizt til þess, sagði Erlendur Árnason, oddviti á Skíðbakka, þegar blaðið' ræddi við hann um þessar sand- græðsluframkvæmdir. Á undanr förnum árum hefur verið grafinn skurður ofan við sandinn, frá Hall geirsey austur að Hólmum, en þag er nálega 15 ksn. vegalengd. Út- fallið er hjá Hallgeirsey, en skurð urinn liggur um fenin ofan við sandinn, þar sem heitir Gljá. Þar var áður kviksyndi, og varla faert nokkurri skepnu. Brciddin á sand- Framhald á 15. síðu. Þessa dagana eru ýmslr erflSleik- ar á útburði blaðanna, þar sem skólarnlr eru að byrja. Kaupendur TÍMANS eru beðnir um að hafa samband við afgrelðslu blaðslns, ef eitthvað er í ólagi ( sambandl viS útburðinn. 2000 SLÁTRAÐ ÚR MÝRASÝSLU KH-Reykjavík, 3. okt. Nú er búið að slátra um 2000 fjár úr Mýrasýslu, sem kom fram í réttum í Suður-Dölum í sept- eniber. Féð hefur verið rannsak- að, en ekki varð vart vig mæði- veiki í þvi. Eins og Tíminn hefur skýrt frá, verður slátrað öllu fé í tveimur hreppum Dalasýslu nú í þessum mánuði, og kemur þá í Ijós, hvort mæð’iveikin, sem vart varg í tveimur kindum í Dala- sýslu í vor, hefur náð að breið- ast út. Yfir 100 fjölskyldur á götunni TK-Reykjavík. 3. okt. Á fundi borgarstjómar í dag upplýsti borgarstjórinn, að a. m. k. 83 fjöiskyldur í Reykjavík væru húsnæðislausar skv. skrif- legum umsóknum, sem borizt hefðu framfærsluskrifstofu borg- arhinar frá 1. júlí s.l. Enn frem- ur væru óafgreiddar 100 umsókn ir, sem borizt hefðu á tímabilinu l. janúar til 1. júlí, er ekki hefðu verið endumýjaðar en þó ekki dregnar tH baka. Þá kom fram á fundinum, að fjöldi fólks hefði leitað til framfærsluskrifstofunn- ar munnlega og beðið um aðstoð en enga úrlausn fengið. Má þvi reikna með að hátt á annað hundrað reykvískar fjölskyldur séu raunveralega á götunni. Borgarstjórinn sagði, að beiðn ir um aðstoð vegna húsnæðis- vandræða færu mjög vaxandi og erfiðleikar á að veita fólki úr- íausn mögnuðust. Þá kom fram á fundinum, að samþykkt borg- arráðs um byggingu hátt á annað iiundrað íbúða á vegum bæjarins á þessu ári hefur verið svikinn og enn fremur upplýsti borgar- stjórinn í Reykjavík, að 465 Reyk víkingar oyggju nú í herskálum frá stríðsárunum, en 18 ár eru r,ú liðin frá styrjaldarlokum. Frá 1. júlí s.l. hafa borizt 145 skriflegar beiðnir til framfærslu skrifstofunnar um aðstoð vegna húsnæðisvandræða. Af þessum i45 umsóknum hafa 43 verið af- greiddar. en af þeim 102, sem óafgreiddar eru, eru 83 vegna húsnæðisleysis og 19 vegna lé- jegs eða óíbúðarhæfs húsnæðis í þessum tölum eru ekki talda með 100 umsóknir, sem bárust á tímabilinu frá 1. jan. til 1. júlí og ekki hafa verið dregnar til baka jg enn fremur eru ekki taldar með þær munnlegu um- sóknir um aðsíoð, sem borizt hafa framfærsiuskrifstofunni. Borgarstjóri skýrði frá því, að 400 leiguibúðir væru nú í eign borgarinnar *g í smíðum væri Framhald á 15. síðu. MMMHBHBasnMB MMHMHMMHHHB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.