Tíminn - 04.10.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.10.1963, Blaðsíða 8
3fl Flogið með Pan-Am til London KH-Reykjav'ík, 3. okt. Fyrsta áætlunarflug Pan Ame rkan Alrways með þotu um ís- land var mikill viðburður, sem tók meira en heilan dag að fagna. Og hápunktur fagnaðarins var á seinni tfmanum f nfu f gærkvöldi þegar Alda Guðmundsdótir, eina íslenzka flugfreyjan af þeim 1500, sem hjá Pan American Airways starfa, skar risastóra viðhafnar- tertu, sem bökuð hafði verið í til efnl dagsins, í viðurvist 400 manns. Eins og Tíminn hefur áður skýrt frá hefur nú Pan American tekið upp regl'ubundið áætlunar- fiug með þotu um ísland einu sinni í viku. Flugleiðin er New York—Keflavík—Prestvík—Lond- on og til baka. Fyrsta ferðin var i gær, og tóku þátt í henni um 30 boðsgestir, auk farþega. Þotan, sem flogið var með, og sem einkium verður notuð á þess ari leið, var af gerðinni DC-8 og hét því ágæta nafni Northwind, eöa Norðanvindurinn. Segja má, að þaö nafn hafi hæft, því að úrfelli var og beljandi hvasst á norðan, þegar lagt var af stað frá Keflavík laust fyrir klukkan 9 í gærmorgun. Svo mikil var veðurhæðin, að farþegum var ek ið £ bíl þá örfáu metra frá flug stöðínni út að flugvélinni, og þegar komið var um borð í hana, lét hún eins og skip í sjógangi. Var ekki laust við óhug í sum- um, a.m.k. þeirri, er þetta ritar, — þegar flugvélin sviptist til í loftinu, og þurfti að fljúga upp í 35 þús. feta hæð til að komast upp fyrir óveðrið. En eftir það lék allt í lyndi, og veran um borð var eins og að taka þátt í dýrindis veizlu á jörðu niðri. Gestirnir með þotunni í þess- ari fyrstu ferð voru m.a. Brynj- ólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri í samgöngumálaráðuneytinu; — Haukur Classen, varaflugmála- stjóri; Gunnar Sigurðsson, flug vallarstjóri; fulltrúar íslenzku flugfélaganna; fulltrúar ferða- skrifstofa; dagblaða og viku- blaða. Auk þess voru í förinni þeir Harry Girdler, forstjóri Pan American á íslandi; Einar Farest veit, umboðsmaður Pan Am hér, og Donald E. McMorran, einn af forstjórum Pan Am. Ekkert var til sparað að gera gestunum ferðina sem ánægjuleg asta. Þó getur sú, er þetta ritar, ekki still't sig um að kvarta yfir einu atriði. Boðin voru amerísk blöð til lestrar eftir flugtak í Keflavik og síðan ensk dagblöð eftir komuna til London, en ís- lenzk dagblöð voru ekki á boð stólum. Ekkert væri hægara fyrir umboðsmenn félagsins hér en hafa íslenzku dagblöðin tUtæk á KeflavíkurflUgvelU, svo að ís- lenzku farþegamir geti gluggað í þau á leiöinni. Vonandi verð ur sú þjónusta tekin upp í fram tíðinni. ÖUurn tU ánægju var flugfreyj an á fyrsta farrými íslenzk, Alda Guðmundsdóttir, og dró hún ekki af sér við þjónustuna. Alda hef- ur nú starfað hjá Pan Am í hálft fjórða ár og er ekki á henni að heyra að hún ætli að hætta í bráð. Hún flýgur á Kyrrahafs leiðunum, m.a. tU Suður-Vietnam, en var fengin að láni í þessa ferð vegna þjóðernisins. Hún segist hafa mikið að gera, en það sé gott að vinna hjá félaginu. Of langt mál væri að lýsa öllum þeim góðgerðum, sem gestir Pan Am nutu í þessari sögul'egu ferð, sem tók svo ótrúlega skamman tíma. Til Prestvíkur var flogið á 1 klst. og 45 mín., stanzað þar í hálftíma í yndislegu veðri, sól og logni, og síðan flogið á 45 mín. til London. Þar var þriggja tíma dvöl sem notuð var til þess að snæða forkunnargóðan miðdegis verð a Skyway Hotel. Þar var áfanganum fagnað með ræðuhöl'd um og dýrum veigum. Enn var flogið til Prestvíkur og þaðan til Keflavíkur, þar sem lent var laust fyrir kl, 7 í lygnu veðri. — íslenzka veðrið er óút- reiknanlegt, varð einhverjum að orði. Lokaþáttur fagnaðarins var kokkteilboð á Keflavíkurflugvelli, sem um 400 manns tóku þátt i. Á boðstólum var margs konar góð meti, en mesta athygli vakti hin risastóra terta, sem stóð á miðju veizluborðinu, fagurlega skreytt löndum og höfum og auk þess áletruð. Líkan af DC-8 þotu gnæfði yfir tertuna. Fyrstu sneið amar skar Alda Guðmundsdóttir, flugfreyja, við mikinn fögnuð áhorfenda. Tvidálka myndin sýnir (slenzku flugfreyjuna, Öldu Guðmundsdótfur, bera ívarl Jónssyni, ritstjóra Þjóðviljans, og Ingólfi Blöndal, for- stjóra ferðaskrifstofunnar Lönd og leiðir, góðgæti. — Þridálka myndin er tekln, þegar Alda Guðmundsdóttir réttlr Harry Glrdler, forstjóra Pan Am á íslandi, fyrsta bitann af hinni stórkostlegu tertu, sem bökuð var í tilefni dagsins. (Ljósm.: Ingim. Magnúss.). J Vegamál á Vatnsleysuströnd HINN 19. september s. 1. birtist í „Tímanum" grein um Keflavík- urveginn nýja. Grein þessi er skrifuð af blaðamanni blaðsins og má þvi gera því skóna að' þar sé um að ræða sumpart vangaveltur hans og sumpart sögn þeirra manna er hann hitti að máli á ierð sinni, og þá fyrst og fremst verkstjórans, Björns Jóhannsson- ít. Ég vil þá fyrst geta þess, að grein sú, sem hér birtist, hefði fyrr mátt vera á ferð, en mér, og reyndar fleiri íbúum Vatnsleysu- strandarhrepps, þótti einsýnt að oddviti hreppsins svaraði að nokkru greininni í „Tímanum". Það hefur brugðizt, svo hér vil ég því koma á framfæri sjónar- miði alls þorra hreppsbúa. Þar er þá fyrst til að taka að í fyrrnefndri grein stendur orðrétt: .,Það sem mestu hefur valdið um, að hann I Kúagerði er sú staðreynd að það- hefur ekki verið undirbyggður frá • an voru deildar leiðir um stefnuna vegha óska strandbúanna. Horfur eru á, að deilan um stefnuna frá Kúagerði sé að leysast í sátt og samlyndi, þar sem íbúunum á þessu svæði er orðið ljóst, að veg- ' - - - S-w~ ( Xx~- , " Loftmynd af Keflavíkurvegi. Hér sést greinilega einn hlykkurinn á „beina veginum". ur eins og þessi er hættulegri f aábýli en svo að þægindin af hon- um borgi sig“. Svo mörg eru þessi orð. Öllu meiri þvættingur og misskilningur gæti varla komizt fyrir í tveimur setningum. Staðreyndin er sú, að undirbyggingu vegarins var hætt fyrir kosningarnar í vor, vegna hræðslu Sjálfstæðismanna um fylg istap í hreppnum. Allir flokkar aðrir höfðu lýst yfir fylgi sínu við svokallaða „neðri leið“. Og að deilan sé að leysast í sátt og samlyndi, er víðs fjarri sannleik- anum. nema þar sé um að ræða baktjaldamakk, sem haldið er leyndu fyrir hreppsbúum. Svo mikið er vist að þeir eru hvorki sáttir né samþykkir því að missa þær samgöngur er þeir þegar hafa op segja ma að þessi vegarlagning sé algert. einsdæmi hvað snertir aulahátt og þráa yfirmanna vega- málanna. Ætli það sé ekki vegna dæmi á ísiand’ að heilum hrepp T í M I N N, föstudaginn 4. október 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.