Tíminn - 05.10.1963, Page 2

Tíminn - 05.10.1963, Page 2
Ný gerð Gislaved-nælon- dekkja væntanleg í nóv. TK-Reykjavík, 4. okt. HÉR er staddur um þessar mundir Oíof Ljungqvist, útflutn- ingsstjóri GisLaved-gúmmíverk-i smiðjanna í Svíþjóð. Blaðamaður Tímans átti tal við Ljungqvist og Gísla Theódórsson, framkvæmda- sijóra hifreiðadeildar véladeildar SÍS, en SÍS hefur umboð fyrir GlsLaved hér á landi. — Gislaved- verksmiðjurnar eru á vegum f ænska samvinhusambandsins, — Kooperativa Forbundet, — ebi af fjölmörgum verksm'iðjum samtak- anna. Verksmiðjurnar bera nafn bæj- artns þar sem þær eru — þ. e. Gislaved í Smálöndum, sem er 7 þúsund manna bær. Starfsmenn verksmiðjanna eru um 1300 tals- ins og þar eru framleiddar auk hjólbarðanna, sem eru meginstoð i rekstri verksmiðjanna. allar gerð ir gúmmiskófatnaðar, iðnaðar- gúmmí og plastvörur o. fl. o. fl. Verksmiðjan framleiðir nú um 2 þúsund hjólbarða á dag af öllum gerðum og stærðum. Ljungqvist skýrði svo frá, að íyrir skömmu befði verið tekin til notkunar í Gislaved ný hjólbarða- verksmiðja, sem er algerlega sjálf- virk viðurkennd af Bandaríkja- mönnum, sem nýtízkulegasta og fullkomnasta verksmiðja í heimi. Þeissar nýju vélasamstæður gefa mikla möguleika til endurbóta og nýjunga í hjólbarðagerð og hyggj- ast Gislaved-verksmiðjurnar nýta það til hms ýtrasta og binda mikl- ar vonir við framleiðsluna — eink- um við nýjungar í gerð nælon- hjólbarða og snjódekkja. Ljungqvist, útflutningsstjóri, sagði að velta verksmiðjanna væri um 65 milljónir sænskra króna á ári og þar af um 60% í sölu hjól- barða. Gislaved flytur út til rúm- lega 30 þjóðlanda í Evrópu og Afríku, en messtur er útflutningur- inn til Norð^rlandanna, Noregs. Danmerkur, Finnlands og íslands, en samvinnusamtökin í þessum löndum annast söluna fyrir Gisla- ved. Gísli Theódórsson skýrði svo frá, að í næsta mánuði væri væntan- ieg til sambandsins fyrsta sending in af hinni nýju og endurbættu gerð nælondekkja úr hinum nýju velasamstæðum Gislaved. Gísli sagði, að gæði Gislaved dekkjanna væru viðurkennd og verðið væri fylliega sambærilegt við aðrar teg- undir hjólbarða. Hann sagði, að samvinna bifreiðadeildarinnar við Gislaved hefði verið með mjög .iiiklum ágætum og þetta væri í sjötta sinn á nokkrum árum, sem Ljungqvist útflutningsstjóri, væri nér á ferð til að fylgjast með sölu dekkjanna og kanna hvernig þau hefðu reynzt á okkar erfiðu ís- lenzku vegum — en Gislaved-verk smiðjumar reyndu að endurbæta og styrkja dekkin með tilliti til þeirrar reynslu sem meðal ann- ars fengist af þeim hér á landi. — Sagðist Gisli búast við mikilli eft- irspurn eftir hinni nýju gerð Gisla ved nælonhjónbarð'a, sem koma til landsins i næsta mánuði eins og fyrr sagði. Ljungqvist, útflutningsstjóri, veitti blaðinu ýmsar upplýsingar um sænsku samvinnusamtökin, sem hafa mjög fjölþætta fram- leiðslu með höndum. Má segja, að þau framleiði allt milli himins og jarðar, og má til gamans nefna 2 heimsþekkt merki: Gustavsberg postulínið og Luma ljósaperurnar, svo og að sjálfsögðu Gislaved-hjól- barðana. Starfsmenn Kooperativa Forbundet eru um 21 þúsund og nam saía á framleiðslu samtakanna 2.874 milljónum sænskra króna á síðasta ári. í Svíþjóð eru starfandi 467 kaupfélög og eru félagsmenn 1.240 þúsund talsins. Um 26% af matvælasölunni í Svíþjóð er á veg- um kaupfélaganna. Olof Ljungqvist, útflutningsstjóri, að athuga einn Gislaved hjólbarðann. (Ljósm.: Þorvaldur) Loksins Ritstjórnargrein Alþýðublaðs ins í gær heitir: fbúð tll sölu. Þar er skýrt frá því, livað íbúð- ra.verðið þýtur nú upp úr öllu va'Idi cg hvíiíkt kaupæði og öngþveiti nú ríkir á öllum svið- um. Áður hafði blaðið sagt skil merkilega frá því, hvflík gífur- leg húsnæðisvandræði hrjá nú þjóðina og hve mjög húsaleiga h'ækkar. Orðaði blaðið það á þessa leið: „Menn igreiða ótrú- iegustu upphæðir fyrir ómerki. Iegustu íbúðir“. Orðrétt lýsir Alþýðublaðið svo „hinum glæsilega árangri viðreisnar- inniar", svo notað sé orðfærl Morgunblaðsins: „Þessi óheppilega þróun stafar vafalaust af ótta almenn- ings við gengislækkun. Verð- lag og kaupgjald hefur hækfc- að og reynsla síðustu tuttugu ára segir fólki, að nú séu síð- ustu forvöfj að kauipa áður en allt hækkar enn meir. Þess vegna skapast ný eftirspurn, fólk selur íbúðir i von um að komast yfir aðrar eða leigja meðan það er að Ijúka nýjum íbúSura. Þannig eykst stóriega cftirspurn eftir leiguliúsnæði. VerSbólga í verstu mynd Enn fremur segir Alþýðu- blaðið: ,,Hér er verðbólga í verstu mynd. Hún setur fólk úr jafn- vægi, skapar ótta, og allir vilja gera einhverjar ráðstafanir til að verja sig — eða græða. Árangurinn verður, að brask- arar græða stórfé á,n nokkurr- ar fyrirhafnar, en unga kyn- slóðin og efnalítið fólk ber byngstu byrðarnar. Ástand eins og þetta hlýtur að vekja hugs- andi mönnum efa um, að Is- lendinigar séu hæfir til „frjálsra viðskipta“ á þessu sviði. Það er eitthvað bogið við þjóðfélag, þar sem formaður siamvinnu- bygginngarfélags talar af ein- skæru þakklæti og vinsemd um verðbréfakaup með 30% afföll- um. A FORNUM VEGI „Hannes á horninu" „Við erum í útsoginu". Al'þ.bl. 29.9. HANNES MINN! Þú skrlfar hugleið Ingar um stjórnmál — og fjármál — I þfisð þitt, og lýsir þar afstöðu þlnt.í *U vandamála dagsins. Þér virðist nú asði margt viðsjárvert og syrta í álinn. Dýrtíðin segir þú að aukist — og það þannig að við færumst óðfluga nær hengifluginu. Og það mætti skilja það svo, að helmingurinn af hverjum einum héngi fram af brúninni. Og þú býst við að allt endi bráðum, og það með skelfingu. Ósköp og skelf- ing er að heyra þetta, Hannes minn. Þinn fiokkur, Hannes minn, Alþ.fl. hefur verið í mjög nánu samstarfi um stjórn þessa lands — eins og þú velzt, undanfarln 5 ár, við Sjálf- stæðisfleifekinn. Ást og faðmlög hafa ekki leynzt fyrir neinum. Hjónarúmið hefur alltaf verið upp búið með öllum koddum og svæfl um hin síðustu fjögur ár, og undan hjónasænginni hafa komið marg- víslega útlí'tandi krógar — og fæð- ingin yfirieitt talin ganga vel og veizlur haldnar við ýmis tækifæri, allri útunguninni til lofs og dýrðar. Þið hafið all'taf verið að segja þjóð Inni: Við getum með okkar ágætu stjórnarháttum bætt hag þegnanna. Við kunnum ráðin. Viðreisnin okk ar — það er hún sem allt gerir gott á endanum. Sjáið þið bara til. í kosningunum sem fram fóru nú í sumar, sögðuð þið ailt vera í bezta lagi — aldrei betri fjár- hagsástæður, — aldrei meiri festa í athafnalífinu. Allt fer eftir við- reisnaráætluninni. Þvílík dýrð. — Kjósið þið okkur áframl — Þlð sögðuð að Framsóknarflokksmenn kynnu engin ráð, Kommúnistar ekki heldur. Það hyski væri allt tll hópa illgjarnt og vitlaust, og mikill vandræðalýður. Með þessum prédikunum tókst ykkur Alþýðufl.mönnum og Sjálf. stæðlsmönnum að halda meirihluta á Alþingi. Þið fenguð það sem þið báðuð um, og nú stendur ritstjórn þín föstum fótum á jörð, og ör- ugg á viðreisnarjötunni, — eða er það ekki? NOKKRIR mánuðir eru liðnir síð- an þetta gerðist. Ráðherrar hafa notið sumarsins innanlands og utan — eins og vera ber. Bæði siglt í prömmum suður um sund og höf Evrópu, — eða flogið á fullrl ferð og kloflð háloftln guði og mönn- um tjl dýrðar. Ekki virðist nú mjög mlkið að á þessu heimili, ef dæma skai eftir þessu. En Hannes minn, það virðist margt mjög skrýtið í veröldinni. Til dæmis það, að seinnipartinn i sumar virðast sumir menn hafa verið tilkvaddir eða líða eins konar píslarvætti, — þú ert einn af þeim — þú skrifar eins og ekki sé allt með felldu með NÝSKÖPUNINA — fjármálalíf okkar og allar kring umstæður. Þú berð þér á brjóst og hrópar og kveinar, og jafnvel æpir. Og nú ertu farinn að sjá allt okkar ráð i því ástandi, að engu er Ifkar en að allt sé að far- ast. Öll okkar fjármálaplön séu að fara i hina óeðlilegustu farvegi. Og þetta virðist þér koma allt mjög á óvartl Hannes minn, má ég spyrja þlg: Hvar hefur þú verið. Hefurðu verið á túr. Hefur aldrei runnið af þér — þessi 5 ár sem eru síðan að hin fræga vinstri stjórn fór frá — og þinn ágæti flokkur, Alþýðuflokkur inn fór að stjórna með íhaldinu — og bjarga þjóðinnil! Lítum til baka. MEÐ FJÁLGLEGUM orðum — og yfirlæti og hátíðlegum loforðum sagðist Alþýðufl.stjórnin, sem Emil myndaði með stuðningi Sjálf stæðisflokksins 1958, ætla að stöðva dýrtíðina. Hann lækkaði laun verka manna og launafólks yfirleitt um 700 til 900 krónur á mánuði — til öryggis um endanlega stöðvun verð bólgu. Það var það sem vinstri stjórninni var neitað um á Alþýðu samb.þingi. En forsætisráðherra Alþýðufl. lét síðar taka með lög. gjöf. Áfram var siglt með fullum seglum. Samningar um nýja ríkis stjórn fóru fram. Ólafur Thors tók við stjórnartaumunum. Alþýðufl. varð þá til fulls kjölturakki í fangi íhaldsins — og hefur verið það síðan. Viðreisnin var sett á laggirn ar i verki. Þá var framkvæmd hln mesta gengislækkun sem sögur fara af. Vextir hækkaðir, svo eng in dæmi voru með annað hliðstætt. Útlán takmörkuð fyrlr efnalítið fólk. Erlendar vörur stórhækkuðu — opinber gjöld sömuleiðisi. — Allar rekstrarvörur nærri tvöföld uðust í verðl. Gjöld til rikis- og bæja hækkuöu. Dýrtiðin steig sitt 'fyrsta skref, — og það gerði rikis stjórnin sjálf — „Viðreisnarstjórn in". Fögur var fyrsta gangan. Verka lýðurinn allur gerði ekkert um stund, — beið átekta og sá hvert stefndi. Kaupgjald stóð í stað. — Árið leið, verkafólk vildi þá ofur- lítið rétta hlut sinn. Strax var sam ið yfirleitt um 10% hækkun á kaupi, með aðstoð samvinnufélag- anna, eins og kunnugt er. Viðreisn arstjórnin var ekki sein á sér, — felldi aftur gengið um allt að 12%. Áfram var haldið, — og nú lék Framhald á 13 síðu ” Suorðreisnin Þessum málum verður afí koma betur fyrir. AH vísu hef- ur enginn getaH sýnt fram á, hvernig ríkisstjórnin gat hindr- a3 þá verðbólgu, sem skollin er yfir. En það er alls ekki víst, aff hún leiði til gengisbreyting- ar. Fleiri leiðir koma L1 .greina, til dæmis sú, sem farin var 1959.“ Loks kom að því að Alþýðu- blaðið viðurkennir, að „viðreisn in“ hafi verið endaleysa o.g sé farin „að vekja hugsandi mönn- um efa“. Jafnframt viðurkennir blaðið hreinlega, að rikisstjórn in hafi enga stjórn á málunum og hafi engin úrræði átt til að „hindra þá verðbólgu, sem skollin er yfir“. Þá tekur blaðið hraustlega undir við Tímann um að eðli „viðreisnarinnar" sé það, „að braskarar græða stórfé án nokk- urrar fyrirhafnar, en uniga kyn- rióðin og efnalítið fóik ber þyngstu byrðarnar“. Það var mikið a^ þeir viður- kenndu þetta að Iokum. MóSursýki Leiðari Mbl. í gær er sem móðursýkiskast. Sýnishorn: — „Framsóknarflokkurinn er í dag jafn gersamlega úrræða- áttu gegn hvers konar viðleitni Framh á 15 síðu 2 T í M I N N, laugardaginn 5. október 1963.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.