Tíminn - 05.10.1963, Side 7

Tíminn - 05.10.1963, Side 7
ÚtgefEndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frarokvæmdastjóri: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300, Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Fóík á götunni Á hverjum degi berast mönnum til eyrna uggvænlegar fréttir af því, að fleira og fleira fóik fái ekki þak yfir höfuðið, og að sífellt fleiri séu á götunni. Húsnæði fæst ekki, og um hverja einustu íbúð, sem auglýst er laus keppir fjöldi manna, svo að stundum er löng biðröð við húsdyr. En jafnvel þó að íbúð táist leigð, er hún ærið ort a uppsprengdu verði, sem ekki verður kallað neitt annað en okurleiga, miðað við tekjur almennings. Síðast í fyrradag voru þessi mál rædd í bæjarstjórn Reykjavíkur. Það kom í ljós, að hundruð fjölskyldna hafa á síðustu mánuðum leitað til bæjaryfirvalda um neyðarhjálp í húsnæðisvandræðum, en mjög fáum hefur verið unnt að liðsinna, og borgarstjórinn sjálfur lýsir yfir, að sífellt verði örðugra að finna ráð til bess að liðsina þessu fólki. Þetta er saga Reykjavíkur á þessum haustdögum. En ástandið í húsnæðismálunum er litlu eða engu betra í öðrum kaupstöðum og kauptúnum landsins. Þar stendur húsnæðisskorturinn byggðarlögum víða fyrir eðlilegum vexti, og sömuleiðis uppbyggingu atvinnulífsins á þess- um stöðum. í ýmsum blómlegum kauptúnum og kaup- stöðum, þar sem hin beztu skilyrði eru til atvinnu og framleiðslu, er svo ástatt, að fólk, sem þangað vill flytja, getur það ekki vegna þess, að þar er ekkert húsnæði að fá. Mikilvæg atvinnu- og tramleiðslufyrirtæki fá heldur ekki nauðsynlegt starfsfólk af sömu sökutii, og eðlilegur vöxtur getur ekki átt sér stað. Engum blandast hugur um, hver er rót þessa ástands Á árunum fyrir valdatöku núv. ríkisstjórnar var byggt því sem næst eins mikið í landinu og nauðsyn er talin, vegna endurnýjunar og fólksfjölgunar. Það stafaði af skilningi og meiri stuðningi hins opmbera við þessi mál. Með kverkataki sínu kippti þessi ríkisstjórn íbúðabygging- um niður um helming, og svo hefur verið undanfarin ár, að ekki hefur verið byggður nema helmingur þeirra íbúða, sem fólkið í landinu þarfnast . Þessu ári jukust bygging- ar litið eitt aftur, því að sívaxandi þörf rak menn af stað, hvað sem það kostaði, en þó vantar mikið á enn, að í réttu horfi sé, hvað þá að bætt sé upp vanræksla siðustu ára. Afleiðingin af þessu óafsakanlega kverkataki ríkis- stjórnarinnar á byggingamálum landsmanna kemur nú fram af fullum þunga. Engin íslenzk ríkisstjórn hefur á síðustu áratugum úthýst eins mörgum eSa rekiS eins margt fólk út á götuna. Kunnur norrænn stjórnmálamaSur sagSi fyrir skömmu, aS meSal þyngstu saka, sem unnt væri aS bera á nokkra ríkisstjórn, væri sú aS hún legSi sig ekki fram um þaS, aS öll þjóSin hefSi sæmilegt þak yfir höfuSiS. Þann áfellisdóm hefur þessi ríkisstjórn óum- deilanlega kveSiS upp yfir sjálfri sér meS verkum sín- um. Húsvana skólar En ófremdarástaridið í byggingamálum í tíð þessarar ríkisstjórnar nær ekki aðeins til ibúða fólksins. Á þessum árum hefur raunverulega verið dregið stórlega úr bygg- ingum skólahúsnæðis, og hvergi nærri byggt svo að haldi til jafns við nemendafjölgun. Afleiðingin er sú. að nú ríkja meiri húsnæðisvanoræði í skólum landsins en nokkru sinni fyrr, og vísa verður írá tugum og hundr- uðum nemenda svo að segja í hverjum einasta framhalds skóla landsins, og á skyldunámsstigmu verður sums stað ar að draga úr kennslu. i ANGI kirkjuþlngslns í Róm er nýhafinn. Hér sést rðS kardínálanna tólf, sem eru í for- sætisnefnd þingsins. Búizt er vlS, að kirkjuþing þetta leggi til ýms ar breytingar á starfsháttum kaþólsku kirkjunnar og geta þær haft töluverS áhrif á gang helms mála. — Hér til hliðar er mynd af Nelson Rockefeller, ríkisstjóra í New York, en hann er [ Evrópu ferð ásamt frú sinni, og hefur komið til ýmissa landa. — Fyrir mánaðamótin var hann I Í'talíu og gekk á fund Segni for- seta. Hér er hann að koma til Belgíu og bandaríski sendiherr- ann tekur á móti honum. Evrópu ferð bandarísks forsetaefnis þykir góður undirbúningur undir kosn ingabaráttu. — Neðsta myndin er af leikurum í því fræga leik- riti Teenagerlove, sem sýnt hefur verið í Konunglega leikhústnu í Kaupmannahöfn við miklar og góðar undirtektir, og einnig hafa sýningar hins danska leikflokks vakið óvenjulega athygli í Stokk hólmi. Myndin sýnir Birgltte Reimer, Preben Neergaard og Buster Larsen í hlutverkum. — Teenagerlove verður sýnt f Þjóð leikhúsinu hér bráðlega, og munu mfínnar cann Unf í -> r- 4- / T í M I N N, lauoardaginn 5. október 1963. —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.