Tíminn - 05.10.1963, Page 9

Tíminn - 05.10.1963, Page 9
Friðrik Olafsson skrifar um INGIR. JOHANNSSON AL- ÞJÚDLEGUR SK AK MEISTARI ÞAU tíð'indi bárust hingað til lands fyrir nokkru, að Alþjóða- skáksambandið hefði á síðasta íundi sínum ákveðið að veita Juga R. Jóhannssyni sæmdartitil- tnn ,,alþjcðlegur skákmeistari". — Þessi viáurkenning er að sjálf- sögðu mjög ánægjulegur áfangi á skákferlí Inga og hvetur hann til frekari dáða í framtíðinni, en í rauninni er hún þó aðeins staðfest ing á því, sem menn hafa lengi vitað. Ingi hefur nefnilega fyrir löngu öðlazt þann styrkleika sem aimennt verður krafizt af al- þjóðlegum meistara, hann hefur eimmgis skort tækifæri til að' sanna getu sína á erlendum vett- vangi. Með frammistöðu sinni í Hille í sumar tók hann af allan vafa um þetta efni og sýndi fram á, að hann er fyllilega verður tit- ilsins, ef ekki meira. Vill þáttur- rnn í tilefni viðurkenningarinnar færa Inga hugheilár hamingjuósk- ir sínar og er þess jafnframt full- viss, að sýni Ingi framvegis jafn stöðugan þroska í taflmennsku sinni og hingað til, verði alþjóða- meistaratitillinn fyrr eða síðar að víkja úr sæti fyrir öðrum æðri. SKÁKMÓTH) f LOS ANGELES. Eftirfarandi skák er einkum at- ihyglisverð fyrir þá sök, að hún varpar nýju ljósi á sjaldgæft af- brigði i Griinfeldsvöminni. Svart- ur fórnar manni í byrjuninni og fær fyrir þrjú peð, en samkvæmt „teóríunni" á fómin að veita hon- um sízt lakara tafl. í „praxis“ hef- ur fórn þessi lítt eða ekki verið reynd og gefst því kærkomið tæki- færi hér til að sannreyna réttmæti hennar Hvítt: Tigran PETROSJAN. Svart: Pal BENKÖ. Grunfelds-vöra. 1. d4, Rf6. 2. c4, g6. 3. Rc3, d5. 4. Db3, — (Þessum leik beitti Petrosjan með góðum árangri í 15. einvígisskák- mni við Botvinnik. Er ekki að efa. að hann nýtur hér góðs af rann- sóknum sínum og undirbúningi fyrir einvígið). 4. —, dxc. (f skák sinni við Keres í þrettándu umferð sama móts reyndi undir- ritaður 4. —, c6. Áframhaldið varð sem hér segir: 5. cxd. (Rök- réttara virðist 5. Rf3). 5. —, cxd. 6 Rf3, Rc6 7. Bg5, Ra5. 8. Ddl, Bg7. 9. e3. Hér urðu svarti á þau mistök að leika 9. —,- Re4? 10. RxR, d5xR. 11. Rd2, sem lyktaði með falli peðsins á e4. Rétt var 9. —, o-o. 10 Bd3, Bf5 með svip- aðri stöðuj 5. Dxc4, Be6. (f skákinrri Petrosjan-Botvinnik varð áframhaldið 5. —, Bg7. 6. e4, o-o. 7. Be2, Rc6. 8. Rf3, sem leiðir til mjög þekkts afbrigðis í Griin- felds-vöminni. Leikur Benkö var mikið notaður á bernskuskeiði Griinfeldsvarnarinnar og leiðir að öllu jöfnu til skemmtilegrar viður eignar) 6. Db5t. Rc6. 7. Rf3. (Ekki 7. Dxb7, vegna —, Rxd4). 7. —, Rd5. 8. e4, Rdb4. 9. Da4, — (9. d5 virðist stranda á —, Rc2f. 10. Ke2, a6. Eða 10. Kdl, Rxal). 9. —, Bd7. 10. Ddl. (Hvíta drottningin er nú komin heilu og höldnu heim áftur og ekki er annað ao sjá en hvítur sé búinn að byggja upp yfirburðastöðu. En svartur er ekki alveg af baki dott- mn og ræðst nú til atlögu). 10. e5. (Þetta er lykilleikurinn og hann felur í sér skipti á riddara fyrir þrjú peð). 11. a3 (Á annan hátt fær hvítur ekki hag nýtt sér stöðu riddarans á b4. 11. d5 svarar svartur einfaldlega með —, Rd4, og eftir 11. dxe, Bg4 hef- ur svartur ekkert að hræðast). 11. —, exd. 12. Rbl! (Á þessum leik byggist öll hernað aráætlun hvíts). 12. —, Ra6. 13. b4, Raxb4. („Teórían” telur þennan leik þann eina, sem til greina kemur, þar eð hvítur fái yfirburðastöðu eftir 13. —, R2-b8 14. b5, Ra5. 15. Dxd4). 14. axb4, Bxb4f. 15. Bd2, De7. 16. Bd3 BxBf. 17. RxB, o-o. 18. o-o, Rb4. 19. De2, c5. (Það er raunverulega fyrst hér, Fem kjmi^ er út fyrir áhrifasvæði „feóríunnar" og skákmennimir verð'a að fara að tefla af eigin hug- viti. Er staðan jöfn eða er mað- ur hvíts þyngri á metaskálunum en svörtu peðin þrjú? Þessari spurningu er ekki auðsvarað, en það talar hins vegar sínu máli, að Petrosjan skuli óhikað velja þetta afbrigði. Efalaust hefur hann rann sakað vel þessa stöðu meðan á einvígi hans við Botvinnik stóð og komizt að jákvæðri niðurstöðu). 20. e5, — (ilvitur þarfnast rýmis fyrir menn sína og býr því til „holu“ á e4. Riddaranum á d2 er nú ætluð framvarðarstaða á d6 eða f6 eftir þ’ú sem þörf gerizt). 20. —, Kg7. (Benkö hugsar fyrst og fremst um öryggið. Leikmum er ætlað að koma í veg fyrir D-d2-h6, ásamt R-e4-f6f). 21. Re4, Bc6. (Á Benkö kost á betri leik í þess ari stöðu? Meginverkefni hans er að koma peðakeðju sinni á drottn ingarvængnum á hreyfingu, en hann á erfitt um vrk, þar eð sér- hver peðsleikur kynni að veikja stöðu hans illilega. Það er því eðli ’egt, að hann vilji ekki taka nein- ar afdrifaríkar ákvarðanir á þessu sagi málsins) 22. h4. a6. (Benkö hyggst nú gera eitthvað róttækt í málunum, en Petrosjan á auðvelt með að stemma stigu við framrás svörtu peðanna. Annar móguleiki var 22. —, a5 í því skyni að koma peðinu eins langt og mögulegt er í valdi hróksins, en við þetta myndast veikleiki, sem hvítui kynni að geta notfært sér með bvi að leika 23 Bb5) 23. Hfcl. b6. 24. h5, Had8. (Eðlilegra virðist hér 24. —, Hfd8). 25. Dd2, h6. (Að öðrum kosti mundi svarti kongurinn lokast inni eftir 26. hRt). 26. Hcel, b5. iLoksins kemst skriður á peða- fiauminn. en Benkö á lítið eftir af hinum dýrmæta tíma sínum). 27. Rd6, — (Þetta veitir Benkö færi á að annarra úrkosta völ. Svartur hót- rnegin, en Petrosjan átti varla annarra úrkosta völ. Svartur hót- aði 27. —, c4). 27. —, Bxf3. 28. g2xB, Dg5t?. (Þetta er hins vegar alvarleg yfir- sión. Bezti möguleikinn lá í 28. —, RxB. 29. DxR. Dg5t. 30. Kfl, Dxh5. Eðlilegasti leikur hvíts virð- ist nú vera 31 Hxa6, en eftir —, Ha8! er ekki að sjá, að hann eigi neitt viðunandi áframhald. í stað 31. Hxa6 væri bezti leikurinn vænt anlega 31. f4, sem opnar hvítu drottnmgunni leið yfir á kóngs- vænginn og hótar við tækifæri f4- f5, en svartur hefur jafnvel þá mjög góða varnarmöguleika. Eftir 28. —, Dg5 er Benkö hins vegar a)gjörlega glataður og heimsmeist- Framhald á 13. síðu. Þátturkirkjunnar Bjarg aldanna „AF HVERJU gengur þetta allt á tréfótum", hugsum við stundum og segjum viðvíkjandi svo mörgu í framkvæmdum og félagslífi. ekki sízt í málefnum kirkjunnar. Og gamalt spakmæli gæti ver ið hér ágætt svar við þessari spurningu. Það er svona. „Sá, sem getur vill ekki. Sá, sem vill getur ekki. Sá, sem skilur gjörir það ekki. Og sá, sem gjör ir skilur ekki”. Á svipaðan hátt sýnist það oft vera með skynsemina. Þótt fólki séu réttar vísindalegar staðreyndir í hendur, þá breytir það gjörsamlega gegn þeim. Þar eru reykingar gott dæmi um fjarstæðurnar. Skortur á skilningi, framsýni og fórnarlund, skortur á hugs- un og hugsjónum er aðalorsök þess, hvernig mannlegar fram- farir skakklappast áfram á tré- fótum i stað lifandi fóta, sem stefna að ákveðnu takmarki. Lífið er fjölbreytt og tilveran margslungin. Allt er svo hverf. ult. Þeir, sem eru tilbeðnir í dag liggja í duftinu á morgun. Það, sem gnæfir hæst á morg- un verður gleymt eftir árið. — Allt traust til mannlegrar snilli skipulagningar og mannaboða bregzt áður en varir. í fornum, sígildum spekirit- um standa þessi orð: Segðu við spekina. Þú ert systir mín, og kallaðu skynsemina vinkonu þína, Við teljum okkur öll meira og minna skynsöm, en speki viðurkenna flestir að þá vanti að einnverju leyti. En einhvers staðar stendur líka: „Ótti Drottins er upphaf vizkunnar, og þekking hins beilaga sönn hyggindi“. Nú eru margir, sem misskilja hugtakið Guðsótti. Það er ekki hið sama og hræðast Guð, held- ur hitt að óttast að breyta gegn vilja hans Guðsóttl er auðvitað ekki gott orð. það gæti fremur verið guðsást, líkt og þegar barni þykir svo vænt um mömmu eða pabba, að því finnst óhugsandi að gera á móti því. sem þau óska eða vilja. Guðsótti er sambland af auð- mýkt, lotningu og tilbeiðslu á- samt hrifningu og elsku, þegar staðið er frammi fyrir því, sem er heilagt, eilíft og fagurt. Þess vegna er þekking hins heilaga sönn hyggindi, það er að skynja og skilja rétt það, sem er heil- agt, fagurt. rétt og satt. Þetta ætti því að vera frum- þáttar uppeldis í kristnum lönd um. Hitt kemur svo ósjálfrátt á eftir. Guðstrúin, sambandið við almáttuga uppsprettu kærleik ans er hið mikilsverðasta, sem efla þarf í vitund hinna ungu. Þetta mætti gjarnan vera rík- ara í huga nú, þegar skólastarf- ið ér að hefjast í borg og bæ og unga fólkið streymir til upp- eldisstöð'var.na, ef svo mætti segja. Væri guðstrúin grunnur upp eldisfræðanna, gengi ekki allt á tréfótum. þá væri auðvelt að halda aga, af því að þá vildu börnin ekki breyta gegn því, sem góðir foreldrar vildu af því að elskan til þeirra aftraði þeim. En slíkt uppeldi er ekki aga- laust eftirlæti. Þar er orðið guðsótti enn í réttu gildi að vissum þætti. Gað'svitundin er alltaf bland in eða skyld ótta, að því leyti, að mannsandinn, manneskjan getur titrað af' sælukenndum geig gagnvart mikilleik Guðs annars vegar og smæð sinni hins vegar Kannski verður einnig þetta ljósast í vetrarbyrjun, þegar orð skáldsins verður svo ljós- lifandi er hann segir: „í vetrarhríð vaxinnar ævi gefst ei skjól nema Guð“. „Ég hef augu mín til fjall- anna, hvaðan kemur mér hjálp? sagði spámaðurinn. Guðstraust- ið, guðsóttinn og guðsástin verð ur mannkyni öllu, öllum kyn- slóðum fjallið eina, bjarg ald- anna. munið það kennarar og foreldrar. Árelíus Níelsson. SETMING STVRI- MANNASKÚLANS Stýrimannaskólinn var settur 1. október f 73. sinn síðan skólinn tók tO starfa. Skólastjóri gaf stutt yfir- lit yfir starfsemi skólans á liðnu skólaári. Aðsókn að skólanum að þessu sinni er svipuð og síðastl. ár, en þá var hún meiri en nokkru sinni fyrr. Fleiri nemendur lesa nú til fiski- mannaprófsins en nokkru sinni áð- ur, en það próf veitir réttindi til skipsstjórnar á íslenzkum fiskiskip um af hvaða stærð sem er og hvar sem er. Hins vegar er aðsókn að minna fiskimannaprófdeildinni minni en verið hefur undanfarin ár. Að- sókn.að farmannadeildinni hefur far ið vaxandi tvö síðastliðin ár og er svipuð nú og síðastliðið haust. Kennsludeildir verða alls 10 að þessu sinni: 1., 2., og 3. bekkur far mannadeildar með 55 nemendum; 1. og 2. bekkur fiskimannadeildar með 131 nemanda og minna fiskimanna- prófsdeild með 10 nemendum, alls 196. Auk þess lesa 27 nemendur til hins minna fiskimannaprófs á námskeið- um skólans utan Reykjavíkur, á Eyr arbakka og í Vestmannaeyjum. Að skýrslu sinni lokinni bauð skðla stjóri kennara og nemendur vel- komna til starfa við skólann og sagöi hann settan fyrir þetta skólaár. — Loks talaði hann nokkur orð til nem endanna sérstaklega, brýndi fyrir þeim að notfæra sér vel hinn stutta námstíma, svo að námið yrði þeim sem drýgst vegarnesti. Kvað hann sér sérstaka ánægju að sjá allmarga af þeim, sem lokið hafa hinu minna fiskimannaprófi komna til að lesa til fiskimannaprófs, en hann hefði Framhald á 15. síðu. ð | T í M I N N, laugardaginn 5. október 1963. —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.