Tíminn - 16.10.1963, Qupperneq 15

Tíminn - 16.10.1963, Qupperneq 15
Landlega BÓ-Reykjavik, 15. okt. SigurSiir frá Akranesi var úti í fyrrinótt og 'kom inn me'ð 90 tunn- ur í gær. í dag er landlega hjá síld arbátunum. Síldin sem komið hef ur á land, þykir hin prýðilegasta. Skipið fékk aðstoð FB-Reyxjavík, 15. okt. Slysavarnafélaginu barst hjálpar beiðni frá norsku skipi, Lindholm en, sem í gær var statt um 250 sjómílur út af Garðskaga. Skipið hafði orðið fyrir þungum áföllum, en nokkru síðar fréttist af þýzk- um togara, sem var þarna nær- staddur og kom hann skipinu til hjálpar. Á MOSKVULÍNU Framhald af 16. síðu. og önnur viðhafnarminni mann- dráp, eru ekki lengur verk í þágu föðurlandsins, heldur heita þau sínu rétta nafni nú, vegna þess að hin „opinbera söguskoðun" hefur breytzt. Eftir daga Krust- joffs kemur sjáifsagt ný „opin- ber söguskoðun" og þá snýst allt við einu sinni enn, og dómsmorð in verða tekin góð og gild, líka í Þjóðviljanum, vegna þess að menn, sem hafa síbreytinlegar „opinbera söguskoðun" fyrir sannleika, geta ekki átt annað mat á réttu og röngu en það, sem hún býður hverju sinni. Nú hefur verið álitið, að hin opin- bera söguskoðun, sem ríkir í Rúss landi í dag, sé ívið geðslegri en hún var. Það er að heyra á Austra Þjóðviljans, að hún sé ekkert geðfelldari hinni fyrri. Menn skipti bara um „opinbera söguskoðun"; Þjóðviljamenn eins og aðrir. Og haldreipið gegn Mbl. er einmitt þetta: Halldór Laxness hefur gert eins og við gerðum. Hann skipti aðeins um opinbera söguskoðun. Hins 'vegar sjá allir héilvita menn, að þessi kenning Þjóðviljans er svívirðing við Halldór Laxness. Hann skýrir fyrra viðhorf sitt fullkomlega með orðinu trú, í bók sinni Skáldatima. Það er mannlegt. En kommúnistar hér fara að dæmi hins fjarstýrða vélmennis. Það er stutt á hnapp og upp rennur ný opinber söguskoðun. Dómsmorð, pyntingar, kúgun og áþján skipta engu máli. Það flokkast allt und ir hina fyrirskipuðu skoðun ríkis ins. Og þá er Halldór Laxness mestur maður af þeim öllum, sem hafa verið viðriðnir kommún isma. Hann játar að honum hafi sköplast í trú sinni. Þá játningu hefur enginn af hinum eiginlegu kcczNÍnistum á fslandi gefið. Hins ve.gar þykir þeim henta að svfvki. nú Halldór Laxness með því að tNalda því fram, að hann skríE mgis eftir fyrirskipun um frá itrvrskvu. VERKAMENN A. . . Framhalc aí bls. 3. vinnurekendum samþykkt þessa og tjáð sig reiðubúna til samningavið- ræðna um aðalkröf-*' r ásamt með fulltrúum frá Einingu á Akureyri og Hlíf í Hafnarfirði. Um stofnun verkamannasambands var eftirfarandi tillaga samþykkt með ölum greiddum atkvæðum gegn fjórum: „Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 14. okt. 1963, sam þykkir að félagið beiti sér fyrir því, ásamt með Verkalýðsfélaginu Ein- ingu á Akureyri og Verkamannafél. Hiíf í Hafnarfirði, að stofnað verði landssamband almennra verkalýðs- félaga — verkamannasamband — og jafnframt að gerast stofnfélag slíks sambands. . Fundurinn felur stjórn félagsins framkvæmdir í þessu máli, þar á meðal að boða til stofnþings sam bandsins ásamt með framangreind- um félögum“. SKOTIÐ Framhald af 1. síðu. vegginn jafn djúpt. Það furðu- lega er, að kúlan finnst ekki. Lögreglan leitaði á gólfinu með vasaljósum, gáði inn í bakhlið- ina á ísskápnum, en árángurs- laust. Líkur benda til að skotið hafi komið frá húsunum hand- an við Hverfisgötu. Lögreglan spurðist fyrir um, hvort nokk- ur hefði heyrt skothvell í þess- um húsum, en því var neitað. Vilhjálmur heyrði sjálfur eng an hvell, en þess ber að gæta, að umferðardynurinnáá Hverf- isgötu og Laugavegi er venju- lega svo mikill um þetta leyti sól'arhrings, að hljóð úr byssu gæti drukknað í hávaða um- ferðarinnar. Skyndihappdrætti Framsóknarflokksins UmboSsmenn um land allt: Dnaglð ekkl að selja þá miða, sem ykkur hafa verið sendir, og takið umfram allt flelri miða til sölu, ef þið hafið möguleika á að selja þá. Það hefur alveg ónietanlega þýðingu fyrir Framsóknarflokkinn, að hagnaður af happdrættinu verðl sem allra mestur. Þess vegna verðum vlð að sameinast um að selja sem allra flesta miða og helzt alla, sem út voru gefnlr. Ef hver umboðsmaður tæki til sölu ea. 30 til 50 miða í viðbót, vaeri því marki náð að selja upp. — Sími happdraettisins er: 15564. LANDAMÆRASTRÍÐ Framhald af 1. síðu. hefði herinn nú öll völd í bæj- unum tveim, eins og áður. Síðdegis í dag skýrði varnar- málaráðuneytið í Algeirsborg frá því, að öardagar hefðu blossað' upp að nýju við landamærin og væri nú barizt á fleiri stöðum en t'.áður. Nær samtímis lýsti stjórn :n í Marokkó þær fréttir rangar, að alsírsk' herinn hefði unnið bæina tvo á sitt vald aftur. Á meðan bardagarnir virðast magnast á eyðimarkarsvæðunum við landamærin berast fregnir af tilraunum stjórna beggja landa um lausn landamæraágreinings- ins. í kvöld komu tveir fulltrúar Alsírstjórnar til Marokkó til við- ræðna við Hassan konung. en Skömmu áður hafði sérlegur full trúi Bourguiba, Túnisforseta yf- ;rgefið Marokkó, þar sem hann tlutti erindi forseta síns og boð um sáttatilraunir milli deiluað- ila. í samþykkt alsírska þjóðþings ins í dag var fullyrt, að landa- mæraskærurnar gætu leitt til alls . nerjarslGðs.jniUL Araba..og ekki væri annað sýnna, en konungur Marokkó vildi beita öllurn raoum til að klekkja á hinni sósialist- ísku stjórn Ben Bella í Alsír. — Blöð í Alsír segja hins vegar, að aðgerðir Hassans konungs séu nlraunir til að eiða brott ó- ánægju fólksins í landinu með konungsstjórnina þar. Talsmaður frönsku stjórnar- innar lét i dag í ljós hryggð sina yfir landamæraskærunum og sagði orsök þeirra vera ógreini- leg merki milli landanna sunn- anverðra. Hefðu landamærin þar aldrei verið nægilega á'kvörðuð. Ffora lagði saman lýsistank KRJÚL, Bolungarvík, 15. okt. Fellibylurinn Flóra strauk Bol- vikingum óblíðlega um vangann i gær, er hún fór þar fram hjá. Vind hraðinn varð mestur í Eðey 9 vindstig, skemmdir urðu þó hvergi alvarlegar nema á Solungarvík, þar sem síldarlýsisgeymir lagðist saman að ofan. Eins og kunnugt er, hefur und- anfarið verið unnið að því að reisa síldarbræðslu hér á staðn- um, og reistur hafði verið síldar- lýsistankur 10 metra hár og 8 metra í þvermál. Tankurinn var langt kominn, en aðeins átti eftir að setja í hann byrgiskross, þegar Flóra geistist yfir. Lagði hún tank- inn saman að ofan, og urðu á hon- um t'öluveröar skemmdir. f fyrstu var haldið að tankurinn hefði að- eins dældazt að ofan, en við nán- ari athugun kom í ljós, að áhrif bylsins náðu lengra niður í tank- inn, og jafnvel alla leið niður. Lík rekur I dag fannst við miðbryggjuna í Keflavík sjórekið lík, sem greinilega hafði skorazt upp, vegna óveðursins. Líkið reyndist við nánari athugun vera af Jóni Karlssyni, sem drukknað: ásamt' félaga sínum á tryllubát, hinn 16. september. Démur í togaramáli Réttarhöldum er nú lokið í Sakadómi, vegna togarans Geir, sem varðskipið Óðinn tók að! meintum ólöglegum veiðum fyrir| skömmu Dómurinn féll á þá leið,' að togarinn var dæmdur í 260 þús-j und króna skaðabætur og afli og veiðarfæri gerð upptæk og enn fremur var honum gert að borga málskostnað. Skipstjórinn hefur nú áfrýjað dómnum. simi Tírtiara^ er 19523 KANSLARASKIPTI Franihalo af bls 3 tilbúinn. í stjórninni munu sennilega eiga sæti 12 kristilegir demókrat ar, 5 frjálsir demókratar og 4 fulltrúar . Kristilega sósíal'ista- fiokksins. Sagt er, að formaður Frjálsra demókrata, Erich.jMon.de, verði vara-kanslari, en Schröder verði áfram utanríkisráðherra og von Hassel varnarmálaráðherra. — Eina lconan í stjórninni verð ur Elisabeth Schwartzhaupt, sem mun fara með heilbrigðismál. EDINBOP-GARPISTLAR Framnaic u einhverjai aðgerðir, svo að þetta væri ekki bara tómt hjal frá upphafi til enda. Hann stakk upp á því, að leikskáld gerðu verkfall til að heimta fullt frelsi með leikrit sín. Þessu var tekið misjafnlega sem öðru og hjaðnaði svo nið- ur fyrir þeim röksemdum frá Kenneth Tynan og fleirum. að slíkt verkfall myndi alls ekki ná tilgangi sínum. Einu afleið- ingarnar af slíku yrðu þær, að þeim leikhúsum mundi fjölga sem breytt væri í bingó-spila- búllur (þannig hefur farið fyr ir nokkrum stórum leikhúsum í Edinborg síðustu árin)', og einnig, að þetta yrði vatn á myllu sjónvarpsins og annarra slíkra íyrirbrigða, sem vita- skuld gæti ekki talizt til leik- hússlista* Leikkiinan Joan Plowright, sem var að leika nöfnu sína í Heilagv’ Jóhönnu (Saint Joan) í Edinborg þessa lokaviku há- tíðarinnai, lagði ekkert til mál anna um Lord Chamberlain, en um hitt umræðuefnið sagði hún það, sem einn„ mest vit var í þeim umræðum: .,Eg lít svo á, að styrkur til handa listum sé einn:g viðurkenning á því, að listamönnum sé heimilt að gera mistök í viðleitni sinni að ryðja nýjar brautir. Vísinda- menn fá milljónir punda til ráðstöfunar, jafnvel þótt vitað sé að þeim skjátlist. Hví ekki að láta skáld og listamenn njóta þess sama, þegar list þeirra er sköpuð í þágu alla þjóðfélags- ins?“ HVER TEKUR VIÐ lega af sér. Hins vegar eru aðr ir málsmetandi menn í Lundún um vantrúaðir á þessa þróun mála og biðja menn að hafa í huga, að enn sé Macmillan for sætisráðherra og allt bendi til, að hann sé á mjög góðum bata- vegi. Hafi hann því ekki enn sagt sitt síðasta orð. Þrátt fyrir þessar hugleiðing ar er það þó flestra skoðun, að dagar Macmillans sem forsæt- isráðherra og foringja íhalds- manna séu taldir og styðja þá skoðun m.a. viðræður, sem Mac- millan átti í gær við sex hátt- setta íhaldsmenn, sem raunar hafa allir verið í sviðsljósinu í síðustu daga í sambandi við spuminguna um næsta forsætis ráðherra Bretlands. Þessir menn eru: R. A. Butl- er, varaforsætisráðherra, Home lávarður. utanríkisráðherra, Reginald Maudling, fjármála- ráðherra, Iain Macleod, forseti neðri deildar brezka þingsins, Hailsham, lávarður, vísinda- málaráðherra og Edward Heath varautanríkismálaráðherra. Eins og sakir standa virðist Butler hafa mesta möguleika, aðallega stöðu sinnar vegna. Talið' er, að hann muni njóta stuðnings 10—14 af 21 meðlimi stjórnarinnar við val forsætis- ráðherra. en á það er að líta, að það ei- neðri deild þingsins, ,sem ræður úrslitum í þessu máli og þar er stuðningur Butl ers meðal íhaldsmanna ekki eins öruggur. Þar verður Butl- er að fá meirihluta íhaldsþing- manna en talið er, að óbreyttir þingmenn vilji helzt Maudling fjármálaráðherra í embættið. Einnig er á það að líta, að Butl- er er ekki talin njóta sérstakra vinsælda meðal almennings og hann fékk fremur dræmar við- tökur a flokksþingi íhalds- manna, sem óneitanlega hefur mikil áhrif í þessu sambandi. Það er því engan veginn ör- uggt, að Butler sigri og það er einmitt þessi óvissa, sem vanga- veltunum veldur, því að styrk- leiki keppinauta hans liggur ekki Ijóst fyrir. Hailsham er talinn njóta mestra vinsælda meðal almenn ings og hann fékk mjög góðar •nuiSuitjsiiJioij b Jij3(ojjipun Er hanr talinn skæðastur keppinauta Butlers, en sumir hafa bent á, að lausn á því stríði sttiðningsmanna þessara tveggja verði framboð Home lávarðar, sem eins konar mála- .miðlunarmanns. Þeð eina, sem nú virðist ljóst er sem sagt það, að mál þeíta fær ekki lausn fyrir helgina, en upp úr henni er talið, að línurnar fari að skýrast, eftir að fundir háfa verið haldnir í forystu flokksins og viðræður á breiðum grundvelli átt sér stað FÉLAG Framsóknarkvenna f Reykjavík heldur aðalfund sinn í. Tjarnargötu 26, fimmtudaginn 17. þ.m. kl. 8,30. Þess er vænzt að félagskonur fjölmenni. Stjórnin HANDRITAHÚS Framhald af 16. síðu. innar ríkisstjórninni, þar eð regíu gerð verður að kveða á um, hvar stofnunin er til húsa. Nú eru 3 millj. króna á fjárlagafrumvarp- inu, og heitið viðbót svo sem nauðsyn beri til. Á fjárlögum er stofuninni einnig ætluð 1 millj. kr. til handrítaút'gáfu og önnur millj. til launa- og rekstrarkostn- aðar. Líklegt er að fyrsta útgáfuverk stofnunarinnar verði Sýnisbók elztu íslenzkra handrita, þar sem ljósprentuð verða sýnishorn allra íslenzkra handrita frá upphafi til svo sem 1270—80. Sér prófessor Hreinn Benediktsson um útgáfu hennar, og kemur hún væntanlega út eftir áramótin. Þá er væntan- legt framhald riddarasagna, 2. bindi, Viktors saga og Blávus, og annast Jónas Kristjánsson útgáfu Auk þess er unnið að rímnasafni, framhaldi af Rímnasafni Finns Jónssonar, og allmikið hefur ver- ið unnið af Færeyingasögu og Svarfdælu, en lengra framundan eru Árna biskups saga og Láren- tíus saga. SEGJAST HÆTTA Framhs'-' ■' 7 siðu hrein jafnaðarmannastjórn eða frjálslynd (liberal) samstjórn. Yrði hrein jafnaðarmanna- stjórn, mundi Krag verða að taka miklu meira tillit til Axels Larsen en verið hefur, og það þýddi sósíalistiskari stjórnar- stefnu en áður. Erik Eriksen var endurkjörinn formaður flokksins, en Axel Kristensen var-aformaður, . MEISTARINN Framliald af 16. síðu. cru þetta fjörutíu og tvö bindi, sum tölusett og árituð' af höfundi, og auk þess fjórar bækur um höf- imdinn, ^ar verið að reikna út í gær, að bandið eitt á þessum vcrkum væri tíu þúsund króna virði. Biodin eru öll með upp- uiialegum kápum og er það all sérstætt. Þá er þarna Illionskvæði í þýðingu Benedikts Gröndal. út- geJið í Reykjavík 1855. Töluvert er um fræðibækur, danskra manna um Græoland og ísland, rit eftir Tón Sigurðsson, Einar Ásmunds- sor. og Þorvald Thoroddsen og tólf bindin af PÍör.du, kápueintök. Tvö uppboðsnúrr.erin eru kassar, ann- ar með ýmsum nótnabókum og hinn meg ýmsum bókum og pésum. FallegaaU númerið er eflaust bækur Halidórs Laxness. Og inn- an á sau~biöðum tveggja verka hans frá fyrri árum er skráð hin dolarfulla saga af meistaranum sem hvarf Þess er þar getið í uv-ptalningi á verkum. sem séu í bígerð, að "æntanleg sé saga, sem heiti .Meu-tarinn handan vlð H'malaya‘' Þess' saga hefur enn ekki séð J. gsins Ijós, og meistar inr. líklega týndur með öllu. Þá er einnia boðuf koma Kvæðakvers ins í þessar upptalningLi en þar heuir það , Hermiljóð" Það er því margt (.skráð og forvitnilegt. s°m birtis? < gömlum verkum fr.egra manna ;W&W**/ inBAFlwi •-‘»4 ^ v ItLíó i'L'. t ■' Jarðarför Jóns Péturssorar viktarmanns, Vesturgötu 77, Akranesi, fer fram fimmtudaginn 17. okt. og hefst me6 húskveðju að heimill hans kl. 14. — Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu mínnasr hans er bent á sjúkrahús Akraness. Guðrún Jóhannesdóttir, börn og tengdabörn. 1K T í M I N N, miðvikudaginn 16. október 1963. —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.