Tíminn - 19.10.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.10.1963, Blaðsíða 13
FERMING f safnaðarheímili Lang- holtssóknar 20. okt. 1963 kl. 10,30. Prestur: Séra Árellus Nfelsson. j » ♦ ú I k u r : ; Asdís Gfsladéttir, Grensásvegi 56. Ásta Þurföur Ánnanns Reynisdótt- ir, ÁXfheimum 32. Bergþóra Ármanns Reynisdóttir, Álfheimum 32. ' Borghildur Guðmundsdóttir, Álfheimum 38. ! Díana Elísabet Skúladóttir, Karfavogi 16. Erla Ósk Lárusdóttir, Njörvasundi 14. Hrafnhildur Þórdís Pálmadóttir, Glaðheimum 4. Hrafnhiídur Þorgrímsdóttir, Nóatúni 25. Ingunn Lárusdóttir, Álfheimum 66. Margrét Kristjánsdóttir, Skiþasundi 40. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Langholtsvegi 165. Ragnheiður Þóra Ragnarsdóttir, Glaðheimum 24. Rannveig Guðmundsdóttir, Álfheimum 38. Sigurlaug Guðfinna Guðmundsdótt- ir, Réttarholtsvegi 73. Steinunn Sigurðardóttir, , Gnoðavogi 86. Unnur Ingvadóttir, Steinagerði 7. P I I t a r : Agnar Magnússon, Nýbýlavegi 217. Guðjón Hafsteinn Guðmundsson, Réttarholtsvegi 73. Guðlaugur Þór Þorsteinsson, Vesturgötu 57A. Gunnar Kristinn Geirsson, Langholtsvegi 159. Hafþór Sigurbjörnsson, Sigluvogi 5. Haraldur Harðarson, Langholts'- vegi 165. Karl Valdemarsson, Skeiðarvogi 89. Óli Björn Gunnarsson, Vesturgötu 66. Páll Níels Þorsteinsson, Úthlíð 7. Sighvatur Andrésson, Þvervegi 36. Sigurður Rósant Sigurbjörnsson, Gnoðarvogi 24. Tryggvi Björn Stefánsson, Súðarvogi 1. Þorvaidur Jóhannesson, Laugarás- vegi 62. FERMING í kirkju Óháða safnað- arins 20. okt. kl. 2 e. h. Fermfngarbörn: Grétar Guðjónsson, Skipasundi 52. Auður Friðriksdóttir, Skúlagötu 66. Bjamey Guðlaug Valdimarsdóttir, Þórsgötu 10. Jóna Stígsdóttir, Hólmgarði 11. Katrín Margrét Bragadóttir, Rauðalæk 51. Sigurbjörg Ingunn Vermundsdóttir, Litlagerði 1. Fermlngarbörn f Dómk| 'kjunnl, sunnudaginn 20. okt. kl. 10,30. STÚLKUR: Bergþóra Ólafsdótir, Bergst.str. 24b Ester Ragnarsdóttir, Hólmgarði 23 Guðlaug Sigurðardóttir, Háteigsv. 2 Hrefna Sölvadóttir, Safamýri 34 Hulda Pétursdóttir, Grensásvegi 52 Jóhanna Bergmann Hauksdóttir, Bergstaðastræti 59. Katla Eiríksdóttir Nielsen, Brekkustíg 6 A Kristjana Halidóra Kristjónsdóttir, Hlíðarvegi 15, Kópavogi Kristín Anna Brúvík, Suðurl.br. 91E Mary Anna Middl'eton, Vesturg. 50A Ólafía Ágústa Hansdóttir, Söria- skjóli 88. Stefanía Björk Heiðdals, Ásvalla- götu 69. Þórdís Rannveig Guðmundsdóttir, Nönnugötu 9. DRENGIR: Árni Árnason, Brekkugerði 34 Bjöm Ámi Ágústsson Hvassaleiti 18 Hreinn Viðar Ágústsson, Hvassal. 18 Bjarni Jónsson, Hrefnugötu 5 Einar Bergmann Gústafsson, Hverfisgötu 59. Bjöm Johann Björnsson, Selvogs- grunni 18. Geir Ágústsson, Mjóstræti 10 Guðmundur Steinar Alfreðsson, Nóatúni 26 Haukur Haraldsson, Barmahlíð 50 Johannes Björn Lúðvíksson, Hverfisgötu 32. Jón Grétar Kjartansson, Njarðar- götu 47 Júlíus Snorrason, Skipasundi 1 Ólafur Jón Stefánsson, Laufásv. 61 Pétur Björnsson, Fjólugötu 19 A Ragnar Þorvaldsson, Hólmgarði 12 Sigurður Frímann Þorvaldsson, Hólmgarði 12 Ragnar Friðrik Bjarnason, Bústaðavegi 83 Rúnar Sveinsson, Grundarstíg 11 Sigurður Þórir Hansson, Sörlask. 88 Stefán Thors, Laufásvegi 69 Tryggvi Gunnarsson, Skólav.st. 21 Þórður Hall, Réttarholtsvegi 29. Þórir Símon Matthíasson, Suður- landsbraut '103 H Þorsteinn Einarsson, Stóragerði 36 Fermlng f Kópavogskirkju, sunnu- dagtnn 20. október kl. 10,30. Séra Gunnar Árnason. STÚLKUR: Guðlín Gunnarsdóttir, Ilraun- braut 18, Kópavogi Guðný Ásgerður Sigurðardóttir, Lyngbrekku 12, Kópavogi Guðrún Hanna Michelsen, Borgar- holtsbraut 56, Kópavogi Guðrún Hafdís Pétursdóttir, Ásgarði 47, Reykjavík. Júlíana Erla Haraldsdóttir, Kársnes braut 23, Kópavogi Margrét Matthíasdóttir, Þinghóls- braut 3, Kópavogi Margrét Steinarsdóttir, Holta- gerði 80, Kópavogi Sigríður Ólafsdóttir, Melgerði 16. Kópavogi. DRENGIR: Auðun Kjartanssan, Ásgarði 117. Reykjavík Birgir Ragnarsson, Lyngbrekku 7, Kópavogi. Björn Ómar Michelsen, Borgarholts- braut 56 B, Kópavogi Sæmundur Eiríksson, Álfhóls- vegi 26 A, Kópavogi Þór Steinarsson, Holtagerði 80, Kópavogi Örn Hannes Blandon, Kópavogs- braut 42, Kópavogi. Tyrfingur Þórðarson stödvarstjórl f. 2/1 1909; d. 8/10 1963. Ég þekkti þá, hafði oft séð þá, kraftalega, stóra sjómenn, sem komu úr hafi. Þeim lá hátt rómur og þeir jafnhöttuðu stráka. Það var í þeim einhver ferskleiki sem aðrir menn höfðu ekki, eitthvað ævintýra legt, og göngulagið var þungt. Já, sjómenn þekkjast úr. Tyrfingur Þórðarson, vélstjóri, var einn þeirra. Fædur og uppalinn í Vesturbænum, sonur hjónanna Borghiidar Oddsdóttur og Þórðar Þórðarsonar, sjómanns í Reykjavík. Ólst upp hjá foreldmm sínum fyrst en frá sjö ára aldri ólst hann upp hjá ömmu sinni, Guðrúnu Árnadótt- ur i Brautarholti á Bráðræðisholti. Um ætt Þórðar og uppruna er mér ekki kunnugt, en móðurætt Tyrf. ings er vafalaust að stofni til ein elzta í Reykjavík, annars vegar fyrr um í Laugarnesi og á Kjal'arnesi, ■— hins vegar frá Seli og Ámes- sýslu. Tyrfingur Þórðarson lærði járn- smíði og tók sveinsbréf í þeirri iðn. Hugur hans stefndi þó lengra. Hann brauzt gegnum vélskólann í Reykja- vík og lauk vélstjóraprófi. Var þar eftir hálfan annan áratug vélstjóri á togumm. Lengst af á Belgaum með Aðalsteini heitnum Pálssyni, þeim kunna veiðimanni og togara manni. Var Tyrfingur yfirvél'stjóri á Belgaum síðustu árin og farnað- ist vel, enda áttu aðeins úrvalsmenn langa vist á Belgaum. Eftir styrjöld ina, þegar aftur rofaði til eftir löng fcnyrkraár á sjónum, lauk sjó- mennsku Tyrfings. Hann hafði kvænzt ágætri konu, Ullu Ásbjörns- dóttur, og eignuðust þau börn, sem vom að komast á legg. Nú viidi hann í land. Hóf hann nú starf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Fyrst við varastöðina við Elliðaár, síðar á Ljósafossi. Þar settust þau hjón að með barnahópinn. Var Tyrfing ur upp frá þv£ vélstjóri á orkuver- unum miklu við Sog, síðast yfir- maður Steingrímsstöðvarinnar nýju. Þetta er í fáum orðum lífshlaup Tyrfings Þórðarsonar, vélstjóra, en segir þó svo óendanlega fátt. Ekkert um baráttuna fyrir menntun og lífs starfi, um viðburðaríkt líf sjómanns ins í Vesturbænum, — skin og skúr- ir, sem skiptust á. Élin sigldu inn yfir Flóann, morg uninn, sem þeir báru hann tii graf- ar. Sólskin titraði á sundum og þungt brimið andaði á skerjum og flúðum, blá él á næsta Ieyti. Skin og skúrir. Já, einmitt svona var það og svona verður það. Reykvísk ir sjómenn eru stillingamenn. Og þá kveður maður af stillingu, jafn- vel hinztu kveðju. Friður guðs þeim fylgi, — líkn þeim, sem eftir lifa. Ég votta aldraðri móður, konu hans og börnum hluttekningu. Jonas Guðmundsson, stýrlmaður. EINSTÆÐ GJÖF F'ramhajfl at 9 síðu 1 Og einu sinni munaði litlu. Ég hafði fengið nýjan þvottapott. Þvottahúsið er forskalað, og slík- ir veggir eru ekki nægilega eld- traustir. En ekki mátti ég nota pottinn fyrr en eftirlitsmaður frá Rafvéitunni var búinn að ieggja blessun sina yfir handar- verk rafvirkjans, sem lét pott- inn í samband fyrir mig. Um leið og eftirlitsmaðurinn kvaddi, sagði hann: „Nú er allt í fínu lagi". En það var sannarlega ekki í fínu lagi. Eftir nokkurn tíma kallaði konan sem bjó þá í kjall aranum, að kviknað væri í — það er kviknað i! Ég stirðnaði upp. Út úr þvottahúsglugganum gaus mikill reykur, og þegar að var gætt, var gamalt peysufata- sjal af móður minni að brenna, en ég hafði lagt það sem hlíf á nýja, góða pottinn. Eftirlitsmað- urinn hafði skilið eftir fullan straum á pottinum, og varð hann ónýtur. Ég klagaði auðvitað, og fékk prýðisgóðar mótttökur hjá umisjónarmanni Rafveitunnar, sem bætti skaðann að fullu. — Já, það ótrúlegasta getur komið fyrir, og áreiðanlega hefði illa farið ef enginn hefði verið heima. — Hafa ekki margir komið í heimsókn undanfarin ár til þess að skoða myndasafn þitt? — Ekki beinlinis til þess að skoða málverkin eingöngu. En ýmsir hafa veitt þeim athygli sem á heimili mitt hafa komið, en mismunandi mat lagt á mynd- irnar. Mér er sérstaklega minnis- stæð heimsókn tveggja þekktra rithöfunda, sem komu með stuttu millibiii, en fyrir um 12 árum starfaði ég um árabil hjá útgáfu fyrirtækinu Helgafelli, aðallega við vélritun handrita og sam- testur. Vann ég heima hjá mér Ýmsir kunnir menn komu til þess að sækja plögg, sem ég hafði undir höndum, m.a. þessir tveir, sem ég nefndi. En athugasemdir þeirra um myndirnar voru hárla ólíkar,- Annar þeirra sagði við mig þegar hann var kominn inn á stofugólfið og hafði litið í kring um sig: „Þér eruð sannarlega i góðum félagsskap, frú“. En hin- um varð að orði: „Ja — hér er bara svo sem kvart milljón á veggjunum". Það má segja, að skáldin meti listaverk á mismun andi hátt, ekki síður en aðrir. — Og að síðustu pessar spurn ingar, frú Bjarnveig: Hver var ástæðan fyrir því, a.ð þér hug- kvæmdist að gefa þetta stórfagra safn þitt út á land, eins og við köllum það, en velja því ekki heldur samastað hér f borginni, þar sem flestra leiðir mætast? Finnst þér þú standa í sérstakri þakkarskuld við Árnessýslu, eða einhverja sérstaka byggð austan fjalls? Heldurðu máske, að þar rísi borg með tímanum? — Þessum spurningum þínum vil ég svara á þessa leið: Ég vissi að Árnessýsla var að byggja safnhús á Selfossi.Ég hefi þá trú, að Árnessýsla eigi mikla framtíð fyrir höndum, og að Selfoss verði miðstöð og fjöl- mennur framtíðarbær. Það ermín skoðun, að góð málverkasöfn séu miklir menningarstaðir, og að þau eigi að staðsetja sem víðast. Því vll ég reyna með þessari gjöf minni og sona minna að leggja því máii lið. Málverka- safnið á Selfossi verður hið fyrsta staðsett utan Reykjavikur. Og að því er varðar Árnessýslu, þá er hún ættarsveit mín. Þaðan er móðir mín, Guðlaug Hannes- dóttir, ættuð. Hún er fædd og uppalin á Skipum í Stokkseyrar- hreppi. Djúpt í hennar kyni ligg ur listrænt eðli. Hún og Ásgrim ur Jónsson voru systrabörn. — Hinn mikli listaauður, sem hann gaf íslandi, er staðsettur í Reykjavík. Og því vil ég gjaman að lítið brot af verkum Ásgrlms, ásamt verkum annarra islenzkra listamanna, verði staðsett á æsku slóðum hans og móður minnar. Þessi gjöf er gefin af mér og sonum mínum, Lofti og Bjama M. jShannessonum. Hún er gef- ir> í virðingarskyni við móður mína og tileinkuð henni. Að vísu kveð ég þessi málverk með söknuði, en gieðst af þeirri tilhugsun, að þau eigi eftir að gleðja marga aðra. Og það er ^stutt að skjótast austur að Sel- fossi og líta þar gamla vini. Síðustu tvö árin hef ég unnið að því að gera málverk'asafn mitt sem bezt úr garði —- til fram- búðar. Flestar vatnslitamyndirn ar hef ég sent til Ríkisl'istasafns- íns danska í Kaupmannahöfn, þar voru þær látnar i sýrulausa, þykka kartonumgjörð. Teikning- ar sendi ég i sama tilgangi til Lundúna, því þar komst ég í fyrra i samband við gamalgróið vandað innrömmunarfyrirtæki. Hafa 'synir mínir verið þar mffli göngumenn. Og nú er verið að grafa á merkisspjöld, sem verða látin á myndirnar áður en þær fara austur. — Ég óska þér þess, að ættar- sveit þín meti þessa stórmann- legu gjöf að verðleikum og hlúi að henni, sem hún á skilið. Víðivangur (Framhald af 2. síðu). hægt sé að leiðrétta í eitt skiptí fyrir öll, sveiflur í atvinnuvegi eáns og sjávarútveigl, með gengisskráningu. Stjórn í lýð- ræðislandi má aldrei treysta á pennastrikin. Ef hún gæti það, væri vandi hennar minni en hann er. Hennar vandi er að samstilla krafta þjóðfélagsins í svo ríkum mæli sem unnt er við sameiginlegt átak og kunna fótum sínum forráð. Að neita nauðsyn slíkrar samstillingar og bjóða „pennastrik“ í stað- inn, er fásinna. Vinstri stjórnin var á réttri leið, þegar hún reyndi að hafa samvinnu við atvinnustéttir landsins um efna hagsmá'l. Afsakanir Sjálfstæðis- floksins þá, um að þetta væri skerðing á valdi Alþlngis, voru af illum toga spunnar. Þegar vinstri stjórnin kom ekki leng- um fram stefnu sinni, gerði hún það, sem rétt var, heiðarlegt og þingræðislegt, að skila um- boði sínu aftur í hendur Az* sem, felldi vinstri stjórnina, kallaðj á „pennastrikið.“ Þjóð- sem felldi vinnstrl stjórnina, in hefur nú fengið af því ærna reynsflu. □ TÍMINN, laugardaginn 19. október 1963 ~ 13 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.