Tíminn - 19.10.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.10.1963, Blaðsíða 14
Hitlers og um leið svipt hann öllum hans hernaðarsigrum. Þet'ta voru hinar kvalafullu hugsanir Hi'tlers eftir Miinchenarfundinn, eins og sjá má í þýzkum skjölum. „Mér var ljóst frá fyrstu stundu“, sagði hann síðar í trúnaði við hers höfðingja sína, „að óg gat ekki orðið ánægður eneð Súdeta-Þjóð- verja l'andsvæðin. Það var aðeins hluti af lausninni". Nokkrum dögum eftir fundinn í Miinchen hóf einræðisherrann að vinna að áætlun til þess að geta framkvæmt heildarlausnina. og á skömmum t'íma gerði hann út um örlög allrar Tékkóslóvakíu og sneri sér síðan að Póllandi. Röðin komin að Póllandi Tæpum mánuði eftir Munchen- ar-fundinn, eða 24. október 1938, var Ribbentrop gestgjafi í þriggja stunda hádegisverði, sem haldinn var fyrir Józef Lipski, pólska Sendiherrann í Berlín, í Grand Hotel í Bercht'esgaden. Pólland hafði eins og Þýzkaland, og reynd ar með þegjandi samkomulagi þess, tekið sneið af tékknesku landi. Viðræðurnar yfir hádegis- verðinum fóru fram, eins og seg- ir í skýrslu þýzka utanríkisráðu- meytisins, „í mjög vinsamlegum tón“. En samt sem áður lét þýzki ut- anríkisráðherrann ekki mikinn tíma fara til spillis, og komst fl'jótt að efninu. Tími var til kom- inn, sagði hann, að almennt sam- komulag yrði gert milli Þýzka- lands og Póllands. Nauðsynlegt var fyrst af öllu, hélt hann áfram, „að ræða við pólsku stjórnina um Danzig“. Hún skyldi „snúa aftur“ til Þýzkalands. Ribbentrop sagði einnig, að rikið óskaði eftir að byggja stórkostlegan akveg t'veggja spora járnbrautarlínu yf- ir pólska hliðið, til þess að tengja Þýzkaland við Danzig og Austur- Prússland. Þetta hvort tveggja yrði að vera undanþegið lögsögu Póllands. Og að lokum óskaði Hitler eftir, að Pólland gengi í sambandið gegn Rússlandi. Gegn öll'um þessum ívilnunum myndi Þýzkaland vera fúst til þess að framlengja pólsk-þýzka sáttmál- ann um tíu til t'uttugu ár og tryggja landamæri Póllands. Ribbentrop lagði á það áherzlu, að hann.færði þetta vandamál nú í tal „í algerum trúnaði". Hann stakk upp á, að sendiherrann gæfi Beck utanríkisráðherra skýrslu sína „munnlega — þar sem ann- ars væri mikil hætta á, að frétt- irnar kæmust lengra, sérstaklega til blaðanna". Lipski lofaði að gefa stjórninni í Varsjá skýrslu, en varaði Ribbentrop við því, að persónulega sæi hann „enga mögu leika“ á því, að Danzig yrði aftur fengin Þýzkalandi. Hann minnti þýzka utanríkisráðherrann enn fremur á tvo atburði, sem nýlega hefðu gerzt — 5. nóvember 1937 og 14. janúar 1938 — þegar Hitler hafði / í eigin persónu fullvissað Pólverja um, að hann myndi ekki styðja nokkrar breytingar á Dan- zig-samþykktinni. Ribbentrop sagði, að hann vildi ekkj svara þessu núna, en ráðlegði Pólverj- um „að hugsa málið“. St'jórnin í Varsjá þurfti ekki langan tíma til þess að gera þetta upp við sig. Viku síðar, 31. októ- ber, sendi Beck utanríkisráðherra nákvæm fyrirmæli til sendiherra síns í Berlín um það, hvernig svara skyldi Þjóðverjum. En það var ekki fyrr en 19. nóvember, sem sá síðarnefndi hafði fengið viðtal við Ribbentrop — nazistinn vddi auðsjáanlega, að Pólverjar veltu svarinu vel' fyrir sér. Svarið var neiíandi. Sem vott um skiln- ing á málinu voru Pólverjar fús- ir að lát'a pólsk-þýzkan samning um stöðu Danzig koma í staðinn fyrir tryggingu Þjóðabandalagsins á stöðu þessa fríríkis. „Önnur lausn“, skrifaði Beck í skýrslunni, sem Lipski las fyrir Ribbentrop, „og sér í lagi nokkur tilraun til þess að innlima borg- ina í ríkið, mun óhjákvæmilega leiða til árekstra11. Og hann bætti við, að Pilsudski marskálkur, síð- ar einræðisherra í Póllandi, hefði varað Þjóðverja við því árið 1934, á meðan á viðræðunum stóð varð- andi samninginn milli landanna, að „Danzig-málið væri bezti mæli- kvarðinn á það, hvað Þýzkaland hefði í huga gagnvart Póllandi'1 Slíkt svar var ekki Ribbentrop að skapi. „Ilann harmaði afstöð- una, sem Beck hafði tekið“, og sagði Pólverjum, að það væri „þess virði að athuga vandlega tillögur Þjóðverja“. Svar Hitlers við afsvari Pól- verja varðandi Danzig var áhrifa- meira. Fimm dögum eftir fund þeirra Ribbentrops og Lipski, þ. e. 24. nóvember, gaf hann út nýjar leiðbeiningar til yfirmanna herj- anna. Aljgert leyndarmál. Foringinn hefur skipað: Fyrir utan atriðin þrjú, sem nefnd eru í fyrirskipununum frá 21. október 1938, skal nú einnig hefja undir- búning til þess að gera kleift að þýzkar hersveitir geti hernumið fríríkið Danzig öllum að óvörum. Undirbúninginn á að fram- kvæma á eftirfarandi hátt: Tilbú- in uppreisn leiðir til hernáms Danzig, og tilbúnar stjórnmálalega heppilegar aðstæður, ekki styrj- öld gegn Póllandi . . Hermönnunum, sem notaðir verða í þessum tilgangi, má ekki einnig vera ætlað að hernema Nemelland þannig að hægt sé að framkvæma hernámið á báðum stöðum samtímis, ef nauðsyn kref ur. Sjóherinn á að aðstoða land- herinn með því að gera árás af sjó um leið og landherinn fram- kvæmir sínar aðgerðir . . . Það verður að vera búið að senda inn skýrslu um þær greinar herjanna, sem taká eiga þátt í þessu 10. janúar 1939. Enda þótt Beck hefði aðeins varað við því, að tilraun af hálfu Þjóðverja til þess að taka Danzig 209 myndi „óumflýjanlega" leiða til árekstra, þá fullvissaði Hitler nú sjálfan sig um, að þet'ta væri hægt án styrjaldar. Nazistar í borginni sjálfri stjórnuðu henni, og þeir tóku nú við skipunum frá Berlín, eins og Súdetarnir höfðu áður gert. Það yrði ekki erfitt að koma af stað „tilbúnu uppreisnar"- ásíandi þar. Því var það, þegar árið 1938 var að renna út, árið, þegar Aust- urríki var tekið, án þess að ein- um einasta blóðdropa væri út- hellt, og sömuleiðis Súdetahéruð- in, að Hitler var önnum kafin'n við að undirbúa áframhaldandi landvinninga: Það sem eftir var af Tékkóslóvakíu, Memel og Dan- zig. Það hafði verið auðvelt að auðmýkja þá Schuschnigg og Benes. Nú var röðin komin að Beck. Samt var foringinn ekki tilbú- inn til þess að veita pólska utan- ríkisráðherranum þá meðferð, sem hann hafði veitt Schuschnigg og var í þann veginn að veita Hácha, þegar Pólverjinn kom til þess að hitta hann í Berchtesgad- en skömmu eftir nýárið — 5. janú- ar 1939. Fyrst varð að útrýma því, sem eftir \rar af Tékkóslóvakíu. Eins og leynilegar fundargerðir sýna, bæði þýzkar og pólskar, var Hitler í bezta samvinnuskapi. Hann var ,,fús“, byrjaði hann, „að gera allt fyrir Beck“. Var nokk- uð „sérstakt“, spur|Si hann, sem hvíldi ó hjarta pólska utanríkis- ráðherrans? Beck svaraði, að hann væri að hugsa um Danzig. f Ijós kom, að- sama máli gegndj um Hitler. „Ðanzig er þýzk“, minnt'i for- inginn gest sian á, „verður alltaf þýzk og mun fyrr eða síðar verða hluti af Þýzkalandi". Hann lofaði því samt, að ekkert það yrði gert 50 — sagði hún — ég elska þig ekki nóg til að giftast þér. Eg efast um, að ég hafi nokkui-n tíma gert það. Þetta var skyndihrifning. Þú varst svo ólíkur öllum þeim mönn- um, sem ég hafði þekkt, en sú ást, sem ég bar til þín, var aðeins á yfirborðinu, hún var ekki varan- leg. — Er það einhver annar? Hann reyndi að hafa vald á rödd sinni, en hún heyrði að það vottaði fyr- ir afbrýðisemi í rómnum. — Kannski, hvíslaði hún. — Ó, Gail. Hann tautaði hálf- kæfðri röddu: — Eg held, að ég viti hver hann er. Hún leit á ha'.m og það voru tár í augum heninar. — Við skul- um ekki tala meira um þetta í kvöld, Brett. Já, ég elska annan mann. Hún sagði aftur ofurlágt: — Fyrirgefðu, Brett. Svo flýtti hún sér inn í her- bergi sitt, og læsti svaladyrunum að baki sér. 22. KAFLI, Tom Manning setti mikinn skrípaleik á svið, en sannanirnar hlóðust upp gegn honum. Eftir grátbeiðni Bretts gafst hann loks upp og játaði. Gail hafði náð sam bandi við John Tamm, og reynd- ist honum auðvelt að sanna, að Tom Manning hefði verið starfs- félagi föður hennar og náinn vin- ur. Síðar kom hann frá, Maccao með þeim til að yfirheyra Mann- ing. — Það var ekki ætlun mín að láta myrða Gail, sagði Tom Mann ing eymdarlega. Hann var nú eymdin sjálf uppmáluð, gersigr- aður maður. — Það voru alls ekki fyrirskipanir' mínar. Hsung átti að fara með ykkur án þess að ykk ur væri kunnugt um það. Hann átti að gæta vegabréfanna og sjá um að ekkert kæmi fyrir þau og að þau kæmust í réttar hendur. Hann hafði engin fyrirmæli um að ráðast á Gail. Það gerði hann á eigin ábyrgð. Karlræksnið er svo trúr mér og mínum hagsmun- um, að hann brá skjótlega við og réðst á stúlkuna. — En senduð þér hann ekki til herbergis míns til að myrða mig meðan ég var sofandi í rúminu? spurði Gail rólega. Andlit hans afmyndaðist, hann virtist enn þá eldri og niðurbeygð ari. — Eg gaf honum ekki fyrir- skipun um að drepa yður, heldur veita yður smáskeinu, svo að þér þyrðuð ekki annað en hætta leit- inni að manninum, sem þér héld- uð, að hefði svikið föður yðar í hendur Japana og rænt síðan eignum hans. Tom Manning sat við skrifborð sitt og hvíldi höfuðið í höndum sér. Hann vissi, að hann átti í vændum langa fangelsisvist. Svo margt hafði verið dregið fram í dagsljósið, svo margt sem auðvelt var að sanna. Hann vænti sér ekki lengur mlskunnar. — Þér voruð sá „vinur“, sem sveik föður minn, ekki satt, hr. Manning? Gail bar spurninguna fram rólega, en hún varð að beita ýtrustu kröftum tll að geta talað stlllilega. Tom Manning hikaði við og Brett hrópaði hásum rómi: — Frændi, í guðanna bænum, segðu sannleikann! Hvern sem þú hefur svikið, hvað sem þú hefur gert, reyndu bara ekki að ljúga að okk ur. Eg mun standa við hlið þér. Svo mikið skulda ég þér. Tom sagði hörkulegri röddu: — Jú, ég lét óvinina fá nafn Hectors Stewarts; en ekki til að geta hrifs að undir mig eignir hans. Það gerði ég ekki fyrr en síðar. Og þegar faðir yðar hafði ó annað borð verið handtekinn, varð ein- hver að taka við eigum hans, ella hefði hann misst þær. — Og hvers vegna svikuð þér föður minn? spurði Gail og rödd hennar skalf. Hann leit undan. Hann sagði eymdarlega: — Japanir lofuðu mér, að ef ég gæfi þeim upp nöfnin á nokkrum mönnum, sem væru að undirbúa flótta, skyldu þeir ekki skerða hár á höfði mér, meðan á hernám inu stóð. Eg var sjúkur maður þá, ég óttaðist að ég yrði annars settur í fangabúðir. Eg vissi að það myndi ríða mér að fullu. En sem laun fyrir þessi nöfn fékk ég að dvelja um kyrrt á heimili mínu og ekkert eftirlit var haft með mér öll hernámsárin. Eg held ekki, að neinn hafi vitað það, en ég er viss um, að Wong grunaði það. Hann hefur alllaf verið fjand maður minn, alveg síðan það gerð ist — vinur minn á yfirborðinu, en hann hefur alltaf unnið gegn mér. — Undirbjugguð þér árásina á hann? spurði Gail. — Það getur verið, að ég hafi ófús orðið ábyrgur fyrir henni, sagði hann og neri hendur sínar í angist — Eg var flæktur inn í nokkur hneykslismál og ég sagði við suma félaga mína, að ég héldi að Wong vissi of mikið um okk- ur og ég áliti að hann gæti leit- að til yfirvaldanna þá og þegar. Mér varð mikið um. þegar mér bárust fréttir af tilræðiíiu við hann og ég ásakaði sjálfan mig, ep samt fannst mér ég ekki bera þar sök á. Sem betur fer er hann á góðum batavegi. Það var þögn. Hank ræskti sig. — Þér og samstarfsmenn yðar verða dregnir fyrir dóm vegna vegabréfasvika ug settir í gæzlu- varðhald. Síðan munu fleiri ákæ>i ur koma fram. Eg veit ekki hvað ungfrú Stewart hyggst gera vegna þess að þér hrifsuðuð á ólöglegan hátt undir yður eigur föður henn- ar. Tom Manning pataði örvænting arfullur út í loftið. — En ég mun afhenda henni allar eigur hennar. Fyrirtækið er nú rekið undir nafninu Ashworth & Co. Það er miklu stærra nú en þegar faðir hennar átti það. Eg hef byggt það algerlega upp og margfaldað eignir hennar Eg mun á löglegan hátt afhenda henni það aftur, En þess vegna vildi ég líka, að Brett kvæntist henni, svo að ég gæti gefið henni það sem brúðargjöf. Ungfrú Ste- wart mun verða mjög auðug ung kona. ' Hank sneri sér að henni og spurði hljóðlega: — Hyggizt þér teggja fram ákæru gegn honum vegna þjófn- aðar á eigum yðar og morðtil- raunar Eg tel, að þér séuð í full- um rétti til að gera það Brett horfði á hana. laglegt and lit hans var tekið og þreytulegt eins og andlit frænda har.s Húr leit undan og þagði fáeinar mín- útur. Hún minntist næturinnar voðalegu, þegar þau nauðlentu á fjallinu í Persíu, þegar hann hafði verið við hlið hennar alla nóttina og hjálpað henni, hún mundi vin- áttu hans í hennar garð síðan og hún vissi, að hann elskaðj hana enn. Að lokum sagði hún: — Þótt ég geti aldrei fyrirgefið frænda þínum allt, sem hann gerði foreldrum mínum, þá mun ég — þín vegna, Brett, ekki bera fram ákæru — ef mér verða af- hentar eignir mínar. En aðeins þín vegna. Hr. Manning er gam- all og hann mun þurfa að svara til saka fyrir nógu margt, þegar þar að kemur. Brett kom til hennar og stóð víð hlið hennar. — Þakka þér fyrir, Gail, þakka þér fyrir elskan mín, sagðj hann brostinni röddu. Tom Manning leit einnig á hana og sagði: — Eg gat ekki vænzt slíkrar göfugmennsku af yðar hálfu. Eg sveik foreldra yðar, ég hef reynt að vjnna yður tjón. Þér getið ekki sýnt mér :’íka miskunn. — En þér voruð góður við Brett og elskuðuð hann og tókuð hann að yður munaðarlausan, sagði hún hæglátlega. — Og ég vona. að við Brett getum verið vinir áfram Það gætum við ekki. ef ég réðist á liggjandi mann. — Eg þakka yður af heilum 1M TÍMINN, laugardaginn 19. október 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.