Tíminn - 23.10.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.10.1963, Blaðsíða 1
ÚTVARPSRÆÐA EYSTEINS JCNSSONAR: SKIPBROT VIÐREISNARINNAR - BLS. 8 229. tbl. — Miðvikudagur 23. okf. 1963. — 47. árg. : mm. . \ ' | y;y! ■■H GRIMSSTAÐAHOLTIÐ H0LLYW00D"? ÍWWii ' - V-‘í HÉR ER FÁLKAGATA 17, 19 og 21, sem leikarafólki ð er a3 leggja ondlr slg. Stelnsnar frá blokkinnl búa allmargir aðrir listamenn. (Ljósm.: TÍMINN-GE). KH-Reykjavík, 22. okt. Grímsstaðaholtið hét það fyrir nokkrum árum. Nú eru Fumir famir að kalla það Hollywood eða Beverley Hill Reykjavíkur. Tíu leikarar eiga þar heima núna, og einn bætist senn við. Auk þess hefur Nóbelsskáldið fcst kaup á ibúð i hverfinu. Grímsstaðaholtið var af sum- um kallað Serkjahverfið í eina tíð og þótti ekki sérlega fínt. Nú er öldin önnur, nú er Gríms staðaholtið kallað Hollywood. Leikarar á skrá Þjóðleikhúss- ins eru um 70 talsins, og þar af eru nú 10 búsettir á um- ræddu svæði. Á Fálkagötu 21 búa þau Gunnar Eyjólfsson, Jón Sigurbjörnsson og Þóra Friðriksdóttir, Helgi Skúlason og Helga Bachmann eiga heima é Fálkagötu 19, Herdís Þorvalds BBEðSBHB Kort af „Hollywood" Reykjavlk- ur, vegfarendum til glöggvunar. dóttir oýr á Dunhaga 19, Katrín Thors a Dunhaga 21 og Baldvin Halldórsson á Dunhaga 23, á Hjarðarhaga 15 býr Bryndís Pétursdóttir og Brynja Bene- diktsdóttir á Hjarðarhaga 26. Og áður en langt um líður verða leikararnir á þessu svæði orðnir 11. því að Arndís Björns dóttir hefur keypt íbúð að Fálkagötu 17. Og það eru fleiri en leikar- ar, sem safnast saman á Grím- staðaholtinu og gera garðinn frægan. Skáldið Kristmann Guðmundsson á heima á Tóm- asarhaga 9. Listmálarinn Gunn- 'augur Scheving hefur keypt ibúð á Fálkagötu 21. Og síðast en ekki sízt: Halldór Laxness nefur fest kaup á íbúð í húsi nr. 17 við Fálkagötu. ■■■■■■■USI NÝ FRAMHALDSSAGA Á MORGUN hefst ný framhalds- saga í Tímanum, sem væntanlega mun njóta vinsælda meöal lesenda blaðsins ekki síður en fyrri fram- haldssögur þess. „ÁSTIR LÆKNIS- INS" er skrifuð af bandarísku skáld- konunni Elizabeth Seifert, og eins og nafnið bendir til, tr aðalsögu- hetjan læknir, ungur og dugandi, aðlaðandi og vinsæll. Phil Scoles heylr harða baráttu í starfinu, sem honum er kappsmál að Inna sem bezt af hendi, hann á i höggi við rógtungur, sem leitast við að eyði- leggja feril hans, og hann á i bar- áttu í einkamálunum. Ekki færri en þrjár fagrar konur koma hjarta hans til að slá hraðar. Við skulum láta vin hans, Whitley, segja söguna. Lesendur, fylgist með frá byrjun! Kristín Halldórsdóttir, blaðamaður, þýddi. Vísindamenn skipta með sér sólarhringunum við að reikna út ýmis áhrif á kjötmagn sauðfjár og gærulit, — dánarlíkur íslendinga, — mælingar á segulsviði jarðar, — veðurathuganir, — og niðurstöður vatnamælinga Vann ársverk í fyrrinótt HF-Reykjavík, 22. okt. IIINN 6. þessa mánaðar kom erlendur gestur hingað til lands, sem nefnist IBM-1620 og talar mál, er kallazt Fortran. — Þessar fjórar vikur, sem hann hefur dvalizt hér hafa ýmsir verkfræðingar, tækni- fræðingar, vísindamenn o. fl. haldið honum selskap bæði nótt scm nýtan dag, enda fróð- iegur og gagnlegur félagsskap- ur, þar seni IBM-1620 er ann- ars vegar. „ÞETTA var ólátaveður, 16—17 vindstig", sagði Georg Satre, skip- stjóri á Hindholmen, í viðtali við Tímann, en Flóra hirti skip hans grimmilega á dögunum. Notkun rafeindareikna í heiminum hefur mjög farið í vöxt uridanfarin ár, en ekki verið á ailra færi að hafa raf eindareikni á framfæri þar sem þeir eru óhemjulega dýrir. En með tilkomu transistor-tækj- anna gerðust þeir eitthvað ó- dýrari og nú eru þeir á flestum Framh a 15 síðu Forseti íslands situr við rafeindarelknlnn. lilWIII III lllil II l ' ii.i' i ....... MBMHWMBaMMMm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.