Tíminn - 23.10.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.10.1963, Blaðsíða 7
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framlrvæmdastjórl: Tómas Árnason. _ Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augi., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjaid kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Vilja þeir kiifra niður stigann? Morgunblaðið birtir í gær eftirfarandi ummæli, sem birtust í Tímanum 4. september síðastliðinn: „Það sem ríkisstjórnin og þingið þurfa að segja nú og standa við er þetta: við ætlum ekki að gera neinar hækk- unarráðstafanir. Þvert á móti ætlum við að byrja að klifra niður stigann með lækkunaraðgerðum." Mbl. spyr síðan, hvort FramsóKnarmenn og Tíminn ætli að standa við þessi ummæli. Þessu er bezt svarað með því að vísa til þess, að allir Framsóknarmenn í neðri deild nafa lagt fram frumvarp um lækkun vaxta. Ef það væri samþykkt, myndi það vera góður áfangi leiðarinnar niður dýrtíðarstigann. Þær atvinnugreinar, sem nú standa verst, eins og frystihús- in, myndu þá fá verulegar kjarabætur, en flestar nota þessar atvinnugreinar mikið lánsfé Jafnframt væri að- staða hina efnaminni til framkvæmaa bætt verulega frá því, sem nú er. Stjórnarstefnan hefur verið fólgin í því að láta allt hækka meira og meira. Á þessu þarf að verða breyting Það þarf að hefja viðnám gegn þessari stefnu og sá að- ili, sem þar á að ganga á undan, er fyrst og fremst hið opinbera sem getur gert það með Jækkun vaxta og rík- isálaga. Með því myndi skapast allt önnur aðstaða til viðnáms. Annað verður auðveldara á eftir. En vonlaust er að ætla að ná markinu í einu stóru stökki. Það myndi aðeins enda með nýrri kollsteypu og aukinni ringulreið. Hér verður að fara í áföngum. Sú stöðvunar- og niðurfærsluleið, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur látið Alþýðuflokkinn impra á, er hins vegar fjarri öllu lagi. Sú leið er fólgin i því að færa niður kaup launafólks og bænda, en láta þá, sem mest hafa grætt, halda sínu og græða síðan á niðuríærslunni hjá launa- fóilci og bændum. Sú leið getur aðein? leitt til harðnandi stéttaátaka og aukins ófarnaðar Hin rétta stöðvunar- og niðurfærsJuleið er sú, að hið opinbera gangi á undan og hafi sjálft forustu um að klifra niður dýrtíðarstigann. Um það fjallar frumvarp Framsóknarmanna um vaxtalækkunina Hér býður stjórn- arandstaðan ríkisstjórninni jákvætt samstarf. Svar stjórn- arflokkanna sker úr um það, hvort þeir vilja raunveru- lega klifra niður dýrtíðarstigann öðru vísi en á kostnað Jaunafólks og bænda. Fjarstæð rök Þau fjarstæðu rök eru færð gegn vaxtalækkun, að hún muni auka þenslu, sem þegar sé hér meiri en nóg. í fyrsta lagi eru þessi rök fjarstæð vegna þess, að reynsla seinustu missera hefur sýnt. að háir vextir hafa ekki hamlað gegn þenslunni í öðru lagi eni þessi rök fjarstæð vegna þess, að eigi að gera ráðstafanir gegn of mikilli þenslu ber að beita öðrum ráðum en þeim, sem bitna fyrst og fremst á þeim efnaminni, eins og vaxtahækkun gerir. Slíkar ráð- stafanir eiga að miðast að því að draga úr framkvæmd- um, sem óþarfari eru og frekar geta því beðið. Vaxta- hækkun gerir þetta ekki. Háir veviir eru ekkí aðeins haldlítið ráð til að draga úr þenshi. heldur líka mjög ranglátt að því leyti, sem það kann nð bera árangur. ALE0 NOVE; Hvers vepa selur Krustjoff gull til að kaupa korn í staðinn? Orsakir kornskorfsins, sem nú er í Sovétríkjunum GREIN sú, sem hér fer á eftir, ræSir um kornskortinn, sem nú er í Sovétríkjunum og or- sakir hans. Höfundur hennar er prófessor í alþjóðlegum við- skiptafræðum við háskólann í Glasgow. Greinin er þýdd úr „Sunday Times". „VIÐ HÖFUM neyðzt til að kaupa korn erlendis. Við keypt um 6,8 milljónir smálesta í Kan ada, 1,8 milljónir smálesta í Ástralíu og einnig dálítið af korni frá íleiri löndum. Við erum þakklátir félögum okkar í Rúmeníu fyrir þá bróðurlegu aðstoð að lána okkur 400 þús. smálestir af korni. Ef við för- um sparlega með brauð ættu handbærar birgðir að nægja til að tryggja fólki neyzlukorn í eðlilegum mæli”. Ofanskráð ummæli viðhafði Krústjoff í ræðu, sem hann hélt í Krasnodar 26. sept. s. 1., en þá var hann að skýra þjóð- inni frá þeim ráðstöfunum, sem gerðar höfðu verið til að greiða úr aðsteðjandi vanda. Ræðan var birt sex dögum síðar. Þegar höfð er hliðsjón af bjartsýni í áætlunum um efl- ingu iandbúnaðarins „til þess að komast fram úr Ameríku- mönnum", virðist kornskortur- inn hljóta að vera alvarlegt á- fall fyrir álit Sovétríkjanna út á við, og ekki síður fyrir Krúst ioff persónulega. EF ÞJÓÐFÉLAGSskipulag Sovétríkjanna væri látið eiga alla sök á kornskortinum væri það á áróðri byggt en ekki gaumgæfilegi'i athugun. Sovét- ríkin hafa venjulega getað flutt út korn, þrptt fyrir skipulag sitt, og að minnsta kosti síðan árið 1954 hefur aldrei valdið neinum erfiðleikum að sjá al- Imenningi fyrir brauði. (Fóður- skortur hefur verið viðvarandi í mörgum landshlutum). Veðr- ið á sýnilega mesta sök á þeim vanda, sem nú steðjar að. í sumum hlutum Sovétríkj- anna valda náttúruöflin oft nokkru tjóni. Verði hvergi slík óhöpp er uppskeran mjög mik- il, eins og 1958. Árið 1963 var eitthvað að í flestum landshlut um. Á svæði því, þar sem vetr- arhveitinu er sáð, var veturinn einhver hinn kaldasti í manna minnum og frostin komu á auða jörð. Víðast hvar varð að sá aftur að vorinu. í norð-vest- ur og vesturhluta landsins var veðráttan hin sama o-g í Evr- ópu. Vorið var síðbúið, sumar- ið svalt og alveg sérlega vot- viðrasamt. í sunnanverðu land- inu og austan til voru langvinn ir þurrkar. Svo virðist sem ný- ræktarsvæðin í Kazakhstan og sunnanverðri Síberíu hafi orð- ið sérlega hart úti af þessum sökum. Þar var ekki einungis mjög þurrkasamt, heldur mik- ið um heita vinda, sem ullu rykbyljum. ENN HAFA ekki verið birt ar neinar áætlaðar tölur um uppskeruna í haust. Sýnilegt er þó, að bráðabirgðayfirlit hafa skotið yfii'völdunum skelk í bringu Þau hafa séð sig knúin KRQSTJOFF til að kaupa meira korn erlend is frá en nokkru sinni áður og skipa jafnframt fyrir um ýtrustu aðsjálni í notkun heima fyrir. Sagt er, að kaup ríkis- ins séu aðeins 18% minni en 1962, en heildarkornuppskeran gæti vel verið fjórðungi minni fyrir því. Upplýsingarnar um kaup ríkisins munu eiga við allt korn, en brauðkorn gæti verið af skornara skammti en annað korn. Það kann að koma undarlega fyrir sjónir að slæm uppskera eitt sumar skuli valda miklum erfiðleikum, og það einmitt næst á eftir uppskerunni 1962, sem sögð var nema 147 milljón um smálesta af korni og 71 milljón smálesta af hveiti. —- Þetta var langt umfram meðal- lag og hefði átt að nægja til drjúgrar birgðasöfnunar, auk nægilegs fóðurs handa fjölg- andi húsdýrum. Manni verður á að ætla, að yfirlýstar tölur um uppskeruna hafi verið verulega ýktar. Ýmislegt bend- ir til, að tölur um uppskeruna séu við annað miðaðar en full- þurrkað og þreskt korn, og „ís, mold og stönglar” sé innifalið í þunganum, eins og Krústjoff komst einu sinni að orði. TVÍMÆLALAUS óheppni með veður fylgdi í kjölfar nokkurra ára kyrrstöðu í land- búnaði. Verulegrar aukningar gætti fyrstu árin eftir fráfall Stalíns, þegar auðvelt reyndist að afla aukins ágóðahlutar með aukinni fjárfestingu, en Stalín hafði vanrækt landbúnaðinn um langt skeið. En aukning- unni var lokið árið 1958. Tekj- ur bænda hættu þá að hækka og fóru jafnvel læ-kkandi aftur. Valdboð um sölu búvéla til sam yrkjubúa hafði alvarleg áhrif á viðhald og endurnýjun. Fram leiðsla margra búvéla dróst mjög saman upp úr 1958. Og framleiðsla tilbúins áburðar var lan.gt að baki því, sem á- ætlað hafði verið. Allt varð þetta til þess að lengja bilið milli áætlana og af kasta í landbúnaðinum. Við- brögð Krústjoffs voru þau, að heimta af ráðamönnum árang- ur, sem ekki var unnt að ná. og hann vék þeim frá, sem ekki gátu fullnægt fjarstæðum kröfum Yfirvöld heima í hér- uðunum höfðu um langt skeið valdið illu einu með vanhugs- uðum afskiptum af rekstri bú- anna. Og nú reyndu þeir enn ákafar en áður að gera gang- skör að því að knýja fram meintan vilja yfirvaldanna í Moskvu. í TVEIMUR tilfellum mun þetta hafa aukið alvarlega á erfiðleikana 1963. Viðvörun bú- fræðinga í Kazakhstan um eyð ingu og tæmingu jarðvegs var ekki sinnt, þar sem flokks- leiðstogar þorðu ekki að til- kynna um minnkað sáðland. — Og Krústjoff skipaði fyrir um alvarlega minnkun lands til grasræktar og jafnvel hafra, til þess að auka sáningu afurða- meiri jurta, svo sem maíss, belgjurta og sykurrófna. Svalt og rakt veðurlag sum arsins 1963 hefði orðið hag- stætt smáranum, en var sér- lega óhagstætt fyrir maís. Súmt af fóðurslkortinum, sem af þessu leiddi, er því ekki veðr- inu að kenna, heldur „félaga Krústjoff” sjálfum. Það er einnig sök yfirvalda, að ekki slruli hafa verið komið upp þökt um eða að minnsta kosti stein- steyptum gólfum til þreskingar og geymslu á búunum. Gramur fréttaritari lýsti því í Pravda í vikunni sem leið, að upp- skorið hveitið lægi í svaðinu í rigningunni og spíraði og rotn- aði. VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR Sov- étríkjanna verður fyrir þungu áfalli af miklum innflutningi nauðsynjavöru, sem venjulega er flutt út í ríkum mæli..Þeg- ar búið er að kcma í kring umsömdum kaupum í Ameríku fyrir upphæð, sem svarar til 90 milljóna sterlingspunda, er ekki ósennilegt, að samanlögð hveitikaup Sovétríkjanna í doll urum og sterlingspundum svari til rúmlega 300 milljón sterl- ingspunda. Annar umsaminn innflutningur Sovétríkjanna er einkum miðaður við áætlanir uim eflingu iðnaðarins (ekki sízt efnaiðnaðarins), og ráða- mennirnir vilja eindregið halda honum óskertum. Lána er aft- ur á móti varla að vænta í auðvaldsheiminum. Það hefur því reynzt nauðsynlegt að selja mun meira gull en venjulega, ef til vill fyrir. allt að 100 millj ónum sterlingspunda undan- gengnar vikur. Gera má ráð fyrir meiri gullsölu til greiðslu aukinna skuldbindinga. Gullvinnsla Sovétríkjanna og gullforði er algert launungar- mál, og sumir hafa ályktað að hvort tveggja væri mjög mikið. Launungu í Sovétríkjunum er samt sem áður oftar beitt til þess að dylja veikleika en styrk leika Vafalítið mun litið á gullsöluna sem illa nauðsyn, sem valdi nokkurri rýrnun forða. Það er ein af nýjungunum í stjórnmálum Sovétríkjanna, að stjórnin skuli telja brauðkorns- birgðir svo mikilvægar, að hún flytur heldur inn korn fyrir gull en að horfast í augu við Framhalo f 13 siðu J T f MIN N, miðvikudaginn 23. október 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.