Tíminn - 24.11.1963, Page 3
Geimfarinn Alan Shepard, 39
ára að aldri hefur nú gerzt
bankastjóri. Hann og tveir aðr
ir Texas-milljónamæringar
hafa keypt hlutabréf fyrir 9
milljónir króna í First National
bankanum í Baytown. Bannað
er sarnt að nota nafn Shepards
í auglýsingaskyni, því birtist
það eingöngu á pappírum bank
ans.
★
Shirley Temple kcm þarna
í mesta sakleysi til að kaupa
miða á leiksýninguna „It’s a
Mad, Mad, world“, og þá tóku
þessir tveir lögregluþjónar sig
til og hlupu alveg brjálaðir á
eftir henni, svo að minnstu
munaði, að eltingarleikurinn
endaði í næstu borg. En Shir-
ley hefur samt ekki brotið neitt
Það hafði verið talað um
það, að Elsa Maxwell hefði ósk
að eftir því að láta brenna sig
þegar hun væri látin, og dreifa
svo öskunni yfir Miðjarðarhaf-
ið. En ekki var hægt að finna
neitt skrifað um þetta mál og
því var Eisa jörðuð í Hartsdale
í Nevv York. Ekki voru það
nema i kringum 100 manns,
sem söfnuðust saman til að
kveðja Elsu í hinzta sinni, en
hún hafði um ævina haldið þús
undir aí veizlum fyrir þúsundir
imanna. Nokkrar af þeim frægu
persónum, sem Elsa hafði leyft
sér að kalla dear og darling,
voru --’iðstaddar, en einn syrgj
andann vakti ekki mikla eftir-
tekt, það var Dorothy Fell'owes-
Gordon, en hún var vinkona
og sambýliskona Elsu og erfði
allar eigur hennar, sem ekki
eru metnar á minna en 10,000
dollara.
í Hollandi ríkir dálítil óá-
nægja r.neð fimm daga vinnu-
vikuna, því að framleiðslan vill
minnka. Menn þar hafa því
stungið upp á því, að láta fólk
á ellilaunum vinna sjötta dag
vikunnar.
★
Konrad Adenauer jók ekki
vinsældir sínar, þegar hann
eftirlét starf sitt til Ludwigs Er
hard með þessum orðum: Ef þú
þarft á einhverju að halda þá
leitaðu bara til mín.
★
Sá, sem á heimsmetið í því
að komast hjá flugslysum, ér
danski forstjórinn Leif Skov,
sem býr i Dragör. Fyrir sex
árum ætlaði hann að fljúga til
London, á síðustu stundu skipti
hann samt um skoðun, og svo
fór að umrædd vél hrapaði og
fimmtán manns fórust. Síðar
ætlaði hann að fara með sport
flugvél til Feneyja, en rétt áð-
ur en hann ætlaði að leggja
,af stað kom i ljós, að vegabréf
ið var ekki gilt, svo hann sat
heima. Nokkrum klukkustund
um síðar fórst vélin í Ölpunum
og enginn komst af. Hinn 9.
október á þessu ári ætlaði hann
með stórri flutningavél til
Saudi-Arabiu, en aðstæður
breyttust, svo að hann komst
ekki með. Sama daginn hrapaði
vélin eftir að hafa lent í Mar
seilles og allir sem í henni
voru létust.
☆
Carole Joan Crawford, jama-
iska stúlkan, sem hlaut miss
World-titilinn í London, er
þarna komin í heimsókn til
Parisar og er að kaupa sér
minjagrip. Auðvitað er minja
gripurinn eftirlíking af Eiffel-
turninum, en það er hinn sí-
gildi minjagripur frá París.
Póstyfirvöldin í Bandaríkjun
um hafa nú lýst því yfir, að þau
börn, sem vilji skrifa „Santa
Claus" þurfi ekki lengur að
merkja bréfin til Norðurpóls-
ins, heldur þurfi þau að merkja
þau með númerinu 99701. Það
virðist svo vera, að jólasveinn
inn sé fluttur og framtíðar-
heimili hans sé 99701-
af sér, heldur er tekið upp á
þessu i auglýsingaskyni fyrir
leiksýninguna. Shirley hefur
annars aldrei látið neitt á sér
bera, síðan að frægðarferill
hennar sem barnastjörnu tók
enda.
Það hefur eiginlega verið
frekar hl.iótt um Birgitte
Bardot upp á síðkastið, þó að
við héma á síðunni minnumst
hennar öðru hvoru. Síðast
skýrðum við frá því, að hún
væri að leika í kvikmynd í
London, og þar var hún l'átin
ww■! mw—wmimmmm
smakka a wiský-flösku, svona
i auglýsingaskyni. Hún gretti
sig í framan um leið og hún
renndi hinum ljúfu veigum nið
ur, þvi að nú orðið drekkur
hún enga srerka drykki, heldur
einungis á-axtasafa.
Tvö þýzk fyrirtæki hafa ný-
lega byrjað að framleiða plast-
lyikla fyrir venjulega smekk-
lása. Þessir plastlyklar hafa
marga kosti fram yfir þá
gömlu. Þaö er enginn hávaði
í þeim, þeir eru léttir, ryðfrí-
ir og fást í öllum litum, svo
hægt er að fá lykil, sem fer
vel við hurðina eða lásinn, ef
maður vil! hafa allt í stíl.
★
Samkvæmt nýafstaðinni skoð
anakönnun í Bandaríkjunum
eru 71% hvítu íbúanna á þeirri
skoðun, að það sé vond lykt af
negrum. 75% halda því fram,
að negrar séu ekki eins vel
gefnir og 39% halda því fram,
að negrar kæri sig ekkert um
fjölskyldur sínar og 85% halda
því fram, að þeir séu hávær-
ari. Skoðanakönnun þessi var
gerð af bandaríska vikublaðinu
Newsweek.
■HMnwmMm
Vibeke Nielsen frá Ábenra
í Danmörgu gætir í sumarfrí-
um sínum dýra í dýragarðin-
um í Kaupmannahöfn. Þessi
atvinna hennar hefur leitt til
þess, að henni hefur verið boð
ið aðaihlutverkið í nýrri ame-
rískri kvikmynd, sem gerð
verður eftir hinni þekktu bók
Joy Adamson um Ijónynjuna
Elsu. Einr. af þekktustu kvik-
. myndastjórum Walt Disneys,
Tcm McGowan á að stjórna
myndirmi. Hann hefur nú sent
Vibeke handritið og ætlar svo
að tala við hana eftir nokkra
daga. Það virðist ekki vera
neitt rafarnál, að Vibeke muni
taka við hlutverkinu, að
minnsta kosti ekki, þegar mað
ur heyrir, að flest atriðin fari
fram á meðal taminna ljóna í
Afríku. Á þessari ipynd er
Vibekc með einn af kópunum
í dýragarðinum í Kaupmanna-
höfn. r
★
Nelson Rockefeller, ríkisstjóri
og kona hans Happy, skelltu
upp úr, þegar blaðamaður
spurði þau, hvort frúin ætti
ekki von á barni. Ríkisstj. svar-
aði því til, að hann hefði heyrt
orðróm um þetta barn, sem þau
ættu að eiga í vændum, síðan
að þau giftu sig og hann sagð-
ist búast við að heyra hann
áfram. Við þetta tækifæri voru
Roekefeller-hjónin að koma á
flugvöllinn í Washington til að
heimsækja nokkra vini sína.
Roekefeller hefur eins og kunn
ugt er lýst því yfir, að hann
sé tilbúinn til að verða í fram
boði fyrir repúblikana í næstu
forsetakosningum, sem verða
árið 1964
T í M I N N, sunnudaginn 24. nóvember 1963.
3
/