Tíminn - 24.11.1963, Side 8
— Hvað fannst þér nú
skemmtilegast að skoða í þess-
ari ferð, frá sjónarhóli jarð-
fræðingsins'?
— Ætli mér hafi ekki þótt
mest spennandi að fljúga yfir
og skoða Katmai. Það var að
gjósa þar einhver gígur rétt hjá
fjallinu, en það var nú bara
smágos og heldur ómerki-
legt. Mér fannst firna skemmti
legt að fljúga í rellunni yfir
Tíuþúsundreykjadalinn, og yf-
irl'eitt er Alaska hrikalega fall
egt land. Eins hafði ég mikið
gaman af að fljúga heim á leið
fyrst frá Anchorage í Alaska
með þotu yfir norðurheimskaut
ið til Kaupmannahafnar. Vegna
þoku yfir ísnum var stefnan tek
in sunnar, við flugum yfir öll-
um eyjaklasanum nyrzt í Kan-
ada, yfir Ellesmere-land og
nyrzta odda Grænlands, feng-
um ákaflega gott veður og sá-
um furðuvel, þótt úr þotu væri,
löftið tært og hreint, svo að við
gátum nærri skoðað landið eins
og á korti. Það var mikilfeng-
árum sté fæti á gamla ísland. (Sigurður Þórarinsson tók myndirnar).
Þeir eru Islendingar, það er
ekki um að villast. Þó liggur
það í augum uppi, að þetta
fer óðum að breytast, einkum
tungan, þegar gömlu tslend-
ingarnir týna tölunni. En það
sem ég undraðist mikið var,
hve fólkið þar vestra verður
ótrúlega gamalt. Þeir hafa
enzt svo vel þessir gömlu land
ar, að furðu gegnir. Það er svo
mikið _af eldgömlum. spræk-
um íslendingum, það sér
maður svo greinilega, þegar
maður kemur á íslenzku elli-
heimilin, hvað þetta fólk er
margt ungt í anda. Ég ferð-
aðist frá Winnipeg út í Nýja
ísland og aðrar íslendinga-
byggðir með Haraldi Bessa-
syni prófessor, sem er ákaf-
lega vinsæll maður meðal st-
lendinganna, enda vinnur
hann feikilega mikið til að
halda þessu lifandi. En það er
ekki nema tímaspurning,
hversu íslenzka málið lifir
lengi þar úr þessu. Hins vegar
er það rétt, sem Lindal dóm-
ari sagði við mig, að við meg-
Indíánmn vildi óðfús - en
fékk ekki að fara til íslands
leg sýn. En auk þessa, sem ég
hef nefnt, var svo margt annað
fagurt og furðulegt í náttúrunn
ar ríki, sem ég sá á ferð minni.
T. d. í Utah sunnanverðu,
gljúfrirj þar og fjöllin, ég hef
varla nokkurn tíma séð eins
skrautlegt land, rautt og alla
vega á litinn, það er ævintýri
líkast. Eg hef áður minnzt á
gljúfrin í Grand Canyon, en
þetta hafði ég ekki hugmynd
um, eða hrikafegurðin í Kletta-
fjöllum og Sierra Nevada.
— Úr því að þú minnist aft-
ur á Utah, langar mig til að
spyrja, hvernig kemur lýsing
Kiljans í Paradísarheimt heim
við það, sem landið kom þér
fyrir sjónir?
— Þær eru nefnilega undar-
lega sláandi sannar og réttar
lýsingarnar hans Halldórs á
landslagi og öðru, sem þar
kemur fyrir, hans skarpa auga
bregzt ekki þar fremur en
endranær. Tökum t. d. fjallið
hjá Spanish Fork, Fjallið Bless
aða, sem er íslenzkun á hinu
rétta nafni, Sierra Benida.
Hvað segir nú aftui Halldór
um þetta, þegar Þjóðrekur er
að segja Steinari bónda í Hlíð-
um til vegar, er hann kæmi til
mormónalandsins?
„Þegar þú kemur á leiðar-
enda í Saltsjódal, þá skaltu
ekki skipta þér af neinu, utan
spyrja hvar liggi þjóðvegur til
Spánska Forks, sem stundum
er nefndur Spánsforkur, og segj
ast vera af íslandi Munu þá
allir menn kyssa þig. Láttu þá
vísa þér á póstvagninn til Pró-
vóstaðar, en þaðan skaltu
gánga. Nú geingur þú sem leið
liggur eftir þjóðveginum. Þú
hefur þér skáhalt á vinstri
hönd hærra fjall en íslending-
ar hafa séð, það heitir Timpanó
gosfjall eftir rauðri drottningu.
Þar eru gilin tíu sinnum dýpri
en Almannagjá. Hér geta ís-
lendingar veitt sér fagrar smala
mennskur í laufskógum með
aungum slagviðrum og þurfa
þarafleiðandi ekki brennivín.
Efst í þessu háfjalli, sosum
Gutrormur skáld
— nálfníræður á hláðinu
á Víðivöllum.
helmingi hærra uppi en á Ör-
æfajökli, þar vex frómur óg
hjartagóður viður, sem heitir
piprandi ösp. Á þessu fjalli á
ég tvær hjarðir. En skiftu þér
ekki af því. Hvert varstu kom-
inn? Passaðu þig bara að villast
ekki út af veginum laxi. Þegar
■minnst varir er Timpanógos-
fjall að baki þér og komið ann
að fjall í laginu einsog það
væri klippt út með skærum í
blað, sem þú brýtur saman
fyrst, það er Fjallið Blessaða
þar sem sólin kemur upp yfir
Spánarforksbyggð, þangað upp
fór kelling ein með skjólu og
reku að heya sér silfur og gulT‘.
— Þetta er svo sláandi lýs-
ing á Fjallinu blessaða að
ég þekkti það strax og ég sá það
úr fjarska, það er eins og klippt
þríbrotið blað. Eins er um
aðrar lýsingar í sögunni, þær
eru mjög nákvæmar. Og það
er sama sagan og um aðrar
bækur Halldórs, að Islending-
amir í Utah þóttust þekkja
hverja persónu í Paradísar-
heimt, svipað og Bjartur í
Sumarhúsum, Jóhann Boge-
sen og aðrir úr sögum hans
komu mö”gum kunnuglega fyr-
ir sjónir við lestur sagnanna.
— Eru Islendingar fjöl-
mennir í Utah?
— Já, já, það eru um tvö
þúsupd manns með íslenzkt
blóð í æðum í SpaniSh Fork,
og þar er biskup íslenzkur.
— En eru ekki Mormóna-
biskupar margir?
— Jú, reyndar. Kirkjan
ræður lögum og lofum i land-
inu, hún greinist í margar
deildir. Minnsta einingin er
svokölluð „ward“, þær eru
margar og yfir hverri er bisk-
up. Nokkrar „wards“ mynda
„stake" (sem Halldór kallar
bara steikina), og yfir þeim
er' president (forseti), yfir
forsetunum eru svo postular
og svo loks prophet (spámað
ur) yfir öllu saman og æðsti
maður i ríkinu og sá eini, get-
ur fengið vitranir. Þegar setja
þarf lög, fá 'þeir vitranir
Þannig var fjölkvænið til-
komið á sínum tíma. Svo fékk
spámaðurinn aftur vitrun um
að leggja fjölkvænið niður,
þegar þeim var ekki stætt á
því að hafa það lengur, vegna
afskipta landstjórnarinnar í
Washington. Þeir fá sem sagt
nokkuð praktískar vitranir
stundum. Ég las það t.d. í
einu blaðinu, að spámaðurinn
hefði fengið vitrun um að
Negrar væru jafnréttháir, en
það eru þeir ekki samkvæmt
Mormónatrú, gott ef þeir eru
ekki taldir afkomendur Kains,
eða eitthvað slíkt athugavert
við þá, þeir geta t.d. alls ekki
orðið prestar í Utah. Að öðru
leyti eru Mormónar ákaflega
frjálslyndir og umburðar-
lyndir í trúmálum. Og há-
skólamenntun er almennari í
Utah en nokkru öðru ríki
heimsins. Af milljón íbúum
ganga fimmtíu þúsund á há-
skóla. Þannig hefur það ver-
ið frá byrjun ,að mjög mikii
áherzla er lögð á menntun.
Velmegun er mjög jöfn í rík-
inu, og ákaflega mikill þrifa
og myndarbragur á flestu þar.
— Svo að þú kynntist fyrst
hinum gömlu byggðum Vest-
ur-íslendinga í þessari ferð
Voru þær líkar því, sem þú
hafðir gert þér i hugarlund?
Hafa þær enn rammislenzkt
svipmót?
— Ég varð ekki fyrir von-
brigðum, leizt eiginlega betur
á það en ég hafði búizt við.
hélt aö þetta þjóöernistal
væri meira í nösunum á þeim
En það er enginn vafi á þvi
að hávaðinn af þeim heldur
ótrúlega fast við þjóðerni sitt.
um alls ekki halda, að það sé
búið með allt þó að málið
hverfi. Það er hægt að halda
menningartengslum áfram
eftir það ,og við megum vara
okkur á því að hrinda frá
okkur þeim afkomendum, sem
eru búnir að týna málinu, en
hefðu þó hug á því að vera
íslendingar að einhverju leytl
fyrir því.
— Þú hefur þá sjálfsagt
heimsótt Guttorm skáld á
Víðivöllum, úr þvi að þú fórst
um Nýja ísland.
— Já, ég held það verði mér
nú minnisstætt. Það var 6-
segjanlega mikið gaman að
heimsækja gamla manninn,
því að hann er enn svo spræk
ur, að alveg lygilegt má kall-
ast. Og þarna voru og í heim-
sókn kunningjar hans á líku
reki ,allir eldsprækir; þetta
var fjörugasta kvöld. Gutt-
ormur flutti alls konar gamla
bragi og söng þá við raust.
Hann notar Indíánarót, sem
á að vera lækning allra
meina. Mikið þótti mér fyrir
því að ég gekk með magasár
og mátti því ekki drekka með
karlinum Et, hann taldi Indl-
ánarótina allra meina bót.
Það var mikið um Indiána í
byggðinni, þar sem hann ólst
upp, hans einu nágrannar
fram eftir aldri. Það eru til
þarna Indíánar, sem tala ís-
lenzku. Það var t.d. einn Indi-
áni, sem vildi komast hingað
heim í fiskvinnu, þegar séra
Róbert var að útvega unga
Kanadamenn, og það var tek-
ið fram, að þeir yrðu að tala
íslenzku, það skilyrði setti
GUNNAR BERGMANN
Samtal við dr. Sigurð Þórarins-
son um Ameríkuför. - Seinni hluti
8
T í M I N X, sunnudaginn 24. nóvember 1963.