Tíminn - 24.11.1963, Síða 9

Tíminn - 24.11.1963, Síða 9
Kanadastjórn, sem kærði sig ekki um að sótzt væri eftir öðru eða fleira fólki út úr landinu. Og þetta var eina skilyrðið, sem nefnt var. Jæja, birtist þá ekki allt í einu Indí- áni, sem talar íslenzku full- um fetum og vill óður komast til Islands, 1 fiskvinnuna. En klerkur vildi ekki taka hann. Gömlu mennirnir hentu mik- !ð gaman að þessu og sögðu þáð hefði nú verið gaman, ef þessi Ivauðskinni hefði orð- ið samferða hinum til Islands, altalandi íslenzku. Hann hefði getað sagzt vera afkomandi Þorfinns karlsefnis, bara dá- ræðu á Islendingasamkomum þarna? — Það stóð til að ég sýndi íslenzkar skuggamyndir í kirkju þarna í Nýja íslandi Þeir komu með forláta sýn- ingarvél, sem var svo nytízku leg, að engin af mínum mynd um komst í hana. En eitthvað varð ég að gera úr því að kom in var full kirkja af fólki og ''ætlaðist til að ég segöi eitt- hvað. Svo varð það úr, að ég fór að syngja og kveða ótrú- legustu bragi fyrir fólkið Það hefur víst aldrei verið viðhaft annað eins orðbragð í kirkju þar í byggð fyrr! „FjalliS BlessaSa (Sierra Benida), þar sem sólin kemur upp yfir Spánarforksbyggð. Fjalllð er í laginu elns og það værl klippt út með ekærum I blað, sem þú brýtur saman fyrst". (Ljósm.: Slg. Þór.) lítið blandaður. Guttormur var með ýmsa hluti frá Indí- ánum ,honum líkaði mjög vel við það fólk. Ekki veit ég hver fjandinn það er, þessi Indí- ánarót, en Guttormur hafði óbilandi trú á henni. Og stál- hraustur er hann. Hann er hrókur alls fagnaðar, þegar gesti ber að garði. Og hann er svo skemmtilega róttækur, blessaður karlinn, sem er frem- ur óvenjulegt meðal Vest- ur-íslendinga, eftir þvi, sem ég komst næst. Þeir voru t.d. meðal hinna fáu, hann og Sveinn .æknir í Árborg, sem tóku málstað Halldórs Kilj- ans, þegar átti að gera hann útlægan úr Árborg, þegar hann fór aö lesa upp söguna Nýja ísland og allt ætlaði vit- laust að verða. Þeir stóðu með Halldóri og stilltu til friðar. Guttormur hefur alltaf haft miklar mætur á Halldóri. Al- veg var ég hissa á því, að Gutt ormur skyldi ekki fenginn ti) að yrkja t.iallkonukvæðið hér í sumar, þegar hann kom í heimsókn. Það hefði verið sér- lega skemmtilegt að fá gamla manninn til þess, og fáir gert það betur; hann er svo fá- gætur 1‘dendingur, þótt ekki kæmi nann til íslands fyrr en á efri árum. — Komstu hjá því að halda — Eru aðrir útlendingar í Kanada, sem halda svona mikið hópinn sem íslendingar þar hafa gert? — Já, það gera fleiri. T.d. búa Ukr.úoumenn mikið saman í sveitum þarna í Manitoba. Nú að ég ekki tali um skiptingu þeirra ensku og frönsku austast í landinu, sem frægt er. Mon- treal skiptist hreinlega í tvennt, enskan og franskan hluta, og hefur hvor hlutinn sinn há- skóLa, og ég flutti fyrirlestra við báða, eins og ég sagði áður. Það er ekki lengra á milli þeirra en héðan frá Hlemm- torgi og vestur í háskóla. Pró- fessor fór með mér frá enska háskólanum yfir í þann franska, en þangað hafði hann ekki komið í mörg ár; þetta var eins og að koma í annað land. Kosn- ingabaráttan stóð yfir um það leyti. Flokksformennirnir Pear- son og Diefenbaker urðu auð- vitað að halda kosningaræður á frönsku líka. En Frakkarnir sögðu, að ekki mætti milli sjá, hver þeirra talaði verri frönsku það væri hreinasta hörmung og smán að heyra það. Ég las það í frönsku blaði þar, að það skyldi nú séð fyrir því, að hér eftir skyldi enginn komast þar í forsætisráðherrastó.linn, sem ekki gæti talað frönsku skamm- laust! Svetnn Tryggvason: er verðið á landbúnaðar- vörum erlendis? Tíminn hefur beðið mig að skýra lesendum sínum frá, hvert verðið sé á landbúnaðarvörum í helztu nágrannalöndum okkar., Um þetta eru ýmsar heimildir erlendis frá. Eru þær misjafnlega ábyggilegar og misjafnlega sam- bærilegar. Einna áreiðanlegast- ar eru upplýsingar frá Land- brukets Prissentral í Noregi. Sú stofnun sendir frá sér reglulega markaðsfréttir, sem eru vel unn- ar og reynsla á um, að þær eru eining ábyggilegar. Þann 26. f.m. sendi stofnunin frá sér frétt um mjólkurverð í Evröpu. Greinir þar frá útsöluverði mjólkur á flöskum eins og það var í höfuð- borgum viðkomandi landa nú í haust. Þess ber að geta, að í flestum löndum er dálítið af feiti tekið úr mjólkinni. Hún er „standardiseruð“ eins og það er kallað, og er þá venjulega með 3% feiti. Hjá okkur er hins vegar ekkert tekið úr sölumjólkinni, eins og kunnugt er. Með því að reikna þetta verð yfir í íslenzka peninga eftir nú- verandi gengi, ættu neytendur mjólkurinnar hér að geta séð samanburðinn. Ég hefi bætt ís- lenzka verðinu við upptalningu framanskráðrar heimildar. Verð- ið er sem hér segir: Svíþjóð kr. 7,69 pr. lítra England — 7,57 — — Luxemburg — 6,73 — — V.-Þýzkaland — 6,94 — — Belgía — 6,31 — — Frakkland — 6,19 — — ísland — 5,95 — — Holland — 5,83 — — ítalía — 5,83 — — Danmörk — 5,64 — — Austurríki — 5,28 — — Noregur — 4,80 — — Þetta er sem sagt verðið, sem neytendur virðast þurfa að greiða fyrir mjólkina í 12 Evrópu löndum. ísland er þarna fyrir neðan miðjuna, eins og allir sjá. Hins vegar segir útsöluverð ný- mjólkurinnar ekki allt í þessum efnum. Mjólkin er víðast greidd niður með almannafé, en þær greiðslur eru inntar af hendi í alls konar formi og eftir marg- víslegum leiðum. Því miður brest ur mig gögn til þess að gefa yfir- lit um þetta atriði. Þar sem ég þekki einna bezt til, í Noregi, eru þessar niðurgreiðslur veitt- ar sem bein niðurgreiðsla á verð- inu sjálfu, sem smábýlastyrkur, staðaruppbætur, flutningastyrk- ir, hluti af söluskatti landbún- aðarafurða o.s.frv. Hinar beinu niðurgreiðslur á verði mjólkur og mjólkurvara í Noregi á árinu 1962 voru sem hér segir: Sveinn Tryggvason. Hér hjá okkur er ekki greitt á innvegna mjólk mjólkursamlaga, en aðeins á selda mjólk og smjör. Niðurgreiðslan á selda mjólk er hér kr. 2,72 pr. lítra og á smjör kr. 34,35 pr. kg. Með því að um 88 millj. lítra var innvegið í mjóikursamlögin hér á s.l. ári, en aðeins 38 milljónir lítra selt sem neyzlumjólk, samsvarar nið- urgreiðsla Norðmanna að niður- greiðslan hjá okkur ætti að vera rösklega 5,60 á hvern lítra seldr- ar mjólkur. Hið óniðurgreidda verð í Noregi, væri þá 5,60 +■ 4,80 = 10,40 hver lítri. en hér hjá okkur 5,95 + 2,72 = 8,76 hver lítri. Til viðbótar þessum mis- mun kemur svo niðurgreiðsla Norðmanna á rjóma og osti, en þær vörur eru ekkert greiddar niður hérna. Svo koma allar þær óbeinu greiðslur, sem áður er á minnzt, en ekki eru tök á að kryfja til mergjar að svo stöddu Samanburður á smásöluverði kjöts er öllu erfiðari. Bæði er tegundavalið þar miklu meira og svo er smásöluálagning á kjöti frjáls í flestum löndum Vestur- Evrópu, og því geysilega mis- munandi frá einni búð til ann- arrar og jafnvel frá degi til dags. Samkvæmt ársskýrslu Land- brukets Prissentral fyrir árið 1962, var smásöluverð á 1. flokks iambasteik að meðaltali í Oslo 12,26 n. kr. eða um 75 krónur íslenzkar. Hér hjá okkur kostar hvert kg. í lambslærum í 1. flokki kr. 53,25. Við þetta íslenzka ver.ð má svo bæta niðurgreiðslunni um 10 krónum á hvert kg. Nautakjöt í steikur kostaði t smásölu í Oslo að meðaltali á ár- inu 1962, n. kr. 19,06 eða um 114 krónur íslenzkar. Nú er svipað kjöt selt hér á kr. 87,00, sam- kvæmt auglýsingu Félags Smá- söluverzlana í Reykjavík. Hins vegar er heildsöluverð á bezta nautgripakjötinu hérna nú kr. 33,80 hvert kg„ en í Oslo var meðalheildsöluverðið árið 1962 kr. 8,69 norskar kr. pr. kg. eða rösklega 52,00 krónur ís- lenzkar. Það má eflaust finna einstaka landbúnaðarvörur, sem eru dýr- ari hér en í sumum öðrum lönd- um. Hins vegar ber að hafa það í huga, að sjálft útsöluverðið er aðeins hluti af miklu stærra dæmi. Hið sama má einnig segja um útborgunarverð til framleið- enda. Inn í allt þetta grípa ótal önnur atriði og er þar veigamest sú aðstaða, sem þjóðfélögin skapa landbúnaðinum í fjárfest- ingarmálum og við sjálfan rekst urinn. Samanburður á þeim at- riðum milli landa er vandasamt verk, sem langan tíma tekur að vinna. Vonandi verður slíkt verk unnið hér á næstunni, en þang- að til er ráðlegast að hafa um þessi mál sem minnst fleipur. Reykjavík, 21/11 1963, E!dur á S.l. mánudagskvöld kvikn aði i trésmíðaverkstæðinn Askur á Eskifirði eign Geirs Hóiin. Tókst að slökkva eldinn á rúmum klukku- § tíma, en allmiklar skemmdir urðu þó, einkum af völdum vatns jg reyks. Rjúfa varð gat a þakið til að komast að eldinum. Hús og véiar voru vátryggð. Ókunnugt er um eldsupptök. J 1. Á innvegið mjólkurmagn samlaga kr. 2,58 pr. Itr. 2 - rjóma — 11,78 — — 3. - mjólkurbússmjör — 25,78 — kg. 4 - Geitmysuost — 15,99 — — 5. - Sveiserost — 15,87 — — 6. - Gaudaost — 15,51 — — Ólafur H. Sveinsson látinn Ólafur H Sveinsson, fyrrverandi sölustjóri Áfengisverzlunar ríkis- ins í Nýborg, Iézt s.l. mánudag í Osló. Banamein hans var heila- blóðfall. Ólafur fæddist að Ask- nesi í Mióafirði 19. ágúst 1889, sonur Sveins Ólafssonar, bónda og síða alþirngismanns, er síðar bjó Firði. og koT U hans Kristbjargar Sigurðardóttur — Ólafur sálugi var einstaut ljúfmenni og afar vel látinn af öllum, sem hann þekktu. T í M I N N, sunnudaginn 24. nóvember 1963. 9

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.