Tíminn - 24.11.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.11.1963, Blaðsíða 15
MORÐINGjAR kennedys Framhald af 1. síðu. hálsi Oswalds í von um að finna merki um púðurreyk. — Lögreglu- stjórinn í Dallas, E Curry, sagði, að lögreglan áliti sig hafa fund- ið morðingja Kennedys, þar sem Oswald væri, þótt hann hefði enn j ekki játað, og líklega hægt að : finna nógar sannanir fyrir því. Hins vegar eru uppi meiningar um það innan lögreglunnar, að hér hafi verið að verki atvinnumorð- ingi í þjónustu annars eða ann- arra, því morðið hafi verið of vandlega út reiknað, til þess að vitstola maður hefði framið ódæð- ið. — Það hefur hins vegar hvergi komið fram, að Oswald sé talinn vitskertur. Þegar ákæran á hendur Oswald hafði verið birt, var hann færður í sal til blaðamanna og Ijósmynd- ara. Hann var náfölur, kýttur í herðum og hvíslaði svo varla heyrðist, að hann hefði hvorki drepið forsetann né lögreglumann- Wade saksóknari sagði, að eng- ar líkur bentu til þess, að fleiri hefðu staðið bak við Oswald eða aðstoðað hann við morðið, og alls ekkert benti til að það hefði verið framið á vegum kummúnistískrar stofnunar að baki Oswalds eða sem liður í kommúnistískum skæru- hernaði gegn Bandaríkjunum, þótt hins vegar væri það staðreynd, að Oswald væri formaður Fair Play For Cuba. Og þótt Oswald væri grunaður, væri leitinni að mögulegum morðingja forsetans enn haldið áfram af fullum krafti. M.a. hefur landamærunum yfir til Mexico verið lokað, og fær þar enginn að fara á milli, hvorki á landi né í lofti. Samkvæmt frétt frá NTB í dag var hinn 24 ára gamli Lee Harvey Oswald, sem grunaður er um morðið á Kennedy forseta í Dallas, rekinn úr varaliði landgönguliðs bandaríska flotans árið 1960, þar eð hann hafði ákveðið að afsala sér bandarískum borgararrétti og sækja um að fá ríkisborgararétt í Sovétríkjunum. Tal'smaður landgönguliðsins sagði í dag, að Oswald hefði verið talinn óæskilegur, og að tvisvar sinnum hefði hann verið dreginn fyrir herrétt á meðan hann var í landgönguliðssveitunum í Japan. Oswald gekk í herinn 24. októ- ber, 1956, þá aðeins 17 ára gam- all. Hann var leystur úr hernum samkvæmt eigin óskum einu ári áður en herskyldutíma hans var lokið, þar eð hann ætlaði að ann- ast móður sína, og var hann þá/ fluttur í varaliðið, en rekinn úr því 13. september 1960 eins og ' fyrr segir. Oswald var rafeinda- fræðingur, en var samt mjög lágt settur, vegna framkomu sinnar í hernum. Oswald fór til Sovétríkjanna ár- ið 1959 með það fyrir augum, að gerast sovézkur ríkisborgari, þótt bróðir hans reyndi að fá hann of- an af því. Samkvæmt upplýsingum bandaríska sendiráðsins í Moskvu, hafði Oswald ákveðið að gerast sovézkur borgari og afhent sendi- ráðinu hið bandaríska vegabréf sitt. Honum hafði þó ekki líkað vistin í Sovétríkjunum, og komið aftur til Bandaríkjanna eftir nokk urn tíma. Oswald segist ekki vera komm- únisti heldur marxisti, og á því sé mikill munur. Oswald er kvæntur rússneskri konu. Hún hefur verið kölluð fyr- ir til að bera vitni, og sagði, að maður hennar ætti riffil, en hélt að hann hefði verið af Mauser- gerð. Það kemur í bága við fram- sögn annarra vitna, sem telja riff- il Oswalds japanskan. ÆTTINGJAR KENNEDYS Framhald af 1. síðu. Frú Kennedy missti einnig fóstur árið 1959. Enn fremur hefur Rosemary, Fólki f ækkar ört vestur á fjörðum FB-Reykjavík, 23. nóv. FÓLKSFLÓTTINN af Vest- fjörðum heldur enn áfram, og í sumar hafa að minnsta kosti 20 fjölskyldur flutzt þaðan, og þar af hafa 7 farið úr sveitun- um. Átta fjölskyldur hafa farið frá ísafirði I sumar og haust, og liggja til þess ýmsar orsak- ir. í fyrra sagði blaðið frá því, að 20 bæir hefðu farið í eyði í Barðastrandar- og ísafjarðar- sýslum, en það var þá 18. hver jörð, en í upphafi þess árs voru 364 jarðir i byggð. í ár fór Minni-Bakki í Hóls- hreppi í Norður-ísafjarðar- sýslu í eyði, en þá er aðeins Meiri-Bakki eftir í byggð í Skálavík. Þar voru eitt sinn 14 býli, reyndar ekki öll stór, en þar er vel rúm fvrir 3—4 býli. Bóndinn á Minni-Bakka hafði búið þar í íuttugu ár, en er nú fluttur til Bolungarvíkur. Þrír bæir í Mosvallahrepp fóru úr byggð í sumar. Hestur, Betanía og Kot. Ótakmarkað landrýxni er á Hesti, en hins vegar er land lega mikið. í Kots ekki sér- Mosvallahreppi eru 20 býli enn byggð, en að- eins 4 I Flateyrarhreppi og 8 í Mýrarhreppi. Byggð lagðist niður í sumar a Klukkulandi í Dýrafirði, en hins vegar hefur ungur og dug andi bóndi, Tryggvi frá Ár- múla byrjað að búa á Lauga- landi við ísafjarðardjúp, sem áður var orðið að hjáleigu. Á síðasta ári fóru tveir bæ- ir í eyði i Múlasveit í Austur- Barðarstrandarsýslu. Var ann- ar þeirra Bær á Bæjarnesi, en hinn Litla-Nes. Bær var annar af tveimur bæjum yzt á nes- inu, og þegar hann var kom- inn í eyði og tolldi fólk ekki lengur á Kirkjubóli, enda orðið eyðilegt á nesinu. Nú eru að- eins 2 bæir eftir í suðurhluta Múlasveitar, og á eflaust eftir að reynast erfitt að halda þeim í byggð, en fari þeir í eyði, er stórt skarð höggvið í samfellda byggð á þessum slóðum. Fjór- ar eyjar eru enn í byggð í Flat eyjarhreppi: Flatey, Skáleyjar, Svefneyjar og Hvallátur. í sumar og haust hafa 8 fjölskyldur að minnsta kosti flutzt frá ísafirði. Yfirleitt hafa þetta verið fámennar fjölskyld ur, hjón með 1 til tvö börn, þó var þar á cneðal ein 7 manna fjöiskylda. íbúar'á Flateyri og í Flateyr arhreppi eru nú eitthvað á 6. hundrað, en þaðan hefur tölu- vert verið um fólksflutning bæði í ár og í fyrra. í fyrra fluttu frá Flateyri 5 fjölskyld- ur,_ eða um 20 manns. í haust fluttu svo 4 fjölskyld ur frá Flateyri, þar af ein 8 manna fjöiskylda, og gera má ráð fyrir, að á iþessum tveimur árum hafi ekki færri en 40—50 flutt burtu úr plássinu. Ástæð- ur eru ýmsar fyrir þessum brottflutningum, og engin ein ástæða gildir fyrir alla. Nokkr ir hafa flutt burtu vegna þess að börn þeirra eru farin, og vilia þá foreldrarnir flytjast í nágrenni við þau, en yfirleitt hefur ekki verið «n atvinnu- leysi að ræða á Flateyri, og það því ekki orsök brottflutn- inganna. FRAMTÍÐ STJÓRNMÁLA Framhald af 16. síðu. á morðinu yfir á óða afturhalds- seggi, jafnvel þótt þeir viti ekki enn þá .allar staðreyndir í sam- bandi við þennan hrýggilega at- burð. Barry Goldwater er mjög dáður af hægra armi republikana- flokksins. Margar bitrar raddir heyrast í Washington. Háværar ásakanir eru uppi gegn áhangendum Birch, systir hins látna forseta, í mörg ár orðið að dveljast á heimili fyrir vangefna. í desember 1961 fékk Joseph Kennedy faðir John Kenn- edys slag, en síðan hefur hann ekki getað talað eðlilega, eða gengið. Dean Rusx utanríkisráðherra, ze.m var á ,'eið frá Honolulu tii Tokio ásamt opinberri sendinefnd, sneri þegav í stað við, er hann írétti um morðið á Kennedy for- seta, og kom til Washington snemma í moigun. í fylgd með honum voru Louglas Dillon, fjár- n álaráðherra Orville Freeman .andbúnaðarmáiaráðherra, Luther Hodges, verzlunarmálaráðherra Stewart Udall. innanríkisráðherra, Willard Wirtz atvinnumála- og fé- ’agsmálaráðherra, Pierre Salinger, olaðafulltriu Kennedys, var einnig í sömu flugvél sem lenti í Was- hington, ört'áutr tímum eftir að bk Kennedy: kom þangað. Dean Rusk hélt fund með Lyndon B. Johnson, forseta, kl. 13,30 í dag ssmkvæmt fsl. tíma. — Lík forsetans sténdur nú uppi i Austurhertteiginu svonefnda í Hvíta húsintt. en jarðarför hans mun verða eer? á mánudaginn frá Si. Matthew? dómkirkjunni í tVashington. að því er segir í frétt frá NTB í dag Eftir hina opin-- r>eru jarðarrör St. Matthewskirkj unni, þar se>n t rkibiskupinn í Bost cn. Richard Cushing, kardínáli n un flytja messu yfir líki Kenno dys, mun hin eiginlega útför verðn gerð í kyrrþey samkvæmt ósk íjölskyldu hans Talið er líkleg* að hann verði lagður til hinstu hvíldar í graheit ætta' sinnar ; Brookline i Massashusetts. þ.e.a.s. meðlimum hins róttæka þjóðernis- og hægrisinnaða John Birch-flokks. Demókrataþingmað- urinn Hale Boggs sagði við blaða- menn í gærkvöldi: — Áhangend ur Birch erp líklega ánægðir. núna.- Það voru þeir sem lögðu fingur a gikkinn. Menn segja, að enginn geti spáð um stjórnmálalegt á- stand á næstu vikum. En jafnvel fyrir dauða Kennedys forseta voru margir republikana áhyggjufullir út af möguleikunum á stríði milli hægri sinnaðra og hins frjálslynda arms innan republikanaflokksins. Eins og ástandið er nú, er mögu- legt, að upp komi raddir um, að Richard Nixon, fyrrverandi vara- forseti, verði í kjöri fyrir repu- blikana í forsetakosningunum að ári. Þakkarávarp ambassadors Bandaríkjanna Þær fjölmörgu einlægu samúðaróskir, sem sendi- ráðinu hafa borizt frá ís- lendiugum í öllum stéttum, eru mjög ljós sönnun þess, hve niikillar virðingar Kennedy forseti naut hér í Iandi. Samúðaróskir þessar eru okkur til mikillar hugg unar í sárum harmi. Fyrir hönd Johnsons forseta og amerísku þjóðarinnar óska ég að færa innilegar þakkir öllum þeim, sem hafa látið í ljós samúð sína á svo hjart næman hátt. Það er einlæg ósk okkar, að þetta hörmu- lega óhappaverk fái að minnsta kosti snúið hjörtum og hugum manna livarvetna frá hatri því og beizkju, sem Iiljó+a að hafa verið undir rót bess i'ames K. Penfield. ambassador. ynmmm johnsons NTB-Wasíiington, 23. nóv. Nú er Johnson er orðinn forseti hafa menn hér rifjað upp, hvað stjórnarskráin seglr um varamann hans. Ellefu eru þeir talsins og efstur á listanum er forseti full- trúadeildar Bandaríkjaþings, sem nú er demókratinn John W. Mc- Mormack. Ef hann félli frá, er næstur forseti öldungadeildarinn- ar, sem nú er demókratinn Carl Hyden frá Arizona. Síðan komá ráðherrar í ákveðinni röð. Fyrstur er Dean Rusk utanríkisráðherra, en sjötti maður á heildarlistanum er Robert Kennedy dómsmálaráð- herra. G0SIÐ KH-Reykjavík, 23. nóv. Gosið við Vestmannaeyjar virð- ist nú iíkjast æ meir gosi á landi. í morgun um kl. 10 tilkynnti eitt varðskipanna, sem var á gosstaðn- um, að stöðug gos væru í gígun- um og sprengingar með miklum hávaða. Sömu sögu var að heyra um miðjan daginn, er blaðið hafði samband við Eyjar, höfðu Eyjar- skeggjar séð eldblossa og heyrt miklar drunur. Þeim virðist mökk- urinn dekkri í dag. Veður var gott, en menn óttast, að vindurinn kunni að snúast á suðvestan, og þá verð ur öskufall í kaupstaðnum. SAGT UM KENNEDY Framhald af 16. síðu. Alexei Adsjubei sent satmúðar- skeyti eða látið sorg sína í ljósi á annan hátt. Vestrænir menn í Moskvu segja, að aldrei hafi dauði vestræns leiðtoga haft eins djúp áhrif á alla sovézku þjóðina og fráfall Kennedys. Svipaða sögu er að segja frá öðrum löndum. • Segni, Ítalíufor- seti; sir. Alec í Bretlandi; de Gaulle í Frakklandi; Hækkerup utanríkisráðherra Dana, staddur nú í Moskvu; Tító forseti Júgó- slavíu; Elisabet Bretadrottning; Tage Erlander, forsætisráðherra Svía; Kekkonen, Finnlandsforseti, og margir, margir fleiri, hafa sent samúðarskeyti vestur um haf. Sir Winston Churchill sagði í gær, að lieimurinn hefði misst mikilhæfan stjórnmálamann og skynsaman og góðan einstakling. Harry Truman sagði, að landið og þjóðin hefðu tapað miklu við fráfall Kennedys. Eisenhower fyrr uim forseti sagði: — Ég er viss um, að adir amerískir borgarar eru fullir sorgar og viðbjóðs á því sem gerzt liefur. Ríkisstjórinn í New York, Nelson Rockefeller sagði: Þetta er hræðilegur sorgar atburður fyrir þjóðina og allan heiminn. Séra Martin Luther King, svertingjaleiðtogi sagði: — Mesti virðingarvotturinn, sem banda- ríska þjóðin getur sýnt hinum látna forseta, er að fylgja þeirri stjórnmálastefnu, sem hann hefur markað. Þannig hafa leiðtogar þjóðanna um heim allan lýst sorg fyrir hönd þjóða sinná, en einnig má geta þess, að í Vestur-Berlín tóku um 70 þús. manns þátt í blysför úr öllum úthverfucn til ráðhús- torgsins í hjarta borgarinnar til þess að minnast hins látna forseta. Dagblöð heimsins hafa helgað þessum snrgaratburði flestar síð- ur, og kemur þar mjög víða fram það almenningsálit, að Kennedy hafi látið lifið vegna baráttu sinn ar fyrir jafnrétti hvítra manna og svartra, þeirri baráttu, sem einnig kostaði íyrirrennara hans, Abra- ham Lincoln, lífið fyrir 98 árum. SÍÐASTI DAGUR Framhald af 16. síðu. in fyrr en hann væri aftur kom- inn til Hvíta hússins á mánudag. Kl. 10:30 óku forsetahjónin í bílalest frá hótelinu til Carswell- flugvallar, en þaðan áttu þau að fljúga til Dallas. Kl. 12:25 (þarlends tíma) var skotið á forsetann, þar sem hann var á leið frá flugvellinum í Dallas að fundarstaðnum, þar sem hann átti að halda ræðu. Kl. 12:30 kom bíll forsetans til Parkland-sjúkrahússins, og forset- anum var gefið blóð. Kl. 13:00 lézt forsetinn án þess að hafa nokkru sinni komizt til meðvitundar. Kl. 1:35 tilkynnti ritari Hvíta hússins dauðsfallið. Fimm mínút- um áður hafði Lyndon B. John- son svarið embættiseið sinn sem næsti forseti Bandaríkjanna. FöSurbróSir minn Sigurjón Guðmundur Sigurðsscn frá Húsey, Skipholti 14, verSur jarSsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 25. nóvember kl. 10,30 árdegis. — Athöfninni verSur útvarpaS. Hjörtur Bjarnason. Cltför móSur okkar ÁstríSar Eggertsdóttur fer fram frá Dómkirkjunni þriSjudaginn 26. nóv. kl. 10.30 f.h. — Athöfninni verSur útvarpaS. — Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Slysavarnafélag íslands. Börnin. TÍMINN, sunnudaginn 24. nóvember 1963. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.