Tíminn - 27.11.1963, Síða 2

Tíminn - 27.11.1963, Síða 2
Sjáifvirkni og kaup- gjald S.l. fösfcudag birtist hér í blaðinu athyglisvert samtal við ungan rafvirkja Ásgeir Sigurðs- son, nýkoniinn frá námi í Bandaríkjunmn. Hann ræðtr þar meðal annars um þá miklu sókn, sem þar er hvarvetna við að koma á sjálfvirkni og segir m.a.: „í Bandaríkjunum er þró- unin sú, að fyriirtækin kaupa dýrar og afkastamiklar vélar en fækka starfsmönnum, vegna þess hversu l-.aupgjald er þar hátt! Hér er kaupið svo lágt, að atvinnurekendur láta undir höfuð leggjast að kaupa hinar dýru vélar Þessi þróun er mjög hættuleg fyrir framtíðina. auk þess sem vinnuhagræðing og framleiðni er látin sitja á hak- anum. Minnir þetta á ástandið í vanþróuðu Inndunum. Þetta verður að brevtast“. Þarna hreyfir þessi glöggi, ungi maður máli, sem vert er að gefa mikinn gaum og kemur heim við það, sem t.d. Helgi Bergs minntist á f útvarps- ræðu á Albingi fyrir nokkru: Lágt kaupgjald hamlar gegn véi væðingu atvinnuveganna, því að þá sjá atvinnurekendur sér ekki sama hag í vélvæðingunni og ef kaupið er hátt. En á vél- væðingunni, vínnuhagræðing- unni og framleiðninni byggist batnandi hagur og lífskjör. aióaferill Morgunblaðið ræðir f for. ystugrein f gær um atburðina í Dallas f Texás og þau ömur- legn mistök. er Oswald, grun- aður morðingi forsetans var skotinn í höndum lögreglunna. Blaðið segir m.a. um þetta: „Því miður vaknar sá grun- ur, að beir, sem ábyirgð báru á morði forsetans, hafi viljað koma Lee Harvev Oswald fyrir kattarnef. svo að erfiðara yrði að rekja blóðferilinn. Engu verður um það spáð, hverjir þessir menn séu, og ef til vill sannast bað aldrei. Slfk sönnun hefði þó verið mikilvæg, vegna þess að of- beldisöflum vex ásmegin, þegar þau fá hulizt undir yfirborðinu en hljóta réttmæta fordæm- ingu, þegar þau eru afhjúpuð. Út af fyrir sig má ef til vill segja, að ekki skipti megin- máli, hvers konar ofstækisöfl hafa verið að verki, hvort þau hafa verið kommúnistísb eða fasistísk. Þar er um að ræða greinar á sama meiði. En ef um skipulagða glæpastarfsemi hef- ur verið að ræða, sem hlýtur að hvarfla að mönirum, hefði að sjálfsögðu oltið á miklu að komast fyrir rætur hennar“. Símaskrár upp- skroppnar Samkvæmt auglýsingu frá Landssfmanum hefur símanot- endum í Reykjavík og Kópa- vogi að minnsta kosti, verið gert að sækja hina nýju símaskrá sína á ákveðnum degi niður f inheimtusal símans við Austur- völl. Að sjálfsögðu hafa ekki allir getað orðið við þeirri kvaðningu og farið síðar. Nú hafa ýmsir þá sögu að segja, að er þeir koma á seinnl skip- unum þessa dagana og vilja helzt fá sína símaskrá, þá er hún ekki til reiðu, og svörin þau, að ekki verði til eintök af henni fyrr en eftir hátfðar. Pramhald á 13. sfðn. KJÖRDÆMISÞING Framsóknarmenn í Suður- landskjördæmi héldu kjör- dæmisþing sitt að þessu sinni í Vestmannaeyjum, um síð- ustu helgi. Fulltrúar af landi fórju með Herjólfi frá Reykja- vík á föstudagskvöld og tók skipið fæpast fleiri. Um átta- 1iu fulltrúar sátu þingið og hátt á annað hundrað manns sóttu samsæti þingfulltrúanna á laugardagskvöldið. Þetta er íjórða kjördæmisþing sunnlenzkra Framsóknarmanna, en kiördæmissambandið var stofnað T. maí 1960. Matthías Ingibergs- son, lyfjafræðingur, sem verið hef u>- formaður frá stofnun, baðst nú undan endurkosningu og var kos- inn Sigurfinnur Sigurðsson, sem gegnt hefur erindrekastörfum fyv i» kjördæmissambandið um skeið Fundarstjórar voru Sveinn Guð- mundsson og Óskar Jónsson, og ritarar Einar Þorsteinsson og Þór rrinn Sigurjónsson.. Fjölmörg mál voru rædd í nefnd um þingsins og síðan tekin til ályktunar. Verða þau mál rakin > blaði sunnlenzkra Framsóknav- manna, Þjóðólfi. Ritari Framsóknarflokksins, Helgi Bergs. flutti afburða snjallt og fróðlegt erindi um stjórnmál- in Að loknum þingfundum var á iaugardagskvöldið haldið sameig- inlegt hóf þingfulltrúa og gesta Voru margar ræður fluttar og mikið sungið Síðan var stiginu oans. Á sunnudagsmorgun skoðuðu sðkomumenn sig um undir leið- sogn heimamanna. Kl. 1 á sunnu- Jólamerki Thorvaldsensfél. Það er Steinþór Sigurðsson, leik tjaldamálari, sem teiknar jóla- merki Thorvaldsensfélagsins á 50 ára afmæli þess, en ágóði þess- ara merkja rennur aðallega til vöggustofunnar, sem félagið er nú að reyna að fullborga. Venjulega hefur salan gengið vel og vonazt er til að svo verði einnig i ár. — Fyrsta merkið kom út árið 1913, og þá var á því mynd af Fjallkon unni, en nú er myndin af barni, sem fagnar hækkandi sólu, en í hægra horninu er fjögurra Iaufa smári. dag fóru aðkomufulltrúar heim með Herjólifi, um Þorlákshöfn. I->eir kvöddu Eyjamenn með söng er skipið !agði frá bryggju Framsóknarmenn í Eyjum önn uðust allan undirbúning kjördæm- isþingsins þar og móttökui að- komufulltrúanna Var mjög róm v.ð fyrirgreiðsla þeirra og gest- risni. Eru allir þingfulltrúar sam mála um, að þetta hafi verið sér staklega athafnasamt og ánægju Ifegt kjördæmisþing, og að auki skartaði náttúran því fegursta. sem hún á þennan árstíma, með '■eðurbiíðu til að gera för ..land- manna“ sé.ni bezta. HARAI.DUR BJÖRNSSON Sá svarti senuþjófur Nýlega er komin í bókaverzlan ir bókin Sá svarti senuþjófur, eftir Njörð P. Njarðvík. Þetta er ævisaga Haraids Björnssonar leik- ara og rekur feril hans allt frá æskudögum og fram til ársins 1961, er hann lét af störfum sem fastráðinn ieikari við Þjóðleikhús ið. Haraldur tók sig upp með fjöl skyldu sína á fertugs aldri, fór úr vel launaöri stöðu á Akureyri til að nema leiklist við Konung- lega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Hann er fyrsti atvinnumaður í leiklist, er tók til starfa á íslandi og því brautryðjandi í því erfiða starfi að breyta íslenzkri leiklist úr því að vera stundargaman á- hugamanna í meðvitaða listsköp un menntaðra leikara. Þess vegna er bókin öðrum þræði saga ís- lenzkrar leiklistar á þessari öld. Framhald á 15. sISu. Á VEGUM Félagsmálastofnun- arinnar kom í dag út bókin FÉLAGSSTÖRF OG MÆLSKA, eftir Hannes Jónsson, félagsfræð ing. Er hún 208 bls. að stærð, skiptist í þrjá hluta og 14 kafla, og í henni eru um 20 myndir, sem mest rnegnis eru teikningar af heppiregri sætaskipan og fyrir- komulagi a mismunandi stórum fundum. Fyrsti hluti bókarinnar nefnist FÉLÖG, FUNDIR OG FUNDAR- SKÖP. Er þar m.a. fjallað um félagshópa, forystumenn félaga, félagsandann, embættismenn funda, fundarsköp, félagslegt á- hugaleysi óg sætaskipan í fundar Laugardaginn 16. nóv. s. I. var tekln I notkun matvöru- og búsáhaldadeild í nýrri kjörbúð hjá Kaupfélagl A- Skaftfellinga, Hornafiröi. Aðrar deildir I hlnu glæsilega verzlunarhúsl verða teknar : notkun á næsta árl. Verzlunarstjóri er Sverrir Guðnason. — Myndin er tekin við opnunina. sal. Annar hluti nefnist MÆLSKA. Þar er m.a. fiallað um kennslu í mælsku t'yrr og nú, undirstöðuat- riði góðrar ræðu, tilgang og teg- undir ræðu, ræðuskrekkinn, fram söguræðuna o fl. Þriðji hlutinn nefnist RÖKRÆÐ UR OG ARÓÐUR. Er þar m.a. fjallað um undirstöðuatriði rök- fræðinnar, nelztu áróðursaðferðir nútíðar og fortíðar og þátttöku í umræðufundum í bókinni er auk þess VIÐBÆT IR, sem er fróðleg endursögn á mælskukenningum gríska meist arans Aristoteles. í formála bókarinnar bendir höfundur á, hversu örlagaríkt það geti verið fyrir Iýðræðisríki, að ábyrgir borgarar hafi staðgóða þekkingu á fólagsmálum og fund arsköpum og nokkra þjálfun í að tjá sig í formi ræðunnar. Telur hann okkur íslendinga hafa verið fremur hirðulausa um að mennta uppvaxandi kynslóðir í félagsstörf um og undirbúa þær undir ábyrga þátttöku í félags- og stjórnarstarfi. Bókin er prentuð á góðan papp- ír í prentsmiðjunni Eddu, og er öll hin smekklegasta. Er þetta þriðja bókin í Bókasafni Félags- málastofnunarinnar, sem hefur einkunnarorðin BÆKUR, SEM MÁLI SKIPTA. 2 TÍMINN, miðvikudaginn 27. nóv. 1963.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.