Tíminn - 27.11.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.11.1963, Blaðsíða 5
RITSTJÖRI: HALLUR SIMONARSON Ingi Þorsteinsson end- -SHi *** 'ome-maaBssmsmmmmmsiaaaaBgBnraqini mmnw—IW— urkjörinn formaður FRi Hinn sextan ara gamli sundmaður fra Keflavik Davið Valgarðsson, i viðbragði. (Sveinn Þormóðs tók myndina) Um heigina síðustu héldu frjálsíþróttamenn ársþing sitt í Reykjavík. Formaður sambandsins, Ingi Þorsteins- son, setti þingið, en á það mættu um þrjátíu fulltrúar. Formaður minntist í upphafi þeirra Jóhanns Bernhards og Garðars S. Gíslasonar, sem báðir létust fyrr á árinu. — Gestir þingsins voru m. a. Benedikt Waage og Guðjón Einarsson, varaformaður ÍSÍ. Mefin f uku á fyrsta sund moti vetrarms 200 m skriðsund kvenna: Hrafnhildur Guðm.dóttir, ÍR 2,28,2 (fslandsmet) 4x50 m bringusund kvenna: Sveit Ármanns 2,51,2 (íslandsmet) 3 íslandsmet og eitt norskt voru sett á sundmóti Ármans í gærkvöldi í Sundhöllinni. Guðm. Gíslason setti nýtt met í 100 m. flugsundi, 1,04,7 og má geta þess, að þetta er 58. ís« Jandsmet Guðmundar á hans sundferli. Með bví að setjg þetta íslandsmet, sló hann gamalt met í annarri merkingu, eða met þjálfara síns, Jónasar Halldórssonar, sem setti 57 íslandsmet á sínum sundferli. Þá setti Hrafnhildur Guðmunds- dóttir nýtt íslandsmet í gærkvöldi, í 200 m f jórsundi kvenna, synti vegalengdina á 2:44,0 mín. Var þetta þriðja íslandsmet Hrafnhildar á þessu móti. Þá setti sveit Ármanns íslands- met í fjórsundi kvenna, 2,41,1. Norðmaðurinn Korsvald setti einnig norskt met í 100 m baksundi, 1,07,8. Enn sem fyrr, eru Guðmundur og Hrafnhildur okkar skærustu stjörnur á sundsviðinu, en athygli vekur hinn sextán ára sundmað- ur frá Keflavík, Davíð Valgarðs- son, sem sífellt er að bæta sig, og í gærkvöldi setti hann m.a. sveina- met í 100 m. flugsundi, 1.08.6. Hin unga sundkona úr Ármanni, Matt- hildur Guðmundsdóttir, sækir einnig stöðugt á, og hún setti telpnamet í 100 m. bringusundi. Þessu Ármannsmóti, sem staðið hefur yfir í tvo daga, lauk í gær- kvöldi. Þetta var fyrsta sundmót vetrarins, og má segja að vel hafi Félagarnir Guðmundur Gíslason og Jónas Halldórsson. Guðmundur hefur nú bætt met Jónasar og sett 58 íslandsmet. verið farið af stað. Samtals voru setti sjö íslandsmet á mótinu, auk fjölda unglingameta. — Vegna rúmleysis í blaðinu í dag, verða jhelztu úrslit frá því í gærkvöldi aö bíða, en hér koma úrslitin frá fyrri degi mótsins: Úrslit fyrri daginn: 400 m skriðsund unglinga: Korsvold, N 4,39,0 Davíð Valgarðsson, ÍBK 4,39,9 (drengjamet) 200 m bringusund kvenna: Hrafnhildur Guðm.dóttir ÍR 2.54,5 (fslandsmet) Auður Guðjónsd. ÍBK 3.05,1 Matth. Guðm.dóttir, Á 3.54,4 (telpnamet) 100 m skríðsund karla: Guðm. Gíslason, ÍR Korsvold, N. Vengel, N 50 m baksund telpna: Ágústa Ágústsdóttir, SH Hrafnhildur Kristjánsd. Á 50 m baksund sveina: Þorsteinn íngólfsson, Á Kári Geirmundsson, ÍA 100 m baksund unglinga: Ólafur B. Clafsson, Á Guðm. Harðarson, Æ Guðmundur Grímsson, Á 100 m skriösund telpna: Matth. Guðmundsd. Á Hrafnhildur Kristjánsd. Á 200 m fjórsund karla: Guðm. Gíslason, ÍR (íslandsmet) Kcrsvold, N. 2,33,1 Davíð Valgarðsson, ÍBK 2,34,4 (drengjamet) Þingforseti var kosínn Jón M Guðmundsson. Formaður FRÍ, tngi Þorsteinsson, las skýrslu ríjórnar fynr síðasta starfsár. Kom fram í henni, að frjálsíþrótta menn hafa ött við mörg vandama) að glíma. Einkum er það fjárhag urinn, sem hefur verið erfiður viðfangs. Þá voru einnig lagðar í> am skýrslur frá föstum nefndum. — Nokkrar umræður urðu um skýrslu stjórnarinnar. Ingi Þorsteinsson var endurkjör inn formaður sambandsins fyrir næsta ár. Aðrir í stjórn voru kosn ir þeir Björn Vilmundarson, Jón M Guðmundsson, Svavar Markús- son, Örn Eiðsson og Þorbjörn Pét- ursson. Formaður laganefndar var kjör inn Höskuldur G. Karlsson. — í íþróttadómstól FRÍ eiga sæti þeir Jón M. Guðmundsson, Tómas Áma son og Halldór Sigurðsson. Þetta þing frjálsíþróttamanna íór hið bezta fram. í öllum um ræðum kom fram áhugi að gera hlut frjálsra íþrótta stærri en hann er í dag. Það er einkum til unga fólksins, sem augunum er rennt, en í hópi þess eru margir efní- legir frjálsíþróttamenn. 57.8 1.00,0 1,04,3 40,1 41.8 29,7 30,0 1,19,6 1.20.3 1,21,8 1,16,0 1,19,9 2.23.3 STAÐAN Staðun i Reykjavíkurmótinu í handknatfleik er nú þessi: Fram KR Valur Ármann Þróttur ÍR Víkingur Hin nýkiörna stjórn FRÍ. — Aftarl rö8 frá vlnstri: Örn Eiðsson; Jón M. Guðmundsson; Svavar Markússon. Fremri röð: Björn Vilmundarson; Ingi Þorstelnsson, formaður, og Þorbjörn Pétursson. Körfubolti í kvöld Reykjavíkurmótið í körfuknatt- leik heldur áfram að Hálogalandi í kvöld. Þrír leikir fara fram og verö ur þar af einn í meistaraflokki karla. Mætast þá KR og Ármann og getur orðlð um skemmtilega viður- eign að ræða. KR-liðið virðist stöðugt vaxandi og fyrsti leikur iiðsins í mótinu, gegn KFR, var sérlega góður, en hið unga KR-lið vsnn með yfir 50 stiga mun. Engu skal spáð fyrir um úr- slitin í kvöld, en leikurinn ætti að geta orðið jafn — Dómarar í leikn um verða þeir Hólmsteinn Sigurðs- son og Þorsteinn Hallgrímsson. Auk meistaraflokksleiksins verða tveir ieikir í 3. flokki og mætast þá Ármann A og ÍR B — og einnig Ármann B og ÍR A. — Fyrsti leik- ur hefst Klukkan 20,15. TIMINN, miðvikudaginn 27. nóv. 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.