Tíminn - 27.11.1963, Page 15

Tíminn - 27.11.1963, Page 15
Hönd í viftuspaða MS-Reyðjarfirði, 26. nóv. í dag lenti Hörður Hermóðsson, sem vinnur á loftpressu hjá Vega- gerð ríkisins í viftuspaða vélar sinnar, með þeim afleiðingum að tók af vísifingur hægri handar. Vélin hafði verið í gangi, er Hörð- ur fór með höndina í viftuspað- ann, og skaddaðist einnig þumal- fingur Harðar. Héraðslæknirinn var staddur á Reyðarfirði, og bjó hann um hönd ina, en síðan var Hörður fluttur til Norðfjarðar á sjúkrahúsið þar. óskast til leigu nú þegar fyrii- mann. TilboS leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 1., ' íiJíV OJi' Jðlbl des., merkt: „Reglusamur“. Auglýsíð í íímanum VERKFRÆÐINGAR Lausar eru tvær stöður verkfræðinga við Iðnaðar- deild Atvinnudeildar Háskólans við byggingarefna- og byggingafræðilegar rannsóknir. Óskað er eftir byggingavérkfræðingum, en komið getur til greina að ráða efnaverkfræðinga í aðra stöðuna. Laun eru samkvæmt launasamningi ríkisins og opinberra starfsmanna, 22. launaflokki. Umsóknarfrestur er til 15 desember. SEBORG-WELLER (Manchester) LTD 18. St. Chaods Road, Manchester 20. Bændur og atvinnurekendur Höfum steinasteypuvélar, stáigrindur í verkstæð- ishús, fiskvinnsluhús, geymslirr og útihús á mjög hagkvæmu verSi. Aðrar upplýsingar gefur fulltrúi fyrirtækisins Laugateig 9 Reykjavík. Ráðskona Ráðskona óskast í kauptún á Austurlandi. Má hafa með sér barn. Uppl. í síma 40ri47. RUGGUSTOLL Gamaldags-ruggustóll ósk- ast til kaups. Nánari upplýsingar í síma 17339. Herbergi Snjóbelti Eg undirritaður vil kaupa strax vel með farin notuð snjóbelti á Fordson dexta traktor. (Belti undan Fergu son koma að notum). Sveinn Stefánsson, Vatnsenda, Ólafsfirði Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar, eigum dún- og fiður- held ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3 —Sími 18740 (Áður Kirkjusteig 29). HANDRIÐ Plastásetningar Nýsmíðl Smíðum handrið úti og inni. Sexjum plastikk á handrið Önnumst enn fremur alls konar járnsmíði Járniðjan s.f. Miðbraux. 9, Seltjarnamesi Sími 20831. SVART AF ÖSKU KJ-Reykjavík, 26. nóv. Fréttaritari blaðsins í Vest- mánnaeyjum, Sigurgeir Kristjáns son, tjáði blaðinu í kvöld, að ótuktarlegt veður hefði verið í Eyjum í dag. í morgun, er menn komu á fætur, var allt orðið svart af ösku og tóku menn til óspilltra málanna við að hreinsa allt sem utan dyra ei. Brátt fór þó að rigna, en þá tók ekki betra við, því sandur og aska var í hverjum dropa. Er af þessu mikill óþrifn- aður og berzt um hýhýli manna. Barnaskólanum mun verða lokað á morgun í Vestmannaeyjum af þessum sökum. Hús og götur eru þakin forarleðju og hálf ófrýni- legt um að litast. Brennisleinsþefur barst að vit- um Hvolsvellinga í dag, og er hann óefað frá gosinu sunnan Vestmannaeyja. Sökum rigningar varð ekki eins vart við öskufa.11 og vikur, en er aðf var gáð fannst bæði vikur pg áska í rigningunni. RUBY KEYPTUR Framhald af 16. síðu. lögreglustöðinni í Dallas til ríkis- tangelsisins fyrir utan borgina. Lögfræðingur Rubys, hinn 52 ára Tom Howard, lýsti því yfir í gær, ao honum fyndist Ruby eiga skilið heiðursorðu þingsins fyrir afrek sitt, og að það sé skoðun milljóna annarra Ameríkumanna. í dag sagði hann, að skjólstæðirigur hans hefði ekki verið sjálfráður gerða sinna, og rann mundi halda því íram í réttinum, að Ruby hafi framið morðið í brjálæðiskasti. Kona nokkur sem eitt sinn skemmti á næturklúbbi Rubys, en starfar nú sem leigubílstjóri, hef- ur lýst því yfir, að hún sé sann- færð um, að Ruby hafi verið borg iað fyiririaðidrepæ-öswald. Hún hló að ■ fiillyrðingu lögfræðingsins um stundarbrjálæði Rubys og sagði, að hann gæti vissulega verið ofsa- -fenginn, en hann vissi alltaf, hvað hann gerði. Þeir, sem fengu hon- um þetta nlutverk í hendur munu áreiðanlega vernda hann, hann verður eklii látinn sitja lengi í fangelsi, s.agði konan Hún vilrli ekki láta nafns síns getið. Læknarnir, sem annast hafa Jchn Connally, fylkisstjóra í Tex- as sögðu í dag, að hann væri greinilega á batavegi. Connally li.aut lífshættuleg skotsár í brjóst ið handlegg og fót. Ríkislögreglan heldur áfram rannsóknum sínum á morði for- setans. Upplýst var í dag, að fund- izt hefðu efnisþræðir úr fötum Oswalds á rifflinum, sem forset- ir.n var skotinn með. Áður höfðu fingraför Oswalds fundizt á morð vnpninu. REYKJAHVERFI Framhald at 16. síðu. um ábúendur hinna jarðanna, enda landbrot þeirra skammt á veg komið. Bróðir Tryggva, Stefán. einn ig ungur og nýkvæntur, byggir iðnaðarbýli í landi Reykjar- hóls. Hann lauk trésmíðanámi í vor og reisti sér þá verkstæðis hús og hefur haft ærinn starfa síðan. Ætlunin mun að reka smábúskap með trésmíðinni Enn er langt í land með hey- mjölsverksmiðju og fóður- birgðastöo þá, 'sem Reykhverf- ungar vilja reisa fyrir Norður- land. Áformið er ekki lengra komið en í mynd áskorunar á alþingismenn Norðurlandskjör- dæmi eystra, að þeir hlutist til um að athugaðir séu möguleik- ar á að koma upp fóðuriðnaði í sambandi við nýtingu jarðhit- ans í Reykjahverfi. Mun í ráði að bíða með frekari aðgerðir, unz séð er. hvernig rekstur hey mjölsverksmiðjunnar í Gunn- arsholti gengur. DANMERKURBLAÐ Framhald af 1. síSu. ^ Nordal, prófessor og fyrrverr.ndi sendiherra í Kaupmannahöfn, Bjarne Paulsen, sendiherra Dan- merkur og TBjörn Th. Björnsson, listfræðingur. Danmerkublað Tímans kemur sem sagt út innan tíðar, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi, og flytur fjölbreytt efni um Danmörk land og þjóð og greinar hinna beztu manna. TOGARAAFLINN Framhald af 1. síðu. ist aðeins 3.13 lestir í 34 ferðum, en veður var nokkuð stirt og frá- tafir töliiverðar, að því er segir í Ægi. v Landanir í október voru 37, þar af 2 í Reykjavík (198.970 kg.), 11 í Bretlandi (1.324.184 kg.), og 24 í Þýzkalandi (2.792.580 kg.) Aðallega hefur aflinn verið seld ur til Þýzkalands í þessum mán- uði, og hefur verðið, sem fengizt hefur, verið allgott. Frá iUjjingi það sem liann teldi að þyrfti að cthuga sérstaklega í sambandi við þetta mál væri hvort ekki væri létt að Vestmannaeyingar ættu sjálfir skipið. Eignarétturinn skipt ir okkur miklu. Þá þyrfti að at- huga, hvort ekki ætti að smíða svo stórt og traust skip, að það gæti farið fyrir Reykjanes til Reykjavíkur en væri ekki ein- góngu miðað við Þorlákshafnar- ferðir. Þá sagðist hann ekki vilja skerða samgöngur Hornfirðinga. Lúðvík Jésepsson sagði, að sér "æru um hreinan fyrirslátt að ra-ða. Ef Vestmannaeyingar vilja eiga skipið hafa þeir gert það upp. við si-g — og ef ekki þá geta þeir gert það, þótt betta frumvarp nái fram. Þá væri fráleitt, að 500— 3000 lesta skip gæti ekki komist til Reykjavíkur frá Eyjum. Þá skor- aði Lúðvík a Gnðlaug að vinna að íramgangi þessa máls, því að af- staða hans myndi ráða úrslitum í jiessu máli. Guðlaugur sagði að skipið yrði að vera svo vandað, að það gæti t.ekið farþega að næturlagi fyrir Reykjanes. Eysteinn Jónsson sagðist haía átt sæti i ríkisstjórn þegar ákvörð un var tekin um smíði Herjólfs. Þá var það ákveðið með samkomu Isgi allra viðkomandi aðila, að Herjólfur =kyldi jafnframt halda uppi samgongum við Hornafjörð. Hornfirðingar mega síður en svo vif að missa skipið. Skipaútgerðiu hefur engan skipakost eða fjár- ráð til að bæta Hornfirðingum það upp, ef Heriólfur verður af þeim tekinn. JACQUEUNE FLYTUR Framhald af 1. siðu. Aðdáun fólksins á hinni ungu syigjandi ekkju kemur greinilega fram í dagblöðunum. Henni tókst að halda virðingu sinni og still- ingu í hina þrjá hræðilegu sólar- hringa, fra því að maður hennar féll á föstudag og þangað til jarð nrförin fór fram á mánudag. í gær brast hún ekki nema tvisv ai sinnum i grát, í annað skipti í St. Matthews-dómkirkjunni og hitt sliiptið, þegar hún yfirgaf Arling- ten-kirkjugarðinn að jarðarför- inni lokinni. Ekki er enn kunnugt, hvar frú Kennedy muni búa ásamt börnum sínum, en gizkað er á, að hún muni búa hjá móður sinni frú Hugh Auchingloss í Washing- ton, að minnsta kosti í fyrstu. Á miðnætti í nótt fór frú Kennedy að gröf manns síns til að leggja á hana fersk blóm, og í fylgd með henni var Robert Kennedy, dóms- rnálaráðherra. Jaoqueline býr enn í Hvíta hús- inu, en Johnson forseti býr áfram í húsi sínu í Washington. Hann hefur þó tekið yfir skrifstofu for- seta í Hvíta húsinu. Ekki hefur enn verið ákveðið, hvenær hann fjytur sjálfur inn. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Pierre Salinger, sagði í dag, að Caroline Kennedy, sem verður sex ár á miðvikudaginn, hefði byrjað að sækja tíma aftur í barnaskóla Kvíta hússins í dag, en hún hafði tkki tekið þátt í leikjum barnanna. Óry ggisþ j ónustan mun halda áfram um óákveðinn tíma að hafa vörð um frú Kennedy og börn hennar. SÁ SVARTI Framhald af 2. síðu. Haraldur Björnsson er fyrir löngu þjóðkunnur maður, ekki að- eins fyrir leik sinn, heldur einnig fyrir að vera opinskár og hispurs- laus í frásögnum, bæði af sjálfum sér og öðrum. í sögu sinni segir hann frá miklum fjölda þekktra samferðamanná, og enginn, sem þessa bók les, mun kvarta undan því, að hann segi ekki hug sinn allan. Þess vegna er bókin einnig saga mikils og sérstæðs persónu- leika, sem þorir að horfast í augu við sjálfan sig og umhverfi sitt. Hér er í fyrsta skipti skráð saga íslenzks leikara og jafnframt fyrsta bók ungs höfundar, er áður hefur vakið á sér athygli fyrir greinar í blöð og tímarit. Sá svarti senuþjófur er 264 lesmálssíður í stóru broti, auk 25 myndasíðna. Bókin er sérlega vönduð og smekk leg að allri ytri gerð. Hún er prent uð í prentsmiðjunni Odda h. f., útgefandi er Skálholt h.f. : ÞAKKARAVÓRP Öllum þeim, sem glöddu mig á sjptugsafmæli mínu hinn 18. nóv. með heimsóknum, gjöfum og skeytum, þakka ég af alhug og bið Guð að biessa ykkur öll. Guðlaugur Qlafsson, Guðnastöðum, Austur-Landeyjahr. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður. Katrínar Björnsdórtur fyrrverandi húsfreyju á Votmúla. Elnnig færum við læknum og öðru starfsfólki á sjúkrahúslnu á Selfossi beztu þakkir fyrir góða hjúkrun i veikindum hennar. Dætur, tengdasynir og barnabörn. Kveðjuathöfn um föður okkar Hannes Qlafsson frá Austvarðsholti, verður frá Fossvogskirkfu, fimmtudaginn 28. nóv. kl. 1,30, og hefst athöfnin með bæn að heimiil hifis látna kl. 11. Ferð frá B.S.I. kl. 7. Guðrún Hannesdóttir Ólafur Hannesson. TÍMINN, miðvikudaginn 27. nóv. 1963 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.