Tíminn - 01.12.1963, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.12.1963, Blaðsíða 4
 ;;::::t:::::i:i:i:i:i:;:i:;:i:i:::;:::::>:;:;:; íiWíSíý-ýiiíiýi i£g$£i ÖG SKRAFAO \§ □G SKRAFAÐ iiii»«iiiiiii : * - Siliii Minnkandi kvíði UM SEINUSTU helgi, voru menn harmi lostnir og kvíðnir um framtíðina vegna hins sviplega fráfalls Kennedys for •seta. Enn er þessi hörmulegi atburður mönnum ferskur í minni og söknuðurinn mikill vegna fráfalls hins glæsilega leiðtoga, sem svo miklar von- ir voru tengdar við. Kvíðinn er hins vegar nokkru minni. Maður k.emur í manns stað og hinn nýi forseti, Lyndon B. Johnson, hefur þegar sýnt það, að hann er líklegur til að halda uppi merki Kennedys með festu og skörungsskap. Alveg sérstaka ánægju hefur það vakið, að í ræðu þeirri, sem hann flutti á Bandaríkja þingi síðastl. miðvikudag, lýsti hann ekki aðeins eindregnum stuðningi við jafnréttisstefnu Kennedys, heldur hvatti þing ið til þess að láta það ganga fyrir öllu öðru að samþykkja jafnréttissfrumvarp hans. Á öðrum sviðum lýsti hann einn ig ákveðnum stuðningi við stefnu Kennedys. Það hefur ekki sízt dregið úr kvíðanum, að Johnson hef ur lýst yfir eindregnum stuðn- ingi við utanríkisstefnu Kenn edys, enda er það létt verk fyrir Johnson, þvi að hann hefur átt drjúgan þátt í að móta hana. Stuðningur Banda ríkjanna við Sameinuðu þjóð irnar og vanþróuðu löndin mun haldast óbreyttur og efl- ing vestræns samstarfs mun verða engu minna takmark Bandarikjastjórnar en áður, Þá mun ekki lagt minna kapp á það en áður að bæta sam- búðina milli austurb og vest- urs og hafa hin fyrstu skipti hins nýja forseta og valda- manna Sovétríkjanna verið hin vinsamlegustu.' Allt hefur þetta hjálpað til að draga úr hinum mikla kvíða og óvissu, sem ríkti allra fyrstu dagana eftir frá- fall Kennedys. Samningarnir Enn hefur litlu þokað áleið- is í þeim samningum,. sem ný- lega hófust milli atvinnurek- enda og launþegasamtakanna og á a"ð verða lokið fvrir 10. desember. Allmargir viðræðu- fundir hafa verið hairtnir', en lítið gerzt annað þar en það, að fulltrúar atvinnurekenda hafa sagt, að þeir gætu ekki fallizt á neina kauphækkun, en fulltrúar launþega hafa hins vegar haldið fram kröf- um sínum. Þessi ósveigjanlega afstaða beggja byggist á því, að ríkisstjórnin hefur enn engu svarað þessum aðilum um þær fyrirgreiðslur, sem þeir hafa farið fram á. Hún hefur ekki gefið launþegum nein teljandi fyrirheit um kjarabætur, er gætu gert þeim mögulegt að draga úr kaup- kröfunni. Hún hefur ekki held ur gefið atvinnurekendum fyr irheit um aðgerðir, sem gætu gert atvinnuvegunum mögu- legt að rísa undir hækkuðu kaupgjaldi. Meðan ríkisstjórn in svarar ekki neinu um þessi mál, halda bæði fulltrúar at- vinnurekenda og launþega að sér höndunum. Samninga- fundirnir verða því þóf eitt. Eins og Framsóknarmenn hafa bent á, hefur ríkisstjórn in mikla möguleika til að greiða fyrir lausn þessara mála, m. a. með lækkun vaxta, útflutningsgjalda og tolla. — Hún telur þetta hins vegar stríða gegn íhaldsstefnunni. Þess vegna þrjózkast hún við og aðhefst ekki neitt. Hættuleg fyrir- ætlun Hið eina nýmæli í efnahags- málum, sem hefur komið frá ríkisstjórninni að undanförnu, er frumvarp um að auka enn frystingu Seðiabankans á sparifé, eða í 25% úr 15%. Þetta frumvarp er ný sönn- un þess, að ríkisstjórnin er við sama heygarðshornið. Af- leiðing þess, ef slíkt frumvarp yrði samþykkt, yrði óhjá- kvæmilega minni sparifjár- söfnun í bönkum og'sparisjóð um og aukið svartamarkaðs- brask með peninga. Þegar frystingin lamar viðskipta- bankana orðið svo mikið, að þeir geta ekki lengur haldið uppi eðlilegum útlánum, afla menn sér lánsfjár eftir öðrum leiðum. Þetta sést. þegar glöggt á' mihh'kandi sparifj árinnlögum, erí; hvað verður þá, ef frystingin verð- ur enn aukin. Sennilega er það ekki ætlun stjórnarinn- ar og ráðunauta hennar að draga með þessum hætti úr sparifjársöfnun, heldur að ná sparifénu úr umferð til þess að geta þrengt meira að fram kvæmdum á eftir. En hér eins og oftar, eru ráð hennar sein heppileg og verka öfugt við það, sem þeim er ætlað. Ellilaunin Ríkisstjórnin sýndi það með kaupbindingarfrumvarpi sínu á dögunum, að hún teiur það meginundirstöðu stefnu sinn- ar, að haldið sé niðri hlut láglaunafólksins í þjóðfélag- inu, því að anr.ars sé ekki hægt nð tryggja aðstöðu og forgangsrétt „aflaklónna“ og ,,máttarstólpanna“, sem hún ber mest fyrir brjósti. Þótt ríkisstjórnin væri neydd til þess að hætta við þetta frum- varp sitt, er stefna hennar bersýnilega óbreytt. Það sést bezt á því frumvarpi um hækkun ellilauna og fleiri tryggingalauna, er hún lagði fyrir Alþingi í síðastl. viku. Venjan hefur verið að hækka ellilaunin í samræmi við hækkanir á launum opin- berra starfsmanna og þvl hefðu þau átt að hækka nú JOHNSON OG MIKOJAN um 40%. Stjórnin leggur hins vegar til að þau hækki aðeins um 15%, en það svarar ekki til helmingsins á þeirri aukn- ingu framfærslukostnaðar, sem orðið hefur siðan í apríl í vor. en þá afgreiddi Alþingi ný almannatryggingalög, sem mjög var hampað fyrir kosn- ingar. Minni hefði hækkunin ekki mátt v.era en að gamla fólkið héldi því, sem því vbru gefin svo fögur fyrirheit um síðastl. vor. Síðan hefur dýr- tíðin vaxið um 12%, en elli- launin nema um 40% af fram færslukostnaðinum. Á þessi 40% hans fæst 15% hækk- un, en ekkert á 60 prósentin. Ef gamla fólkið ætti að fá dýrtiðaraukninguna, sem orð- ið hefur síðan í ágúst, bætta, þyrfti hækkun ellilauna allt- af að vera yfir 30% . En stjórnin skammtar því 15%. Þannig verður hlutur margra þeirra, sem lakast eru staddir, gerður mun verri en hann var fyrir kosningarnar í vor. Versnað síðan 1958 í umræðum, sem urðu um þetta mál á Alþingi síðastl. fimmtudag, var sýnt fram á með glöggu dæmi, að hlutu" gamla fólksins hefði versnað verulega síðan 1958. Þá námu ellilaunin 45% af dva’arkostn aði á hinni almennu deild elliheimilisins Grundar í Reykjavík, en nú nema þau ekki nema 39% af honum. Ef rétt hefði verið á mál- um haldið, ætti hlutur gamla fólksins að hafa batnað veru- lega síðan 1958, því á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hafa þjóðarframleiðslan og þjóðartekjurnar vaxið veru- lega, m.a. vegna þeirrar upp- byggingar, sem hafði verið gerð á árunum þar á undan, og þeir, sem nú fá ellilaunin, höfðu átt sinn þátt í að fram- kvæma. Þetta fólk hefði vissu lega átt skilið að fá starf sitt þakkað með því að hljóta aukna hlutdeild í arðinum af þessu starfi þess. Svo hefur hins vegar ekki orðið heldur hefur hlutur þess versnað. Ríkisstjórnin hefur hjálpað „aflaklónum“ og „máttar- stólpunum" til að hrifsa til sín hinn ríflegri hlut. Málþóf ráðherr- aona í sambandi við umræður á Alþingi um tillögu Fram- sóknarmanna um nýja þjóð- hagsáætlun. hefur sá óvenju- legi atburður gerzt, að ráð- herrarnir hafa keppzt við að halda uppi miklu málþófi, svo að eigi kæmust þar aðrir að. Þetta málþóf hófst með því, að Gylfi Þ. Gislason flutti lanéa ræðu um landbúnaðar- mál, þar sem hann lýsti yfir því, að bændum bæri að fækka og minnka bæri aðstoð við landbúnaðinn til þess að koma þvi í framkvæmd. Þessu til stuðnings fór hann með ýmsar talnafirrur um land- búnaðinn. Eftir að Gylfi hafði flutt þessa ræðu, hélt B.iarni Benediktsson ræðu, þar sem farið var um landbúnaðinn ýmsum fögrum orðum, en skoðun Gylfa þó síður en svo mótmælt. Eftir það var fundi frestað, en þegar málið var svo tekið fyrir að nýju, tók Ingólfur Jónsson til máls og hélt nýja landbúnaðar- ræðu og talaði allan fundar- tímann. UM MENN OG MÁLEFNI Mikla athygli vakti það, að þrátt fyrir ýmis faguryrði um landbúnaðinn, andmælti Ing ólfur ekki neitt skoðunum Gylfa. Þær fregnir berast líka úr stjórnarherbúðum ,að þar séu i undirbúningi ráðstafanir, sem sýni að stefna Gylfa sé stefna ríkisstjórnarinnar og málþóf þeirra Bjarna og Ing- ólfs stafi ekki af öðru en því, að þeim hafi þótt Gylfi lýsa stjórnarstefnunni óþarflega opinskátt. Hvað skal lækka? Rlkisstjfernin hefur sýnt meði kaupbindingarfrumvarp- inu og landbúnaðarboðskap Gylfa, að hún hyggst reyna að leysa vandann á kostnað láglaunafólks og bænda. „Aflaklærnar“ og „máttar- stólparnir" skulu halda sinu og vel það. Þó er það næsta augljóst ,að ríkisstjórnin hef- ur mörg önnur ráð til að leysa vandann en að níðast á þeim, sem verst eru settir. Tollar þeir og söluskattar, sem hún hefur lagt á, eru svo úr hófi fram, að umframtekj- ur ríkisins urðu 300 millj. króna 1 fyrra. verða enn meiri í ár og þó fyrirsjáanlegar einna mestar á næsta ári, ef engin sérstök óhöpp steðja að atvinnuvegum landsmanna. Hér eru því miklir möguleik- ar til að draga úr dýrtíðinni. Til skýringar má t.d. geta þess að sumarið 1961 reiknuðu hag fræðingar ríkisstjórnarinnar út, að 10% almenn kaup- hækkun næmi samanlagt um 300 millj. kr. Enn bólar ekki neitt á því, að rikisstjórnin ætli að lækka tolla og söluskatta. Dýrtið- inni, sem umframtollarnir valda. skal haldið haldið á- fram. Enn meira skal þrengt að láglaunafólki og bændum. Betur getur það ekki sannazt, að hér er harðsvíruð íhalds- stjórn á ferð. Hið venjulega bókaflóð fyr- ir jólin, er byrjað. Þar kennir margra misjafnra grasa líkt og áður. Hæst ber þar tví- mælalaust hina nýju íslenzku orðabók. Með útgáfu hennar hefur verið unnið mikið og srott starf, og á Menningar- sjóður miklar þakkir skilið fyrir það verk, ásamt þeim sérfræðingum, ér þar hafa lagt hönd á plóginn. Hér er vissulega um bók að ræða, sem ætti að vera til á hverju íslenzku heimili, og fólk ætti að læra að grípa til og fræð-' ast af. Það mun líka hafa reynzt, að menn hafa kunnað betur að meta betta verk en búizt var við Ýmsir drógu í efa, að orðabók vrði góð sölu- bók, og því yrði að miða út- gáfu hennar við lengri tima. Það hefur hins vegar komið á daginn, að eftirspurnin hefur orðið melri en unnt hef ur verið að fullnæg.ia. Þetta eru góð tíðindi og þjóðinni góður vitnisburður. T f M I N N, sunnudaginn 1 desember 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.