Tíminn - 01.12.1963, Page 5

Tíminn - 01.12.1963, Page 5
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur f Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan. lands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f — Líst um landið ÍSLENDINGAR eiga marga góða myndlistarmenn, en saga þeirrar listgreinar er ekki löng. Segja má, að að- eins þriðja kynslóð nútíma myndlistarmanna hér á landi sé á legg komin. Samt á þjóðin þegar furðulega gildan sjóð ágætra listaverka, en er hins vegar mjög skammt á veg komin í aðstöðu til þess að njóta hans. Ríkið á myndarlegan stofn listasafns, en ekkert hæfilegt safnhús enn. Að vísu hefur safnið nú allgóða sýningarsali í Þjóðminjasafninu, en það er ekki til fram- búðar. íslendingar geta ekki unað öðru en reist verði veg- legt hús yfir listasafn ríkisins í höfuðborginni. Hins veg- ar er því fjarri, að það sé úrlausn, sem nægi þjóðinni allri. Að flytja listina um landið og á vit allrar þjóðar- innar er miklu stærra og víðtækara verkefni, og verður að hafa sýn yfir það allt í einu og leysa það sem eina heild. , , í Reykjavík er og hefur að sjálfsögðu verið megin- stöð listasafna og sýninga, og mun svo verða. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess að bæta aðstöðu fólks- ins í dreifðum byggðum til þess að njóta myndlistar, og eru þær góðra gjalda verðar en ná að sjálfsögðu allt of skammt. Svo til engin sjálfstæð listasöfn eru til utan höfuðborgarinnar. Stofnun listasafns í Árnesþingi með gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur er tímamótaspor í þess um efnum. Listsýningar um landið hafa verið nokkrar og jafnan vel sóítar en allt of fáar. Á Alþingi hefur Framsóknarfiokkurinn reynt að þoka skilningi á þesspm málum áleiðis. — Nú liggur fyrir þinginu tillaga þeirra Ingvars Gíslasoriar og Ólafs Jóhannessonar um listasöfn og listsýningar utan Reykjavíkur. Þar er gert ráð fyrir að kjósa 5 manna nefnd til þess að gera tillögur uns stofnun og starf- rækslu opinberra listasafna utai: Reykjavíkur, og hvernig stuðla megi að myndlistarsýningum víða um iand. Gísli Guðmundsson vakti á því athygli í umræðum á Alþingi nýlega að gera yrði gangskör að stuðningi við landsbyggðina í þessum efnum. Augljóst er að líta ber á áhrifasvæði listasafns rík- isins sem landið allt, og njótendur þc-ss, með eins jafnri aðstöðu og kostur er, þjóðina alla, þó að aðalstöð þess verði í höfuðborginni. Deildir þess á að staðsetja á nokkr- um öðrum stöðum. og listaverk geta síðan gengið á milli. Stofnun listasafna utan Reykjavíkur þarf að undirbúa svo vel, að una megi við skipulagið um langa framtíð, og einnig þarf að hafa í hyggju, hvermg samstarfi sýslufé laganna og ríkisins um þetta verði háttað. Listin má ekki gleymast, þegar sinnt er að menningarframförum í landinu. , Fullveldisdagurinn í DAG ERU 45 ÁR síðan íslendingar fögnuðu full- veldi sínu á döprum dögum í skugga spönsku veikinnar 1918. Sem betur fer hafa flestir fullveldisdagar síðan verið upplitsbjartari, þó að sannarlega vantaði ekkert á, að fagnað væri af innsta hjartans grunni hinn fyrsta fullveldisdag. Og enn fögnum við fullveldinu, og þjóð- in öll tekur þátt í því með þökk og von. Stúdentar hafa að verulegu leyti helgað sér daginn, og er það vel og þess að vænta, að reisn þeirrar helgunar verði æ meiri með árum. Eftir fimm ár á fullveldið hálfrar aldar afmæii eða 1968. Þess áfanga á að minnast með stórátaki í þágu framtíðar. Það er kominn tími til að hugsa fyrir því. Og um leið minnir það á, að næsta vor á lýðveldið tvítugs afmæli. Er ekki ráð að fara að efna i vörðu þeirra vega- móta? Walter Lippmann riiar um aIþjóSamál!"^""'“,*****,“,w""“-l 1J Bræðralag er ekki síður nauð- synlegt en jafnrétti og frelsi Hugleiðingar í tilefni af morði Kennedys forseta. Mvndin var tekin af Kennedy-hjónu num, er sonur þeirra var skírður ÞJÓÐINNI ber brýn nauðsyn til að gera sér ljóst eðli þessa ólýsanlega glæps. Engin svo brýn vandamál bíða úrlausnar, hvorki heima fyrir né út á við, að þau geti ekki beðið unz við höfum jafnað okkur og getum aftur hafizt handa heils hugar. En í hinum bandaríska anda er eyðandi, innvortis meinsemd, sem við verðum fyrst að gera okkur fulla grein fyrir og síðan að ráða bót á. Á þessu veltur framtíð Bandaríkjanna og geta okkar til að stjórna okkur sjálfir. Við verðum að gera okkur ljóst, að enda þótt umræður, umtal og orðrómur njóti frelsis, þá er lýðveldið í hættu meðan engar höml'ur eru lagðar á öfgamenn- ina. Öfgamenn geta aðhyllzt hvaða hugmyndakerfi sem er. En þeim er öllum sameiginlegt að meðhöndla andstæðinga sína sem óvini, utan við lög og rétt samfélagsmeðbræðranna. ÞAÐ, sem í Dallas gerðist, hefði vissulega getað gerzt í annarri borg. Þó verður að segjast, að morð forsetans er ekki fyrsta, pólitíska ofbeldis- verkið, sem framið er í þess- ari borg, heldur eitt af mörg- um Maðurinn, sem nú er for- seti Bandaríkjanna, hefir orð- ið fyrir líkamlegu ofbeldi sam- borgara sinna i Texaá. Þar var hrækt á fastafulltrúa Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum. f þessu umhverfi pólitísks ofbeldis lifði morðingi forset- ans. Og sjálfur hneigðist hann til aðdáunar á ofbeldinu í sínu fánýta, myrka og einmana lífi. Ljósasta staðreyndin um hann er fjarlæging hans frá mönn- unum, þjóðinni, fjölskyldu og vinum. Svo virðist sem innra með honum hafi ekkert hrærzt, sem tengdi hann forsetanum eða ríkisstjóranum sem mann- legum verum. Engin mannleg tilfinning orkaði hindrandi á hendur hans. í fjarlægingu sinni frá um- heiminum snéri Oswald sér til vinstri. En það var tilviljun. Þeir, sem hræktu á Johnson og Stevenson, höfðu snúið sér til hægri. Saimeiginlegt einkenni þeirra allra er fjarlægingin, glötun tengslanna við samfé- lagið. Öfgamaðurinn er utangarðs- maður. f hans augum er stjórn- in í Washington hatað, erlent vald og forsetinn í Washington sigrandi innrásarforingi. Hatur hans á sér þess vegna engin takmörk. Það nærist á eitri ill- girni, óhróðurs og ofsjóna. UM ÞESSAR mundir kanna menn mjög samvizku sína í Dallas, og það er ekki að ófyr- irsynju. Á Dallas hefir lengi hvílt grunur vegna þolinmæði borgarinnar gagnvart öfga- mönnunum og vanmáttar hinna heiðarlegu borgara — sem efa- laust eru í miklum meirihluta, — til þess að halda aftur af öfgamönnunum og koma aftur á skipan heiðarlegra, hógværra og skynsamlegra umræðna. Það var því sannarlega hugg- andi að lesa á sunnudaginn orð Earle Cabells, borgarstjóra í Dallas, þegar hann sagði: „Hver og einn okkar hlýtur því að rannsaka samvizku sína bljúgur í huga og komast að raun um, hvort hann kunni að hafa, með ógætilegu orði eða æði, stuðlað á einhvern hátt að hrapi þess- arar sálar fram af brúninni, út í myrkur brjálæðisins“. Við hljótum öll að taka þátt í þessari bljúgu hugleiðingu borgarstjórans í Dallas. Það er því miður allt of auðvelt að gleyma því, að í frjálsu þjóð- félagi er ekki aðeins frelsið og jafnréttið nauðsynlegt, heldur einnig bræðralagið. Eina hugsvölunin í skömm þjóðarinnar er fólgin í hreins- un, eða að minnsta kosti í rén- un þess eitrandi haturs, sem virðist svo skammt undir yfir- borðinu í þjóðlífi okkar. Við höfum liðið fjandskapnum að kljúfa hið bandaríska samfélag Við getum því öðlazt aftur trúna á framtíð Bandaríkjánna að okkur takist að rata á endur- reisn bandarísks samfélags. VIÐ verðum að stemma stigu við hatursflaumnum, sem veld- ur því, að þegar menn greinir á, til dæmis um skatta, félags- leg réttindi eða Rússland, þó geta þeir ekki látið sér fortölur og kappræður nægja, en líta á andstæðingana sem óbilgjarna óvini. í ljósi þessa ólýsanlega glæps blasir það við okkur, að í því frjálsa þjóðfélagi, sem við búum við og viljum varð- veita, er búinn bráður voði af algeru skefjaleysi á orðræðum og hugsun. Lýðræði nýtur sín því aðeins, að samfélagsböndin séu ósködduð og sterkari en allar taugar tii stjórnmála- flokka, samtaka, hagsmunahópa og ýrúflokka. Ég vildi óska að ég væri sann færður um að sjálfsgagnrýnin, sem sorgaráfallið olli, verði varanleg og búi með okkur þegar við tökum til starfa á ný. Sundrung haturs og óstjórnar er mikil meðal okkar og hóf- leysi í orðræðum og hugsun á sér djúpar rætur ÞESSI öfl hafa aukizt vegna áreynslu stríðsins, niðurrifs þessarar byltingaaldar, hagnýt- ingar, ofbeldishneigðar og grimmdar, sem múgsefjunin stuðlar að, ofgnægðar vopna og tilveru svo margra manna, sem hafa kunnað að notfæra sér þetta. En ég ber mikið traust tii græðimáttar Lyndon Johnsons. Við getum snúið okkur til hans í fullu trausti. Hann hefir sér- staka hæfileika til að finna || það samræmi i skoðunum, sem i eitt getur gert hið bandaríska Í stjórnarkerfi starfhæft, eins og i það er saman sett. Það er hið mikla, sögulega tækifæri hans að finna þetta samræmi í skoðunum meðal okkar sundruðu og reiðu þjóð- ar. Það er hin óviðjafnanlega köllun hans að endurreisa innri frið Bandaríkjanna. Þegar það liefir tekizt, verð- ur allt annað viðráðanlegt. T f MI N N, sunnudaginn 1. desember 1963. — 5

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.